Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 17 Morgunblaðið/Bjami Kveðjuskál JÓHANNES Nordal lætur af störfum í Seðlabankanum um þess- ar mundir og var af því tilefni haldin móttaka honum til heiðurs að loknum vinnudegi í bankanum í gær. Hér sést Jóhannes skála við félaga sína í bankastjóm Seðlabankans, þá Tómas Ámason og Birgi ísleif Gunnarsson, sem ávarpaði Jóhannes fyrir hönd stjórnenda bankans. Fyrir hönd starfsfólks flutti Bjöm Tryggva- son aðstoðarbankastjóri ávarp til Jóhannesar Nordals. 1.000 bílar skemmd- Stóru útgerðarfyrirtækin nmnu geyma kvóta milli ára Skagstrendingur full- nýtir geymslurétt sinn STÆRSTU útgerðarfyrirtæki landsins reikna með að geyma kvóta á milli fiskveiðiára nú í haust og eitt þeirra, Skagstrendingur, reikn- ar með að fullnýta geymslurétt sinn eða 1.400 þorskígildistonn. Hjá Útgerðarfélagi Akureyrar og Samherja er einnig reiknað með geymslu á nokkru magni en samt minna en í fyrra. UA geymdi 1.600 þorskigildistonn í fyrra og Samherji 1.500 tonn. Haraldur Böðvars- son hf. reiknar ekki með að þurfa að geyma nema lítið magn enda fór töluvert af kvóta hjá þeim í vetur í tonn á móti tonni viðskipti hjá minni bátum. Sveinn Ingólfsson framkvæmda- stjóri Skagstrendings segir að léleg aflabrögð séu ástæðan fyrir þessu mikla magni en þess beri einnig að geta að útgerðin hefur keypt mikið af kvóta á undanförnum tveimur árum. Sveinn sagði að útgerðin myndi geyma 20% af 7.000 þorsk- ígildistonna kvóta sínum nú. Að- spurður um hvort eitthvað af kvóta félagsins myndi glatast í ár kvað Sveinn svo ekki vera utan að spurn- ing væri með ýsuna. „Við höfum að undanförnu verið að skipta á tegundum og semja við menn um að veiða fyrir okkur og mér sýnist sem þetta bjargist fyrir horn,“ seg- ir Sveinn en eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gærdag er útlit fyrir að um 10.000 tonn af ýsu- kvóta glatist í ár. Erfitt að segja til um magn Bæði Gunnar Ragnars fram- kvæmdastjóri ÚA og Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri Samheija segja að erfítt sé að nefna nákvæmar tölur um hve mikið út- gerðirnar geyma i haust, það fari eftir aflabrögðum næstu tvo mán- uði. Þó sé ljóst að magnið verði minna en í fyrra. Þorsteinn Már nefnir að geymsla Samheija á 1.500 tonnum í fyrra hafi að stórum hluta verið stjórnunarlegs eðlis þar sem þeir hafí séð fram á samdráttinn í úthlutuninni í ár. Samheiji lætur ekki minni báta veiða fyrir sig kvóta þar sem þeir hafa ekki umráð yfir frystihúsi í landi. Gunnar Ragnars segir að ÚA hafi í töluverðum mæli samið við minni báta, einkum á línuveiðum í vetur, um veiðar úr kvótum útgerð- arinnar og því reiknar hann með að þeim takist að komast hjá þvi að glata kvóta. „í því sambandi er hinsvegar spuming með ýsuna og kvóta okkar á henni. Við erum að semja við aðra um skipti á ýsu fyr- ir aðrar tegundir eins og hægt er,“ segir Gunnar. 800 tonn til neta-og línubáta Að sögn Haraldar Sturlaugsson- ar framkvæmdastjóra hjá Haraldi Böðvarssyni hf. reiknar útgerðin ekki með að þurfa að geyma mikinn kvóta í ár en í fyrra geymdu þeir 400 tonn af þorski. „Við létum neta- og línubáta veiða fyrir okkur í vet- ur í tonn á móti tonni viðskiptum og þannig fóru um 800 tonn af kvótanum,“ segir Haraldur. „Þetta kom meðal annars til af því að tog- arinn Sturlaugur var stopp í tvo mánuði og við vildum ekki að fisk- vinnslan stöðvaðist einnig." Að sögn Haraldar er það helst ýsukvóti sem þeir reikna með að þurfa að geyma en eru nú að skipta á honum fyrir ufsa. ir í árekstrum í júní Steypustöðin hf. sendir kæru til Samkeppnisstofnunar Iðnlánasjóður ásakaður um óheiðarlega samkeppni BRAGI Hannesson, forstjóri Iðnlánasjóðs, segir það úr lausu lofti gripið að Iðnlánasjóður hafi lagt Hrauni hf., sem stofnað var til að reka steypuverksmiðju þrotabús Óss-Húseininga hf., til rekstrarfé. Sjóðurinn hafi eingöngu lagt fram eina milljón kr. í hlutafé þegar Hraun hf. var stofnað. Steypustöðin hf. hefur kært Iðnlánasjóð til samkeppnisráðs fyrir brot á samkeppnislög- um og segir Halldór Jónsson, forsljóri Steypustöðvarinnar, úti- lokað að verksmiðjunni sé haldið í rekstri fyrir aðeins einnar milljóna kr. hlutafé og vill að rannsakað verði hvort sjóðurinn leggur Hrauni til rekstrarfé. ÞRÁTT fyrir að akstursskilyrði séu með besta móti á þessum árstíma skráðu tryggingafélög- in fyrstu 20 daga júnímánaðar 1.000 bíla skemmda eftir um- ferðaróhöpp. Þessar tölur tryggingafélag- anna um tjónatíðni eru allt aðrar og margfalt hærri en þær sem lögreglan og að sínu leyti Umferð- endur úr sínum hópi. Undirritaður veit ekki um neina stofnun fatlaðra þar sem stjórnendum er veitt jafn- mikið aðhald í rekstri og starfi. í núverandi 5 manna stjórn Sólheima eru tveir aðstandendur. Þetta stjórn- kerfí hefur reynst Sólheimum frá- bærlega vel. Úndirritaður telur að færa megi fyrir því gild rök að meiri en minni líkur væru á því að enginn fatlaður heimilismaður væri á Sól- heimum í dag hefði ekki fulltrúaráð Sólheima notið við. Allar áætlanir eru gefnar út prentaðar og dreift. Slíkt er mjög sjaldgæft um stofnanir fatlaðra hér á landi. Hafi einhveijir fyrrverandi eða núverandi starfs- menn út á sjórnunarkerfi heimilisins að setja, er ekki við fulltrúaráðsmenn að sakast. Uppsögn starfsfólks 1. júní sl. tók gildi nýtt skipurit fyrir starfsemi Sólheima. Skipuritið er samið í samráði við endurskoðend- ur heimilisins þar sem verksvið yfír- manna eru skilgreind með nýjum hætti. Frá upphafi hefur það verið vilji stjórnar Sólheima að breytinga þessar næðu fram að ganga án þess að til uppsagnar starfsmanna þyrfti að koma. Hins vegar kom í ljós að það reyndist því miður ekki unnt. Húsnæði fyrir starfsmenn á Sólheim- um hefur verið mjög takmarkað og fylgt ákveðnum störfum. Mistök í stjórnun heimilisins undanfarin tvö ár eru þó m.a. ástæða þess að stjórn- in var neydd til að grípa til þessara aðgerða. Milli fyrrverandi forstöðu- manns og stjórnar varð trúnaðar- brestur og útilokað að ná fram nauð- synlegum breytingum nema með uppsögn allra starfsmanna. Mun stjóm heimilisins gera ýtarlegri grein fyrir uppsögn forstöðumanns, gerist þess þörf. Stjóm Sólheima var einnig gert að fella niður matarfríðindi starfsmanna frá 1. júní. Breyting verður gerð á rekstri mötuneytis og eldhúss Sólheima. Hætt verður að afgreiða mat út á heimilin en opnuð verslun á staðnum þar sem heimilis- fólk og starfsmenn eiga kost á að kaupa matvæli og aðrar nauðsynja- arráð gefa upp, þar sem lögreglan hefur ekki afskipti af nema litlum hluta umferðaróhappa. Ungir ökumenn eiga hluta að máli í mörgum þessara umferðaró- happa. Bætur bifreiðatryggingafélag- anna sökum tjóna af völdum öku- manna 17-20 ára á árinu 1992 námu rúmum milljarði króna. vörur. Enginn málefnaiegur ágrein- ingur hefur komið upp milli stjórnar heimilisins og fyrrum forstöðumanns sem setið hefur alla fundi fulltrúar- áðsins og nær alla stjórnarfundi á starfstíma sínum og ekki gert neina tillögu um breytta stefnumótun né andmælt þeirri stefnumótun sem unnið er eftir. Sama má í raun segja um aðra starfsmenn. Ágreiningur um stefnumótun Sólheima kom ekki fram fyrr en að til uppsagna starfs- manna kom. Allar aðdróttanir og órökstuddar dylgjur um starfsemi Sólheima og sérstaklega styrktarsjóð heimilisins geta valdið heimilinu óbætanlegu tjóni. Starfsmenn Sól- heima hafa reynst heimilinu vel og stefnt er að endurráðningu sem flestra. Heimilisfólk á Sólheimum nýtur sömu réttinda og annað fólk hvað varðar friðhelgi heimilis þeirra. Öll neikvæð umræða, dylgjur og ásakanir um heimilið bitnar fyrst og síðast á þeim sem þar búa og eiga þess ekki kost að koma á framfæri sínum skoðunum. Þetta ættu starfs- menn, jafnt núverandi sem fyrrver- andi, að vita og gera sér grein fyrir. Fyrir nokkru voru stofnanir fyrir þroskahefta lagðar niður í Noregi (vistheimili og sambýli). Upp kom þá ágreiningur þar sem starfsmenn beittu hagsmunum þroskaheftra fyr- ir sig í baráttu um eigin hagsmuni. Slíkt má ekki henda. í flestum tilfell- um fara saman hagsmunir fatlaðra heimilismanna Sólheima og starfs- manna heimilisins. Skarist þeir hags- munir tekur stjóm heimilisins óhikað hagsmuni fatiaðra heimilismanna fram yfír hagsmuni starfsfólks. Stjóm Sólheima leggur áhersiu á að gott samstarf náist við starfsfólk um fyrmefndar breytingar og mun leggja sitt af mörkum til þess að breytingarnar verði sem sársaukam- innstar og taki sem stystan tíma. Komi upp ágreiningsmál á heimilinu er æskilegt að deilum sé haldið innan vébanda þess — eins og á hveiju öðm góðu heimili. Höfundur er formaður sijórnar Sólheima. Kæra Steypustöðvarinnar snýst um það hvort Iðnlánasjóður hafi styrkt Hraun hf. með sérstökum rekstrarframlögum og veiti þar með óheiðarlega samkeppni á markaðin- um. Grimm undirboð Halldór sagði að verksmiðja Hrauns hf. hefði þegar framleitt mikið magn steina og útilokað sé að tekist hafi að halda rekstrinum gangandi fýrir aðeins eina milljón króna. „Þeir kaupa sement fyrir upp undir milljón á dag og svo þurfa þeir að borga laun og fleira. Þeir hafa skaðað okkur stórkostlega og hafa stundað grimm undirboð sem við höfum skriflegar sannanir fyrir. Þeir eru þegar búnir að valda okkur stórtjóni," sagði Halldór. „Við lögðum milljón krónur í hlutafé í Hraun hf. og það hefur sáralítið komið inn til viðbótar,“ sagði Bragi Hannesson. „Það er því algerlega úr lausu lofti gripið að halda því fram að við séum að borga þarna rekstrarfé. Við þurfum þess heldur ekki því það kemur inn sem greiðsla fyrir vörur enda stendur aðal sölutíminn yfir núna,“ sagði hann. Skiptastjóri þrotabús Óss-hús- eininga hefur verið í viðræðum við stærstu veðhafa að undanförnu og kvaðst Bragi eiga von á að tilboði Iðnlánasjóðs yrði svarað í næstu viku. „Það hefur engin breyting orðið á því að ef við fáum formlegt eignarhald yfír þrotabúinu munum við auglýsa eignimar strax til sölu. Ég vonast til að það geti orðið í næsta mánuði,“ sagði hann. Samkeppnisráð krefst skýringa Að sögn Brynjólfs Sigurðssonar, formanns samkeppnisráðs, verður erindi Steypustöðvarinnar þegar tekið til umfjöllunar og verður Iðn- lánasjóði fljótlega skrifað bréf þar sem spurst verður fyrir um rétt- mæti fullyrðinga sem fram koma í bréfi Steypustöðvarinnar til Sam- keppnisstofnunar. Sagði hann þó óvíst hversu langan tíma afgreiðsla málsins tæki en sagði að samkeppn- isráð myndi hraða því eftir föngum. 1MYNDLIST ÚTILJÓS^^ VELJIÐ ÍSLENSKAR GJAFAVÖRUR o Höfum opnað glaesilega verslun að Fákafeni 9. Aðalsmerki okkar er ALLT ÍSLENSKT, myndlist, nytjalist, úti og inniljós og gjafávara í miklu úrvali. Verið velkomin. ÍSLENSK^ <$} NYTJALIST Fákafeni 9, sími 682268 Opið 9-18, lau. 10-14 GJAFAVARA^^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.