Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.10.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1993 —i—í b' thi) j >iO í—í ’ Ir)/ÁI ) 'AJr. (}■ ]rJ510l'/[ Upplýsingabæklingur Samkeppnisstofnunar „Neytendur á Evr- ópsku efnahagssvæði“ SAMKEPPNISSTOFNUN hefur gefið út kynningarritið Neytendur á Evrópsku efnahagssvæði. Þar eru teknar saman upplýsingar um helstu reglur um vernd og rétt neytenda á Islandi og í Evrópubanda- laginu. í formála Georgs Ólafssonar, forstjóra Samkeppnisstofnunar, kemur fram að aðildarríki Evr- ópska efnahagssvæðisins hafa sett sér að aukið frelsi og samkeppni í viðskiptum samkvæmt EES-samn- ingnum verði ekki á kostnað nauð- synlegrar neytendaverndar. Neyt- endalöggjöf hafi verið fremur lítil hér á landi en með tilkomu EES hafi reynst nauðsynlegt að setja lög og reglur á þessu sviði og auka neytendavernd. „Það nægir hins vegar ekki nóg að setja lög og reglur um neytenda- vernd, slíkt verður að kynna al- menningi og atvinnulífinu. Útgáfa þessa bæklings er liður í þeirri kynningu og vænti ég þess að hann veiti lesandanum nægar upplýs- ingar svo hann átti sig á hvað felst í reglunum,“ segir í formála sam- keppnisstjóra. I kynningarritinu er gerð gi-ein fyrir stöðu mála innan Evrópu- bandalagsins og borið saman við ísland sem á ýmsum sviðum á eft- ir að laga lög að tilskipunum EB. Ritið skiptist í fjóra meginkafla. í þeim fyrsta er fjallað almennt um Evrópska efnahagssvæðið. Annar kafli er um öryggi framleiðsluvöru, þar á meðal leikfanga. Sá þriðji um markaðssetningu og upplýs- NEYTENDUR Á EVROPSKI; EFNAHAGS- SVÆÐI æ ?/*r ~ -I k. _ iiiijf l SAMKEPPNISSTOfNUN Forsíða neytendabæklings Sam- keppnisstofnunar. ingar og er þar m.a. íjallað um villandi auglýsingar, matvæli og verðmerkingar. Fjórði kaflinn fjall- ar um lagalegan og íjárhagslegan rétt neytenda. I þeim kafla er með- al annars sagt frá neytendalánum, húsgöngu- og fjarsölu og alferðum. Bæklingurinn fæst án endur- gjalds hjá Samkeppnisstofnun. Blóm undir stiganum í Borgarkringninni KRISTJÁN Ingi Jónsson hefur opnað nýja blómabúð í Borgar- kringlunni. Hún heitir Blóm und- ir stiganum og er, eins og nafnið gefur til kynna, staðsett í undir stiganum í miðri Borgarkringl- unni. „Búðin er öðruvísi en þessar venjulegu glingurbúðir, sem ég kalla svo. Eg er bara með blóm, plöntur, potta, vasa o.þ.h., ekki með neina gjafavöru. Búðin er meira eins og blómabúðir eru t.d. í Hol- landi,“ sagði Kristján Ingi. Kristján Ingi stofnaði blóma- verslunina Blómálfinn á Vesturgötu 12 árið 1986, flutti hana á Vestur- götu 4 árið 1987 og seldi árið 1988. Síðan þá hefur hann tekið að sér ýmis verkefni, blómaskreytingar fyrir brúðkaup, jarðarfarir og fleira. „Núna vil ég fara að komast í sam- band við viðskiptavininn aftur. Maður nær svo skemmtilegum kon- takt við að umgangast viðskiptavin- inn. Ég ætla að selja falleg, vönduð Morgunblaðið/Ámi Sæberg Undir stiganum Kristján Ingi Jónsson í verslun sinni í Borgarkringlunni. blóm og veita persónulega og góða þjónustu," sagði Kristján. Blóm undir stiganum er opin kl. 12-19 á virkum dögum, 10-16 á laugardögum og lokuð á sunnudög- um nema þegar Borgarkringlan er opin. gólf ÍSLENSKAR :leiðbeiningar !• GOLFHIRÐULINAN lohnson : NÝTT! Sálfræðinámskeið Beiting hugsunar til að sigrast á sterkum neikvæðum tilfinningum, s.s. reiði, sektar- kennd og kvíða. Leiðbeinandi er Gunnar Hrafn Birgisson, doktor í klíniskri sál- fræði, sérhæfður á sviði einstakl- ings- og fjölskyldumeðferðar. Námskeiðið hefst 25. október og verður vikulega næstu þrjá máunudaga frá kl. 20.30 til 22.30. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Nánari upplýsingar og skráning í símum 24782 og 12174. Nýft: Allt á einum stað í sölu á notuðum lausaf jármunum. Bílar, húsgögn, tjaldvagnar, heimilistæki, bátar, hjólhýsi, vélhjól o.fl. o.fl. í KJALLADANUM - Umboðssölumarkaður - Tökum heimilistæki, húsgögn og fl. í umboðssölu í sýningarsal okkar. Mikil eftirspurn eftir ís- skápum, eldavélum og hornsóf- um. Kaupendur á skrá. Sækjum gegn vægu gjaldi. Es. Nú losum við geymsluna. Komdu og skoðaðu í kjallarann okkar. m £ iniiiiiiiir \ ■ rlBmHEllHi Sýnishorn úr söluskrá: 1. Toyota Carina árg. '89, kr. 850 þ. 2. MMC Lancer exe árg. '92, kr. 1.160 þ. 3. MMC Pajero, ek. 78. Sk. ód. 4. Renault Clio árg. 92. Ek. 31. 5. Ch. Laredo árg. '92. Ek. 8. Vantar nýlega bíla á staðinn. Skeifan 7 - Sími 673434 - Fax 682445. Tölvusamband við Bifreiðaeftirlit vegna veðbanda o.fi. ff Reyking fiskafurða Miðvikudaginn 20. október heldur Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins námskeið um reykingu á fiski. Nám- skeiðið er hagnýtt og er ætlað þeim sem stunda reyk- ingu á fiski eða hafa áhuga á að hefja slíka vinnslu. M.a. verðurfjallað um: # Nýjan og hefðbundinn vinnsluferil O Tækjabúnað O Efna- og örverufræði O Áhættuþætti við reykingu O Lög 'og reglugerðir O Markaði fyrir reyktar afurðir O Nýjar afurðir Námskeiðið er haldið milli kl. 10.00 og 16.30. Þátttökugjald er 9.800 kr. Skráning og nánari upplýsingar fást í síma 620240 eigi síðar en 15. október nk. Takmarkaður þátttakendafjöldi. Kommóður frá kr. 4.900. Skrifborð frá kr. 5.900. Bóka- hillur 4 litir. Verð frá kr. 2.900. Ennfremur hillusamstæður kr. 29.900, sjónvarpsskápar frá kr. 5.600 og margt fleira á ótrúlegu verðl. Sendum í póstkröfu. Lyngási 10, sími 654535. Opið virka daga frá kl. 10-17.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.