Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993 Bill Clinton dró til baka útnefningu blökkukonunnar Lani Guiniers Pólitískur hnekkir og- blökkumenn ævareiðir Guinier hélt því fram að minnihlutahópar ættu að hafa aukinn atkvæðisrétt Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, varð fyrir enn einu áfall- inu þegar hann sá sig tilneyddan til þess í fyrradag að draga til baka útnefningu umdeilds lögfræðings í eitt af æðstu embætt- um dómsmálaráðuneytisins. Er lögfræðingurinn blökkukona og hefur haldið því fram í skrifum sínum, að rétt sé, að þegnarnir hafi mismikinn atkvæðarétt, þ.e.a.s., að atkvæði minnihlutahópa skuli vega þyngra en annarra. Á fréttamannafundi í fyrrakvöld sagði Clinton, að ljóst væri, að útnefningin myndi kosta „blóðug átök“ á þingi og lagði áherslu á, að hann væri sjálfur algerlega andvígur skoðunum lögfræðingsins. Blökkumenn á þingi hafa nú í hótunum við Clinton vegna þessa máls. Ólýðræðislegar skoðanir CLINTON hlustar hér á Lani Guinier halda ræðu, sem hún flutti þegar hún samþykkti að taka boði forsetans um eitt af æðstu emb- ættunum í dómsmálaráðuneytinu. Það var fyrir mánuði og áður en Clinton vissi um þær skoðanir hennar, að rétt gæti verið að mis- muna þegnunum hvað varðaði vægi atkvæðisréttarins. Eitt lunga gert að tveim FRÖNSKUM skurðlækni tókst nýverið að skipta lunga úr látn- um hávöxnum karlmanni í tvennt og græða hlutana tvo sem sitthvort lunga í lágvaxna fertuga konu. Hálfum mánuði eftir aðgerðina var konan á góð- um batavegi og laus af sjúkra- húsi. Læknirinn segir að unnt sé að gera fjögur barnalungu úr lungum eins fullorðins. Sögur Fergie í sjónvarpiö Teiknimyndir byggðar á bamasögum hertogaynjunnar af York, Söru Ferguson, um „Litlu þyrluna,“ verða væntan- lega sýndar í sjónvarpi í Bret- landi á næsta ári. Það var þegar Sara var að læra til flugmanns að hún skrifaði nokkrar sögur um litla, óhamingjusama þyrlu. Samræmdur Evróputengill ÁTJÁN Evrópulönd hafa ákveð- ið að reyna að taka upp sam- ræmdar rafmagnsinnstungur og klær í stað þeirra rúmlega tutt- ugu gerða sem nú eru í notkun. Talið er að framkvæmdin gæti tekið 30 ár og myndi kosta sem svarar sex og hálfum milljarði íslenskra króna. Ef úr verður mun nýi Evróputengillinn verða viðurkenndur í löndunum átján, en Bretland, þar sem núverandi kerfí er mjög frábrugðið öllum hinum, yrði þar undantekning. John Major óvinsæll JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, er nú óvinsælasti stjórnmálaleiðtogi þar í landi síðan byrjað var að gera skoð- anakannanir á fjórða áratugn- um. Einungis 21 prósent að- spurðra voru ánægðir með störf forsætisráðherrans. Major fór þar með fram úr forvera sínum, Margaret Thateher, hvað óvin- sældir varðar, en árið 1990 mældust vinsældir hennar 23 prósent. í skoðanakönnuninni mældist fylgi íhaldsflokksins einungis 25% en Verkamanna- flokksins 49%. Röskun á flugi British Airways VERULEG röskun varð í gær á flugi breska flugfélagsins Brit- ish Airways þrátt fyrir að sam- komulag næðist í deilu félagsins við flugliða og hlaðmenn í íyrri- nótt er verkfall var að skella á. Frá Heathrow flugu aðeins 18 af 30 flugvélum á úthafsleiðum og 11 af 150 á styttri leiðum en engin vél fór á loft í Gatwick. Samið um kosningadag í Suður-Afríku Samkomulag er í sjónmáli um að fyrstu kosningar með þátt- töku allra kynþátta fari fram í Suður Afríku 27. apríl á næsta ári. Alls hafa 26 flokkar átt aðild að viðræðum um frarntíð landsins og hefur meirihluti þeirra, þar á meðal ríkisstjórnin og Afríska þjóðarráðið, náð samkomulagi um hugsanlega dagsetningu kosninganna. Búist er við að samningaaðilar hittist aftur þann 15. þessa mánuðar til að ganga endanlega frá dag- setningunni. Lögfræðingurinn, sem um ræðir, Lani Guinier, hefur verið vinur Clin- ton-hjónanna frá því á námsárunum í Yale og hafði Clinton útnefnt hana í embætti yfirmanns borgararétt- indadeildar dómsmálaráðuneytisins. Mætti útnefningin strax mikilli and- stöðu þingmanna úr báðum flokkum og héldu þeir því fram, að skoðanir hennar væru andstæðar lýðræðisleg- um hefðum. Guinier hefur sagt í skrifum sínum um borgararéttindi, að þar sem reglan einn maður, eitt atkvæði ráði, sé ekki alltaf tekið nægjlegt tillit til hagsmuna minni- hlutahópa. Því sé rétt, að atkvæða- vægi minnihlutahópanna sé aukið á kostnað meirihlutans. Á fréttamannafundinum kvaðst Clinton ekki hafa vitað um þessi skrif Guiniers en hefði hann gert það, hefði hann ekki útnefnt hana. Hann sagðist þó telja, að Guinier væri einn besti borgararéttindalög- fræðingur, sem hann hefði kynnst, en tók skýrt fram, að fyrmefndar skoðanir hennar væru í andstöðu við allt, sem hann hefði í heiðri. Fjögurra mánaða hrakfallasaga Bill Clinton hefur verið í forseta- embætti í rúma fjóra mánuði og á þeim tíma hefur flest gengið á aftur- fótunum fyrir honum. Af þessum Klaus Kinkel utanríkisráðherra var viðstaddur útför fórnarlamb- anna í Tasova, 400 km norðaustur af Ankara, í Tyrklandi. Ávarpað ráðherrann viðstadda og kallaði ódæðismennina brenglaða morð- ingja. Hann sagði að líta bæri á morðið sem viðvörun til almenn- ings og stjórnvalda í Þýskalandi. í þýska útvarpinu var haft eftir Kinkel, sem í fyrstu sagðist mót- fallinn tvöföldu ríkisfangi Tyrkja í Þýskalandi, að hann hefði ávallt verið hlynntur hugmyndinni. Kohl hlynntur aðlögun tyrkneskra innflytjenda Helmut Kohl sem ekki sótti minn- ingarathafnir um Tyrkina fimm, hefur sætt gagnrýni innanlands fyr- ir fjarveruna. Voru 62% þeirrar skoðunar í viðhorfskönnun sem gerð var fyrir RTL sjónvarpsstöðina að Kohl hefði borið að vera viðstaddur. vandræðamálum má meðal annars nefna þá ákvörðun hans að opna herinn fyrir samkynhneigðum; hann neyddist til að draga til baka útnefn- ingu sína í embætti dómsmálaráð- herra; hann hefur verið gagnrýndur fyrir einhveija mestu skattahækkun í sögu landsins og hann varð að fresta tillögum sínum um umbætur í heilbrigðiskerfinu og lágmarkslaun til að tryggja framgang fjárlaga- frumvarpsins. Nærri 13.000 króna hárskurður um borð í forsetaþotunni á flugvellin- um í Los Angeles, sem varð auk þess til að tefja flugumferð, jók ekki vinsældir forsetans og gerði hann næstum að athlægi og ekki bætti hann um fyrir sér þegar hann allt starfslið ferðaskrifstofu Hvíta húss- ins og setti síðan frænda sinn yfir hana. Á laugardag fyrir viku lét hann svo George Stephanopoulos hætta sem talsmann Hvíta hússins og skipaði repúblikanann David Gergen í staðinn. Blökkumenn hafa í hótunum Clinton hefur verið sakaður um að bregðast við þessum málum öllum af mikilli óákveðni og þótt það síð- asta, útnefning Guiniers, sé áfall fyrir hann þótti hann þó bregðast við því af meiri hörku en fyrr. Hann ákvað að draga útnefninguna til baka Kohl fullvissaði tyrknesk stjómvöld um að hann myndi beita sér fyrir því að innflytjendur samlöguðust þjóðfélaginu betur. Innanríkisráð- herrann Rudolf Seiters, sem er flokksbróðir Kohls, hefur sagt að taka beri á hugmyndum um samlög- un og tvöfalt ríkisfang af varkárni. Fleiri snoðkollar handteknir Þrír drengir á aldrinum 16-23 ára, grunaðir um aðild að ódæðinu, hafa verið handteknir til viðbótar. Hermt er að þeir hafí verið undir áhrifum áfengis og slík íkveikjuárás hafí staðið lengi til. Rudolf Seiters innanríkisráðherra staðfesti hand- tökuna en bar á móti því að hinir gmnuðu tengdust hægriöfgamönn- um utan Solingen. Fram kom í frétt- um ARD sjónvarpsstöðvarinnar að drengirnir hefðu kveikt í húsinu til að fá útrás fyrir reiði sína eftir að hafa verið vísað á dyr öldurhúss. strax og lét hótanir áhrifamikilla þingmanna úr hópi blökkumanna engin áhrif hafa á sig. Clinton er þó ekki búinn að bíta úr nálinni með þetta mál hjá blökkumönnum og segjast sumir þeirra, til dæmis Craig Washington, ætla að greiða atkvæði gegn tillögu Clintons um orkuskatt næst þegar hún kemur á dagskrá þingsins. Áttræð fram á ritvöllinn Bristol. The Daily Telegraph KOMIN fast að áttræðu hefur Nora Naish, sem er enskur læknir á eftirlaunum, tekið sér fyrir hendur að skrifa skáldsögur. Fyrsta sagan hennar, sem er væntanleg í bókabúðir síðar í mánuðinum, heitir Sunnudagsmatur og greinir í smáatriðum frá framhjáhaldi og afleiðingum þess. Eftir að handritinu hafði margsinnis verið hafnað náði Naish loks samningi upp á 600 þúsund króna fyrirfram- greiðslu fyrir tvær skáldsög- ur og mögulega útgáfu á þeirri þriðju. í Sunnudagsmat, sem hefur nú þegar valdið nokkrum titringi í bókmenntaheiminum, er að finna ýmsar „heitar" lýsingar. Til dæmis þessa: „Hún fylgdist undrandi með honum klæða sig úr fötunum, hratt en alveg án formsatriða, og fleygja þeim frá sér, sumum á gólfið. Þeg- ar hann stóð nakinn fyrir framan hana og byijaði með titrandi fingr- um að losa um kjólinn hennar, þá streittist hún ekki á móti.“ Naish, sem er fráskilin og á fjög- ur böm og 10 bamaböm, neitar því að bækur hennar séu með sjálf- sævisögulegu ívafi - þótt höfundar hljóti alltaf að byggja sögur sínar á eigin reynslu. „Eg trúi á hrein- skilni hvað kynlíf varðar," segir hún. „Eg held að kynlíf sé afskap- lega mikilvægur þáttur í lífinu, enda er það ástæða svo margs sem við gerum." Ritlistin er í ættinni. Bróðir hennar, Pat Reid, var meðal þeirra Hreinskilni NORA Naish með eintak af bók sinni, Sunnudagsmaturinn, sem kemur út um helgina. I henni er fjallað um kynlíf með öðrum hætti en búist hafði verið við af konu á hennar aldri. sem náðu að flýja úr Colditz fanga- búðum Þjóðveija í heimsstyijöld- innl síðari, og hann skrifaði síðar metsölubók um flóttann. Þegar Naish var fimmtán ára gömul innti faðir hennar hana eftir því hvað hún ætlaði að gera þegar hún yrði stór. Hún svaraði: „Skrifa,“ og hann brást við að bragði: „Blaða- mennska er ekki fyrir konur." Því varð úr að hún lærði læknisfræði. Nú byijar hún daginn með hálfum líter af svörtu kaffi áður en hún sest niður i tvo tíma til að koma hugsun sinni á blað. Deilt um ríkisfang tyrkneskra innflytjenda Klaus Kinkel styður Tyrki Bonn. Mlinchen. Tasova. Reuter. DEILUR um lýðréttindi tyrkneskra innflytjenda hafa magnast í kjölfar morðsins í Solingen sl. laugardag. Richard von Weizsac- ker lét svo um mælt við minningarathöfn um fórnarlömbin í Köln að Tyrkjum bæri að hafa kosningarétt. Nú hefur utanríkis- ráðherra Þýskalands, Klaus Kinkel, lagst á sveif með tyrkneska minnihlutanum og sagt opinberlega að Tyrkir sem dvalið hafa langdvölum í Þýskalandi eigi rétt á þýsku vegabréfi. Þýska lög- reglan hefur handtekið þrjá snoðkolla til viðbótar sem grunaðir eru um aðild að íkveikjuárásinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.