Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993 Minning Bima Guðnadóttir Fædd 16. september 1896 Dáin 30. maí 1993 Mig langar í nokkrum línum að minnast ömmu minnar, Birnu Guðnadóttur, sem lést á dvalar- heimilinu Hlíð á Akureyri aðfara- nótt sunnudags. Amma var fædd 16. september 1896, dóttir hjónanna Guðna Bjamasonar og Indíönu Kristjáns- dóttur. Þau bjuggu á Svalbarðseyri við Eyjafjörð. Bima var á 97. aldursári er hún lést. Hár aldur — langt lífshlaup — sjaldnast dans á rósum. Aðeins 39 ára gömul missti hún eiginmann sinn, Eið Ámason, sem fórst á leið- inni milli Akureyrar og Svalbarðs- eyrar 14. desember 1935. Veður var slæmt þann dag og hann var varaður við að leggja í þá ferð fót- gangandi, en afi lagði kapp á að komast heim því að þar beið amma nærri komin að því að fæða þeirra 6. bam. Eftir stóð amma — ung ekkja með stóran bamahóp. Hún ól böm sfn upp af einstökum dugnaði og hennar eina markmið var að koma þeim til manns. í þá daga fengu ungar ekkjur nálitla upphæð greidda frá yfirvöldum er þær misstu eiginmann. Hún sagði mér eitt sinn að hún hefði velt því lengi fyrir sér hvað gera skyldi við þá aura, til að eiga möguleik á að fram- fleyta sér og sínum. Hún keypti sér saumavél og saumaði meðan aldur og heilsa leyfðu, síðast á sauma- stofu Amaró á Akureyri. Amma var einstaklega vel gefin og víðlesin kona. Svo langt aftur sem ég man þá ná snemst samtöl okkar á jólum um bækur þær sem ömmu höfðu áskótnast í jólagjöf. Þær voru ekki fáar og af ýmsum toga. Allur vel skrifaður texti var henni hugleikinn, svo og efni um ættir manna og lífshlaup. Amma var hæversk og yfir henni hvíldi ótrúleg ró. Hún undi sér best í fámenni enda þótt fjölskyldan væri henni sérstaklega kær. Hún bjó lengst af á Skipagötu 6 á Akur- eyri þar sem bömin gerðu henni kleift að búa svo lengi sem mögu- legt var. Fyrir tveimur árum flutt- ist hún á dvalarheimilið Hlíð þar sem hún fékk að sofna hinum langa svefni síðastliðinn sunnudag. Eg veit að við hlið hennar á náttborð- inu hefur legið ljóðabók — með ljóð- um Hannesar Hafstein — marglesin og handleikin, fyrsta gjöf afa til hennar. Á löngum ævidegi fékk hún að kynnast sorginni, hún sá á eftir mörgum ástvinum yfír móðuna miklu. Ég ræddi eitt sinn við hana um líf eftir þetta líf. Hún var ekki í nokkrum vafa. Ég veit að ömmu bíða opnir arm- ar hinum megin. Birna Einarsdóttir. Að morgni hvítasunnudags var stríði langömmu minnar, Birnu Guðnadóttur, loks lokið. Hún var fædd á Syðra-Hóli í Fnjóskadal, dóttir hjónanna Indíönu Kristjáns- dóttur og Guðna Bjamasonar. Langamma var elst systkina sem nú eru öll látin nema Sigríður sem býr Norðurgötu á Akureyri. Hin voru Októ, Garðar, Þóra og Einar sem lést barn að aldri. Hinn 3. nóvember 1918 giftist hún Eiði Ámasyni frá Pálsgerði. Þau áttu aðeins tæpa tvo áratugi saman því að hann varð úti í vonskuveðri í desember 1935. Þeim varð þó sex bama auðið: Rannveig, fædd 21. maí 1919, gift Gunnlaugi Karlssyni sem nú er látinn; Þóra, fædd 6. mars 1924, dáin 3. desem- ber 1980, gift Stefáni Bjarman sem einnig er látinn; Einar, fæddur 26. mars 1927, dáinn 14. nóvember 1986, eftirlifandi kona hans er Laufey Kristinsdóttir, Hildur, fædd 19. febrúar 1930, var gift Eyþóri H. Tómassyni sem er látinn; Hreinn, fæddur 17. október 1932, dáinn 11. febrúar 1938; Eiður, fæddur 17. desember 1935, giftur Grétu Bald- vinsdóttur sem er látin. Sín fyrstu hjúskaparár bjuggu ungu hjónin í Pálsgerði í Grýtu- bakkahreppi, en fluttust síðar að Sæbóli í sömu sveit. Á Svalbarðs- eyri bjuggu þau svo þegar langafi féll svo skyndilega frá. Var lang- amma búsett þar í u.þ.b. 20 ár áður en hún fluttist til Akureyrar þar sem hún bjó lengst af í Skipa- götu 6. Þegar langamma var orðin ein sá hún fyrir sér og bömunum með saumaskap, saumaði fyrst fyrir Geflun og einnig fyrir Bemharð Laxdal. Eftir að hún fluttist til Akureyrar starfaði hún á sauma- stofu Amaró, en síðustu starfsárin vann hún á saumastofunni írisi. Þar vann hún allt til 77 ára aldurs. Langamma hafði alla tíð mikinn áhuga á landsmálum og verkalýðs- baráttu, en gaf öðmm þó alltaf svigrúm til eigin skoðanamyndunar. Oft hlýtur lífið að hafa verið erf- itt er hún barðist ein með bömin, en af stolti, dugnaði og seiglu átti langamma nóg og hefur það efiaust Fædd 9. desember 1911 Dáin 30. maí 1993 í dag verður borin til grafar frá Fáskrúðsíjarðarkirkju tengdamóðir mín, hún Petra. Kynni okkar hófust fyrir tæpum 22 áram, þegar ég fór að skjóta mig í dóttur hennar. í fyrstu virtist mér hún vera hörð kona, en strax og ég fór að kynn- ast henni og komast inn fyrir skel- ina birtist mér, hlý, góðhjörtuð og gamansöm kona. Petra var vel hag- mælt, en vildi lítið láta á því bera, hún kunni ógrynni af málsháttum og notaði þá oft. Það var ekki ónýtt að eiga þessa góðu konu sem ömmu, sem sýndi sig best í því hve bama- bömin vora dugieg að heimsækja hana. Það var ekki bara að sælgæt- isskálin væri alltaf á sínum stað, full að góðgæti, heldur sý hlýja og notalegheit sem hún sýndi ömmu- bömunum eins og öllum bömum sem komu í Melgerði. Þær era ófá- LEGSTEINAR i#snmiiEEi 720 Borgarfiröi eystra, simi 97-29977, fax 97-29877 HARÐVIÐARVAL HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SlMI 671010 oft hjálpað. Henni fannst alla tíð erfitt að sitja verklaus og sást það best þegar bömin og bamabörnin komu í heimsókn. Þá var alltaf veisluborð, heimabakað fransk- brauð og pönnukökur. Hélt hún þessum hætti fram yfir nírætt. Og á meðan unga fólkið gæddi sér á kræsingunum greip hún til handa- vinnunar, pijónaði, taldi út, stagaði eða hvað sem hendi var næst. Enda var hvergi betra að laumast inn þegar bjarga þurfti uppáhaldsföt- unum, hún bætti þau vandræða- laust. Ofá era líka listaverkin í út- saumi sem liggja eftir hana, þó sjálfri þætti henni lítið ■ til þeirra koma, sagðist fegin ef einhver gerði sér þann greiða að þiggja þetta. Langamma var alla tíð ákaflega elsk að bókum. Las mikið, var vel að sér víða og kunni mikið af ljóð- um. Henni þótti ákaflega gott að geta gripið til ljóðabókar hvenær sólarhringsins sem var og gleymt sér um stund. En hún las ekki bara fyrir sjálfa sig, heldur einnig bömin og kenndi þeim að meta hið ritaða orð. Oft heyrði maður farið með hendingu úr ljóði eða eina stöku. Langamma var bömum sínum mjög hlý og mynduðust á milli ar hendumar eða fætumir sem pijónlesið frá henni Petra hefur veitt yl og þess nutu ekki bara henn- ar nánustu. Það var með ólíkindum hvað hún afkastaði þegar hún sat með pijónana sína. Dýravinur var Petra mikill og virtust flest dýr hænast að henni, enda fóra þau ekki svöng frá húsi hvort sem það væra kettir eða fugl- ar. Petra var mjög hreinskiptin, sagði álit sitt á mönnum og málefn- um umbúðalaust. Æðraleysi hennar var einstakt og kom það vel í ljós í þeim veikindum sem að lokum færðu hana yfir í betri heim. Mér hefur dottið í hug hvort æðruleysi eins og hennar og það að vita hlut- ina áður en þeir gerast sé sam- tengt. Það var aðdáunarvert og í raun mikil lífsreynsla að sjá hvem- ig Petra tók veikindum sínum, enda var hún ekki rúmliggjandi nema tiltölulega stuttan tíma miðað við veikindin. Petra er fædd að Kleifarstekk í Breiðdal en fluttist þaðan að Víkur- gerði í Fáskrúðsfirði með foreldram sínum þegar hún var á öðru ári. Ólst hún þar upp faðmi foreldra sinna og systkina, en fluttist inn að Búðum 1936. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónasdóttir og Þórður Gunnarsson. Hinn 22. nóvember 1936 giftist Petra Níelsi Lúðvíks- syni útgerðarmanni frá Hafnamesi, en Níels lést 22. apríl 1984. Petra bjó þeim Níeisi og bömunum fallegt og hlýlegt heimili í Melgerði á Búð- um og .áttu þau þar heima alla tíð. Petra og Níelsi varð sex bama auð- ið og lifa þau öll foreldra sína. En Petra átti dóttur fyrir hjónaband sem hét Soffía Alfreðsdóttir, en lést 7. júlí 1991. Átti hún þijú böm. Eftirlifandi maður hennar er Skúli þeirra sérstök, sterk tengsl. Þau tengsl lýstu sér ekki síst í um- hyggju barna hennar, en þau heim- sóttu hana eða höfðu samband á annan hátt á hveijum degi í marga tugi ára. Þessa umhyggju sýndi Iangamma okkur einnig. Þegar set- ið var á tali við hana gat 70 ára aldursmunur gufað upp sem ekkert væri. Hún fylgdist af miklum áhuga með afkomendum sínum hvort sem var í námi, leik eða starfi. Skemmti- legast þótti henni samt að hitta eða heyra af yngstu kynslóðinni. Þegar bömin bárast í tal rak hún oft upp skæran hlátur yfir uppátækjum þeirra og sló létt sér á lær. Síðustu tvö árin vora erfið í lífi langömmu. Hún sem alltaf hafði verið sjálfstæð stóð nú skyndilega í þeim sporam að vera öðram háð. Því kunni hún ekki vel. Stoltið sagði að hún skyldi standa keik en líkam- inn var orðinn lúinn. Þegar sjóninni fór að hraka gat hún lítið sinnt þeim áhugamálum sem hún undi sér best við. Nefndi hún þá oft að nú væri nóg komið. Sinn tími hlyti að fa,ra að koma því að hún væri svo sannarlega tilbúin. Hún var trú- uð á sinn sérstaka hátt og hún trúði því að nú liði að því að hún hitti Eið langafa aftur eftir þennan langa aðskilnað. Trúi ég að hún gleðjist ekki síður yfír að hitta aðra ætt- ingja sem á undan henni vora gengnir og hún saknaði sárt. Þrátt fyrir að söknuður sé okkur einnig í huga þegar við kveðjum langömmu þá er einnig að finna þar gleði yfír því að ósk hennar er nú loks uppfyUt og þakklæti fyrir aUt sem hún gaf okkur. Þú sem himni hniginn M, hjartans mein komst öll að bæta, þeim, sem tvöfalt tregar þjá, tvöfalt veitir svölun mæta, þreyttur hugur hvíldar biður, hvað má gagna stritið þitt? Ljúfi friður líð þú inn í bijóstið mitt. (Goethe, Hannes Hafstein þýddi) Fyrir hönd afkomenda Bimu færi ég læknum og starfefólki Dval- arheimilisins Hlíðar þakkir fyrir góða umönnun. Rannveig Karlsdóttir. Þórðarson skrifetofumaður á Akra- nesi. Böm Petra og Níelsar era: Reynir sjómaður sem bjó með móð- ur sinni; Sigurveig fiskiðnaðarmað- ur, býr á Fáskrúðsfirði og á hún fjögur böm, hennar maður er Vign- ir Jóhannesson verslunarmaður; Svavar iðnverkamaður, býr í Reykjavík; Aðlbjörg saumakona, býr á Akranesi og á hún fjögur böm, hennar maður er Georg Ein- arsson netagerðarmeistari; Sævar sjómaður, býr á Fáskrúðsfirði; Guð- rún skrifstofumaður, á hún þijú böm, býr á Fáskrúðsfirði og er gift undirrituðum. Einnig ólu þau Níels og Petra upp dótturson sinn, Níels Pétur. Fyrir hönd aðstandenda vill ég þakka starfsfólki Fjórðungssjúkra- húsins í Neskaupstað fyrir frábæra umönnun síðustu vikumar. Petra mín, við kveðjum þig með trega og söknuði, en ég veit að þín bíður nýtt líf í betri heimi. Það létt- ir okkur kveðjustundina að eiga góðar minningar um þig sem ekki verða frá okkur teknar. Að lokum vil ég þakka allar þær góðu stundir sem þú gafst bömunum okkar. Blessuð sé minning þín. Eiríkur Olafsson. Auglýsing um starfsleyfís- tillögur skv. gr. 8.4. í mengunar- varnaeglugerð nr. 396/1992 í samræmi við gr. 8.3. ofangreindrar reglugerð- ar liggja frammi til kynningar í ráðhúsi Reykja- víkurborgar, 1. hæð (upplýsingaþjónustunni), frá 7. júní nk. starfsleyfistillögur fyrir eftirtalin fyrirtæki: Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá, sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. íbúar þess svæðis, sem ælta má að geti orðið fyrir óþæginum vegna mengunar. 2. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. 1. Fjöðrin Skeifunni 2 108 Rvík. 2. VÆS Smiðshöfða 13 112 Rvík. 3. E.T. hf. Klettagarðum 11 104 Rvík. 4. Pústþjónustan sf. Skeifunni 5 108 Rvík. 5. Bílaverkstæði Kristófers Eldshöfða 3 112 Rvík. 6. Pústþjónustan hf. Nóatúni 2 105 Rvík. 7. Kvikk þjónusta - bílaverkstæði Sigtúni 3 105 Rvík. 8. Bílgrip Ármúla 36 108 Rvík. 9. Finnbogi Guðmundsson Súðarvogi 46 104 Rvík. 10. Bílaréttingar Jóns Þ. Ólafssonar Efstasundi 73 104 Rvík. 11. Réttingoverkstæði Jóa Súðarvogi 44 104 Rvík. 12. Álímingar sf. Síðumúla 23 108 Rvík. 13. Réttinga-og mólningarverkstæðið hf. Fosshólsi 13 110 Rvík. 14. G.K. bílaréttingar hf. Hamorshöfðo 9 112 Rvík. 15. Ventill hf. bílasprautun og réttingar Ármúla 23 108 Rvik. 16. Bílastjarnan sf. Funahöfða 8 112 Rvík. 17. Bílamólun Halldórs Þ. Nikulóssonar Funahöfða 3 112 Rvík. 18. Bílomólun Amars hf. Skeifunni 5 108 Rvík. 19. Bifreiðaverkstæði H.P. Hamarshöfða 6 112 Rvík. 20. Bílamólunin Geisli Stórhöfða 18 112 Rvík. 21. Bílaverkst. Jóhanns M. Kristjónss. Borgartúni 29 105 Rvík. 22. Bifreiðaverkst. Árna Gíslasonar hf. Tangarhöfða 8-12 112 Rvík. 23. Bílamólunin Gljói Vognhöfða 20 112 Rvík. 24. Bílaréttingar Sævors Skeifunni 17 108 Rvík. 25. Bílasprautun - réttingar sf. Vognhöfða 16 112 Rvík. 26. Réttingamiðstöðin hf. Hamarshöfða 8 112 Rvík. 27. Bílamólun Sigursveins Sigurðssonor Síðumúla 25 108 Rvík. 28. Bílasprautun Sveins Sævars Ármúlo 26 108 Rvík. 29. Bíliðn Suðurlandsbraut 6 108 Rvík. 30. Bílamólun sf. Homarshöfða 10 112 Rvík. Petra Jóhanna Þórð- ardóttir — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.