Morgunblaðið - 08.06.1993, Side 27

Morgunblaðið - 08.06.1993, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1993 27 Orkuskattur Clintons mælist illa fyrir Afhroðdemó- krata í Texas Houston. Reuter. REPÚBLIKANAR sigruðu í öldungadeildarkosningum í Texas á laugardag og hafa nú báða öldungadeildarþingmenn ríkisins í fyrsta sinn síðan fyrir aldamót. Eru úrslitin mikið áfall fyrir Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, og sýna, að hann verður að gera ýmsar breytingar á efnahagsstefnunni eigi hún að komast í gegnum þingið. Kosningarnar á laugardag eru einnig merkilegar fyrir það, að þá var kona, Kay Bailey Hutchison, kosin öldungadeildarþingmaður fyrir Texas í fyrsta sinn en til þeirra var boðað til að fylla sæti Lloyds Bentsens, sem nú er fjár- málaráðherra í ríkisstjórn Clint- ons. Hafði hann haldið þingsætinu í 23 ári Hutchison sigraði frambjóðanda demókrata, Bob Kreuger, sem skipaður var öldungadeildarþing- maður til bráðabirgða, með mikl- um yfirburðum. Hlaut hún 67% atkvæða á móti 33% Kreugers en aðeins 20% kjósenda á skrá fóru á kjörstað. Kreuger gjörtapaði meira að segja í heimabæ sínum, Comal. Hallinn stafar af eyðslu Hutchison segir, að niðurstaðan 23 friðargæslulið- ar falla í Sómalíu Aideed sak- aður um blóðbaðið Mogadishu, Ankara. Reuter. PAKISTANSKIR hermenn á veg- um Sameinuðu þjóðanna skutu að minnsta kosti tvo vopnaða Sómala til bana í gær eftir að ráðist var á herstöð þeirra í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Áður hafði öryggisráð Samein- uðu þjóðanna fyrirskipað friðar- gæsluliðum sínum að hafa uppi á Sómölum sem drápu að minnsta kosti 23 pakistanska hermenn í bardögum um helgina sem kost- uðu einnig um 20 Sómali lífið. Tyrkinn Cevic Bir, yfirmaður friðargæsluliðsins í Sómalíu, sagði að sómalski stríðsherrann Moham- ad Farah Aideed hefði staðið fyrir árásinni á pakistönsku hermennina. Hann sagði að 54 Pakistanar hefðu særst og tíu væri saknað en fimm þeirra voru leystir úr haldi Sómala í gær. Auk pakistönsku hermann- anna særðust rúmlega 100 manns, þar af þrír bandarískir hermenn. Fregnir hermdu að Aideed hefði sleppt Pakistönunum eftir að bandarískar þyrlur hefðu gert árás- ir á þijú helstu vopnabúr hans í Mogadishu. Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem þess var krafist að þeir sem bæru ábyrgð á árásinni yrðu handteknir og sótt- ir til saka. Þetta er ein blóðugasta árás sem gerð hefur verið á friðar- gæsluliða Sameinuðu þjóðanna í heiminum. ERLENT sé skýr skilaboð til stjórnarinnar í Washington: „Fjárlagahallinn stafar ekki af því, að skattarnir séu of lágir, hann stafar af því, að ríkið eyðir of miklu.“ Það, sem átti mestan þátt í óförum demó- krata í Texas, var fyrirhugaður orkuskattur Clintons en hann er einstaklega óvinsæll í olíuvinnslu- ríkjunum. Reuter Sigurhátíð Hutchison er hér að fagna stórsigri sínum og repúblikana yfir demókrötum en hún er jafnframt fyrsta konan, sem sest í öldungadeild fyrir Texas. Hundruð falla í Travnik Travnik, Sarajevo, Belgrad. Rcuter. HUNDRUÐ manna biðu bana í átökum milli múslima og Króata um borgina Travnik í Bosníu, að sögn embættismanna Sameinuðu þjóð- anna í gær. „Ég tel að hundruð manna hafi fallið," sagði einn embættismann- anna. „Við vitum ekki töluna ná- kvæmlega þar sem við höfum ekki enn komist í öll þorpin." Embættismennirnir sögðu að mú- slimar hefðu stökkt króatískum her- mönnum á flótta frá borginni um helgina og síðan hrakið 3.000 borg- ara á brott í gær. Kveikt hefði verið í heimilum flóttamannanna og þeir væru nú í tjöldum í grenndinni. Dusan Kovacevic, varnarmálaráð- herra Bosníu-Serba, sagði að um þúsund króatískir hermenn hefðu í gær gefið sig sveitum Bosníu-Serba á hönd eftir að hafa flúið frá Travn- ik. Kovacevie sagði hermennina hafa afhent Serbum vopn sín og að þeir yrðu færðir brott af átakasvæðinu innan skamms. Stjórn Bosníu sagðist í gær ætla að styðja áform Sameinuðu þjóðanna um sérstök griðasvæði múslima í Bosníu. Bosníustjórn skilyrti þó stuðning sinn meðal annars með því að griðasvæðin yrðu tengd við það landssvæði, sem múslimar ráða yfir, Ódýr vikuferð til Benidorm 14. iúlí frá Yið fengum 25 viðbótarsæti 14. júlí til Benidorm og getum nú boðið nýjar íbúðir á Tropimar íbúðarhótelinu á frábæru verði. Bókaðu strax því aðeins eru 25 sæti laus. 29.900 34.900 m.v. 4 fuilorðna í ibúð, 14. júlí, í eina viku. m.v. 2 fullorðna í íbúð, 14. júlí, í eina viku. Flugvallarskattar og forfallatrygging: Fyrir fullorðna kr.3.570 Fyrir börn kr.2.315 ÍTURAVIA air europa HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600 Bílamarkaöurinn með sérstökum samgönguleiðum. Vill hún að þessar samgönguleiðir verði verndaðar af sveitum SÞ og að stórskotalið Serba fari það langt frá griðasvæðunum að þau séu ekki lengur í skotfæri. Þetta eru fyrstu viðbrögð Bosníu- stjórnar við þeirri ákvörðun öryggis- ráðs SÞ síðastliðinn föstudag að að þungvopnaðar sveitir og herflugvél- ar gæti öryggis íbúa á griðarsvæð- unum sex: Sarajevo, Gorazde, Zepa, Srebrenica, Tuzla og Bihac. Verða fimm þúsund hermenn til viðbótar þeim sem fyrir eru sendir til Bosníu í kjölfar þessarar ákvörðunar. Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. _ J Kopavogi, sími 871800 Chevrolet Suburban 6.2 diesel '83, ek. 86 þ. mílur, m/spili o.fl. V. 1280 þús. ^ P- -*---------_ IU-_______________ L_____j Suzuki Samurai ’88, svartur, l g., ek. 72 þ., upphækk., flækjur o.fl. V. 760 þús., sk. á ód. mm Peugout 205 XL ’88, 4 g., ek. 75 þ. Gott eintak. V. 390 þús. Toyota Corolla XI '88, grásans, 4 g., ek 75 þ. V. 540 þús. stgr. Toyota Corolla Liftback '88, sjálfsk., steingrar, ek. 98 þ. V. 630 þús. stgr. i \\r' Toyota Hilux Douple Cap diesel ’91, vsk bíll, blásans, 5 g., ek. 39 þ., álfelgur o.fl. V. 1690 þús., sk. á ód. Suzuki Swift GA ’91, rauður, 3ja dyra, ek. 49 þ. V. 490 þús. Dodge Shadow ES 3ja dyra ’89, 5 g., ek aðeins 29 þ. V. 820 þús., skipti. Wagoneer 2.5 L ’84, 5 dyra, sjálfsk., ek. 110 þ. V. 790 þús. sk. á ód. Toyota Corolla XL Sedan ’90, rauöur, 5 g., ek. 45 þ. V. 750 þús. Nissan Patrol háþekja diesel ’86, hvítur, 5 g., ek. 170 þ., 6T spil o.fl. gott eintak V. 1.550 þús. Subaru 1800 GL Coupé 4x4 '87, blár, 5 g., ek. 100 þ., rafm., í rúðum, sóllúga o.fl. V. 590 þús. stgr. Toyota Corolla Liftback GTi ’88, svartur, 5 g., ek. 103 þ., álfelgur, sóllúga o.fl. V 730 þús., sk. á ód. Daihatsu Charade Sedan SG '90, blár, 5 g., ek. 35 þ., aflstýri o.fl. V. 690 þús. stgr MMC Colt GLXi '91, 5 g., ek. 34 þ. V 980 þús., sk. á ód. Honda Civic GLi '90, 5 g., ek. 42 þ. V. 850 þús., sk. á ód. Toyota Corolla Sedan '87, 5 g., ek. 85 þ. Mjög gott eintak. V. 420 þús., sk. á ód. Toyota Ex Cap V-6 m/húsi '90, vsk-bíll, sjálfsk., ek 19 þ. mílur, álfelgur o.fl. V 1490 þús. MMC Lancer GLX Hlaðbakur '91, blár, g., ek. 49 þ., ýmsir aukahl. V. 970 þús. Oldsmobile Calais Supereme '85, V6 3,0L, bein innsp., steingrár, álfelgur o.fl. Skoðaður ’94. V. 650 þús., sk. á ód. M. Benz 280 SE '82, grásans, sjálfsk ek. 123 þ., sóllúga, álfelgur o.fl. V. 1250 þús., sk. á ód. Mazda 626 GLX '88, blásans, sjálfsk., ek, 67 þ., ram. í rúðum, sóllúga o.fl. V. 780 þús., sk. á ód. VW Golf '87, ek. 75 þ„ V. 570 þús. Subaru Legacy 1800 GL station '91, 5 g„ ek. 52 þ. V. 1400 þús„ sk. á ód. Toyota Carina II GLi '91, sjálfsk., ek. 38 þ. V. 1130 þús.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.