Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993 Morgunblaós- menn brugóu sér ffram á Arnar- vatnsheiói þar sem f ram ffer sil- ungsveiöi til út- flutnings Karl greiðir væna ble.ik|u úr neti. Logn og þoka i upphafi feróar. DISIN I ÞOKUNNI effir Guðmund Guðjónsson/ Myndir: Árni Sæberg Það er augljóst að haustið er gengið í garð. Ferðinni er heitið fram að Arnarvatni stóra með vatn- akörlum úr vieiðifélaginu „Dísinni". Þeir eru að veiða upp í kvóta og pöntun sem Vatnafang úthlutar og útvegar. Gestir fínna veitingahúsa suður í Hollandi ættu að vita hver aðdragandinn að ljúffengum sil- ungsréttinum þeirra er. Verður því Iýst hér í máli og myndum. Tveir jeppar eru á ferð á tröllavegi, annar með mikla burðarkerru lafandi aft- an í, hinn með dijúgstóran plastbát með utanborðsmótor. Það er þreif- andi myrkur, rok og rigning og kolaþoka. Rjúpnahópur rýkur upp úr slóðinni, en er óðar horfinn út í sortann. Gamall leitarmannaskáli sem stendur við Litla vatnið, smá- vatn sem tengist Arnarvatni stóra, er aðsetur hópsins. Óeinangraður og alveg hreint laus við rennandi vatn og helstu nútímaþægindi. Svona kofi eins og draugasögur spunnust í kringum hér í eina tíð. Einmitt á nóttum sem þessum er vindurinn gnauðar í súð, myrkrið er algert, utan dyra sem innan þar sem kertatýrur varpa daufri birtu. En draugar skelfa fáa í þessum hópi. Ein eða tvær sögur hljóma. Hluti hópsins kom sólarhring fyrr og náði að leggja net í blíðviðri og að vitja er veðrið var að rjúka upp. „Hvað haldiði að við höfum fengið í Atlavíkurlögninni í morgun? Ha? 520 stykki!“, gellur út í rokið úr skálanum. Þeir eru drjúgir og mega vera það. Með gríðarlega veiði í ölduróti og veltingi. Og kulda. Þó að vel hafi viðrað á nær alla lands- menn liðlangan september voru að- eins 2-3 gráður þarna efra. Heiðalíf ... í rökkri gamla skálans fljúga brandarar fram og til baka. Sumir fullir karlrembu eins og búast má við í hörðu og frumstæðu um- hverfi þar sem svo'margir harðj- axlar af karlkyni eru samankomn- ir. Svo róast og sögur fara að svífa um salinn. Ein er um manng- arm einn sem var á ferð á heið- inni að vetri til og lenti í hinum mestu ógöngum, missti frá sér hestinn og sá ekki fram fyrir nef sér í skafrenningi og hríð. Um síð- ir kom hann þó að sæluhúsinu við Úlfsvatn og skreið þar inn. Ekki varð honum svefnsamt og þótti honum hvað eftir annað sem hópur hestamanna riði með miklum gusti upp að húsinu. Er hann afréð að kíkja út sá hann þó engan mann og taldi víst að „hestamennirnir" væru af öðrum heimi en þessum. Ekki varð sú ályktun til að róa slæmar taugar hans. Um þverbak keyrði er hópurinn reið einn gang- inn enn upp að húsinu. Heyrði hann síðan hringl í beislum úti fyrir drjúga stund uns greinilega mátti heyra gengið upp að hurð- inni. Er hraustlega var hrifsað í húninn stökk manngreyið á fætur viti sínu fjær af hræðslu, velti um kerti sínu og greip dauðahaldi í súlu eina mikla úti á miðju gólfi. Þannig mundi hann síðast eftir sér áður en svefninn tók hann að lok- um. í morgunsárið hrökk hann upp með andfælum og atburðir kvölds- ins runnu honum ljóslifandi fyrir hugskotssjónir. Ekki var það til að róa lamaðar taugar hans, að hvergi var sjáanleg þessi súla mikla sem hann hafði gripið í trau- stataki um nóttina! Annar í salnum rifjar upp sögu frá göngum á Arnarvatnsheiði. Er dagur var að kvöldi kominn söfnuðust gangnamenn í skálann í Álftakróki og var glatt á hjalla eins og nærri má geta. í hópnum voru meðal annarra tröllkarl mik- ill af ætt Snorra á Húsafelli. Bar maður þessi mjög af öðrum í hús- inu að stærð og hreysti og þoli. Um nóttina sótti náttúran að eins og gengur og maður þessi þurfti að ganga örna sinna. í þá daga var ekki frægt náðhús með útsýni til Eiríksjökuls komið á lag- girnar og menn í umræddri að- stöðu lögðu á sig að velta við stein- um. Yfirleitt var það lenska að sami steinninn væri ekki notaður tvisvar og heljarmenni þetta hafði raunar mikinn viðbjóð á slíku. Nú fór hann hring eftir hring um skál- ann og velti við steinum. Radíusinn stækkaði jafnt og þétt, en aldrei fann hann ónotaðan stein. Hljóp nú á okkar mann og leitin að stein- inum hertist. Var hann nú farinn að hlaupa um holt og hæðir þarna allt um kring, en ekki gekk rófan. Risinn var seinn til að reiðast, en loks var fokið í hann og hann kom auga á gríðarlegt grettistak á ein- um melnum. Réðst hann á bjargið og stympaðist við það stynjandi og ragnandi í margar mínútur. Um síðir fór bjargið að hnikast til og loks felldi tröllið það á hliðina með öskri miklu og hnykk. Undir bjarginu gat að líta ... ja, förum ekki nánar út í það. Flugdrekar og kafendur ... Einn í hópnum rifjar upp, að um morguninn hafi þeir bjargað lóm úr einu netinu, hann hafi ver-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.