Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993 23 + Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í-lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Útihátíðir o g sjálfs- virðing ung,s fólks F'réttir af útihátíðahaldi í Þjórsárdal um síðustu helgi hljóta að ofbjóða flestum íslendingum. Aðkoman að mótssvæðinu, þar sem um þrjú þúsund ungmenni höfðu hlust- að á tónlistarflutning þijátíu hljómsveita, var ömurleg eins og myndin á baksíðu Morgun- blaðsins í gær sýndi greini- lega. Flöskur, pappírs- og plastrusl og einstaka tjald og svefnpoki inn á milli lá þar eins o g hráviði í þessari fallegu náttúruvin. Virðing mótsgesta fyrir náttúrunni virðist því ekki hafa verið upp á marga fiska, og ekki heldur fyrir eignum sínum — eða kannski annarra — því að sumir höfðu ekki fyrir því að pakka saman tjöldum og öðrum viðlegubún- aði, heldur kveiktu í þeim áður en mótsstaðurinn var yfirgef- inn. Mikil og almenn ölvun var á hátíðinni að sögn lögreglu. Af fréttum að dæma varð skemmtunin vettvangur ýmiss konar afbrota, svo sem brugg- og eiturlyfjasölu. Fimm ungar stúlkur, á aldrinum 14 til 19 ára, skýrðu frá því að þeim hefði verið nauðgað. Því miður er ástandið í Þjórsárdal um helgina ekkert einsdæmi. Útihátíðir, sem einkum hafa verið haldnar um verzlunarmannahelgi, hafa um árabil orðið vettvangur lágkúrulegra óláta og drykkjuæðis, undir því yfir- skini að um tónleika eða skemmtun sé að ræða. Þetta er þó ekki algilt. Það eru mörg dæmi um útihátíðir, sem hafa farið vel fram, en það eru of mörg dæmi um útihátíðir, sem framangreind lýsing á við. Hátíðir þessar eru einkum sóttar af ungu fólki. Menn hljóta að spyrja hvort íslenzk æska kunni ekki einhveijar aðferðir til að skemmta sér, aðrar en að safnast saman í mörg þúsund manna kös úti í íslenzkri náttúru til þess að drekka ótæpilega af áfengi og fleygja rusli út um allar jarð- ir. Reyndar eru skrílslæti af þessu tagi ekki bundin við skemmtanir utan þéttbýlis, eins og ástandið í miðbæ Reykjavíkur um velflestar helgar sýnir mætavel. Mið- borgin ber marga laugardags- og sunnudagsmorgna sama svip af sorphaug og Hallslaut í Þjórsárdal gerði síðastliðinn mánudag. Eru það hugmyndir ung- linga um útilegu í íslenzkri náttúru að markmið slíkrar útivistar sé að drekka frá sér vitið, skilja ruslið eftir handa öðrum að tína upp og kveikja í tjaldinu þegar farið er heim? Sumir kunna að segja sem svo að hér sé verið að alhæfa út frá nokkrum svörtum sauðum í hjörðinni, en alltént var meira rusl í Þjórsárdal eftir helgina en svo að halda megi að að- eins fáeinir tónleikagestir hafi gleymt að taka með sér rusla- poka. Abyrgð þeirra, sem skipu- leggja útisamkomur, er mikil. í Þjórsárdal var eftirliti og aðbúnaði augljóslega ábóta- vant. Salernisaðstaða var til að mynda með þeim hætti, að fæstir mótsgesta gátu nýtt sér hana. Það blasir líka við að áfengisleit getur ekki hafa verið upp á marga fiska og gestum undir lögaldri hefur verið hleypt inn á svæðið. Fyrir tveimur árum gaf dóms- málaráðuneytið út reglugerð, þar sem blátt bann er lagt við áfengisneyzlu á útihátíðum, kveðið er á um að börnum innan sextán ára aldurs sé bannaður aðgangur nema í fýlgd með foreldrum, að fram- kvæma skuli áfengisleit, leggja lögreglu til aðstoð við gæzlu og auglýsa að skipulag hátíðarinnar sé með framan- greindum hætti. Þessi skilyrði eiga menn, samkvæmt bókstaf reglugerðarinnar, að uppfylla áður en þeir fá skemmtana- leyfi. Það er hins vegar degin- um ljósara að reglugerð þessi er þverbrotin og lögregluyfir- völd virðast ekki ganga eftir því að henni sé framfylgt. Hvernig getur staðið á þessu? Verzlunarmannahelgin fer brátt í hönd, væntanlega með hefðbundnu útihátíðahaldi. Það er full ástæða til að hvetja löggæzluyfirvöld til að sjá til þess að áðurnefndri reglugerð verði fylgt eftir þegar veitt verða skemmtanaleyfi um verzlunarmannahelgina. Það er líka ástæða til að beina þeirri hvatningu til íslenzkra unglinga að þeir sniðgangi samkomur á borð við þá, sem haldin var í Þjórsárdal. Heil- brigt, ungt fólk hlýtur að hafa meiri sjálfsvirðingu en svo að það ofbjóði þannig náttúru lands síns. Það eru til margar betri leiðir til að njóta íslenzkr- ar náttúru. ■ . . Feiknastór björg féllu úr Ingólfsfjalli skammt frá sumarbústað Var í senn stórfeng- legt og óhugnanlegt . Sfcgpip8* Jk-.ii.•'5.* - sagði Ómar Mortenz sem sá björgin faJla Selfossi. „ÞETTA var bæði stórfenglegt og óhugnanlegt í senn,“ sagði Ómar Mortenz sem sá feiknastór björg falla úr fjallinu er skriða féll úr Ingólfsfjalli í gær. Hann var ásamt konu sinni og fleirum í sumarbú- stað sínum, Lindinni, undir fjallinu í um 600-800 metra fjarlægð. ........ '• - ■ .-"-tíir. y, Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Kom í loftköstum STÆRRA bjargið, sem kom í loftköstum niður hlíðina, er gríðar- stórt. Fyrir neðan það standa tveir 8 ára strákar. Björgin féllu úr Brennudalseggj- um austan við Brennudalsgil, skammt vestan við Fjallslæk. Þau fóru í loftköstum niður hlíðina og stöðvuðust neðst í skriðunni þar sem mýkra er undir. Á þessu svæði er mikið af björgum sem hrunið hafa úr fjallinu. Stærra bjargið sem féll á mánudag er langstærst á svæðinu. Skammt vestan við björgin, niður undir vegi, eru friðlýstar tóftir af eyðibýlinu Fjalli sem fór í eyði vegna gijóthruns. Nokkru austar á Ómar Mortenz og fjölskylda sumarbústað í svonefndum Fjallsklettum. „Við vorum inni, ég, konan mín og systir hennar, og heyrðum mikil læti, eins og eitthvað rynni niður eftir þakinu á bústaðnum. Við héld- um að þetta væru krakkarnir að renna sér á þakinu, hlupum út og þegar ég kom út á pallinn sá ég stærra bjargið koma niður úr þok- unni efst í fjallinu. Á undan því þeyttist smágijót en síðan kom það veltandi niður, það var ekki mikil ferð á því stóra en það var aftur svakaleg ferð á minna bjarginu. Ég held að þetta sé stærsta gijótið sem er hér í skriðunum,“ sagði Ómar Mortenz. Hann og kona hans keyptu sum- arbústaðinn Lindina í Fjallsklettum í fyrra og segist Ómar vera alveg rólegur innan um stóru björgin sem eru allt í kringum bústaðinn, nokkuð sem margur vegfarandinn furðar sig á. „Hérna á hver einasti steinn sína sögu og ég er alveg viss um að það koma ekki fleiri steinar hér á þessu svæði, í hvilftina þar sem bústaður- inn er. Það hefur ekki hrunið steinn hér í hvilftina í 214 ár og ég sofna alveg rólegur. Hins vegar hafa hrun- ið steinar hérna sitt hvoru megin við. Ég er búinn að semja við góðar vættir um að vera hér,“ sagði Ömar Mortenz. Greinilega má sjá í fjallinu hvar hrunið varð. Björgin virðast ekki stór að sjá frá veginum en þegar komið er að þeim verður maðurinn smár. Þau hafa skilið eftir djúp för í fjallið þar sem þau hafa farið í loftköstum og það minna hefúr hreinlega klesstst niður í mýrina, neðst í skriðunni eftir feikna flug í lokin. Sig. Jóns. J * • «•' --. ^ ■ " ^ ’ ' ííál í % >" - v: ■■ .,,>':.+ ■■■■' v" 0- . Hrikalegt umhverfi SÉÐ heim að sumarbústaðnum Lindinni sem stendur innan um stór björg sem fallið hafa úr Ingólfsfjalli. Hvergi banginn ÓMAR Mortenz framan við sumarbústaðinn Lindina í Fjallsklettum. Veríð að ganga frá stofnun íslensks hlutafélags um veiðar í Barentshafi Stefnt að stofnun fyrirtækis með Rússum um veiðamar NOKKUR íslensk fyrirtæki og fjárfestar eru að ganga frá stofnun fyrirtækis um veiðar í Barentshafi. Fiskafurðir hf. hafa haft forgöngu um stofnunina en auk Fiskafurða verða hluthafar m.a. Þróunarfélag íslands og Eignarhaldsfélag Alþýðubanka en nöfn annarra fyrirtækja hafa ekki fengist uppgefin þar sem enn á eftir að ganga frá ýmsum formsatriðum. Hafin er samvinna við tvö rússnesk fyrirtæki um veið- arnar í Barentshafi og gert ráð fyrir því að íslenskt dragnótaskip verði sent þangað til tilraunaveiða á næstunni. Skipið, sem verður áfram í ís- markaði, bæði þar í landi og annars lenskri eigu, verður leigt til rússn- esku fyrirtækjanna með Ijórum ís- lenskum skipveijum og sex Rússum. Skipið verður undir rússneskum fána en Islendingar stýra veiðum í sam- vinnu við rússnesku samstarfsaðil- ana. íslenska fyrirtækið fær þann fisk sem veiðist en á móti fá Rússar þekkingu og reynslu sem ætlunin er að nýta í sameiginlegu fyrirtæki ís- lendinga og Rússa sem áformað er að stofna innan árs. I viðtali við Morgunblaðið sagði Jón Sigurðarson, framkvæmdastjóri Fiskafurða og einn af aðstandendum hins nýja fyrirtækis, að þegar væri búið að ganga frá öllum samningum á milli fyrirtækjanna og þeir hefðu verið gerðir með aðstoð rússneska sjávarútvegsráðsins. Beðið er eftir formlegri staðfestingu þess sama ráðs á veiðileyfum. Óyóst með magn Reiknað er með að tilraunaveið- arnar standi yfir í a.m.k. þijá mán- uði en gangi þær sæmilega er gert ráð fyrir að veiðunum verði haldið úti í allt að einu ári. Fiskurinn verður ísaður um borð og þannig verður honum landað í Noregi. Þar verður hann seldur á staðar í Evrópu. Seinna verður hug- að að vinnslu í Rússlandi. Aðspurður um hversu mikið magn af fiski íslenska dragnótaskipið hefði heimild til að veiða sagði Jón að flat- fiskurinn væri ekki kvótabundinn, því væri hægt að veiða eins og gæf- ist af honum. Hann sagðist þó ekki vilja segja til um hversu miklar veiðarnar gætu orðið. „Það voru verulegar veiðar þarna af flatfiski sem jöfnuðust á við það sem Bretar voru að fá við ísland á sínum tíma. Það er vitað að stofninn af t.d. skarkola er talinn vera 40 þúsund tonn en það er nú þannig að fiskifræðilegar upplýs- ingar um flatfiskstofna þarna eru ekki miklar. Vitað er að þorsk- og ýsustofninn er í mjög góðu horfí og veiði mjög góð.“ Sameiginlegt fyrirtæki? Rússnesku fyrirtækin sem að þessu standa eru stórfyrirtækið BBGL í Múrmansk og Arkangelsk Rybprom. BBGL er íslendingum ekki að öllu leyti ókunnugt þar sem fyrir- tækið hefur fýrir tilstuðlan Fiskaf- urða m.a. látið endurbyggja togara í Stálsmiðjunni, en BBGL á 39 tog- ara. Ef tilraunin gengur vel er gert ráð fyrir áframhaldandi veiðum í formi sameiginlegs fyrirtækis, íslendinga og Rússa. I staðinn fyrir fiskaflann fá rússnesku fyrirtækin þekkingu og reynslu sem hægt er að nýta í hinu sameiginlega fyrirtæki. „Ef allt gengur upp á að vera hægt að stofna það fýrirtæki innan árs,“ sagði Jón. Aðspurður um hvort einhveijar hugmyndir lægju fyrir um hver um- svif hins sameiginlega fyrirtækis gætu orðið sagðist hann ekki gera sér fulla grein fýrir því. „Ef þetta gengur vel getur orðið um einhvern fjölda báta að ræða. Maður horfir þá líka til þess að lögum hér á landi verði breytt þannig að íslenskir bátar geti farið tímabundið í verkefni í öðrum löndum en þannig er það ekki núna. Okkar áform eru þau að vera með allmörg skip í þessu fyrirtæki ef allt gengur upp fjárhagslega." Aðsókn í Barentshaf Aðdragandinn að stofnun fyrir- tækisins er sá að ýmsir aðilar hafa verið að velta fyrir sér hvernig hægt er að komast á veiðar í Barentshaf- inu. „Afli í Barentshafi er mjög góð- ur núna en Rússar hafa nægan tog- araflota til að sinna sínum veiðum. Þeir hafa aftur á móti viljað sam- starf við útlendinga um nýjungar.“ Islendingar hafa séð möguleikann á dragnótaveiðum í Rússlandi og ástæðurnar fyrir því eru tvær: Sú fyrri er að Rússar hafa ekki stundað dragnótaveiðar eftir seinna stríð, þekking hefur giatast og hin síðari er sú að þeir hafa ekki stimd- að veiðar á flatfíski í neinum mæli síðustu 50 árin. „Aftur á móti höfð- um við upplýsingar um að Englend- ingar veiddu töluvert mikið að flat- fiski við Kólaskaga fram til ársins 1978 en þá voru þeir gerðir burtræk- ir úr landhelginni. Það virðist tvennt fara þarna saman; annars vegar hefur dragnótin ekki verið notuð þarna en hún er mjög brúkleg bæði til þorskveiða og flatfiskveiða og hins vegar eru þarna fiskistofnar sem ekki er verið að nýta.“ Veruleg áhætta Jón segir að tækifærið hafi gefist þegar sjávarútvegsráðherra Rúss- lands, Vladímír Korelskíj, var hér á landi í desember sl. Upp á því var stungið að farið yrði af stað með dragnótaveiðar við Rússland. Auk þess sem hugmyndin var kynnt sjáv- arútvegsráðherra Rússlands var rætt við sendiherra Rússlands á íslanai, Júríj Reshetov, og var hugmyndinni vel tekið. „Ástæðan fyrir þessum áhuga okkar nú er nokkuð marg- þætt. Við teljum að þeir, sem nú fara í samstarf við Rússland á þessu mikla breytingarskeiði þar og reyna að hjálpa þeim við að nýta sínar auðlindir, eiga möguleika á að þróa áframhaldandi viðskipti. Önnur ástæða er sú að við viljum finna verkefni fyrir íslensk skip, en það þarf ekki að fjölyrða um hve verkefnalítil mörg þeirra eru nú. Þriðja ástæðan er að sjálfsögðu sú að við vonumst til að hagnast en gerum okkur grein fyrir því að í þessu er veruleg áhætta, óvissan er töluverð,“ sagði Jón Sigurðarson. Undanþága vegna tilraunaveiða Um nokkurt skeið hefur verið Ijall- að um möguleika á veiðum íslenskra fyrírtækja í Barentshafi en þær regl- ur hafa gilt að útlendingar fá ekki veiðiheimildir þar nema að um sé að ræða eignaraðild að rússnesku útgerðarfyrirtæki. í þessu sambandi má nefna að fyrir nokkru lagði út- gerðarfýrirtækið Samheiji hf. til hliðar áform um að afla veiðheimilda í rússneskri fiskveiðilögsögu. Jón Sigurðarson lét þess_ getið að Ólafur Egilsson sendiherra íslands í Moskvu hefði unnið málinu mikið gagn. Morgunblaðið hafði samband við Ólaf Egilsson sendiherra í Moskvu og vísaði hann til viðræðna Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra við Korelskíj sjávarútvegsráðherra Rússlands í desember síðastliðnum. í viðræðum þeirra kom fram að Rússar væru ekki reiðubúnir að veita heimildir fyrir erlend skip í sinni lög- sögu nema gegn samskonar réttind- um í lögsögu annarra. Ólafur sagði gegna öðru máli þeg- ar um væri að ræða tilraunaveiðar og veiðar sameiginlegra fyrirtækja sem væru skrásett í Rússlandi en sjávarútvegsráðherrar beggja land- anna hafa heitið stuðningi við slíkt samstarf. Þetta opinbera samstarf hefur greitt götu þeirra aðila sem nú hyggja á veiðarnar en það hefur m.a. gengið upp þar sem um tilraun- arveiðar er að ræða og Rússar öðl- ast með þeim ákveðna þekkingu og reynslu. Jón sagði það hafa verið skilyrði að báturinn yrði leigður til rússnesku fyrirtækjanna til að hann gæti siglt undir rússneskum fána. „Þetta er þekkt fyrirkomulag, Norðmenn hafa verið að gera svipaða hluti þarna með línuveiðar." Jón kvað töluverða vinnu liggja að baki verkefninu í Rússlandi. „Aft- ur á móti hefur samstarfið við Rúss- ana verið afar gott og allt sem þeir hafa sagt hefur staðist eins og staf- ur á bók. Síðan hefur verið mikið verk að ná saman fjárfestum á íslandi til að koma með þá fjármuni sem þarf í þetta. Það eru engir sjóðir eða slíkt hannað fyrir svona verkefni." Bíða eftir árangri Um það hvort fleiri íslenskir aðilar ættu nú möguleika á svipuðum veið- um í Barentshafi sagðist Jón telja nóg að einn aðili riði á vaðið og kannaði hvort þetta væri hægt og hvernig gengi. „Það er alls ekki ástæða til að allir fari út í þetta í einu. Áhættan er veruleg. Aftur á móti held ég að það sé gott að þessi tilraun sé gerð. Hún er ómaksins verð en ég vil ekkert fullyrða um árangurinn, við verðum að bíða eftir honum áður en hástemmdar yfirlýs- ingar eru gefnar út.“ Tækifæri til að nýta þekkingu „Ein ástæðan fyrir því að við erum spenntir fyrir þessu er að afleiddu áhrifín fýrir ísland eru ýmisleg. Þetta er hafsvæði sem býr yfir gífurlegum möguleikum. Þarna er að skapa^t markaður fyrir vélar og tæki, þekk- ingu og að hluta til íslenskt vinnu- afl. Þarna er tækifæri til að nýta það sem er vannýtt á íslandi vegna stöðunnar í fiskveiðum okkar,“ sagði Jón Sigurðarson í viðtali við Morgun- blaðið. Morgunblaðið/Bjami Fyrsta talklukkan FYRSTA talklukkan sem tekin var í notkun árið 1937 vakti óskipta athygli á sínum tima. Hún þótti mikil völundarsmið og þjónaði símnot- endum allt til ársins 1963. Póstur og- sími tekur í notkun nýja talklukku Nákvæm og örugg og rödd ungfrú klukku er blíðleg NÝ fullkomin talklukka verður tekin í notkun hjá 04 í staf- rænu símstöðinni í Landssímahúsinu um miðjan þennan mánuð. Hún er mjög nákvæm og öryggi felst í því að klukk- an er tvöföld. Notendur klukkunnar mega eiga von á að heyra í nýrri rödd en síðustu þrjátíu ár hefur Sigríður Hagal- ín leikkona sagt fólki hvað klukkan slær. Ingibjörg Björns- dóttir ljær nýju talklukkunni rödd sína sem er hin þriðja í röð talklukkna á íslandi. Hin fyrsta var keypt frá Svíþjóð og vakti mikla athygli þegar hún var tekin í notkun árið 1937 en þá var ung námsstúlka, Halldóra Briem, fengin til að tala inn á klukkuna. Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafull- trúi Pósts og síma, segir að þessar þijár klukkur,. sem notaðar hafa verið síðustu 55 ár endurspegli glögglega þá hröðu þróun fram- fara, sem átt hefur sér stað í raf- eindatækni á þessari öld. Hin fyrsta var að sögn hennar keypt frá L.M. Ericson í Svíþjóð og var allt tal hljóðritað á sérstakar fílmuplötur. Hljóðið fékkst með því að lýsa í gegnum plöturnar með þartilgerð- um lömpum en styrkur ljóssins var numinn með ljósnemum eða fótó- sellum og breytt í hljóðmerki. Framfaraskref var stigið fyrir réttum þijátíu árum árið 1963 þeg- ar Sigríður Hagalín leikkona las tímann inn á sérstakar hljómplöt- ur. Þær hafa síðan aðstoðað marga tímavillta menn en Hrefna segir að hátt í fimm þúsund manns hringi daglega í klukkuþjónustu 04. Nákvæm og örugg Annað framfaraskref verður stigið í þessum mánuði. Hin nýja talklukka er að sögn Hrefnu mjög nákvæm og miðar tíma sinn við fjóra senda úr Omega-staðsetning- arkerfinu víða um heim. Klukkan geymir talið á stafrænu formi í innbyggðum smárásum líkt og gert er á geisladiskum. Kostir hennar felast meðal annars í því að engir hreyfanlegir hlutir sem gætu slitn- að eru í henni. Klukkan er ennfrem- ur mjög örugg í rekstri því hún er í raun tvöföld; ef önnur klukkan bilar það tekur hin við. Ég vona að rödd mín sé blíð Ingibjörg Björnsdóttir leikkona er hin nýja „ungfrú klukka“ en svo var talklukkan nefnd á fjórða ára- tugnum. „Ég er afskaplega stolt yfír því að fá að feta í fótspor Sig- ríðar og Halldóru,“ sagði Ingibjörg í samtali við Morgunblaðið. Hún er lærður leikari og hefur að eigin sögn komið víða við í leiklistinni. Ný „ungfrú klukka“ INGIBJÖRG Björnsdóttir Ijáði hinni nýju talklukku rödd sína en í þrjátíu ár hafa notendur 04 hlustað á Sigríði Hagalín þylja upp 11-59-50, 12-00-00... J „Það mætti segja að ég hafi verið viðloðandi leikhús alla ævi.“ En hvernig vildi það til að rödd hennar var valin i talklukkuna? „Það var hringt í mig eftir ábend- ingu eins leikstjóra í bænum og ég boðuð í raddprófun. Ég veit ekki hvort fleiri hafa verið prófaðar en ég hlaut aftur á móti náð fyrir augum Póst- og símamálayfír- valda.“ Hún segir að upptökur hafi farið fram í aprílmánuði en að unnið hafí verið úr þeim erlendis. En hvemig stóð Ingibjörg sig? „Ég held og mér var sagt það að rödd mín hafí verið afskaplega blíð. Ég vona bara að ég hafí staðið mig í stykkinu," sagði ungfrú klukka að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.