Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C 150. tbl. 81.árg. MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gífurlegir og vaxandi fólksflutningar áhyggjuefni Ottast að þeir geti valdið „mannkyns- kreppu okkar tímau London. Reuter. MEIRI fólksflutningar eiga sér nú stað um heim allan en dæmi eru um áður og er undirrótin aðallega leit að betri lífskjörum en bjóðast í heimalandinu. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum en þar segir, að margir óttist, að þessir flutningar geti orðið að því, sem kallað er „mannkynskreppa okkar tíma“. „Það er ekkert nýtt, að heilu lönd- in hafi byggst og ný samfélög risið vegna fólksflutninga en nú eru þeir að verða meiri en við verður ráðið,“ sagði Nafis Sadik, framkvæmdastjóri mannfjöldasjóðs SÞ, þegar hann kynnti skýrsluna en í henni segir, að um 100 miiljónir manna búi nú utan síns heimalands, helmingi fleiri en 1989. Inni í þeirri tölu eru 17 milljónir, sem flúið hafa undan of- sóknum í landi sínu, og 20 milijónir, sem hrökklast hafa burt vegna stríðsátaka, þurrka og annarra um- hverfishörmunga. Það eru ekki síst síðastnefndu þættirnir, sem hafa æ meiri áhrif á búsetuna. Hinar 67 milijónirnar eru fólk í leit að betra lífi. í iðnvæddum löndum vinnur það oft verk, sem innfæddir forðast heldur, það er að segja þegar vel árar, en þegar á móti blæs er þetta fólk sakað um að taka störfin frá landsmönnum. Dæmunum um þetta færi fjölgandi, til dæmis í Þýskalandi og Frakklandi. Mestir milli þróunarþjóða í skýrslunni segir raunar, að fólks- flutningarnir séu miklu meiri milli þróunarþjóða en milli fátækra þjóða og ríkra. Þannig væri það með 35 milljónir manna í Afríku sunnan Sahara og 15 milljónir manna í Asíu og Miðausturlöndum en fólksflutn- ingar til Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku væru aðeins 13 milljónir. Því er hins vegar spáð, að ástandið eigi eftir að versna mikið vegna auk- ins mannfjölda en jarðarbúum fjölgar um næstum 100 milljónir á ári og aðallega í þróunarríkjunum. Flóttinn af landsbyggðinni til borganna í þróunarríkjunum heldur áfram að aukast og hann mun að lokum, um eða upp úr næstu alda- mótum, víða leiða þar til samfélags- legs hruns. Þungaviktarmaðurinn Clinton BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Kiichi Miyazawa, starfandi forsæt- isráðherra Japans. Clinton hefur styrkt stöðu sína á heimavelli síð- ustu vikurnar en hinir leiðtogarnir sjö á Tókýófundinum eiga nær allir við mikinn vanda að stríða. Norðmenn bjóðaEB engan kvóta Ósló. Reuter. NORÐMENN lýstu því yfir í gær að þeir myndu ekki gefa Evrópubandalaginu (EB) kost á veiðiheimildum í norskri lög- sögu í viðræðum um aðild að bandalaginu. Þeir myndu enn- fremur fara fram á frjálsan aðgang að mörkuðum EB. „Við bjóðum engan fisk falan,“ sagði Jan Henry Olsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, á frétta- mannafundi í gær. Olsen hafnaði því að stefnan, sem sett hefur verið fram í Ósló og Bruss- el, í viðræðum um aðild, væri óraunsæ. Hann sagði að Norðmenn hlytu að fá fijálsan aðgang að mörk- uðum EB fyrir fisk og fiskafurðir sínar frá og með inngöngu þeirra í bandalagið. Hann sagði ennfremur að EB hlyti að verða mikill ávinning- ur að inngöngu Noregs, til dæmis með þátttöku þeirra í stjórnun fisk- veiða. Norskir sjómenn flytja út fisk og fiskafurðir fyrir sem svarar 160 millj- örðum íslenskra króna á hvetju ári. Talið er að fijáls aðgangur að mörk- uðum EB myndi geta sparað þeim sem svarar þrem milljörðum. Skoð- anakannanir benda til að meirihluti Norðmanna sé mótfallinn EB-aðild, ekki síst af ótta við að landið muni’ giata yfirráðum yfir fiskimiðum og olíulindum. Lögreglu- maðurinn of stuttur í starfið Dublin. Reuter. LÖGREGLUÞJÓNN í London, sem sækist eftir því að komast í írsku lög- regluna, hefur hótað máls- sókn á forsendum kyn- ferðislegrar mismununar, vegna þess að hann var sagður of stuttur í starfið. Lögregluþjónninn Paul Keenan er 1,5 metrar á hæð, sem er fimm sentímetrum of lítið samkvæmt reglum írsku lögreglunnar. Væri hann hins vegar kvenkyns myndi hann uppfylla hæðarkröfur fyrir starfið, og mætti þess vegna vera tveim sentímetrum styttri. „Ég er fómarlamb mismun- unar vegna kynferðis míns,“ sagði Keenan, sem hefur leitað til írskra dómstóla. „Ég fer ein- ungis fram á að mér sé sýnd sanngirni. Eftir þriggja ára starf í borgarlögreglunni tel ég mig hafa sýnt og sannað að ég er fær um að gegna starfinu." Keenan er reyndar of stuttur samkvæmt kröfum lögreglunn- ar í London, en þar á bæ var ákveðið að falla frá hæðarkröf- unni, vegna þess að Keenan uppfyllti allar aðrar kröfur vegna starfans. Fjármálaráðherrar sjö helstu iðnríkja heims sammála í Tókýó Telja brýnt að lækka út- gjöld til velferðarmála Tókýó. Reuter, The Daiiy Telegraph. BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Kiichi Miyazawa, forsætis- ráðherra Japans, ræddust við í klukkustund í Tókýó í gær áður en fundur sjö helstu iðnrílga heims, G-7, var settur í gærkvöldi. Leiðtogarnir ræddu ágreining ríkjanna í viðskipta- málum en Clinton krefst þess að Japanar geri ráðstafanir til að minnka hagnað af utanríkisviðskiptum sínum með því að kaupa meira af öðrum þjóðum. I skýrslu sem fjármálaráðherr- ar G-7-ríkjanna sömdu fyrir leiðtogafundinn er hvatt til þess að dregið verði úr fjárlagahalla og niðurgreiðslum, jafnframt að framlög til velferðarkerfisins verði skorin niður. „Ég vil ekki að menn geri sér miklar vonir um árangur," sagði Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, að loknum viðræðum Clintons og Miyazawa í gær. Hann sagði að það kæmi fljót- lega í ljós hvort eitthvað hefði þok- ast áleiðis. Stjórnvöld í Japan segja að úti- lokað sé að skipuleggja efnahags- mál og milliríkjaviðskipti með þeim Owen lávarður skorar á múslima að ræða skiptingu Bosníu Eina vonin wn stríðslok Sar^jevo, Dyflinni. Reuter. OWEN lávarður, alþjóðlegur sáttasemjari í deilum þjóðarbrot- anna í Bosníu, skoraði í gær á múslima að ræða við Serba og Króata um skiptingu landsins. Kvað hann þá ekki þurfa að fall- ast á eitt né neitt en án viðræðna yrði seint bundinn endi á stríðið. Owen sagði á fréttamannafundi í Dyflinni á írlandi, að þeir sáttasemj- ararnir, hann og Thorvald Stolten-. berg, gætu litlu komið til leiðar ef engar viðræður ættu sér stað. Sagði hann, að svo væri komið, að von um stríðslok í Bosníu yæri að mestu undir mú- slimum komin. „Ég skil vel afstöðu þeirra en þeir þurfa Owen lávarður ekki að fallast á hugmyndir Serba og Króata um skiptingu lándsins. Eins og ástandið er geta hins vegar engir leyft sér þann munað að sitja með hendur í skauti og ræðast ekki við,“ sagði Owen. Astandið í Sarajevo og öðrum griðasvæðum múslima verður alvar- legra með degi hverjum vegnabrku-, vatns- og matarskorts. Er óttast, að mannfellir verði í borginni af þessum sökum. hætti sem Bandaríkin krefjist af Japönum og saka stjórn Clintons um að vilja miðstýra markaðskerf- inu. Skoðanakannanir í Japan gefa til kynna að meira en 60% lands- manna vantreysti Clinton og telji að samskipti þjóðanna tveggja séu slæm um þessar mundir. Opinberar skuldir í skýrslu fjármálaráðherranna sjö segir að þau vandkvæði sem fylgi viðvarandi atvinnuleysi og horfur á hratt vaxandi útgjöldum til heilbrigðismála valdi því að þörf- in á aðhaldssemi í ríkisútgjöldum sé nú mjög brýn. Miklar opinberar skuldir séu fóður fyrir verðbólgu, þær dragi úr arðbærum fjárfesting- um einkafyrirtækja [vegna sam- keppni um lánsfé]. Auk þess þurfí að nota mikið af opinberum tekjum til þess eins að greiða afborganir og vexti af skuldunum. Stjórnmálaskýrendur eru yfirleitt á því að lítils árangurs sé að vænta af G-7-fundinum, einkum vegna þess að pólitísk staða flestra leið- toganna á heimavelli sé afar veik og þeir geti því vart tekið umdeild- ar og skuldbindandi ákvarðanir. Sjá frétt á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.