Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 41 i I i I I i I 3 J i f Er friðarhlaupið blekking? Frá Elínu Sigurðardóttur: Nú, 26. og 27. júní, er fyrirhug- að að fram fari svokallað Friðar- hlaup ’93. Forseti íslands, forsæt- isráðherra og ýmsir aðrir frammá- menn þjóðarinnar hafa lýst yfir stuðningi sínum við hlaupið og hyggja jafnvel á þátttöku. Að baki „Friðarhlaupinu" stendur hinn indverski gúrú Sri Chinmoy. Ástæða þess að ég undirrituð sest niður og skrifa þessa grein er til þess að vara íslensku þjóðina við og um leið lýsa undrun minni yfir að íslenskir ráðamenn skuli án viðeigandi könnunar láta leiða sig til þátttöku og samstarfs um athafnir sem tengjast öflum sem kristnir menn vita að er kukl og á rætur sínar að rekja til myrkra afla. Ég hef persónulega reynslu af Sri Chinmoy og hans starf- semi. Og sem afleiðing af því, ásamt tengslum við annað nýald- ar-kukl, má ég þakka Guði fyrir að vera á lífi. Jesú Kristi einum get ég þakkað fyrir að vera frjáls undan margra ára myrkrafjötrum. Það er kominn tími til að ís- lenska þjóðin vakni og geri sér grein fyrir að vald myrkursins er raunverulegt. Við höfum opnað landið fyrir alls kyns illum öflum í formi nýaldarhreyfmgarinnar, spíritisma og húmanisma. Allt þetta hefur leitt bölvun yfir ís- lensku þjóðina. Það er engin tilvilj- un hvemig staða þjóðfélagsins er í dag. Við höfum litið svo á að við séum kristin þjóð, en erum við það í reynd? Biblían varar okkur við því að tilbiðja aðra guði, en snúum við okkur til hins lifandi Guðs mun það færa íslensku þjóðinni mikla blessun og velgengni á öilum svið- um. Tökum við Jesú Kristi sem okkar persónulega frelsara og lif- um lífi okkar með honum og í samræmi við það sem Biblían kennir, en ekki menn. Þá mun Guð blessa stjórnmálin, efnahagslífið, heimilin og sérhvem einstakling. „Og lýður minn, sá er við mig er kenndur, auðmýkir sig, og þeir biðja og leita auglitis míns og snúa sér frá sínum vondu vegum, þá vil ég heyra þá frá himnum, fyrir- gefa þeim syndir þeirra og græða upg land þeirra.“ (II. Kron. 7:14.) Ég bið ykkur, vaknið, því að tíminn er naumur. ELÍN SIGURÐARDÓTTIR Leifsgötu 28, Reykjavik Sendibréf frá blindri konu Frá Ingibjörgu Jóhannsdóttur: Heilir og sælir hollvinir! Hugur minn leitar oft til ykkar á hljóðum stundum. Við sigldum fyrir um hvítum bátum hlið við hlið. Þá var hlegið, sungið og hlakkað til næsta augnabliks. Minningar geymast með margvís- legum blæbrigðum. Verða oft fömnautar og örlagavaldar á löng- um lífsvegum. Rætur núlifandi Islendings eiga upptök sín langa leið aftur í fortíðinni. Honum ber að minnast að það var fátækt ís- lenskt bændasamfélag sem forðaði þjóðinni frá því að líða undir lok. Minnumst þes að það besta sem í okkur býr er andlegur arfur frá löngu liðnum kynslóðum. Hræði- legar hörmungar fóm herskildi um land okkar á liðnum tímum. Guðs traust, þrek og þrautseigja bar hetjur frá stíði hörmunga inn á bjartari brautir. En það em gjafir sem þjóð okk- ar þarf á að halda allar stundir. Því ekki mun henni ljúft að bug- ast þó að móti blási. Andleg fjár- hirsla íslendinga geymir innan sinna vébanda mörg verðmæti. Demantar drottins, eins og skáldið Indriði á Fjalli komst að orði um Dálkstaðaekkjuna. Eitt af því feg- ursta sem þar finnst er trú- mennska sem birst getur í mörg- um myndum. Þann eiginleika áttu íslensk vinnuhjú í ríkum mæli. Ég hef sjálf átt því láni að fagna að kynnast þvílíku fólki og þykja vænt um ævilangt. Þær notuðu tíman blessaðar gömlu konurnar sem gengu með bandhnykil í pilsv- asa á milli bæja því þær vom að pijóna á leiðinni annað hvort vettl- inga eða sokka á börn húsbænda sinna. Ef til vill er dýrmætasti andlegi arfur okkar frá fortíð runninn frá fátækum mæðram eða fátæku vinnufólki. Mannkostaríku fólki sem vann á vegum kærleiks- ríkrar þjónustu. Forn skagfirsk sögn hermir: Eitt sinn á köldum vetrardegi gekk öldrað fátæk vinnukona á Frosta- stöðum í Blönduhlíð til mjalta og annarra fjósverka. Meðan hún dvaldi í fjósinu brast á hörku og stórhríð er söng við raust feigðar- söngva úr norðurátt. Eftir að hafa gengið dyggilega frá fjósdymm hélt konan áleiðis til bæjar. En óveðrið bar hana af réttri leið inn í langa og erfiða villu er varð henni aldurtila. Þegar hríð slotaði var hafin leið að konunni án árang- urs. Álitið var að hún hefði lent í svokallaðri Mið- Gmndarvök í Héraðsvötnum sem orðið hefur mörgum að fjörtjóni. Snemma næsta vors fannst konan látin fram á Mælisfellsdal. Það var löng leið frá beimili hennar fjarri mannabyggðum en mjólkurföturn- ar voru hjá henni. Hún hafði aldr- ei skilið þær við sig á þessu erfiða ferðalagi. Húsbændurnir urðu að fá þær og mjólkina með góðum skilum. Ef nútíma íslendingar kynnu vel að hlusta hlytu þeir að heyra Mælifellsdal þylja helgan lofgjörðaróð um trúmennsku ís- lenskra vinnuhjúa. Ykkur gæti fundist ég vera með furðulegu innræti að vilja tala við ykkur um sauðkindur á eftir þess- ari sögu. Vissir menn í þessu þjóðfélagi vilja vaxa á alveg sér- stakan hátt. Þeim mundi auðnast það ef þeir tækju sauðkindina sér til fyrirmyndar. Þeir þurfa að sýna sauðkindum liðinna kynslóða meira þakklæti og virðingu en þeir gjöra. Það vom þær sem gáfu formæðmm okkur og forfeðmm besta hátíðarmatinn og áttu dijúg- an þátt í því að forða þeim frá hungurdauða. Efni í spariskó, leggi og völur sem vom uppáhalds- leikföng íslenskra barna um aldar- aðir vom gjafir frá sauðkindum. Mjúk og hlý ull þeirra forðaði mörgum manni fortíðar frá því að sálast úr kulda. Senn er bréf á enda. Verið þið sæl að sinna. Megi ljós gleði og lífsorku lýsa ykkur og vísa veg fram hjá erfiðum torfærum. INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR frá Löngumýri. Pennavinir Frá Ghana skrifar 23 ára stúlka með áhuga á tónlist, íþróttum, bókalestri og matargerð: Faustina Hayford, P.O. Box 455, Cape Coast, Ghana. Átján ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist, söng og íþróttum: Masako Terada, 29-8 Tokito-cho Hakodate-shi, Hokkaido, 040 Japan. Frá Ghana skrifar 24 ára kona með áhuga á bókalestri, matargerð, bréfaskriftum o.fl.: Elisabeth Ivy Mensah, P.O. Box A 108, Adisadel, Cape Coast, Ghana. Nítján ára norsk stúlka sem safn- ar póstkortum og frímerkjum: LiseStrudshavn, 7176 Linesnya, Norway. Frá Ghana skrifar 25 ára stúlka með áhuga á ferðalögum o.fl.: Victoria Fandoh, P.O. Box 390, Cape Coast, Ghana. Frá Nígeríu skrifar 23 ára karl- maður með áhuga á knattspyrnu, borðtennis, sundi, kvikmyndum og dansi: Eric Onyisioha, Cheeh Nigeria Limited, 24 Ijaoye Street, Jibowu-yaba, Lagos, Nigeria. Átján ára ítölsk stúlka kveðst heilluð af ísiandi en getur ekki annarra áhugamála: Giulianelli Teresa, Borgo s. Croce nr. 3, 62010 Appignano (MC), Italy. LEIÐRÉTTING Súðavík ekki Sandvík í fréttatilkynningu í Morgunblað- inu sl. fimmtudag undir dálknum Skemmtanir var sagt að hljómsveit- in Græni bíllinn hans Garðars léki í félagsheimilinu Sandvík. Hið rétt er að sveitin leikur í félagsheimilinu Súðavík í kvöld. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessu. VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Hálsmen tapaðist LÍTIÐ sporöskjulagað gullháls- men með þremur demöntum án keðju tapaðist á leiðinni frá Heið- argerði að Þingholtsstræti. Finnandi vinsamlega hringi í síma 27155 fyrir kl. 17 eða 35086 eftir kl. 18. GÆLUDÝR Kisa er týnd TOPPA er brúnleit, með svörtum, hvítum og gulum flekkjum, eymamerkt og með bláa og hvíta hálshól. Hún hvarf frá Sogavegi 96 þann 16. júní sl. Hafi einhver orðið kattarins var vinsamlega látið vita í síma 37041. Páfagaukur á Seltjarnamesi KONAN á Seltjarnarnesi sem sótti týndan páfagauk til konu upp í Breiðholt sl. miðvikudag, er vinsamlega beðin að hafa sam- band við hana aftur í síma 72286. Týnd filma FILMA týndist í miðbæ Reykja- víkur 14. júní sl. Finnandi vin- samlega hringi f síma 686645. Púslgátan er krossgáta og púsluspil sameinuð í la spennandi verðlaunagátu. Myndefni Púslgátunnar er krossgáta sem í vantar nokkra bókstafi. egar búið er að púsla saman gátunni á að finna hvaða bókstafir vantar og mynda með þeim lausnarorð Púslgátunnar. Œ) TOYOTA HVERGI BETRI VIIUMIMGSLÍKUR! Dregið verður úr réttum lausnum þ. 17. júlí á Bylgjunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.