Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993 UM HELGINA Myndlist Bergur Thorberg sýnir í Portinu Bergur Thorberg opnar fyrstu einkasýningu sína í Portinu í Hafnar- firði á morgun, laugardaginn 6. nóvember kl. 15. Bergur er sjálfmenntaður myndlist- armaður. A sýningunni eru verk frá 1989-1993, öll unnin með olíu og akríl- litum á striga. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-18, nema þriðjudaga. Sýning- unni lýkur mánudaginn 22. nóvember. Síðasta sýningarhelgi Rósu Ingólfsdóttur Farandsýningu Rósu Ingólfsdóttur teiknara sjónvarps lýkur á morgun, laugardag, í Kaffi 17, Laugavegi 91. Listakonur frá Noregi í Hafnarborg I kaffístofu Hafnarborgar verður opnuð sýning á verkum tveggja lista- kvenna frá Noregi á morgun, laugar- daginn 6. nóvember. Það eru þær Ing- ema Andersen og Live Helgeland sem sýna textílverk og skartgripi unna í silfur. Ingema hefur áður sýnt hér á landi, í Norræna húsinu árið 1984 og hún dvaldi einnig hér á árunum 1964-66, en þá var hún við nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Hún hefur sýnt í heimalandi sínu og erlendis og verk eftir hana eru í eigu ýmissa lista- stofnana í Noregi. Live hefur einnig sýnt víða. Listakonurnar koma hingað sjálfar til að setja sýninguna upp. Sýningin verður opin daglega frá kl. 12-18 til 22. nóvember. Glerlist í bókasafni Inga Elín glerlistakona sýnir nú listaverk sín í bókasafni Mosfellsbæj- ar. Héraðsbókasafn Kjósarsýslu í Mos- fellsbæ hefur um árabil staðið fyrir myndiistarsýningum, en vegna þrengsla er nú hver einasti veggflötur þakinn bókahillum. Enn eru gluggar safnsins þó auðir og þá prýða gluggamyndir Ingu Elín- ar. Inga Elín er búsett í Mosfellsbæ og rekur verkstæði í einu af gömlu Alafosshúsunum. Að loknu námi hér- Iendis stundaði Inga Elín nám við Skolen for brugskunst í Danmörku og útskrifaðist árið 1988. Inga hefur haldið 5 einkasýningar og tekið þátt í 7 samsýningum hér heima og erlendis. Héraðsbókasafnið er í Markholti 2 og er opið frá kl. 13-20 mánudaga til föstudaga. Þorgerður sýnir í Stöðlakoti. Þorgerður Sigurðardóttir opnar sýningu í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg 6, á morgun, laugardag. A sýninguni eru rúmlega 30 myndir. Þetta eru trér- istur og skiptist myndefnið í tvo flokka. Annars vegar eru myndir þar sem náttúran er beinn áhrifavaldur, þótt varla sé um náttúrumyndir að ræða. Þar er blandað saman tréristu og ristu í plexigler. Hins vegar eru myndir tileinkaðar nokkrum dögum, tréristur í lit. Þorgerður, sem er fædd og uppalin á Grenjaðarstað í Suður-Þingeyja- sýslu, sækir myndefni sitt í íslenska náttúru, öræfi landsins og vinnur með áhrif náttúrunnar á tilfinningalífið. Hún útskrifaðist frá grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans 1989 og hefur unnið að myndlist síðan. Þorgerður hefur haldið nokkrar einka- sýningar hér á landi, í Finnlandi 1990 og nú stendur yfír sýning á verkum hennar í Varnamo í Svíþjóð í boði menningamefndar Jönköping. Hún hefur einnig tekið þátt í nokkrum sam- sýningum hér á landi og erlendis. Sýningin er opin alla daga, nema mánudaga frá kl. 14-18 til og með 21. nóvember. „Frihedsmuseet“ í and- dyri Norræna hússins Sýning í máli og myndum frá danska „Frihedsmuseet" verður í and- dyri Norræna hússins 6.-21. nóvem- ber. Þar er fjallað um atburði sem áttu sér stað fyrir 50 árum, er þaulskipu- lagðar og kerfisbundnar gyðingaveið- ar hófust í Danmörku. Að þeim stóðu þýskar lögreglusveitir og Gestapó og markmiðið var að flytja alla gyðinga nauðungarflutningi frá Danmörku. Sýningin lýsir í myndum og máli ofsóknum Þjóðveija og viðbrögðum Dana. Auk þess fjallar hún jafnframt um forsendur og bakgrunn atburð- anna; • nasismann, gyðingaofsóknir nasista og stöðu Danmerkur fyrir og eftir hemámið. Þá er jafnframt dregin upp mynd af lífí og menningu gyðinga í Danmörku. I tengslum við sýninguna heldur Therkel Stræde sagnfræðingur frá Danmörku fyrirlestur í Norræna hús- inu á morgun, laugardag 6. nóvember kl. 16. Fyrirlesturinn nefnist: Dan- mörk í október 1943 — björgun gyð- inga frá útrýmingu. Fyrirlesarinn, Therel Stræde, er fæddur í Danmörku 1953. Hann lauk cand.mag.-prófí í sagnfræði frá Kaup- mannahafnarháskóla og háskólanum í Hróarskeldu. Hann hefur stundað rannsóknir í nútímasögu og skrifað um síðari heimsstyijöldina. Gígja Baldursdóttir sýnir í Portinu Gígja Baldursdóttir opnar myndlist- arsýningu í Portinu, Strandgötu 50, Hafnarfírði, á morgun, laugardaginn 6. nóvember kl. 15. Gígja lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskólanum við Ármúla 1979, hún stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík 1980-1981, Oslo Maleskole 1981-82 og Myndlista- og handíða- skóla íslands 1982-86. Hún lauk BFA- gráðu frá Iowa State University 1992. Sýningin verður opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 14-18 og lýk- ur 21. nóvember. „Birta frá öðrum heimi“ Ketill Larsen heldur málverkasýn- ingu á Fríkirkjuvegi 11 dagana 6.-7. nóvember. Sýninguna nefnir hann „Birta frá öðrum heimi“ og er þetta tuttugasta sýning hans. Á sýningunni eru um 90 myndir, flestar nýjar. Þetta eru olíu- og akríl- myndir. Ketill málar aðallega blóma- og landslagsmyndir en einnig bera fyrir augu myndir sem lýsa hugmyndum Ketils um annan heim, t.d. fljúgandi skip. Á sýningunni verður leikin tónlist eftir Ketil af segulbandi. Sýningin verður opin báða dagana frá kl. 14-22. Mónókrómíur úr Ingólfscafé í Café 17 Jóhann A. Kristjánsson sérkennari og fréttaljósmyndari DV mun opna sýningu á 37 svart/hvítum ljósmynd- um sem teknar hafa verið á skemmti- staðnum Ingólfscafé með reglulegu millibili sl. eitt og hálft ár. Myndirnar sýna gesti staðarins og lýsa mannlíf-’ inu í Ingólfscafé eins og það kom ljós- myndaranum fyrir sjónir. Sýningin verður í Café 17, Lauga- vegi 91, og mun hún standa yfir frá 5. nóvember til 3. desember. Þetta er önnur einkasýningin sem hann heldur, en auk þess hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum, m.a. með Blaðaljósmyndarafélaginu. World Press Photo 93 í Kringlunni Ljósmyndasýningin World Press Photo verður að þessu sinni sett upp í Kringlunni. Sýningin hefst 5. nóvem- ber og stendur til 16. nóvember nk. Allar myndirnar sem unnu í World Press Photo-samkeppninni í ár eru til sýnis í Kringlunni. Tónlist Gítarleikur í Kringlunni Gítarleikarinn Páll Eyjólfsson mun leika klassíska gítartónlist í Kringl- unni á morgun, laugardaginn 6. nóv- ember. Leikin verða verk eftir F. Sor, F. Tarrega og L. de Naraváez, auk þess sem flutt verða spænsk þjóðlög. Tónleikarnir hefjast kl. 13 og eru þeir í göngugötu Kringlunnar. Um er að ræða framhald á samstarfí Kringlunn- ar og hóps gítarleikara og verður þeim fram haldið á hveijum laugardegi út nóvembermánuð. Tónal í Háskólabíói Tónal, Tónlistarsamband Alþýðu, mun halda opna tónleika í Háskólabíói á morgun, laugardaginn 6 nóvember kl. 14. Á dagskrá er íslensk og evr- ópsk tónlist ásamt sviðsetningu á völd- um köflum úr West Side Story. Einn- ig mun Lúðrasveit Verkalýðsins leika létt lög. Aðgangur er ókeypis. Söngkvöld Söngskólans Nemendasamband Söngskólans í Reykjavík (NSÍR) var stofnað 2. sept- ember sl., en nú eru liðin 20 ár síðan Söngskólinn hóf starfsemi sína undir forystu Garðars Cortes. Fyrsta söng- kvöld NSÍR verður í kvöld, 5. nóvem- ber kl. 21. í Söngskólanum á Hverfis- götu 44. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Nýir félagar og gestir þeirra eru velkomnir. Leiklist í ' r' ■ 1 jP] Hjálmar Hjálmarsson og Róbert Arnfinnsson í hlutverkum sínum. Róbert Arnfinnsson 70 ára Róbert Amfinnsson átti sjötugsaf- mæli 16. ágúst sl. Af þessu tilefni verður frumsýning Þjóðleikhússins á verkinu Allir synir mínir jafnframt afmælissýning til heiðurs honum. Rób- ert leikur þar fjölskylduföðurinn Joe Keller sem er knúinn til að horfast í augu við gerðir sínar og eigin sam- visku. Róbert var ásamt Herdísi Þorvalds- dóttur yngstur leikara sem fastráðinn var við tjóðleikhúsið haustið 1949 og hefur verið í hópi fastráðinna leikara allar götur síðan. Hann hefur leikið rúm 150 hlutverk í Þjóðleikhúsinu síð- an hann lék Kára í Fjalla-Eyvindi í hátíðarsýningunni við opnun Þjóðleik- hússins. Honum hefur oft verið sýndur heiður fyrir list sína og má í því sam- bandi nefna að hann var sæmdur Ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, fékk Silfurlampann tvisvar sinnum svo og viðurkenningu fyrir gott tungutak í útvarpi auk menningarverðlauna DV. Karma sýnt í Yerzlun- arskóla Islands Leikfélag Verzlunarskóla íslands, leikfélagið Allt miili himins og jarðar, mun fmmsýna leikritið KARMA í dag, föstudaginn 5. nóvember kl. 20., sem byggt er á leikritinu „A Streetcar Named Desire eftir Tennessee Will- iams“. Uppsetning þess er liður í listahátíð Nemendafélagsins, sem fram fer dag- ana 3.-8. nóvember. Leikstjóri verks- ins er Guðmundur Haraldsson og að- stoðarleikstjóri er Fífa Konráðsdóttir. Tónlistin í leikritinu er ijölbreytt. Leikendur stunda allir nám við skól- ann, en helstu hlutverk leika Sigríður Margrét Oddsdóttir, Siguijón Birgir Hákonarson og Kristín María Sigþórs- dóttir. Uppsetning listahátíðarinnar er í höndum Listafélags Verzlunarskóla íslands. Einnig verða sýningar þriðjudaginn 9. nóvember og fimmtudaginn 11. nóvember. Miðaverð er 600 kr. Leikritið verður sýnt í hátíðarsal Verzlunarskóla íslands. 3.000 áhorfendur í Borgarleikhúsinu í sl. viku sóttu 3.000 áhorfendur Borgarleikhúsið heim. Uppselt var á 4 sýningar á Elínu Helenu, aðeins örfá sæti voru laus á Spanskfluguna á fímmtudagskvöldið en uppselt á laugardagskvöld. Fjölmargir sáu Ronju ræningjasdóttur á laugardag Nokkrar væntanlegar bækur frá smærri forlögum Reylgahlíðarætt og Völundarhús Octavios Paz Nýjar bækur Strandhögg eftir Rún- ar Helga Vignisson BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur gefið út bókina Strandhögg eftir Rúnar Helga Vignisson. Hún hefur að geyma níu sögur sem saman mynda heildstætt skáldverk. Þetta er þriðja bókin sem Rúnar Helgi sendir frá sér, en fyrir þremur árum kom úr eftir hann skáldsagan Nautnastuldur sem tilnefnd var til íslensku bókmenntaverðlaunanna. í kynningu Forlagsins segir: „Í íjörðum norður liggur ættfaðir grafinn þversum og horfir á bak niðjum sínum renna sér fótskriðu niður jörðina, í suðlægari sveitir og landsfjórðunga, i önnur lönd og álf- ur, allt suður til Ástralíu. í strand- högg á fjarlægum slóðum. Hvað varð um þetta fólk? Hvernig vegnar því í nýjum heimi? Hefur það gert upp sakirnar við sinn fæðingar- hrepp og íslands þúsund ár, við ástvinaleysið og það ástkæra yl- hýra, við leyndar hvatir og svikna drauma? Strandhögg er 204 bls. Erlingur Páll Ingvarsson hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Verð 2.680 kr. Rúnar Helgi Vignisson Tankred Dorst aðalráðgjafandi leiklistarhátíðarinnar í Bonn Rætt um þýska leikritun TANKRED Dorst, Ieikskáld og aðalráðgjafi leiklistarhátíðar- innar í Bonn, mun á morgun, laugardag, segja frá hátíðinni og ræða stöðu þýskrar leikritun- ar í Þýska bókasafninu við Tryggvagötu 26. Hann talar á ensku og hefjast umræðurnar klukkan 16. Dorst er með þekktustu leikrita- höfundum í Þýskalandi eftir stríð. Eftir hann liggja á þriðja tug leik- sviðsverka auk útvarpsleikrita, kvikmyndahand- rita og óperu- texta. Síðan 1992 hefur Dorst verið aðalráð- gjafandi leiklist- arhátíðarinnar í Tankred Dorst Bonn, „Bonner Biennale", þar sem uppfærslur nýrra leikrita allstaðar að úr álfunni eru kynnt'ar og sýnd- ar. „Bonner Biennale“ er umtalað- asta leiklistarhátíð sem hleypt hef- ur verið af stokkunum undanfarin ár í Evrópu. Dorst er hingað kom- inn í tengslum við þetta starf og mun skoða þær íslensku sýningar sem eru á íjölunum núna. BORIST hafa upplýsingar um fyrirhugaðar útgáfubækur nokk- urra smærri forlaga og er erindi þeirra margvíslegt. Líf og- saga gefur út Sögu Reykjahlíðarættar í þremur bind- um. Ættfræðistofnun Þorsteins Jónssonar tók saman. Þetta er ný og aukin útgáfa bókar sem kom fyrst út 1939. Skákprent hafur auk skákbóka og tímarits gefið út margar bækur, meðal annars ljóðabækur. Væntan- leg er ný Ijóðabók eftir Kristján J. Gunnarsson og safn vísna eftir Rúnar Kristjánsson. Einnig kemur út ný bók eftir Ingvar Agnarsson í flokki bóka um drauma Sem hann hefur dreymt og er skrifuð í anda kenninga Helga Pjeturs. Hjá Reykholti kemur út bók um glæpaforingja Chicagoborgar, lífs- spekibók eftir Norman Vincent Pe- ale, bók um körfuknattleik og tvær barnabækur með sígildum ævintýr- um. Smekkleysa ætlar að senda frá sér hið víðkunna ritgerðasafn Nó- belsskáldsins Octavio Paz frá Mex- íkó: Völundarhús einmanaleikans, í þýðingu Ólafs Engilbertssonar. Höfundaútgáfan gefur út fyrstu skáldsögu Þorvarðs Hjálmarssonar, samtímasögu sem nefnist Himinn- inn hefur enga fætur. Bókaútgáfan Björk er með skáld- sögu eftir Stefán Júlíusson sem hann kallar Grímumaðurinn. Birtingur hefur fyrir nokkru gef- ið út Aldrei aftur meðvirkni, en meðal annarra væntanlegra bóka frá forlaginu eru Þjálfun miðils- hæfileika, íslandsbók Mikaels, Full- komin heilsa og Frá Taó til jarðar. Fluga er forlag sem sendir frá sér ljóðabók eftir nýjan höfund, Pálma Agnar Franken. Augnhvíta er útgefandi sjö ein- þáttunga eftir Bjarna Bjarnason sem bera titilinn Dagurinn í dag. Ásútgáfan gefur út ljóðabókina Ljóðblik eftir Kristjönu Emilíu Guð- mundsdóttur. Bókin er litprentuð og myndskreytt af Grími Marinó Steindórssyni. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.