Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.10.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1993 17 31. LANDSFUNDUR SJALFSTÆÐISFLOKKSINS I LAUGARDALSHOLL Hallalaus fjárlög án skattahækkana í ÁLYKTUN landsfundar um skattamál segir að Sjálfstæðisflokkur- inn telji jöfnuð í ríkisfjármálum vera forgangsverkefni, þegar í stað verði að hefjast handa við gerð áætlunar um lækkun ríkisútgjalda sem tryggi hallalaus fjárlög án þess að til skattahækkana komi. Við afgreiðslu ályktunarinnar var vísað til miðsljórnar tillögu gegn mis- munun við skattlagningu einstakra stétta. I umræðum kom fram að með þessu var vísað til sjómannaafsláttar. Þorsteinn Halldórsson í Kópavogi lagði til að í stað þess að ályktun landsfundar ítrekaði þá afstöðu Sjálfstæðisflokksins að atvinnu- greinum verði ekki mismunað við álagningu opinberra gjalda yrði sagt að hvorki atvinnugreinum né stétt launþega yrði mismunað. Til- lögunni var andmælt og vísað til miðstjórnar að tillögu m.a. Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra. Tekjuskattshlutfall þarf að lækka í skattamálaályktun segir einnig m.a. að Sjálfstæðisflokkurinn muni standa við að hátekjuskatturinn falli niður að tveimur árum liðnum. Einnig að þótt jákvæð skref hafi verið tekin með fækkun og lækkun frádráttarliða við skattlagningu launa ítreki Sjálfstæðisflokkurinn að tekjuskattshlutfall launamanna þurfi að lækka. Þá segir að ekki komi til greina að skattleggja nema annaðhvort eign eða eignatekjur, annað leiði til tvísköttunar og þar með ofsköttunar. Þá er lögð áhersla að áfram verði haldið á þeirri braut í skattamálum að fjármagna hluta af starfsemi hins opinbera með þjónustugjöld- um, sem séu til þess fallin að efla kostnaðarvitund þeirra sem njóta þjónustu og veita, og stuðla þannig að sparnaði og betri meðferð al- mannaijár. Starfshópur á landsfundinum sem fjallaði um viðskipta- og neyt- endamál lagði til í ályktun að ríkis- fyrirtæki og hlutur ríkisins í at- vinnufyrirtækjum skyldu seld eða lögð niður og voru í því efni talin upp 22 fyrirtæki. Þeirra á meðal voru Þjónustumiðstöð ríkisverð- bréfa, mötuneyti og veislusalir rík- isins, Þormóður rammi hf., Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Skólavörubuðin, Á.T.V.R., Ríkisútvarpið, Byggða- stofnun og ríkisbankarnir. Sam- ræmingarnefnd landsfundarins felldi hins vegar upptalningu fyrir- tækjanna út úr ályktuninni áður en hún var tekin til afgreiðslu á sunnu- dag og einnig tillögu starfshópsins um að matarskatturinn verði af- lagður með öllu. Landsfundurinn samþykkti ályktun um húsnæðismál þar sem segir að til að auðvelda ungu fólki að koma sér upp eigin íbúð beri að stuðla að því að hægt verði að veita húsbréfalán fyrir 80-90% íbúðarS- verðs til þeirra sem eru að kaupa fyrstu íbúð. Jafnfram verði fólki gefinn kostur á að velja um mis- munandi lánstíma í húsbréfakerf- inu. Samþykkt var að húsbréfa- deildin verði gerð að hlutafélagi með eignaraðild ríkisins, ríkis- ábyrgð verði takmörkuð og aðeins veitt fyrir þá sem eru að byija sinn búskap og einnig verði kannað hvort húsbréf með ríkisábyrgð geti tekið við hlutverki félagsíbúðalána. Þá verði sköpuð skilyrði fyrir banka til að hasla sér völl á vettvangi húsnæðislána og í kjölfar þessara breytinga verði Húsnæðisstofnun ríkisins lögð niður í núverandi mynd. Deilt um eignarrétt í Iðnlánasjóði Nokkrar deilur urðu um eignar- rétt á Iðnlánasjóði við umræður um iðnaðarmálaályktun landsfundar- ins. í drögum sem lögð voru fyrir landsfundinn segir að Iðnlánasjóði verði breytt í hlutafélag og ríkis- ábyrgð sjóðsins afnumin. Hluthafar verði þeir er lagt hafi sjóðnum til fé í samræmi við framlög þeirra. Var þessari síðustu setningu breytt í starfshópi á þann veg að „iðnaður- inn fái viðurkenndan eignarrétt sinn á sjóðnum," eins og það er orðað í endanlegri ályktun fundarins. Har- aldur Sumarliðason, formaður Sam- taka iðnaðarins, sagði að um margra ára skeið hefðu verið deilur milli stjórnvalda og iðnaðarins um þessi mál en samkomulag hefði loks tekist fyrr á þessu ári og sagði RÚV reki eitt útvarp án afnotagjalda LANDSFUNDUR Sjálfstæðis- flokksins vill að Ríkisútvarpið útvarpi hljóðvarpsdagskrá á einni rás sem höfði til breiðs hlustendahóps. Afnotagjöld verði afnumin og Ríkisútvarpinu markaður annar tekjustofn. í ályktun fundarins um menning- armál segir að endurskoða verði starfsemi Ríkisútvarpsins með það að markmiði að það gegni fyrst og fremst menningarhlutverki, komi fram sem samnefnari þjóðarinnar og efli innlenda dagskrárgerð. Það verði best gert með markvissri og vel skipulagðri sjónvarpsdagskrá og hljóðvarpsdagskrá á einni rás, sem höfði til breiðs hlustendahóps. Skipulag RÚV verði endurskoðað með það fyrir augum að draga úr yfirbyggingu og leggja aukna áherslu á framleiðslu dagskrárefn- is. Þar komi útboð vel til álita, þar sem þau séu vel fallin til að styrkja stöðu sjálfstæðra framleiðenda. Haraldur eðlilegt að stjórnvöld og samtök iðnaðarins kæmu sér saman um hvað í því fælist að iðnaðurinn fengi eignarrétt sinn viðurkenndan. Eignaraðildað Landsvirkjun endurskoðuð Landsfundurinn samþykkti ályktun í orkumálum um að endur- skoða þurfi heildarskipan orkufyrir- tækja og ábyrgð orkufyrirtækja og hagkvæmni verði aukin. Til að ná þessu markmiði verði kannað sér- staklega að sameina dreifiveitur, breyta rekstrarformi orkufyrir- tækja í hlutafélög og endurskoða eignaraðild að Landsvirkjun. Morgunblaðið/Sverrir Kjartan Gunnarsson, framkvæmdasljóri Sjálfstæðisflokksins, ráðfær- ir sig við Salome Þorkelsdóttur, sem stýrði landsfundi, og Friðrik Sophusson, varaformann Sjálfstæðisflokksins. I' ■ ■■ ^ 1 VETRI? Líttu inn á næstu ESSO-stöð. Við bjóðum sérstaka vetrarþjónustu fyrir bílinn þinn. Starfsfólk okkár veit hvað gera þarf. Olíufélagið hf -hvernig sem viðrar NOTUM GRÓFMYNSTRUD VETRARDEKK. HÖGUM AKSTRI EFTIR AÐSTÆÐUM GATNAMALASTJORI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.