Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 13 Um sóknarfæri sjávarútvegs, lokanir og löggiafarvald eftir ÓrlygHnefil Jónsson í framhal^di af afskiptum Norð- manna af veiðum íslenskra skipa í Smugunni og stöðugra frétta þaðan um smáfískadráp Islendinga gefur sjávarútvegsráðherra út reglugerð 13. september sl. nr. 379/1993 um verndun smáfisks á alþjóðlegu haf- svæði í Barentshafi. Þetta hefur vakið óánægju sjó- manna, sem einir eru að beijast á Qarlægum miðum án teljandi stuðn- ings að heiman. Bera daglegar féttir þessu vitni. Hvergi hefi ég þó séð, þrátt fyrir ákall úr norðri, að fjallað hafi verið efnislega um reglugerðina eða þau lög sem hún byggist á, nr. 34/1976 um veiðar íslenskra skipa utan fiskveiðilandhelgi íslands. Hagsmunir vegna lokunar veiði- svæða tengjast ekki eingöngu Is- landsmiðum og Smugunni, heldur heimshöfunum sjö, því íslénsk skip veiða víðar og stöðugt eru nefnd ný hafsvæði. Hér er að hefjast sókn sem vandséð er að verði stöðvuð. Þetta gefur ástæðu til að réyna að skoða þessi mál nánar og hefðu hagsmuna- aðilar átt að ríða þar á vaðið. Lög nr. 34/19,76 eru að mínu mati sérkennileg löggjöf af hálfu Alþingis og með eindæmum. Þarna er löggjafinn í raun ekki að setja lög heldur er efnið það eitt að löggjafinn framselur allt vald til, stjórnunar veiða utan fiskveiðilandhelgi íslands „Hagsmunir vegna lok- unar veiðisvæða tengj- ast ekki eingöngu Is- landsmiðum og Smug- unni, heldur heimshöf- unum sjö“. til sjávarútvegsráðherra. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins fer Alþingi með löggjaf- arvaldið. Alþingi á þannig að setja þegnunum lög. Algengt er hins veg- ar að í niðurlagi lagabálka um ein- stök efni sé heimild til framkvæmda- valdshafa að setja reglur um nánari útfærslu viðkomandi laga. Það er þannig hlutverk löggjafans að marka meginreglur og stefnur í lagasetn- ingunni, en kemur í hlut fram- kvæmdavaldsins að móta þær í smá- atriðum og laga þær að hveiju ein- stöku viðfangsefni. Á undanförnum árum hefur Alþingi gengið stöðugt lengra í þeim efnum að framselja vald sitt með þessum hætti til fram- kvæmdavaldshafa. Má í því sam- bandi auk löggjafar um sjávarút- vegsmál nefna löggjöf um landbún- aðarmál. Hins vegar virðast þing- menn hvorki hafa áhyggjur af þessu né áhuga á að kryfja þessi mál sem varða grundvöll sjálfrar stjórnskip- unarinnar. Ég tel svo komið að Al- þingi þurfi að taka þessi mál til alvar- legrar skoðunar og þó fyrr hefði verið. Þegnar landsins eiga að fá lagasetningu frá þjóðkjörnum þing- mönnum, en ekki frá starfsmönnum ráðuneyta eða stofnana, sem enginn hefur kjörið til að setja landsmönnum lög. Ef lög nr. 34/1976 eru skoðuð út frá þessu sést að löggjafinn gengur þar lengra en nokkru tali tekur og selur sjávarútvegsráðherra sjálf- dæmi í öllum máluin varðandi veiði íslenskra skipa utan fiskveiðilögsögu íslands. Lög þessi eru stutt, aðeins tvær greinar svohljóðandi: 1. gr. „Sjávarútvegsráðherra setur með reglugerð þær reglur um veiðar íslenskra skipa utan fiskveiðiland- helgi íslands, sem nauðsynlegar þykja til þess að framfylgft verði ákvæðum alþjóðasamninga, sem Is- lendingar eru að gerast aðilar að, eða þá samninga, sem gerðir eru milli íslenskra aðila og erlendra stjórnvalda. — Ráðherra er auk þess heimilt að setja aðrar þær reglur um þessar veiðar, sem honum þykir þurfa, svo sem til samræmingar við reglur þær, er gilda um veiðar ís- lenskra skipa í fiskveiðlandhelgi ís- lands.“ 2. gr. „Brot gegn reglum settum samkvæmt lögum þessum varða sektum, 1.000-15.000 gullkrónum, sbr. lög nr. 4/11. apríl 1924. Enn fremur er heimilt að gera afla og veiðarfæri upptæk. — Um mál þau, sem rísa út af broturn gegn lögum þessum skal fara að hætti opinberra mála.“ Sameining hjúkrunarfræð- ingafélaganna undirbúin FÉLAG háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga (Fhh) og Hjúkrunarfé- lag íslands (HFÍ) vinna nú að sameiningu. Þessa dagana gangast þau fyrir kynningarfundum um málið og dagana 5. til 18. nóvember greiða félagsmenn þeirra beggja atkvæði um hvort þeir vilji leggja sitt félag niður í því skyni að stofna nýtt, sameiginlegt fag- og stéttarfélag. Undirbúningur að sameiningu fé- laganna hefur staðið í langan tíma en þau hafa um nokkurt árabil átt með sér samvinnu á ýmsum sviðum, t.d. staðið fyrir fræðsludegi 12. maí sem er alþjóðadagur hjúkrunarfræð- inga. Þá hafa félögin þegar gert samning um að gefa sameiginlega út nýtt fagtímarit í hjúkrun. Allsherjaratkvæðagreiðsla Að sögn Ástu Möller, formanns Fhh, verða atkvæðaseðlar sendir út 5. nóvember til félagsmanna beggja félaga. Þar verða þeir spurðir hvort leggja eigi niður félag þeirra í þeim tilgangi að stofna nýtt. Frestur til að skila atkvæðaseðlum verður gef- inn til 18. nóvember. Ef niðurstaðan verður jákvæð verður næsta skref að senda öllum félagsmönnum bréf sem þeir skrifa undir að á ákveðnum tímapunkti gangi þeir úr gamla fé- laginu sínu og í það nýja en lagt hefur verið til að það hljóti nafnið Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. í HFÍ, sem stofnað var 1919, eru um 2.000 félagsmenn en í Fhh, sem stofnað var 1978, tæplega 600. Fé- lagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrun- arfræðinga gætu því orðið rúmlega 2.500. Drög að kjara- og menntastefnu Þegar hafa verið samin drög að lögum hins nýja félags. Þá hafa hugmyndir að kjara- og mennta- stefnu þess verið kynntar. 1 kjara- stefnunni er m.a. gerð sú krafa að hjúkrunarfræðingar fái sömu laun og aðrir starfshópar sem hafi sam- bærilega menntun og ábyrgð en þeir bera sig saman við háskóla- menntaða starfsmenn, hvort sem þeir vinna hjá hinu opinbera eða á „fijálsum markaði“. Vilborg Ingólfsdóttir, forrhaður HFÍ, segir það vera jákvætt hve mikla áherslu eigi að leggja á fag- lega þáttinn á vettvangi hins nýja félags. Þar er gert ráð fyrir að hjúkr- unarþing verði haldið annað hvert ár þar sem mörkuð verði stefna í heilbrigðis- og hjúkrunarmálum. „Þetta þýðir þó engan veginn að við ætlum að undanskilja kjaraþáttinn því meiningin er að byggja upp sterkt stéttarfélag,“ sagði Vilborg. Sameiginlegir kynningarfundir Stjórnir Fhh og HFÍ hafa ákveðið að halda sameiginlega kynningar- fundi um sameiningarmálin um allt land á næstunni. Þeir verða í Reykja- vík, Keflavík, Vestmannaeyjum, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, ísafirði, Akranesi og Sauðárkróki. Samkvæmt þessu sést að löggjaf- inn markar enga stefnu sjálfur í lög- um þessum, heldur ganga þau ein- göngu út á það að framselja vald til sjávarútvegsráðherra. Ljóst má þó vera að lög þessi varða ekki minni hagsmuni en atvinnufrelsi á öllum heimsins höfum utan fiskveiðiland- helgi íslands. Hér framselur Alþingi þetta vald til ráðherra þrátt fyrir 69. gr. stjórnarskrár sem segir að engin bönd megi leggja á atvinnufrelsi manna, nema almenningsheill kreQi, enda þurfi lagaboð til. Alþingismönn- um á einnig að vera ljóst hvaða möguleikar sjávarútvegurinn á utan fiskveiðilandhelgi, því á góðum dög- um hefur maður heyrt þingmenn tala um að við þurfum að sækja á íjarlæg mið og þar liggi vaxtarbrodd- ur í íslenskum sjávarútvegi. Þing- menn eiga að sjá sóma sinn í því að setja vandaða löggjöf um þessi mál sem hvetur útgerðarmenn og sjó- menn til að fiska á fjarlægum miðum og styður við þá viðleitni-að auka hér vinnu; ekki að framselja þetta vald til ráðherra. Ekki er ástæða til að flalla mikið um þá reglugerð sem sett hefur ver- ið á grundvelli laganna, þ.e. reglu- gerð nr. 379/1993 um verndun smá- fisks á alþjóðlegu hafsvæði í Barents- hafi. Ljóst er að tilgangur og efni reglugerðarinnar er að banna frá og með 24. september 1993 til og með 31. desember 1993 allar togveiðar íslenskra fiskiskipa á nánar tilgreind- um hluta alþjóða hafsvæðisins í Bar- entshafi. En í athugasemdum við frumvarp til laga nr. 34/1976 er ekkert minnst á lokunarheimildir, enda gerðu þágildandi lokunarheim- ildir laga nr. 102/1973 um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelginni ráð fyrir um- sögn Hafrannsóknastofnunar fyrir lokun og fyrir opnun. Menn hafa því líkast til ekki séð það í kristalkúl- unni þá að íslenskur ráðherra myndi loka hafsvæði í Barentshafi á haust- mánuðum 1993. Með tilliti til þess sem hér er rakið tel ég setningu reglugerðar nr. 379/1993 orka tví- mælis. Aðrir geta svo haft sínar skoðanir. Daglega sé ég fjall sem heitir þremur nöfnum og fara þau eftir því hvaðan til þess er horft. í íslands- klukku Laxness vitnar Arnes Arnæ- us til þessa fallega fjalls í umræðu um tvenns konar réttan sannleika og segir: „Það er til fjall í Kinninni fyrir norðan, sem heitir Bakrángi ef Örlygur Hnefill Jónsson maður sér austaná það, Ógaungu- fjall ef maður stendur fyrir vestan það, en utanaf Skjálfanda kalla sjófa- rendur það Galta.“ Líkt er farið með sjávarútveginn og misvísandi skoð- anir fólks hann varðandi, sjónarhorn- ið ræður miklu. Það að menn sam- mælist er ekki öllu til framdráttar. Sjávarútvegi eru mismunandi sjónar- mið nauðsyn. En hvað sem því líður tel ég svo komið með stöðugt auknu eftirliti og stjórnun ótaldra aðila að þessi mikilvægasta atvinnugein okk- ar sé sett í stóra hættu. Sjómenn fá nánast engan frið við störf sín, enda er það eðli eftirlitsstarfs að loka og taka. Þannig sannast þörfin fyrir til- vist starfans. Því er brýnt að fá meira frelsi til athafna í sjávarút- vegi. Vegna þess ber sjórnvöldum að róa með í þessum málum en ekki á móti, því þá mun skuturinn ekki eftir liggja. Alþingi á svo að setja þessum atvinnuvegi þann laga- ramma að þessi markmið náist. Höfundur er héraðsdóms- lögmaður á Húsavík. [ FRYSTIKISTUR ] ^uiiiiii/wTTTTTmiiiiiriiiirix^ 210 Itr. 1 karfa 38.990 stgr. 320 Itr. 1 karfa 43.990 stgr. 234 Itr. 2 körfur 42.990 stgr. 348 Itr. 3 körfur 48.990 stgr. 462 Itr. 4 körfur 56.990 stgr. VISA og EURO raðgreiðslur IIpððöI án útb. MUNALÁN m/25% Otb. ZZm /FOniX HATUN 6B - SIMI (91)24420 Hjortans þakklœti fœri ég öllum þeim, er heiðruÖu mig nirœÖan með heimsóknum, gjöfum og skeytum. GuÖ blessi ykkur öll, leiði og verndi. Karvel Ögmundsson, Bjargi, Ytri-Njarövík. HVERFAFUNDIR BORG ARSTIÓRA 1993 I ^^úfjjiÍíC'*^|ÍbÍ11IB8ÍP^* Komdu hugmyndum þínum á framfæri við Markús Örn Antonsson borgarstjóra milliliðalaust. Þín skobun skiptir máli! \ Laugarneshverfi - Langholtshverfi Fimmtudagur 28. október kl. 20.30 í Fóstbræðraheimilinu, Langholtsvegi 109. Fundarstjóri: Júlíus S. Ólafsson. Fundarritari: Axel Eiríksson. ^ REYKJAVIK ÖFLUG BORG í ÖRUGGUM HÖNDUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.