Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTOBER 1993 13 Innflutningsbann Hvað hefði Jóni forseta fundizt? eftirÞorvald Gylfason Veður skipast stundum skjótt í lofti. Nú er sá boðskapur farinn að berast úr landbúnaðarráðuneytinu, að innflutningur landbúnaðaraf- urða til íslands sé í sjónmáli. Nú spyija þeir í ráðuneytinu ekki leng- ur hvort, heldur hvenær. Og nú segjast þeir ætla að afnema fram- leiðslukvótakerfið og miðstýring- arbáknið og gefa markaðsöflunum lausari taum. Landbúnaðarráð- herra hefur lýst þessu yfir á fund- um að undanförnu í margra votta viðurvist, eins og fram hefur kom- ið meðal annars hér í Morgunblað- inu. Nú kveður sem sagt við nýjan tón. Nú lofar ráðherrann öllu fögru gegn því, að bændur (og milliliðir) fái nægan umþóttunartíma til að búa sig undir erlenda samkeppni. Við skulurn skoða það betur síðar. En fyrst þetta, því að forsagan er býsna fróðleg. Mönnum hættir stundum til að gleyma því, að inn- flutningur landbúnaðarafurða til landsins var fijáls á síðustu öld og fyrstu þijá áratugi þessarar aldar. Frumvarp til laga um að- flutningsgjöld af smjöri og öðru viðmeti var til að mynda fellt á Alþingi árið 1889. Þá var til þess tekið, að verndarfíkn skyldi gera vart við sig í þingsölum í fyrsta sinn. En þingmenn höfðu blessun- arlega næman skilning á kostum fijálsra búvöruviðskipta í þá daga. Bændur réðu lögum og lofum á þinginu, eins og eðlilegt var. Jón Sigurðsson forseti hefði ekki orðið hissa. Hann var áhrifamesti boðberi fijálsra viðskipta í landinu um sína daga. Eiríkur Briem pró- fessor lýsir Jóni svo í ævisögu hans í Andvara: „Jón sýndi glöggt fram á það af sögu landsins, að verzlunin hafi jafnan verið hið mesta nauðsynja- mál þess, og að svo hafi mátt heita, að komið hafi verið við lífæð allrar velmegunar í landinu, í hvert skipti sem nokkur bönd hafi verið lögð á hana; jafnframt skýrði hann frá skoðunum hinna yngri hagfræð- inga um eðli fijálsrar verzlunar ... og hélt því fram, að nauðsyn bæri til að losa öll bönd af verzlun- inni, svo að hún yrði landsmönnum sem arðmest; fylgdi hann máli þessu af miklu kappi, en það mætti, sem vænta mátti, mikilli mótspyrnu ...“ Þetta skyldu þeir hugleiða, sem kenna innflutning landbúnaðaraf- urða við ættjarðarsvik. Þetta vill þó stundum gleymast, því að Jón- asi Jónssyni frá Hriflu varð ekki tíðrætt um þessa hlið þjóðfrelsis- hetjunnar í Islandssögu sinni, sem var kennd í öllum barnaskólum „En svo gerðist það árið 1931, að viðskiptahöft voru tekin upp í reglu- gerð í skjóli lagaheim- ildar frá 1920. Þetta var gert til að hlífa bændum við verðfalli landbúnaðarafurða í útlöndum af völdum kreppunnar miklu. Þessi kreppuráðstöfun átti að vera tímabund- in.“ landsins um margra áratuga skeið. Haftapostular riðu ekki feitum hesti frá viðskiptum við Jón for- seta. „Var það þá eigi fyrir ístöðu- litla menn að mæla í móti hon- um,“ segir Eiríkur Briem. Guðjón Friðriksson sagnfræð- ingur hefur lýst því í fróðlegri tímaritsgrein nýlega, að íslending- ar fluttu inn á annað hundrað tonn af osti á hveiju ári á þriðja áratug aldarinnar auk annars, og þótti engum mikið. En svo gerðist það árið 1931, að viðskiptahöft voru tekin upp í reglugerð í skjóli laga- heimildar frá 1920. Þetta var gert til að hlífa bændum við verðfalli landbúnaðarafurða í útlöndum af Þorvaldur Gylfason völdum kreppunnar miklu. Þessi kreppuráðstöfun átti að vera tíma- bundin. Því var heitið á þingi, að höftunum yrði aflétt, þegar heims- búskapurinn rétti úr kútnum. Svo fór þó ekki. Kreppunni lauk, en bannið stóð og var nú réttlætt með heilbrigðisrökum. Þau rök voru þó og eru enn einber og augljós fyrir- sláttur nema í einstökum tilfellum og eiga til að mynda alls ekki við um innflutning á osti og flestu kjöti. Þá fór líka að bera á nokkrum nýjum röksemdum gegn innflutn- ingi landbúnaðarafurða og gegn frjálsum viðskiptum yfirleitt. Ein var á þá leið, að nauðsyn bæri til að hefta innflutning til að spara gjaldeyri. Nú fór hafta- og skömmtunarskeið í hönd. Þetta voru þau ár, þegar stjórnmála- og embættismenn skömmtuðu gjald- eyri úr hnefa til þeirra verkefna, sem þeir höfðu velþóknun á. Annað var látið sitja á hakanum. Þá var til dæmis ekki hlaupið að því að afla gjaldeyris til hljóðfærakaupa, enda höfðu skömmtunarstjórarnir ekki orð á sér fyrir að vera sérstak- lega hneigðir til tónlistar. Spilling varð alvarlegt þjóðfélagsböl, því að spilling er alltaf og alls staðar fylgifiskur miðstýringar, hafta og skömmtunar. Jón forseti var illa flarri. Hann hefði sagt þeim til syndanna. Ýmsir börðust þó gegn þessum ófögnuði. Halidór Laxness skrifaði til að mynda margar beittar og bráðfyndnar blaðagreinar á fimmta áratugnum, þar sem hann gagnrýndi innflutningsverndina og aðra þætti landbúnaðarstefnunnar. Hann sá það í hendi sér, að mark- aðsfirring búvöruframleiðslunnar hlaut að bitna bæði á verði og gæðum matarins á borðum lands- manna og á lífskjörum almennings um leið, þar á meðal og ekki sízt á bændum sjálfum á endanum. Rök hans eiga að mörgu leyti jafnvel við enn þann dag í dag. Greinar skáldsins bera glöggt vitni um það, að landbúnaðarstefna ríkis- valdsins var orðin alvarlegt þjóðfé- lagsvandamál þegar fyrir fimmtíu árum. Þær komu þó varla fyrir sjónir margra lesenda fyrr en löngu síðar, þegar þær voru endurprent- aðar í bókum. Höfundur er prófessor. 4WD skutbíll SÖLUAÐILAR: Akranes: Bílás sf., Þjóðbraut 1, sími 93-12622. ísafjörður: Bílatangi hf., Suðurgötu 9, sími 94-3800. Akureyri: BSA hf. Laufásgötu 9, sími 96-26300. Egilsstaöir: Bilasalan Fell, Lagarbraut 4c, sími 97-11479. Selfoss: Betri Bilasalan, Hrísmýri 2a, sími 98-23100. Keflavík: Bilasala Keflavikur, Hafnargötu 90, sími 92-14444. Notaðir bílar: Bílahöllin hf., Bíldshöföa 5, sími 91-674949. ferð Á MAZDA 323 4WD skutbíl ú þangað sem þig langar, með ! Umsagnir MAZDA eigenda eru í takt við þau próf sem gerð hafa verið á MAZDA bílum m.a. hjá þýska bflablaðinu "Auto Motor und Sport". í nýjasta 100.000 km bilanaprófinu eru 3 MAZDA fólksbílar í fimm efstu sætunum, af 85 bílum sem prófaðir voru. MAZDA 323 4WD er ekki aðeins bfll, sem þú getur treyst, hann er ódýr í rekstri, rúmgóður fjórhjóladrifinn skutbfll með sídrifi og læsanlegum millikassa, 5 gírum, álfelgum o.fl. Við eigum fáeina bfla á lager á mjög hagstæðu verði frá kr. 1.340.000,- MISSTU EKKIAF ÞESSU TÆKIFÆRI. Hafðu strax samband við sölumenn okkar. í reynsluakstrinum upplifir þú seigluna í þessum ágæta bfl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.