Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 51 URSLIT » » » I- ÍR-Selfoss 19:21 íþróttahús Seljaskóla, íslandsmótið í hand- knattleik — 1. deild karla, 5. umferð, mið- vikudaginn 27. okt. 1993. Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 4:3, 4:6, 5:9, 8:10, 8:12, 9:12, 9:14, 11:14, 13:17, 15:18, 18:18, 18:20; 19:20, 19:21. Mörk ÍR: Njörður Árnason 6, Ólafur Gylfa- son 5, Branisláv Dimitrivitsch 4/2, Magnús Ólafsson 1, Róbert Rafnsson 1, Jóhann Ásgeirsson 1, Sigfús Orri Bollason 1. Varin skot: Sebastian Alexanderson 10 (þaraf 3 til mótheija). Magnús Sigmundsson 4 (þaraf 1 til mótherja). Utan vallar: 4 mín. Mörk Selfoss: Einar Gunnar Sigurðsson 6, Sigurður Sveinsson 5/1, Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson 4, Siguijón Bjarnason 3, Ein- ar Guðmundsson 2, Gústaf Bjarnason 1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 20 (þar af 2 til mótheija). Utan vallar: 8 mín. Dómari: Rögnvald Erlingsson og Gunn- laugur Hjálmarsson. Dæmdu ágætlega. Ahorfendur: 220 greiddu aðgangseyri. Stjarnan - Þór 32:25 Garðabær: Gangur leiksins: 1:0, 5:1, 6:3, 10:3, 12:5, 14:7, 17:8,18:8, 22:12, 23:13, 25:15, 27:15, 30:19, 32:22, 32:25. Mörk Stjörnunnar: Magnús Sigurðsson 7/2, Konráð Olvason 6, Patrekur Jóhannes- son 6, Hafsteinn Bragason 3, Einar Einars- son 2, Magnús Már Þórðarson 2, Skúli Gunnsteinsson 2, Viðar Erlingsson 2, Rögn- valdur Johnsen 1, Hilmar Hjaltason 1. Varin skot: Ingvar Ragnarsson 3 (þar af eitt sem fór aftur til mótheija), Gunnar Erlingsson 13 (þar af 6, sem fóru aftur til mótheija). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Þórs: Evgeni Alexandrov 7/5, Jóhann Samúelsson 5, Sævar Árnason 4, Samúel Árnason 3, Geir Aðalsteinsson 3, Hermann Stefánsson 1, Sigurður Pálsson 1, Ómar D. Kristjánsson 1. Varin skot: Hermann Karlsson 3 (þar af 2, sem fóru aftur til mótheija), Sævar Krist- jánsson 6/1 (þar af 3, sem fóru aftur til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur, þar af fékk Her- mann Karlsson rautt spjald fyrir munnsöfn- uð. Dómarar: Einar Sveinsson og Þorlákur Kjartansson. Áhorfendur: Fékkst ekki uppgefið. KA - Víkingur 29:31 KA-húsið: Gangur leiksins: 0:1, 1:4, 6:6, 10:12, 12:15, 14:15, 16:16, 17:18, 21:22, 21:26, 22:27, 25:29, 27:29, 29:31. Mörk KA: Valdimar Grímsson 11/3, Alfreð Gíslason 7, Jóhanan Jóhannsson 4, Óskar Óskarsson 3, Þorvaldur Þorvaldsson 2, Erl- ingur Kristjánsson 1, Helgi Arason 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 9 (þaraf 2 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Víkings: Birgir Sigurðsson 8, Gunn- ar Gunnarsson 7/2, Árni Friðleifsson 6, Kristján Ágústsson 4, Ólafur Thordersen 3, Friðleifur Friðleifsson 2, Bjarki Sigurðs- son 1. Varin skot: Reynir Reyriisson 11 (þaraf 3 til mótheija). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Óli P. Ólsen og Gunnar Kjartans- s_on. Voru svipaðir og KA-liðið, sem lék illa. Áhorfendur: Fékkst ekki uppgefið. Valur - Afturelding 24:19 tíarður: Gangur leiksins: 2:0, 2:1, 3:1, 3:3, 5:3, 5:4, 11:4, 13:4, 13:5, 14:5, 14:8, 17:10,' 17:14, 19:16, 21:16, 24:19. Mörk Vals: Dagur Sigurðsson 9/4, Ólafur Stefánsson 7, Finnur Jóhannsson 3, Val- garð Thorodsen 2, Frosti Guðlaugsson 2, Jón Kristjánsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 13/1 (þar af 5 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Aftureldingar: Jason Ólafsson 7/2, Gunnar Andrésson 4, Ingimundur Helgason 3/2, Alexej Trúfan 2, Páll Þórólfsson 1 Róbert Sighvatsson 1, Þorkell Guðbrands- son 1. Varin skot: Sigurður Jensson 11 (þaraf 3 til mótheija). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson. Áhorfendur: Um 500, troðfullt hús. FH-KR 31:24 íþróttahúsið Kaplakrika: Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 8:8. 9:7, 10:10 12:10, 13:11. 15:11, 19:15, 21:18, 24:19, 27:22, 31:24. Mörk FH: Sigurður Sveinsson 8, Guðjón Árnason 8/1, Hans Guðmundsson 6, Pétur Petersen 3, Knútur Sigurðsson 2, Atli Hilm- arsson 2, Arnar Geirsson 1, Gunnar Bein- teinsson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 14 (tvö til mótheija). Utan vallar: 6 mín. Mörk KR: Hilmar Þórlindsson 7/3, Páll Beck 5/1, Einar B. Árnason 4, Magnús Magnússon 4, Davíð Hallgrímsson 3, Ingvar Valsson 1. Varin skot: Alex Rivine 9 (tvö til mót- heija), Siguijón Þráinsson 4. Utan vallar: 12 mín. Áhorfendur: Um 500. Dómarar: Hákon Siguijónsson og Guðjón Sigurðsson. otf j * a s *, i, i jt * uw iiuiii iwuu HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ Aðeins fjögur mörk - hjá Aftureldingu fyrir hlé gegn Val í Garðinum VALSMENN þurftu ekki að hafa mikið fyrir fimm marka sigri, 24:19, gegn Aftureld- ingu í gærkvöldi, en leikurinn fór fram í Garði og var liður í vígsluhátíð íþróttamið- stöðvarinnar á staðnum. Nýl- iðarnir héldu í við íslands- og bikarmeistarana fyrstu 16 mínúturnar, en nýttu ekki síð- ustu sex sóknirnar fyrir hlé og aðeins 22% sóknarnýting í hálfleiknum varð þeim að falli. Valsmenn leiddu 11:4 í hléi, en slökuðu á klónni, sem varð til þess að Afturelding náði að minnka muninn án þess samt að eiga möguleika á sigri. Valsmenn voru með 58% sóknarnýtingu í fyrri hálfleik og aðeins Sigurður Jensson, mark- vörður, stóð í vegi fyrir þeim. Nýliðarnir voru á afturfótunum og sóknarleikurinn stóð ekki undir nafni. Jason Ólafs- son gerði öll mörk liðsins fyrir hlé, tvö fyrstu úr vítaskotum, síðan með langskoti og loks með gegn- umbroti. Annað gekk ekki upp og m.a. rötuðu tvö vítaskot ekki rétta leið, þrisvar tapaðist boltinn klaufalega og leikmennirnir voru samtals í átta mínútur utan vall- ar, en Valsmenn voru einum færri í tvær mínútur fyrir hlé. Dæmið snerist við í seinni hálf- Steinþór Guöbjartsson skrifar frá Garö i FOLK I PATREKUR Jóhannesson lék með Stjörnunni gegn Þór í gær- kvöldi, en hann lék ekki með í tveimur síðustu leikjum Stjörnunn- ar vegna meiðsla. Hann stóð fyrir sínu, gerði sex mörk. ■ JON Þórir Jónsson, horna- maður Selfoss, meiddist á kálfa snemma í fyrri hálfleik og gat ekki leikið meira með í leiknum gegn ÍR í gær. Siguijón Bjarnason, sem vanalega leikur í vinstra horninu tók stöðu hans í því hægra en Sig- urpáll Árni Aðalsteinsson fór í það vinstra. ■ HA UKAR komust ekki til Vest- mannaeyja í gærkvöldi vegna veð- urs og mættu þeir á leik ÍR og Selfoss í Seljaskóla. Leikurinn hefur verið settur á í kvöld. ■ KRISTJÁN Arason lék ekki með FH-liðinu gegn KR. Hann er meiddur á olnboga og ákvað að hvíla sig fyrir Evrópuleikinn gegn Essen. Hann var þó til taks gegn KR. Morgunblaðið/Bjarni Ólafur Stefánsson lék á als oddi með Valsmönnum í Garði í gærkvöldi. Hér brýst hann framhjá Alexej Trúfan og skorar af öryggi þrátt fyrir góða varnartilraun Sigurðar Jenssonar. leik. Kæruleysið var Valsmanna, en ákveðnin Aftureldingar. Nýlið- arnir sóttu markvisst og nýttu sér mistök mótherjanna, en heima- menn réttu úr kútnum síðustu 10 mínúturnar og juku muninn á ný eftir að hafa misst forystuna niður í þrjú mörk. Valsmenn léku vel í fyrri hálf- leik, en gerðu síðan það, sem þeir þurftu. Guðmundur var góður í markinu og vörnin fyrir hlé, en Dagur og Ólafur voru allt í öllu í sókninni. Jason var eina ógnun Aftureld- ingar í fyrri hálfleik og hélt upp- teknum hætti eftir hlé, en þá kom- ust Gunnar og Ingimundur einnig vel frá sínu auk þess sem Sigurð- ur var vel á verði. En hugmynda- leysið í fyrri hálfleik gerði það að verkum að nýliðarnir áttu aldrei möguleika þrátt fyrir 60% sóknar- nýtingu eftir hlé. Hallgrímur erfiður sínum gömlu félögum Valur B. Jónatansson skrifar Hallrímur Jónasson, markvörð- ur Selfyssinga, var erfiður sín- um gömlu félögum í ÍR. Hann varði 20 skot og var maðurinn á bak við tveggja marka sigur Sel- foss, 19:21. Leikur- inn var í járnum fyrstu mínúturnar en í stöðunni 4:4 lokaði Hallgrímur markinu og Selfoss breytti stöð- unni í 4:6 og síðan 5:9. ÍR náði að hanga í og minnka muninn í þrjú mörk fyrir leikhlé. Selfoss náði fimm marka for- ystu í upphafi síðari hálfleiks og leikurinn virtist þeirra. En ÍR-ing- ar voru ekki á því og með miklu harðfylgi náðu þeir að jafna, 18:18, þegar tvær mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru æsi- spennandi og mikið fum og fát en Selfoss fagnaði öðrum sigri sínum í deildinni. Vörnin hjá Selfyssingum var góð og Hallgrímur enn betri fyrir aftan hana. Einar Gunnar var sýndi styrk sinn er á þurfti að halda og Sigurpáll Árni komst vel frá sínu. Sigurður Sveinsson lék vel í fyrri hálfleik, en missti flugið í þeimn seinni og átti þá sex mis- heppnuð skot. ÍR-ingar áttu erfitt uppdráttar gegn vörn Selfoss og var sóknar- leikur þeirra lengst af máttlaus og hugmyndasnauður. Þeir reyndu of mikið skot úr nánast vonlausum færum. Besti leikmenn ÍR voru Njörður Árnason og Ólafur Gylfa- son. „Þetta var erfiður leikur fyrir okkur enda lékum við illa í sókn- inni og í rauninni gott að klára þetta. Við höfum átt í meiðsium með lykilmenn okkar og við meg- um ekki við neinum skakkaföllum. Það var fyrst og fremst vörnin og markvarslan sem skóp þennan sig- ur,“ sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari Selfoss. Auðvett hjá Stjömunni Stjarnan átti í engum vandræðum með afspyrnuslakt lið Þórs í Garðabænum í gærkvöldi. Leikurinn •■■■■II endaði með sjö marka Stefán sigri Stjörnunnar, Eiríksson 32:25, en munurinn skrifar hefði auðveldlega getað orðið helmingi meiri því Stjarn- an hafði lengst af 10-12 marka for- skot. Það var ljóst strax í upphafi hvert stefndi. Þegar sjö mínútur voru liðnar var staðan 5:1 og mótspyrna Þórsara engin. Stjömumenn héldu- • áfram að auka muninn og í hálfleik var hann níu mörk, 17:8. í síðari hálfleik hvíldi allt byijunarlið Stjörn- unnar og varð leikur þeirra heldur ráðleysislegur í kjölfarið, en sigri Stjörnumanna var aldrei ógnað. Magnús Sigurðsson var markahæstur hjá Stjörnunni með sjö mörk, en Pat- rekur Jóhannesson og Konráð Olva- son gerðu báðir sex mörk. Stjörnu- menn þurftu lítið að sýna gegn Þór, reyndu þó að skemmta áhorfendum með sirkusmörkum og tókst það vel. Þórsarar voru mjög slakir, sóknar- leikurinn var tilviljanakenndur og varnarleikurinn slakur. Jóhann Samúelsson stóð þó fyrir sínu. Fj. leikja U j T Mörk Stig HAUKAR 4 4 0 0 107: 88 8 VALUR 5 4 0 1 127: 111 8 STJARNAN 5 3 1 1 120: 110 7 ÍR 5 3 0 2 113: 110 6 FH 5 3 0 2 134: 132 6 UMFA 5 3 0 2 118: 116 6 SELFOSS 5 2 1 2 118: 119 5 VÍKINGUR 5 2 0 3 129: 131 4 KA 5 1 1 3 121: 123 3 KR 5 1 1 3 105: 115 3 ÞOR 5 1 0 4 127: 149 2 IBV 4 0 0 4 94: 109 0 Pálmi Óskarsson skrifar frá Akureyri Lítið um vamir Víkingar sigruðu KA á Akureyri, 29:31. Þeir byrjuðu vel og virt- ust ætla að sigla yfir ráðvillta KA- menn en smátt og smátt jafnaðist leik- urinn og hélst jafn fram í síðari hluta fyrri hálfeiks. Þá sig- ur gestirnir framúr með skynsömum og öguðum leik á meðan heimamenn gerðu mikið af mistökum. Þetta skil- aði Víkingum þriggja marka forskoti hléi. KA-menn komu ákveðnir til síðari hálfleiks eftir rækilega yfirhalningu í leikhléi og tókst að jafna metin og jafnt var fram í miðjan síðari hálelik- inn. Þá fór allt úr skorðum hjá KA og á skömmum tíma gerðu Víkingar fímm mörk gegn einu marki KA. Þetta dugði þeim. Valdimar og Alfreð stóðu uppúr í liði KA og voru einu mennimir í lið- inu sem gerðu eitthvað af viti í síð- ari hálfleik. Birgir var gríðarlega sterkur á línunni hjá Víkingum. Árni var sterkur í síðari hálfleik og Gunn- ar einnig. Reynir stóð sig vel í mark- inu og raunar léku allir Víkingar þokkalega. Bjarki Sigurðsson kom inná í síaðri hálfleik og hafði góð áhrif á sína menn auk þess sem hann gerði eitt mar eftir hraðaupphlaup. Slavisa Cvijovic, hinn nýji leikmaður Víkings, kom ekkert við sögu í leiknum. Hann var á leikskýrslu en kom ekkert inná. Strákarnir hjá KR sýndu tennurnar Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar Ungu strákamir hjá KR, sem flest- ir eru nítján ára og að stíga sín fyrstu spor í 1. deild, sýndu FH-ing- um tennurnar í Kaplakrika, en þeir náðu þó ekki að bíta virkilega kröftuglega frá sér. Reynslumikið lið FH-inga var sterkara og vann með sjö marka mun, 31:24. Það þekkja allir styrk FH-inga og sigur þeirra kom engum á óvart. Aftur á móti kom KR-liðið mér skemmtilega á óvart. Ef ég væri þjálfari liðsins, væri ég ánægður. KR-liðið er skipað mörgum stórefnilegum strákum, sem hafa gott hugmyndaflug og gera marga skemmtilega hluti, en þá vantar reynslu og kraft til að framkvæmd þá með hraða, þannig að mikil ógnun verður af. Strákarnir eiga eftir að styrkja sig — og þegar þeir eru bún- ir að gera það eftir eitt til tvö ár, eiga þeir að vera komnir með próf í „bílstjórasætið" og framundan er beinn og breiður vegur. Hinir ungu leikmenn KR þora, en þá skortir reynslu. Það eru ár og dagar síðan að ég hef séð 19 ára strák reyna undirskot, sem ég tel vera eitt hættulegasta skotlag hand- knattleiksmanns — illsjáanleg skot fyrir markverði. Þannig skotlag er Hilmar Þórlindsson að þróa og með’ þannig skotum skoraði hann hjá Bergsveini Bergsveinssyni, landsliðs- markverðir. Páll Beck beitti einnig því lagi — og skoraði. Þarna eru hin- ir ungu leikmenn KR strax byijaðir að bjóða upp á fjölbreytni, sem gleð- ur augað. Einar B. Árnason sýndi einnig takta sem leikstjórnandi og Magnús Magnússon var lipur og yfir- ve^aðu.r, ý.fewoi, ..D&yjð, Hq.l|gT}'nis-, son er klókur í horninu, en má hemja skap sitt. Allt eru þetta nítján ára guttar, sem eiga eftir að ná þroska til að vera snjallir leikmenn. Þeir þurfa ekki að temja sér að taka leik-’’ inn of alvarlega — heldur að láta létt- leikann og ánægjuna ráða ferðinni; þá kemur annað á eftir. Ólafur Lárus- son, þjálfari KR, er á réttri leið með lið sitt. KR-ingar ákváðu að hlúa að ungu mönnunum sínum þegar þeir tryggðu sér 1. deildarsæti, en ekki leita eftir leikmönnum hjá öðrum fé- lögum. Þeir gerðu rétt og eiga eftir ..uppskera, ..............

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.