Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993 Nýr sendiherra Mexíkó afhendir skipunarbréf sitt Höfuðhlutverk mitt að treysta samband þjóðanna ANTONIO Villegas, nýskipaður sendiherra Mexíkó á íslandi með aðsetur í Osló, afhenti forseta íslands skipunarbréf sitt sl. þriðjudag. Samskipti íslands og Mexíkó hafa aukist mjög á undanförnum árum og kveðst Villegas telja það höfuðhlut- verk sitt sem sendiherra að viðhalda ekki aðeins þeim tengsl- um, heldur styrkja þau af megni, finna nýja fleti á samstarfi og kanna jafnt hvernig viðskiptaleg, pólítísk og mannleg tengsl verða treyst í framtíðinni. „Vilji stjórnvalda í báðum löndum fyrir frekara samstarfi er fyrir hendi,“ segir Villegas, „og aðeins þarf að kanna frekar hvaða leiðir eru í boði.“ Morgunblaðið/Þorkell Sendiherrann Antonio Villegas, nýskipaður sendiherra Mexíkó á Islandi. Villegas nefnir ferðamanna- iðnað og sjávarútveg sem dæmi um aukna samvinnu íslendinga og Mexíkana, og segir að mexí- kósk stjórnvöld vilji t.d. treysta og víkka út ferðalög íslendinga til Mexíkó og stuðla að auknum ferðum landa sinna hingað til lands, því að besta leiðin 'til að vekja forvitni um annan menn- ingarheim liggi í gegnum per- sónuleg tjáskipti og kunnings- skap. „Við viljum einnig að fyrir- æki í þessum löndum taki upp frekara samstarf en orðið er og bindist jafnvel höndum saman um stofnun fyrirtækja með jafnri áhættudreifingu. Strandlengja Mexíkó er afar löng og þar erum við nú að þróa fiskiðnað sem gæti hagnast mjög á kynnum við íslenska tækniþekkingu og reynslu á á þessu sviði. Ekki aðeins varðandi veiðar, heldur einnig í vinnslu og sölu hráefnis- ins, og þarna væri t.d. tilvalið fyrir íslensk og mexíkósk fyrir- tæki að leita sameiginlega fanga,“ segir Villegas. Hann nefnir einnig eldfjalla- rannsóknir sem dæmi um árang- ursríka samvinnu landanna. Þannig hafi íslenskir vísinda- menn starfað við hlið mexíkóskra sérfræðinga í Háskóla Mexíkó- borgar og skilað merkum niður- stöðum. Uppgangur í mexíkósku efnahagslífi Hérlendis hefur Villegas m.a. fundað með Rolf Johansen, ræð- ismanni Mexíkó, Júlíusi Sólnes, sem þekkir mexíkóskt þjóðfélag af eigin raun, fulltrúum stjórn- sýslu og iðnaðar, og setið fund hjá Utflutningsráði og með kaupmönnum. Viðskiptafulltrúi mexíkóska sendiráðsins í Osló var í för með Villegas og kveðst hann hafa tekið fulltrúann með sér til að hann gæti kynnt sér hérlendan markað og kannað möguleg viðskiptatengsl, auk þess að kanna millifærslu fjár- magns og mögulegan stuðning bankastofnana ef íslenskir aðilar vildu fjárfesta í Mexíkó og öfugt. „í Mexíkó hefur nú gengið í garð tírrfebil mikilla endurbóta á efnahagssviðinu eftir efnahags- kreppu í kringum 1981,“ segir Villegas og nefnir sem dæmi að í fyrsta skipti í aldarfjórðung er verðbólgan ekki tveggja stafa tala, en hún er nú rúm 9%. Er- lendar skuldir hafa einnig minnkað töluvert, þó að enn séu þær um 98 milljarðar banda- ríkjadala, og fjölbreytni útflutn- ingsgreina hafi aukist. „Á átt- unda og fram á níunda áratuginn var olía um 75% alls útflutnings frá landinu. Margvíslegur fram- leiðsluiðnaður hefur leyst olíuna af hólmi og hún er nú um 30% af útflutningsafurðum okkar. Þetta eru alls kyns vörur, allt frá vefnaði til bíla.“ Samskipti í listum og menningu Sendiherrann skoðaði sig einnig um á Þingvöllum og vitj- aði Listasafns íslands og Kjarv- alsstaða, og kveðst hafa orðið undrandi á hversu einstök og munúðarfull íslensk list væri. Einnig hafi tilfinning íslenskra myndlistarmanna fyrir náttúr- unni vakið athygli hans, og seg- ir hana skylda meðhöndlun mexí- kóskra listamanna á landslagi. Villeges segir fjölbreytni listalífs í heimalandi sínu mikla og nefn- ir því til sönnunar mexíkóska farand-listahátíð, „Europalia ’93 Mexico“, sem fer um Evrópu og er nú stödd í Belgíu. Þar er að fínna 15 sýningar á allt að 3.000 ára myndlist og menjum, 50 tón- leika, leikhúsuppfærslur, ballett, 100 kvikmyndir og bókmennta- kynningar með þátttöku höfunda á borð við Octavio Paz, Carlos Fuentes, Juan Rulfo, Homero Aridjis og José Emilo Pacheco. Villegas kveðst vonast til að geta átt þátt í að kynna mexí- kóska menningu hérlendis með einhveijum hætti, og nefnir að nýlega var haldin hér mexíkósk kvikmyndahátíð sem hann segist vona að verði árlegur viðburður héðan í frá. Hann kveðst muna beita sér fyrir samstarfi á sviði lista og menningar, meðal ann- ars með því að bjóða íslenskum listamönnum til Mexíkó og þar- lendum listamönnum hingað. „Ég er mjög snortinn yfir þeim viðtökum sem mexíkósk list hef- ur fengið hérlendis til þessa,“ segir Villegas," „og mun vinna að því í samvinnu við stjórnvöld í landi mínu að veita íslendingum gleggri innsýn í menningu okkar með því að lána hingað margvís- legar sýningar og taka önnur þau skref sem færa okkur nær mark- miðum okkar um náin sam- skipti.“ Villegas minnir að lokum á að mexíkósk stjórnvöld veita tveimur íslendingum námsstyrk á hveiju ári, og kveðst eindregið hvetja nema sem hafa áhuga á mexíkóskri menningu að sækja um. „Þessir námsmenn verða sendiherrar íslands í Mexíkó og sendiherrar Mexíkó á íslandi þegar þeir snúa heim.“ Islenskt og færeyskt slátur lambakjötsréttir, sem kom út árið 1984. 'U lítri blóð 1 lítri vatn 3 sléttfullar msk. gróft salt 2 kg rúgmjöl 200 g haframjöl 150 g hveiti 1 kg mör Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKEUSSON 150 g hveiti Hér á árum áður tóku allar íslenskar hús- mæður slátur, en eftir stríð fór þeim fækk- andi, sem það gerðu. Nú hin síð- ari ár er það einkum unga fólkið, sem tekur slátur. Enda er sláturgerð mun auð- veldari en áður og geymsluaðferð- ir betri. Þegar ég var að alast upp komu vambirnar óhreinsaðar, hausamir ósviðnir og mörinn þurfti að hreinsa úr ristlinum. Síðan var slátrið geymt í súr. íslendingar eru ekki eina þjóðin sem býr til slátur. Færeyingar búa líka til slátur, að vísu öðru vísi en við gerum, og mig minnir að ég hafi heyrt að slátur sé búið til í Norður-Indlandi, en þar er mikil kvikfjárrækt. Danir búa til blóð- pylsur (blodpölser) og Skotar búa til eins konar slátur — haggis, að vísu ekki úr blóði. Og það slátur hefi ég smakkað og er það ekkert ólíkt okkar slátri og sett í vömb. Ég hefí þó ekki búið það til. En það hefí ég hugsað mér að gera núna í haust þegar ég tek slátrið mitt og birti því uppskrift af því í næsta þætti ásamt annarri upp- skrift af dönskum blóðpylsum, sem ég ætla líka að búa til. En hér eru uppskriftir af íslenskum blóðmör og lifrarpylsu ásamt fær- eysku slátri. Allar þær uppskriftir eru í bók minni 220 ljúffengir 1. Saxið mörinn smátt. 2. Síið blóðið gegnum vírsigti. Blandið salti í vatnið og því saman við blóðið. 3. Blandið saman rúgmjöli, ha- framjöli og hveiti. 4. Hrærið blóðblöndunni út í mjölið. Þetta á að vera meðalþykk hræra. 5. Hrærið mörinn út í. 6. Setjið í vambakeppi, fyllið að þremur fjórðu, saumið fyrir og pikkið keppina með nál. 7. Sjóðið saltvatn, setjið keppina hvern af öðrum í saltvatnið um leið og þeir eru tilbúnir og sjóðið í 3 klst. Hafíð hægan hita og pikk- ið meðan á suðu stendur. Færið keppina, sem fljóta upp, í kaf með spaða. 8. Snöggkælið keppina. Athugið: Þessi hræra er í 10 stóra keppi. Lifrarpylsa 2 lifrar, u.þ.b. 1 kg 4 nýru, u.þ.b. 250 g 450 g rúgmjöl 8 dl mjólk 3 sléttfullar msk. gróft salt 800 g mör 1. Brytjið mörinn smátt. 2. Hreinsið allar taugar og æðar úr lifrinni, en óþarft er að taka himnuna af lambslifur. Hakkið lifrina tvisvar í hakkavél. 3. Blandið saman hveiti, hafra- mjöli og rúgmjöli. 4. Leysið saltið upp í mjólkinni. 5. Hrærið lifrina og mjólkina út í mjölið. Þetta á að vera þykk hræra. Blandið síðan mörnum í. 6. Setjið í vambakeppi, þeir mega vera nokkuð vel fullir. Saumið fyrir. Pikkið keppina með nál. 7. Hitið vatn með salti, sjóðið keppina í vatninu við hægan hita í 2 klst. Pikkið keppina meðan á suðu stendur og færið þá í kaf, sem fljóta upp. Færeyskur blóðmör 1 lítri blóð 1 dl mjólk 'h kg púðursykur 2 msk. sykur 'h kg rúgmjöl 100 g haframjöl 100 g hveiti 2 tsk. kanill 3 tsk. negull 1 tsk. engifer 1 tsk. salt 'h tsk. natron (matarsódi) 400 g mör 250 g rúsínur. 1. Blandið saman rúgmjöli, haframjöli, hveiti, púðursykri, sykri, kanil, negul, engiferi, natr- oni og salti. 2. Skerið mörinn smátt, saxið rúsínurnar. 3. Blandið saman blóði og mjólk og hrærið út í mjölið. Hrærið mörinn og rúsínurnar út í. Þetta á að vera frekar þunn hræra. 4. Setjið soppuna í vambakepp- ina, fyllið þá aðeins að þremur fjórðu, pikkið með nál. 5. Hitið vatn með salti og sjóð- ið keppina í 2-3 klst. Pikkið kepp- ina meðan á suðu stendur og snú- ið þeim við, sem vilja fljóta upp. Hafið ekki skarpa suðu, þá geta keppirnir sprungið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.