Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.10.1993, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 36 Minning Ólafur Steinsson frá Kirkjulæk Fæddur 20. nóvember 1911 Dáinn 19. október 1993 Einu sinni þótti það slæmur siður að gleyma að þakka fyrir sig. Þess vegna sest ég nú niður til þess að skrifa nokkur minningabrot og þakk- arorð við brottför fósturbróður míns Ólafs Steinssonar frá Kirkjulæk. Ólafur fæddist að Lambalæk 20. nóvember 1911, sonur hjónanna Sig- urbjargar Gunnarsdóttur og Steins Þórðarsonar. Þau áttu einnig tvær dætur, Ingileifu og Gunnbjörgu. Gunnbjörg lést fyrir rúmu ári. Laust eftir fyrri heimsstyijöld kaupir Steinn, faðir Ólafs, hálfa vest- ustu jörðina á Kirkjulæk, sem er næsti bær við Lambalæk. Þar hefur hann búskap og býr þar óslitið til 1947 að Ólafur sonur hans tekur við. Hann var þá nýkvæntur Maríu Jónsdóttur frá Hlíð á Vatnsnesi. Dugnaður og snyrtimennska inn- anhúss og utan voru einkenni Sigur- bjargar og Steins og má með sanni segja að María og Ölafur létu ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Þau hlutu yerðlaunaplatta frá Búnaðarfé- lagi íslands fyrir frábæra snyrti- mennsku. Þau eignuðust sjö mannvænleg böm, sem öll eru á lífi. Þau eru Halldóra húsmóðir, Bólstað, Steinn húsasmíðameistari, Hvolsvelli, Sig- urbjörg hjúkrunarfræðingur og ljós- móðir, Álftanesi, Jón bóndi, Kirkju- læk, Hjálmar húsasmíðameistari, Hvoisvelli, Kristín húsmóðir, Gaul- veijabæ, Álfheiður grafískur hönn- uður, Kópavogi. Það var árið áður en Ólafur var fermdur að foreldrar hans taka nokk- urra vikna stúlkubarn í fóstur. Það er sú sem skrifar þessar línur. Það var mjög ijúft að eiga þessi stóru systkini, það gaf öryggi og ýmis for- réttindi. Umhyggja þeirra og tryggð var óbrigðul. Systurnar giftust og fluttust burt þegar ég var átta ára gömul. Ólafur var alltaf heima og vann að bústörfum með föður sínum, utan þess að þegar hann hafði aldur til fór hann alltaf á vertíð til Vest- mannaeyja. Það var þá farið í janúar um Reykjavík. Oft þurfti þá að ganga yfír Hellisheiði vegna snjóþyngsla og svo var komið heim aftur á lokadag- inn 11. maí. Ósköp var nú veturinn oft langur og leiður þegar allir voru farnir í verið. Strax í byijun apríl var farið að hlakka til lokadagsins og vorkom- unnar. 11. maí var annar mesti til- hlökkunardagur_ ársins, næst á eftir jólunum, þegar Óli „stóri bróðir“ kom heim, stór og hlýr og svo traustur með „fullt“ af góðum fiski, gott, í munninn og alltaf eitthvað fallegt handa litlu stelpunni til að klæða sig í. Þá var sannarlega hátíð og þá var vorið endanlega komið. Þá var byijað af krafti á vorverk- unum og nóg að gera fyrir alla, líka litla krakka. Ólafur var stór og sterk- ur í augum barnsins, en hann var það líka í raun og veru. Aldrei sá ég hann lyfta svo þungu að það væri hægt að merkja að hann þyrfti að taka á. Hann var ótrúlega léttur á fæti og í hreyfíngum, miðað við hversu hávaxinn og þrekinn hann var. Hann hafði einstakt lag á börn- um. Þau löðuðust öll að honum og vildu helst af öllu vera í kringum hann, takandi þátt í því sem hann var að starfa. Hann gat svo oft látið störfín verða að keppni eða leik svo jafnvel pasturslítil smávaxin stelpa lagði sig alla fram um að hafa við Óla, eins og t.d. þegar hann var að stinga skánina út úr fjárhúsunum og ég að bera frá honum. Þetta var engin þrifavinna, en einhvem veginn gat hann gert þetta að skemmtileg- um leik. Eg get alls ekki ímyndað mér nokkurt barn sem hefði getað verið ólundarlegt eða óþekkt í nær- veru hans. Hann hækkaði aldrei róm- inn og aldrei sá ég hann reiðast. Hann var mjög dulur maður og frekar fámáll, en ef hann lét í ljós skoðun sína eða tók svari einhvers í einni eða tveimur setningum, þá var hlustað á það og meira mark tekið á því, en heilli ræðu frá mörgum öðrum. Það er margs að minnast, en fæst af því kemst á blað í þetta sinn. Það var traust og gott að eiga Óla „stóra bróður" og svo hélt lífið áfram. Ég fluttist burt til búskapar, en Sigurbjörg dóttir mín erfði að hluta sætið mitt hjá Óla, hún var sumarbam hjá honum og Maríu fram yfír fermingu, og enn voru kærleiks- bönd hnýtt. Henni finnst þessi stóra fjölskylda vera sín fjölskylda og enn í þriðja lið var sonarsonur minn, Hinrik Steinsson, í sumardvöl hjá Jóni Ólafssyni á Kirkjulæk. Hann er nú uppkominn maður, en honum finnst Kirkjulækur sitt annað heimili sem hann getur ekki verið án þess að hafa samband við. Þetta er allt mikið þakkarefni og þá verða orð oft svo fátækleg, en ég bið guð að launa fyrir þetta allt. Tæpri viku áður en Ólafur lést, fékk hann leyfi frá spítalanum þar sem hann hafði dvalist undanfarnar vikur til að fara austur, svo hann gæti gengið frá sínum málum og sérstaklega til að borga sína reikninga. Hann gat verið án súrefnistækis- ins meðan hann fór inn í bankann og á aðra þá staði sem hann þurfti að fara á. Til þess naut hann stuðn- ings Ijölskyldu sinnar og tókst hon- um að ljúka því sem hann þurfti að gera með fullri reisn. Hann átti þarna góðan dag með fjölskyldu sinni og fór sáttur á spítalann um kvöldið. Hann var búinn að ganga frá sínu og var þá ferðbúinn. Þarna var hann líkur Steini föður sínum. Þetta var honum góður dagur og ástvinum hans líka dýrmætur í minningunni. Ég votta Maríu konu hans, börnum og ástvinum öllum innilega samúð. Guð veri með ykkur öllum. Hjartans þökk fyrir mig og mína. Guðrún Hulda. Nú falla þær með skömmu milli- bili eikurnar, kennileitin í tilver- unni, sem vörðuðu heimsmyndina í barnshjarta á æskudögum. Eikurn- ar sem stóðu sterkar við sjóndeild- arhring og tekin voru mið af. Lands- lag hjartans. Umhverfið sem eftir stendur er grisjað svo að um munar og fá- breyttara og snauðara hrífur það minna en fyrri mörk. Kynslóð er á förum og áar á miðjum aldri harma og sakna síns hlutar, hver örlátum yl frændsemi veitti ævinlega við vinamót. Ólafur Steinsson var eitt af þrem- ur systkinum, börnum heiðurshjón- anna Sigurbjargar Gunnarsdóttur og Steins Þórðarsonar bónda á Kirkjulæk sem bæði eru látin. Ingi- leif, fyrrum húsfreyja á Kollabæ, lifír systkini sín tvö, elst þeirra. Móðir mín, Gunnbjörg, lést fyrir rúmu ári, eftir erfið veikindi og áralangt stríð. Kirkjulækjarfólkið .var ofið í sama dúk. Nöfn þess áttu hærri sess í hugum okkar en önnur ætt- mennanöfn. Móðir mín nefndi þau með ást og hrifningu þegar hún rifjaði upp bernsku sína í foreldra- húsum á Kirkjulæk. Hún reisti í huga mínum æðra land, tignað tímabil æsku sinnar. Þá sátum við saman í litlu húsi við Strandgötu, fátæk, einföld og oft svo döpur og biðum betri tíma. Stundum tókst henni að beina augunum frá líðandi stund og horfði þá til baka og tók að rifja upp myndir frá bemsku- landi þeirra systkinanna. Það birti alltaf til á Bjargi þegar þessi nöfn voru flefnd til sögunnar. Og nú er Ólafur Steinsson fallinn frá. Horfinn til annarra sviða. Ótal minningar fara um hugann og sökn- uður. Eg minnist frænda míns með þakklæti fyrir hlýjan stuðning á bernskudögum. Einnig fyrir vináttu og tryggð við móður mína alla henn- ar daga. Ég votta ástvinum hans, Maríu eiginkonu, börnum þeirra, tengda- börnum og barnabörnum, einlæga samúð og bið Guð um að hvíla hjörtu þeirra á sorgardögum. Og Ingu frá Kollabæ, minni kæru frænku, bið ég huggunar og bless- unar Guðs og margra góðra ára. ÓIi Ágústsson. Gísli Albertsson frá Hesti - Minning Fæddur 19. desember 1899 Dáinn 21. október 1993 Gísli Albertsson, föðurbróðir minn, er látinn. Hann fæddist að Flugumýrarhvammi í Blönduhlíð í Skagafírði 19. desember 1899. For- eldrar hans voru Albert Jónsson og frú Stefanía Pétursdóttir. Hann var yngstur fjögurra bræðra, sem upp komust, en hinir voru séra Eiríkur, Jón, lést tvítugur, og Valtýr læknir og eru þeir allir látnir bræðurnir. Erfidrykkjur Glæsileg kaííi- hlaðborð liillegir salir og mjög g(>ö þjónnsta. Upplýsingar í síina 2 23 22 FLUGLEIDIR HÍTEL LIFTLEIIlt Gísli kom að Hesti í Borgarfírði til foreldra minna árið 1917 og var þar allan þann tíma, sem þau ráku búskap eða til 1944. Hann var afburða sláttumaður en í þá daga var enn slegið með orfi og ljá, þótt um svipað leyti væru stórvirkar sláttuvélar að ryðja sér til rúms víða um land. Þótti sláttur Gísla það afbragð, að til var tekið og kölluðu vinir hans hann gjarnan litlu sláttuvélina og miðað við afköst hinna stórvirku véla var því ekki til lítils jafnað, enda voru afköstin bæði glæsileg og að sama skapi óvenjuleg. Þá var hann þolhlaupari í meira lagi og virtist hafa næsta endalaust úthald. Þá tók hann þátt í víðavangs- hlaupi ÍR og varð þar vinningshafi í einhver skipti, jafnvel mun hafa komið til álita að hann æfði fyrir Ólympíuleikana í Berlín 1936 í mara- þon, en ekki varð af því, sennilega vegna tognunar á fæti. En ég man hann æfa sig í að hlaupa fram Lund- arreykjadal, til baka að Hvítárvöllum og aftur að Hesti í einum áfanga, liðlega 30 km leið, án þess að blása úr nös. Einnig man ég eftir smala- mennsku, þar sem hann hljóp uppi ERFIDRYKKJUR ^ Verð frá kr. 850- perlan sími 620200 stálpuð lömb og markaði þau nánast á hlaupum. Eftir styijöldina síðari var Gísli í Reykjavík og bjó á Túngötu 3 hjá Valtý bróður sínum og frú Herdísi Guðmundsdóttur. Hann vann lengst af hjá Eimskip við hafnarvinnu. Ein- hveiju sinni varð hann fyrir því slysi að vörulyftari lenti á honum svo að hann fótbrotnaði. Þegar ég sagði Lofti Guðmundssyni rithöfundi frá þessu slysi varð honum að orði: „Þar fóru fínir fætur.“ En hann þekkti vel til hlaupagetu Gísla. Hann gekk í UMF Dagrenningu í Lundarreykjadal og var tryggur þeim félagsskap og þar var hann gerður að heiðursfélaga. Hann gekk og í Ferðafélag íslands og var ötull stuðningsmaður þess við að reisa skálana á hálendinu. Gísli var vinmargur og trygglynd- ur enda reyndist hann vinum sínum ætíð best þegar þeim var mest þörf á vináttu hans. Öldungur er fallinn frá. Silfur- þráðurinn er slitinn og gullskálin brotin og Drottinn blessar minningu vammlauss drengs. Friðrik Eiríksson. Mágur minn, Gísli Albertsson, lést þann 21. október sl. Hann var Skag- fírðingur, fæddur 19. desember 1899 í Flugumýrarhvammi, þar sem foreldrar hans, Stefanía Pétursdóttir og Albert Jónsson, bjuggu þá. Foreldrar Gísla brugðu búi og fluttust ásamt honum á unglings- aldri að Hesti í Borgarfirði, en bróð- ir Gísla, dr. Eiríkur Albertsson var þá orðinn sóknarprestur þar. Gísli vann svo á búi bróður sins og víðar í Borgarfirði. Fram á 5. áratuginn, en fluttist þá alfarinn úr sveitinni til Reykjavíkur á heimili okkar Valtýs, bróður Gísla, í Tún- götu 3. í því húsi bjó hann svo alla tíð síðan uns hann fór á elliheimilið Grund um nírætt. Á þessum árum á Túngötu kynnt- ist ég þessum grandvara heiðurs- manni, ljúflyndi hans og öðrum mannkostum. Gísli var félagslyndur maður og átti mörg áhugamál, s.s. íþróttir, ferðalög og lestur góðra bóka. Á unga aldri keppti hann oft í Fyrsta sumardags víðavangshlaupi í Reykjavík og var oft fyrstur í mark, enda hinn mesti hlaupagarp- ur. Hann var bæði í Ferðafélagi ís- lands og Útivist enda varla sá stað- ur á byggðu bóli eða öræfum, að Gísli hefði ekki komið þangað. En mestu ástfóstri tók hann þó við Þórs- Úti í Evrópu geisar stríð. Á ís- landi ástandið. Það dregur nær vori. Á vertíð í Vestmannaeyjum er bóndasonur úr Fljótshlíðinni. Hann horfir títt til lands og við blasa Eyjafjöllin, fjallið hans Þríhyrning- ur og Hlíðin. Hann heyrir tjaldinn farinn að tísta og finnur moldarang- an úr hlýnandi jörðinni. Á hann sækir óþol. Vorverkin bíða. Ólafur Steinsson Kirkjulæk III í Fljótshlíð lýkur sinni 11. vertíð og hefur 1946 búskap á sinni heima- jörð. Happið í lífí Ólafs verður þeg- ar María Jónsdóttir frá Hlíð á Vatnsnesi kemur sem ráðskona að Kirkjulæk. Þau fella hugi saman og giftast 1947. Það er oft sagt að heimavöllurinn sé sterkur. Og Ólafur var sterkur á heimavelli. Hann var heimakær maður sem lifði fyrir búskapinn og sóttist ekki eftir neinu öðru. Vorverk, heyskapur og skepnuhirðing. Öll verkin voru unn- in svo fljótt sem mögulegt var og helst áður. Verkefnin voru ærin við ræktun búljár og túnrækt. Ólafur erfði hagleik sinna forfeðra og byggði sjálfur upp allan húsakost á jörðinni. Börnin urðu sjö talsins. Því voru verkefnin einnig ófá innan- dyra og tók Ólafur virkan þátt í uppeldi enda barngóður. Þrátt fyrir annríki gaf María sér tíma til list- sköpunar og hafði Ólafur á því rík- an skilning og hvatti hana fremur en hitt. Þegar ég kom fyrst að Kirkjulæk ásamt Kristínu fyrir 10 árum örlaði á því samblandi af kvíða og feimni sem sumir þekkja er þeir hitta til- vonandi tengdaforeldra í fyrsta skipti. En er ég hafði heilsað Ólafí var allt slíkt úr sögunni. Hægt var að skynja strax þá hlýju og góðvild sem hann einkenndi og er við hófum spjall var sem ég hefði þekkt hann alla tíð. Ólafur og María bjuggu á Kirkju- læk til ársins 1984. Tók þá Jón sonur þeirra við jörðinni, en þau fluttust á Hvolsvöll. Áttu þau þar góð ár saman í fallegum híbýlum og vinalegu umhverfi. Ólafur lést 19. október eftir veikindi sl. mán- uði. María lifir mann sinn. Ólafur kvaöst sáttur við ævistarf- ið, sagði allar sínar óskir í lífinu hafa ræst. Þetta hef ég nú frá fáum heyrt. Nægjusemi er nefnilega hlut- ur sem sárlega skortir í okkar alls- nægtasamfélagi. Eg votta Maju og ykkur öllum mína dýpstu samúð. Valdimar Guðjónsson. mörk, en þar dvaldi hann mörg sum- ur oft við sjálfsboðaliðastörf fyrir bæði ferðafélögin. Gísli átti því láni að fagna að vera heilsugóður alla sína ævi og hafði góða sjón og heyrn fram í andlátið. Gat hann því stundað at- vinnu og áhugamál fram á elliár. Hann las mikið og átti saga lands og þjóðar hug hans allan. Eins var hann ljóðelskur og vel að sér í bók- menntum fornum og nýjum. Gísli átti marga kunningja og góða vini og vil ég þá sérstaklega nefna, auk hans nánustu, fjölskyld- una á Grund í Skorradal og þá sér- lega bræðurna Bjarna Pétursson forstjóra og Jón Pétursson flugstjóra og fjölskyldur þeirra, enda höfðu þeir tengst Gísla miklum tryggða- og vináttuböndum á bernskuárum, þegar Gísli vann á búi móður þeirra. Eg og mitt nánasta fólk litum á Gísla sem einn úr fjölskyldunni enda var hann eins og heima hjá sér á mínu heimili og þeirra allra ekki aðeins á stórhátíðum og tyllidögum heldur ævinlega. Við eigum öll ágætar minningar um Gísla, sem var hvers manns hug- ljúfí og kveðjum hann með virðingu og söknuði. Herdís Guðmundsdóttir. Þegar haustvindar næða og dag- arnir styttast, er notalegt að ylja sér við minningar liðins sumars og hugsa um fjallaferðir á sólríkum sumardögum. Eins er þegar aldnir vinir kveðja, þá koma upp í hugann bjartar og fagrar myndir frá liðnum árum, tengdar þeim, sem eru að leggja í sína hinstu för. í dag kveðjum við látinn vin, Gísla Albertsson. Hann var einn af stofn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.