Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1993 5 Fjölmargir fyrrum nem- endur í leiðandi stöðum Útskrift UTSKRIFTARNEMARNIR 14 ásamt orkumálastjóra, forstöðumanni og aðstoðarforstöðumanni Jarðhitaskól- ans. Efri röð (f.v.): Johnson Mungania frá Kenýa, Li Youji frá Kína, Godfrey Bahati frá Úganda, Vladimir Hristov frá Búlgaríu, Zheng Xilai frá Kína, Valdas Lukosevicius frá Litháen, Manuel Monterrosa frá E1 Salvadore, Marcel Rosca frá Rúmeníu, Dong Zhilin frá Kína og Hu Baigeng frá Kína. Neðri röð: Dennis Sanchez frá Filippseyjum, Lúðvík S. Georgsson, aðstoðarforstöðumaður, Chona Bustamante frá Filippseyj- um, Jakob Björnsson, orkumálasljóri, Nina Barrios de Luna frá E1 Salvadore, Ingvar Birgir Friðleifsson, forstöðumaður Jarðhitaskólans, og Noel Urmeneta frá Filippseyjum. Fjórtán útskrifast úr Jarðhitaháskóla Sameinuðu þjóðanna FJÓRTÁN nemendur af átta mismunandi þjóðernum útskrifuðust úr Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á mánudag. Alls hafa 132 nemendur frá 26 þróunarlöndum lokið sex mánaða námi við skólann á fimmtán ára starfsferli hans. Þar að auki hafa yfir fjörutíu sérfræð- ingar á sviði jarðhita komið til styttri heimsókna og námsdvalar á vegum skólans. Áð sögn dr. Ingvars Birgis Friðleifssonar, forstöðu- manns Jarðhitaskólans, eru fjölmargir fyrrverandi nemendur skólans í Ieiðandi stöðum hjá orkufyrirtækjum og rannsóknastofnunum í sínum heimalöndum. Jarðhitaskólinn er rekinn innan Orkustofnunar. Við útskriftina drap Ingvar m.a. á starfsferli einstakra fyrrverandi nemenda skólans og dró saman hvað orðið hefði um heildarhópinn. Þannig sagði hann að af 132 fyrrverandi nemendum skóláns störfuðum um 80% við verkefni á sviði jarðhita í heimalandi sínu, 10% við verkefni þar sem námið nýttist þeim að ein- hveijum marki en aðeins um 10% störfuðu við alls óskyld verkefni. Ingvar tók fram að aðstandendur skólans gætu ekki verið annað en ánægðir með frammistöðu nemend- anna og væri árangur þeirra einkum tvennu að þakka. Fyrri ástæðan væri sú að nemendur væru valdir af mikilli kostgæfni úr stórum hópi umsækjenda. Sú síðari væri að tekist hefði að fá fyrsta flokks kennara til að leiðbeina við skólann. Flestir þeirra kæmu frá Orkustofnun en að auki væri sótt til Háskóla íslands og verkfræðistofa í Reykjavík. Mikilvægt verkefni „Eg get ekki verið annað en mjög ánægð. Þessir sex mánuðir hafa ver- ið mjög skemmtilegir og námið fræð- andi,“ sagði Chona Bustamante frá Filippseyjum, einn útskriftarnem- anna, úr Jarðhitaskólanum þegar hún var innt eftir námsdvölinni hér. Chona var á námsbraut í forða- fræði og tengdist verkefni hennar jarðhitasvæði í Alto Peak á Filipps- eyjum. „Ég kom hingað með ýmis gögn varðandi svæðið og notaði þau til gera líkanreikninga á því hvernig það muni haga sér í framtíðinni. Mikil orkuþörf er nú í Filipseyjum og er ætlunin að nýta jarðhitann í Alto Peak einhvern tíma í nánustu framtíð. Ekki hefur hins vegar verið sett fram nákvæm tímasetning," segir Chona og nefndi sem dæmi um orkuþörfina að víða væri skammtað rafmagn, allt upp í 12 tíma á dag. Hún sagði að af þessari ástæðu væru verkefni á borð við hennar eig- ið eitt af því mikilvægast sem verið væri að gera á Filipseyju núna og eflaust myndu niðurstöður þess og nám hennar nýtast afar vel í framtíð- inni. Chona tók sérstaklega fram að hún væri afar þakklát starfsmönnum Orkustofnunar og íslendingum öllum fyrir dvöldina hér. Fylgst með íslenskri borholu Johnson Mungania býr í Nairobi í Kenýa en hefur einbeitt sér að því síðustu sex mánuði að fylgjast bor- holu RN-9 á Reykjanesi. „Eg safnaði saman borsvarfi, þ.e. muldu grjóti sem kemur upp við borun, rannsak- aði það og reyndi að átta mig á jarð- lagaskipan og ummyndin bergsins. Svo staðsetti ég vatnsæðar í holuna og gat mér til um hvaða jarðlög gæfu mest vatn. Að lokum gerði ég mér far um að lesa út jarðhitasögu svæðsins og komast að því hvort það væri að kólna eða hitna,“ sagði John- son-og sagðist ekki efast um að sú þekking sem hann hefði aflað sér í skólanum kæmi Kenýja að góðum notum í framtíðinni. Þá sagðist John- son vera afar hrifinn af íslandi að veðráttunni undanskilinni. Gaman á Islandi „Ég setti mér markmið áður en ég kom hingað og mér hefur tekist að ljúka því. Annars var erfitt að láta verkefnið af hendi. Mér fannst alltaf eins og ég þyrfti að bæta um betur og var að lokum síðastur að skila,“ sagði Manuel Monterrosa, annar E1 Salvador-búinn sem lauk prófí frá Jarðhitaskólanum á mánudag. Hann sagði að verkefni sitt hefði verið á sviði forðafræði og tengdist svokölluðu Berlin-svæði í E1 Salva- dor. „Við erum að hefja virkjun á svæðinu og verkefni mitt fólst í því að gera líkanreikninga til að komast að því hver hugsanleg framleiðslugeta þess yrði. Niðurstöðurnar eru þess vegna mjög mikilvægar," sagði Manuel og í ljós kom að honum hefði líkað dvölin á Islandi mjög vel. Þann- ig sagði hann að sér hefði líkað vel við íslendinga og landið hefði heillað hann. Minntist hann þá sérstaklega á að hópurinn hefði farið til Akur- eyrar, Hríseyjar og Þórsmerkur. tð aðems VlDURKf NNINCé IÞNIANASIUDS MINIBUS 4X4 Mitsubishi L 300 á hagstæðu verði - til afgreiðslu strax! MITSUBISHI L 300 FJÖLNOTA FJÖLSKYLDU- BÍLLINN! Mitsubishi L 300 Minibus er 8 manna fjölskyldubíll, ijölhæfur jeppi og þægi- legur ferðabíll - allt í senn! Þessi rúmgóði og aflmikli bíll er gæddur afar góðum aksturseiginleikum og al- drifíð hentar íslenskum aðstæðum. Komdu og reynsluaktu Mitsubishi L 300 Minibus - þú sérð ekki eftir því! ■mnmmmm MfHSUBlSHI MITSUBISHI Fremstur meðal jafningja VERND HEKLA ii i Laugavegi 170 174

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.