Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993 Böm í Hveragerði með reiðhjólahjálma Hveragerði. GRUNNSKÓLINN í Hveragerði og foreldrafélag skólans gekkst fyrir umferðarfræðslu síðustu skóladagana 17.-19. maí. Lögregluþjónn frá Selfossi og Guðmundur Þorsteinsson frá Umferðarráði komu og fræddu nemendur um nauðsyn þess að nota öryggishjálma þegar hjólað er í umferðinni. Farið var yfír rétt val á hjálm- um, sýnt var myndband um kosti reiðhjólahjálma og farið var í nokkrar hjólaþrautir á skólalóð- inni. Umferðarnefnd foreldrafélags- ins seldi hjólreiðahjálma á niður- settu verði. Bæjarstjórn og 11 fyr- irtæki og félög í Hveragerði styrktu hjálmakaupin. Undirtektir voru með eindæmum góðar og seldust 175 reiðhjólahjálmar. Með öðrum orðum hafa um 68% nem- enda í 1.-7. bekk keypt hjálma. Lauslega áætlað er talið að um 15% nemenda hafi átt hjálma fyr- ir, þannig að eftir þetta umferð- arátak má gera ráð fyrir því að u.þ.b. 85% nemenda á fyrrgreind- um aldri í Hveragerði eigi reið- hjólahjálm. - Sigrún. Börnin í Hveragerði komin með reiðhjólahjálma. Morgunbiaðið/Sígrún Sigfúsdóttir ATVINMIIÁ/ ir^l Y^IKir^Af? „Au pair“ óskast í haust á heimili háskólaprófessors í Kaliforníu. Bílpróf skilyrði. Upplýsingar gefur Anna í síma 91-44689 milli.kl. 17.00 og 20.00 næstu daga. PRESSAN Sala auglýsinga Við leitum að kraftmiklum og vönum sölu- manni á auglýsingadeild Pressunnar. Gott tækifæri á vaxandi miðli. Einungis tekið á móti umsækjendum á Nýbýlavegi 14, milli kl. 10 og 14, sunnudaginn 6. júní nk. Kennarar - kennarar Við Grunnskólann í Grundarfirði eru nokkrar stöður lausar á næsta skólaári. Viðfangsefnin eru: Almenn bekkjarkennsla í 5. og 7. bekk. Sérgreinakennsla, s.s. íslenska, stærð- fræði og líffræði, í 8.-10. bekk. Hannyrðir, smíðar og heimilisfræði í 4.-10. bekk. Sérkennsla. Húsnæðishlunnindi í boði. Upplýsingar gefa skólastjóri, Gunnar, í síma 93-86802 og aðstoðarskólastjóri, Ragn- heiður, í síma 93-86772. Skólanefnd. 1. 2. 3. Kennarar Kennarar vantar að Heppuskóla, Höfn. Aðalkennslugrein enska í 8.-10. bekk. Einnig almenn kennsla í 7. bekk eða stuðnings- kennsla í 8. og 9. bekk. Húsnæði og flutningsstyrkur. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-81321. Skólastjóri. AUGLYSINGAR KENNSLA Sjómenn - sjómenn Sjómannadagurinn 56. hóf sjómannadagsráðs á Hótel íslandi sunnudaginn 6. júní kl. 19.30. Miða- og borðapantanir á Hótel íslandi dag- lega milli kl. 09.00-17.00 í síma 687111. “ Sjómannadagurinn. Sumarbústaður í fallegri sveit á Norðurlandi, 3ja tíma akstur frá Reykjavík, er til leigu íbúðarhús, sem er tilvalið sem sumarbústaður fyrir félagasam- tök eða einstaklinga í lengri eða skemmri tíma. Upplýsingar í síma 95-24499. ATVINNUHUSNÆÐI Miðbær Kópavogi Til leigu atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Malbikað plan. Upplýsingar í síma 41036. auglýsingar Miðilsfundir Miðillinn Julia Griffiths starfar frá 7. júní. Upplýsingar um einkafundi og námskeið i síma 688704. Opiðhús f dag kl. 14.00-17.00 er opið hús í Þríbúðum, félagsmiðstöð Samhjálpar, Hverfisgötu 42. Lftið inn og rabblð um sumar og sól. Heitt kaffi á könnunni. Við tökum lagið kl. 15.30. Takið með ykkur gestl. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Samhjálp. UTIVIST BBasmsm Dagsferð laugard. 5. júní Kl. 10.30 Sandakravegur. Reynt verður að finna hinn forna Sandakraveg þar sem hann kemur inn á Skógfellaleiðina. Brottför frá BSl bensínsölu, stansað í Fitjanesti kl. 11.15 og Grunnskólanum í Grindavík kl. 11.45. Verð kr. 1200/1300. Dagsferðir sunnud. 6. júní Kl. 10.30 Glymur - Hvalvatn Gengiö m.a. að Glym, hæsta fossi landsins og með hlíðum Hvalfells að Hvalvatni. Reikna má með 5-6 klst. göngu. Kl. 10.30 Leggjabrjótur Gömul altaraleið milli Hvalfjarðar og Þingvalla. Gangan hefst við Svartagil og tekur um 5-6 klst. Verð kr. 1500/1700. Miöar við rútu. Útivist. Hvítasunnukirkjan Fíladeifía Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður Hafliði Krist- insson. Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðumaður Mike Fitz- gerald. Miðvikudagur: Skrefið kl. 18.00. Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Ferðafélag íslands Laugardaginn 5. júní kl. 20 Esja - Kerhólakambur. Fl ferð á íþróttadeginum. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin og Mörkinni 6. Verð kr. 800. Sunnudaginn 6. júní Kl. 10.30 Gvendarhellir - Selja- bót - Herdísarvík. Gengið verð- ur frá Seljabót í Krýsuvíkurhrauni og meðfram ströndinni í Herdís- arvík. Skyggnst um í Gvendar- helli. Verð kr. 1.100. Kl. 13.00 Ögmundahraun - Húshólmi. Skoðaðar mjög merkilegar rústir gömlu-Krýsu- vikur. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni og Mörkinni 6. Fjallahjólaferð Á sunnudaginn er Ifka hægt að komast í hjólaferð sem félagar Islenska fjallahjólaklúbbsins sjá um. Brottför frá Jarlinum við gömlu hesthús Fáks kl. 11. Hjólað í 3-4 klst. Opið hús á þriðjudags- kvöldið 8. júní kl. 20.30 í Mörkinni 6 (Ferðafélags- husinu, risi) Kynntar ferðirnar 17.-20. júní m.a. Árbókarferöirnar: Skafta- fell, Öræfajökull, Núpsstaðar- skógar og ferðin Breiðafjarðar- eyjar Látrabjarg. Fararstjórar mæta. Heitt á könnunni. Munið Heiðmörk miðvikudags- kvöldið kl. 20 og landgræðslu- ferðina í Þórsmörk 11.-13. júní. Nánar auglýst í sunnudags- blaðlnu. Gerist félagar og eignist nýju Árbók Ferðafélagsins: Við ræt- ur Vatnajökuls. Byggðir, fjöll og jöklar. Höfundur er Hjörleif- ur Guttormsson. Ferðafélag Islands. Amerískur vísindamaður Ég er hraustur, sérmenntaður vísindamaður, mikið fyrir útivist og hef gaman af ævintýralegum ferðalögum. Hef gaman af göngutúrum í óbyggðum, leik- húsi, list og skapandi fólki. Mig langar að skrifast á við atorku- sama, hugmyndaríka og næma íslenska konu. Ég er 40 ára og hef aldrei verið giftur. Ég verð að skrifa á ensku en hefði gam- an af að að læra eitthvað í ís- lensku i gegnun skemmtilegar bréfaskriftir. Vinsamlegast skrifið til Thomas H. Bellus, P.O.B. 1362, Rich- land, Washington 99352, USA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.