Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAMPI SUNNjdDAGUR 23. MAÍ 1993 B 29 ----—-- Ferðaþjónusta - alvöru atvinnugrein Frá Birnu G. Bjarnleifsdóttur: og ýtt heimafólki til hliðar. Er þá t.d. átt við þjóna, kokka og annað starfsfólk á veitingastöðum. Þeir sérfræðingar sem hafa kynnt sér lagalega hlið málsins, hafa ekki viljað láta hafa neitt eftir sér og fjölmiðlafólk hefur tjáð mér að mjög erfiðlega gangi að fá grein- argóðar upplýsingar, ekki eingöngu um áhrif EES heldur um ferðaþjón- ustuna yfírleitt. Það hefur sagt mér að svo virtist sem íslensk ferðaþjón- ustufyrirtæki væru ekki æst í um- fjöllun fjölmiðla og vildu bara starfa í friði í sínu horni. Fagleg umijöllun um ferðaþjón- ustu sem atvinnugrein er af mjög skornum skammti hér á landi. Rétt er þó að geta greina Magnúsar Oddssonar, markaðsstjóra Ferða- málaráðs, sem birtast annað veifið í Ferðablaði Morgunblaðsins. Að öðru leyti er lítið um faglega um- fjöllun þar sem málin eru krufin til mergjar frá ýmsum hliðum. Ef ís- lenskt fiskiskip selur afla erlendis er þess snarlega getið í fréttum hvað söluverðið er pr. kíló og hversu mikils gjaldeyris hafí verið aflað með sölunni. Fjallað er um fisk- kvóta og sjávarútvegsstefnu í tíma og ótíma og birtar aflatölur ein- stakra fiskiskipa. Ef bóndi norður í landi ákveður að selja lambakjötið sitt beint er strax birt við hann við- tal. Það telst hins vegar ekki frétt- næmt þótt hér á jandi sé haldin fjölmenn fjölþjóðaráðstefna eða hversu mikils gjaldeyris hún aflar. Helstu fréttirnar úr ferðaþjón- ustunni birtast ársíjórðungslega þar sem greint er frá fjölda ferða- manna án nokkurra nánari skýr- inga um orsök eða afleiðingu. Hvers vegna hefur t.d. Bandaríkjamönn- um fækkað? Er það vegna minnk- andi starfsemi landkynningarskrif- stofu Ferðamálaráðs í Bandaríkjun- um eða aðstæðna innanlands í Bandaríkjunum? Hvers vegna hefur Þjóðveijum ijölgað? Er það vegna aukinnar starfsemi landkynningar- skrifstofu Ferðamálaráðs í Þýska- landi eða koma aðrir þættir inn? Hefur japönskum ferðamönnum fjölgað eftir að opnuð var landkynn- ingarskrifstofa fyrir ísland í Japan? Geta íslensk hótel uppfyllt sérkröfur japanska ferðamanna, t.d. hvað snertir baðaðstöðu og matarvenjur? Eru japanskir ferðamenn yfírhöfuð taldir eftirsóknarverðir með tilliti til arðsemi? Ætli þessi takmarkaða umíjöllun íslenskra Ijölmiðla um ferðaþjón- ustu stafí af áhugaleysi ferðaþjón- ustuaðilanna sjálfra eða athugunar- leysi fjölmiðlanna? Eða er það skortur á faglegri þekkingu? Hvar er allur sá fjöldi íslendinga sem numið hefur ferðamálafræði í er- lendum skólum undanfarin ár? Margt af því fólki hefur leitað sér að atvinnu innan ferðaþjónustunnar hér, án árangurs. Er ekki tími til kominn að fjalla faglega um ferða- þjónustuna eins og aðrar atvirmu- greinar? BIRNA G. BJARNLEIFSDÓTTIR, forstöðumaður Leiðsöguskóla íslands. Eru mannréttíndi söluvara? Frá Sveinbirni Jónssyni: í ÞEIM kafla Ríó-sáttmálans sem íjallar um nýtingu á auðlindum hafsins, kemur mjög vel fram mis- munandi réttarstaða einstaklinga °g byggðarlaga eftir staðsetningu, hefðum og tæknistigi. í sáttmálan- um er ríkjum gert skylt að tryggja réttindi einstaklinga og byggðar- laga til varanlegrar nýtingar þeirra náttúruauðlinda sem viðkomandi byggja afkomu sína á, ogjafnframt lögð á herðar þeim sú skylda að vernda viðkomandi auðlindir gegn rányrkju stórvirkrar tækni sem gæti skaðað auðlindimar og þannig rýrt afkomumöguleika þeirra sem eiga allt sitt undir þeim. I ljósi þess að Islendingar eru á alþjóðavettvangi taldir meðal frum- kvöðla í þessum málum og meðal annars í stjóm Umhverfisnefndar Sameinuðu þjóðanna er fróðlegt að skoða aðfarir þeirra sjálfra heima- fyrir. Stjórnvöld á íslandi hafa ver- ið kvótakerfið. í þessu kerfi er ákvarðaður leyfilegur heildarafli hverrar tegundar og honum síðan úthlutað sem aflamarki á hverja útgerð. Allt kapp er lagt á að við- komandi aflamark sé framseljan- legt eins og hver önnur vara og á það að stuðla að aukinni hag- kvæmni í sjávarútvegi þjóðarinnar. I slíku kerfi er ekkert rúm fyrir mismunandi réttarstöðu einstakl- inga eða samfélaga. í slíku kerfí er ekkert rúm til að taka tillit til mismunandi skaðsemi veiðarfæra. I slíku kerfi ræður aðeins aðgangur- inn að ijármagni því hver fær að lifa og hver skal deyja. Frá Halldóri S. Gröndal: I tilefni af fréttatilkynningu Sam- útgáfunnar um að þeir ætli ekki að fara í mál við Snorra Óskarsson forstöðumann Betels, langar mig að segja nokkur orð. Eg er annar tveggja fulltrúa Þjóð- kirkjunnar í Samstarfsnefnd krist- inna safnaða, sem stóð fyrir um- ræddri messu þar sem Snorri flutti prédikun sína. Við ræddum um prédikun hans nokkru síðar á fundi og sáum enga ástæðu til að finna neitt að henni. Ekki hefi ég orðið var við, að Snorri hafi orðið fyrir aðkasti vegna ræðu sinnar, heldur þvert á móti hefur kristið fólk tekið un dir orð hans og þótt tímabært að mótmæla kröftuglega því efni, sem birtist í umræddum tímaritum útgáfunnar. Mér finnst margt af þessu efni nán- ast mannskemmandi lágkúra og kristinn maður á að vita, að hann kallar yfir sig bölvun ef hann boðar djöfladýrkun. Við Vestfirðingar höfum á und- anförnum kvóta-árum fengið að horfa upp á hvert þorpið af öðru glata tilverugrundvelli sínum og þegna sinna á altari þessa kerfis. Islenskum sjávarútvegi og efna- hagsmálum er stjórnað á þann veg að hægt sé að nota erfiðleika fyrir- tækja til að gera upptækan rétt einstaklinga og samfélaga og selja hann hæstbjóðanda undir yfirskini aukinnar hagkvæmni. Hvaðan kem- ur stjórnvöldum slíkur réttur? Á undanförnum vikum höfum við fengið að fylgjast með lífróðri Bol- víkinga við að halda umráðum yfir lífsbjargarrétti sínum eftir að aðal- atvinnufyrirtæki bæjarins varð ís- lenska hagkerfinu að bráð. Undir- ritaður hefur persónulega reýnslu af samskonar baráttu Súgfirðinga og hefur því mikla samúð með for- ráðamönnum og almenningi í Bol- ungarvík við núverandi aðstæður. Stjórnvöld munu án efa reyna að láta málið snúast um peninga en það er mín skoðun og ég þykist vita að það sé einnig alþjóðlega við- urkennt að málið snúist um mann- réttindi fremur en peninga. Með dugnaði sínum allt frá landnámi Bolungarvíkur hafa Bolvíkingar áunnið sér rétt til nýtingar þeirra auðlinda sem þeir byggja afkomu sína á og það hafa engin stjórnvöld rétt á að láta selja þann rétt frá þeim hvorki fyrir peninga, skuldir né annað. Það sama gildir um Pat- reksfírðinga og Súgfirðinga og reyndar íbúa annarra sjávarþorpa vítt og breitt um landið. Það er kominn tími til að einhver láti reyna Við í þjóðkirkjunni hefðum átt að vera búnir fyrir löngu að mót- mæla og vara við þessum tímaritum, svo og því hömlulausa ofbeldi, já og siðleysi sem stundum birtist á skjánum hjá sjónvarpsstöðvunum okkar. Gegn þessu verður að spyrna fótum, þessu verður að linna. Og það gerist með hugarfarsbreytingu hjá fólkinu, að það hætti að kaupa tímaritin og hætti að horfa á slíkt sjónvarpsefni og mótmæli. Prédikun Snorra hefur ekki „dæmt sig sjálf“ eins og forsvars- menn Samútgáfunnar segja. Hún stendur vel fyrir sínu og hefur vak- ið fólk til umhugsunar á þessari skömm. Ræðan var biblíuleg, orð Guðs var boðað eins og það er að finna í heilagri ritningu. Og menn heyra orð Guðs og vilja hans, annaðhvort sér til blessunar eða bölvunar. HALLDÓR S. GRÖNDAL, sóknarprestur. á það á alþjóðavettvangi hvort ís- lensk stjórnvöld hafí rétt til að breyta mannréttindum þegna sjáv- arþorpanna í söluvöru og setja hana á almennan uppboðsmarkað. Ég tel að niðurstaða slíkra málaferla mundi verða íslenskum stjórnvöld- um slík hneisa að það tæki marga áratugi að rétta úr kútnum. SVEINBJÖRN JÓNSSON, Hjallavegi 21, Suðureyri. LEIÐRÉTTING Vantar ferða- skrifstofuleyfi Vegna fréttar um Framtíðarferðir í Morgunblaðinu sl. laugardag, skal tekið fram, að samgönguráðuneytið hefur ekki ekki tilkynnt fyrirtækinu að það fái ekki ferðaskrifstofuleyfi, heldur að fyrirtækinu sé óheimilt að starfa sem ferðaskrifstofa • á meðan það hefur ekki fengið slíkt leyfí. HARÐVIÐflRVAL HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 VINKLAR Á TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI ^ EINKAUMBOÐ cö Þ.ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Blessun eða bölvun Indverskar mottur í sumarbústaðinn Faxafeni við Suóurlandsbraut, sfmi 686999. aíiUjHiii iíj'j ;3jjj) gjjiii sím iuí ú; j r rtji FAGOR :;g| 1 rra r fy, | , -|V FAGOR FE54 Magn af þvotti 4,5kg Þvottakerfi 17 Afgangsraki 77% Hitastillir *-90°C Rúmmál tronilu 42 1 Hraðþvottur • Áfangaþeytivinda • Sjálfvirkt vatnsmagn • Hæg vatnskæling • Barnavernd • ■Hljóðlát • VORTILBOÐ GERÐ FE54 - STAÐGREITT KR. 39.900- KR. 41990 - MEÐ AFBORGUNDM RONNING SUNDABORG 15 SÍMl 68 58 68 Þessi miði á húsgögnum verslunarinnar tryggir þér lægsta verð á íslandi. mismumnn e^urf flúsgagaaúöttta Góð húsgögn og lægsta verðið -um það snýst allt í Húsgagnahöllinni. Húsgapahöllin BILDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.