Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 43 HANDKNATTLEIKUR Létt hjá Haukum Leikmenn Hauka, efsta liðsins í 1. deildarkeppninni, léku sér í keiluspili þegar aðrir leikmenn deildarinnar voru á fullri ferð í bar- áttunni á miðvikudagskvöldið. Þeir komust þá ekki til Eyja og heldur ekki í gærkvöldij en ekki var flogið þangað. Leikur IBV og Hauka hef- ur verið settur á um aðra helgi. Þegar ljóst var að Haukar komust ekki til Eyja, notuðu þeir tækifærið og léku keilu — og sýndu ótrúlega takta, eins og einn sjónarvottur sagði. Þrátt fyrir að hafa eingöngu leikið keilu á miðvikudagskvöldið, halda Haukar toppsæti sínu. Hér á myndinni eru þrír leikmenn liðsins — Siguijón Sigurðsson, Petr Baumruk og Bjarni Frostason. Lyn vill lá Andra „Sendum samning til íslands á morgun," sagði Arne Dokken, framkvæmdastjóri Lyn ÓSLÓARFÉLAGIÐ Lyn, sem féll f 2. deild á dögunum, hefur mikinn áhuga á að fá landsliðsmanninn Andra Marteinsson, miðvallarspil- ara hjá FH, til liðs við sig. Félagið bauð Andra til Osló- ar til viðræðna og kanna aðstæður hjá félaginu — og fór hann þangað sl. mánu- dag. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvatdsson Arne Dokken, framkvæmda- stjóri Lyn, sem tók við starf- inu fyrir stuttu, eftir að hafa verið hjá Rosenborg, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að Andri hafi verið hjá félaginu í tvo daga. „Okkur líst vel á Andra í þá tvo daga sem við ræddum við hann, en Andri gat lítið æft með okkur. Við ræddum málin fram og aftur og buðum honum óbeinan samning. Við munum senda samn- ing til Island á morgun [í dag], en hvort að Andri komi til okkar, fer allt eftir því hvaða kröfur koma frá honum og félagi hans. Ef það eru háar kröfur, verður ekkert um samning,“ sagði Dokken. Það getur farið svo að þrír landsliðsmenn leiki í Noregi næsta keppnistímabil, því að Antony Karl Gregory, Val, og Kristján Jónsson, Fram, eru með tilboð frá 1. deildarfélaginu Bodö. Forráða- menn Bödö sögðu í viðtali við Morgunblaðið á dögunum, eins og Dokken sagði í gærkvöldi, að það fari allt eftir því hvað leikmennirn- ir væru dýrir — hvort að samning- ar yrðu gerðir. Þeir yrðu að vera ódýrari en sambærilegir leikmenn í Noregi. Beckenbauer með þáttfrá HMí Bandaríkjunum FRANZ „keisari" Beckenbauer verður með eigin sjónvarpsþátt meðan á heimsmeistara- mótinu í knattspymu stendur í Bandarílq'un- um stendur næsta sumar. Beckenbauer, sem varð heimsmeistari sem leikmaður og síðan sem þjálfari 1990, hefur oft komið fram í sjónvarpi við lýsingar á leikjum, en nú hefur þýska sjónvarpstöðin Premiere fengið hann til að vera með daglegan viðtalsþátt um HM, sem sendur verður út frá höfuðstöðvum Þjóð- veija í Chicago. Auk þess að fylgjast með og segja frá heimsmeisturum Þjóðverja, vonast Becken- bauer til að bjóða upp á viðtöl við ýmsa að fyrrum andstæðingum sínum á vellinum, eins og Pele hin brasilíska og Englendinginn Bobby Charlton. Heysel tekinn í notkunáný Hafíst verður handa við breytingar á Heys- el-leikvanginum í Briissel á næsta ári, en þar létu 39 manns lífið í óeirðum fyrir úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu 1985. Eftir breytingamar verður einvörð- ungu boðið upp á sæti fyrir áhorfendur; fyr- ir alls 40.000 manns. Belgíska ríkisstjómin samþykkti í síðustu viku að leggja andvirði rúmlega eins milljarðs króna í verkið. Vinna hefst eftir alþjóðlegt frjálsíþróttamót sem fram fer á vellinum 19. ágúst á næsta ári og á að vera lokið fyrir vináttulandsleik Belga og Þjóðverja í ágúst 1995, í tilefni 100 ára afmælis belgíska knattspyrnusambandsins. Jordi Cruyff með Barcelona JORDI Cruyff, sonur Johans, þjálfara Barcelona sem á árum áður var einn besti knattspyrnumaður heims, skrifaði í gær und- ir fjögurra ára atvinnumannssamning við spænska stórliðið, nákvæmlega 20 ámm eft- ir að faðir hans lék í fyrsta skipti með lið- inu. Það gerði Johan 28. október 1973 er í 4:0 sigri gegn Granada, og skoraði Johan þá tvívegis. Jordi, sem er 19 ára, hefur undan- farið leikið með áhugamannaliði félagsins. Hann sagðist í gær helst vilja fá frið til að þróast sem leikmaður, en ekki lenda í því að vera sífellt borinn saman við föðurinn. En viðurkenndi þó: „Ég hefði gjarnan viljað hafa fæðst örlítið fyrr til að geta séð föður minn leika með Barcelona. Jordi var með í 70 mínútur í æfingaleik gegn FC Kaup- mannahöfn í Danmörku á þriðjudaginn og þótti standa sig mjög vel I 3:2 sigri. Sækir Lahti um vetrarleika? LAHTI i Finnlandi hefur í hyggju að sækja um að halda Vetrarólympíuleikana árið 2006 þó svo að engin fjöll séu nálægt bænum. Peter Tallberg, stjómamaður í finnsku ólympíunefndinni, sagði að ef Lahti myndi sækja um færu alpagreinarnar fram annað hvort í Svíþjóð eða Noregi. Tallberg sagði að þeir myndu heldur ekki byggja sleðabraut í Lahli og yrði sleðakeppnin að fara fram annarstaðar, líklega í Lillehammer þar sem leikamir fara fram í febrúar. Andrl Martelnsson, landsliðsmaður, í lelk með FH-liðinu. Hácken vill fá Sigurð og Rúnar Þeir myndu sóma sérvel á miðjunni, segir Arnór Guðjohnsen SÆNSKA félagið Hácken, sem Arnór Guðjo- hnsen leikur með, hefur mikinn áhuga á að fá miðvallarleikmennina Rúnar Kristinsson úr KR og Sigurð Jónsson frá Akranesi í raðir sínar fyrir næsta keppnistímabil. Rúnar æfði með félaginu fyrir skömmu og Sigurður fer hugsanlega til Gautaborgar í næstu viku til að ræða við forráðamenn félagsins. Arnór sagði við Morgunblaðið í gær að þjálfari Hácken hefði beðið sig að tala við Sigurð Jónsson. „Þjálfarinn þekkir til Sigurðar og vill fá hann hingað til viðræðna. Ég veit að þjálfarinn var mjög ánægður með það sem hann sá til Rúnars er hann var hjá okkur í síðustu viku. Það er ljóst að ef liðið ætlar sér að ná Evrópusæti verður það að fá tvo góða miðjumenn og ég tel Rúnar og Sig- urð góðan kost. Þeir myndu sóma sér vel á miðj- unni,“ sagði Arnór. Þess má geta að sænsk lið mega hafa þijá útlendinga á samningi. Arnór sagð- ist reikna með því að Gunnar Gíslason, sem hefur einnig verið hjá félaginu, yrði ekki áfram næsta tímabil. Hácken endaði í sjötta sæti deildarinnar sem er besti árangur liðsins. Amór sagði að síðasta æfing- in hjá liðinu yrði á þriðjudaginn og þá væru leik- menn lausir. Þjálfarinn og forráðamenn félagsins ásamt nokkrum leikmönnum fóru í skemmtiferð til London og koma til Gautaborgar aftur á mánu- dag. „Ég reikna með að koma heim til íslands í næstu viku í langt jólafrí framyfir áramót," sagði Amór. „Amór langbestur“ Sigurður Jónsson sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær að hann færi ef til vill til viðræðna við forráðamenn Hácken í næstu viku, þó ekki væri það öruggt. „Ég sá liðið leika á heimavelli gegn Helsingborg um daginn, þannig að ég veit alveg hvernig það er. Þetta var nú enginn stórleikur sem ég sá, en Amór var langbestur. Yfirburðamaður á vellinum, og sá eini sem virtist þess virði að borga fyrir að sjá spila. Fólkið í stúkunni þar sem ég sat var mjög ánægt með Arnór, enda gerði hann virki- lega laglega hluti,“ sagði Sigurður Jónsson. Því má bæta við að Arnór varð stigahæstur í einkunnagjöf stórblaðsins Svenska Dagbladet þegar upp var staðið í lok nýliðins keppnistímabils, og því leikmaður ársins í sænsku úrvalsdeildinni að mati blaðsins. Valdimar í Stjömuna Valdimar Kristófersson, sókn- arleikmaður í Fram, ákvað í gær að snúa á ný til Stjörnunn- ar, eins og félagi hans Ingólfur Ingólfssoii. Valdimar hefur átt við meiðsli að stríða í nára að undan- förnu. „Ekki sáttur viö...“ í frétt blaðsins í gær um að Ingólfur Ingólfsson hafi ákveðið að skipta úr Fram yfir í Stjömuna féll út ein lína við vinnslu blaðs- ins. Það sem haft var eftir honum átti að vera þannig: „Ástæðan fyrir því að ég skipti er að ég hef ekki verið sáttur við eigin frammistöðu hjá Fram,“ sagði Ingólfur Ingólfsson. Það sem er feitletrað féll út í gær og er beð- ist velvirðingar á því. KNATTSPYRNA Manojlovic til Eyja Serbinn Dragan Manojlovic, 28 ára vamarleikmaður, sem hef- ur leikið með Þrótti Reykjavík sl. þijú á mun skrifa undir samning við ÍBV um helgina. ÚRSLIT Handknattleikur 2. DEILD KARLA: Fjölnir - UBK...........27:20 Ármann - Grótta.........20:17 Knattspyrna FRAKKLAND - 1. DEILD: Auxerre - Cannes..........0:0 ÍTALfA - BIKARKEPPNIN: Torinó - Ascoli...........0:0 ■Torínó vann samanlagt 3:1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.