Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.11.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1993 15 HAPPDRÆTTI HÍ - FYRIR HVERN? eftirHelgu Guðrúnu Johnson Deilur um nýja tegund happ- drættis, sem Happdrætti Háskóla íslands (HHÍ) hyggst bjóða upp á, hafa vakið fólk til umhugsunar um ýmis mál, s.s. þróun happdrætta, félagsleg áhrif spilakassa og kannski ekki síst um þá fjáröflum sem æðsta menntastofnun þjóðar- innar hefur stundað í rétt um sex- tíu ár. Sumir hafa gengið svo langt að leggja til að HHI verði lagt nið- ur og ríkisvaldið sjái Háskóla ís- lands að öllu leyti fyrir því fé sem hann þarf til að haldi uppi vísinda-, kennslu- og þróunarstarfi sem stenst samanburð við það sem ger- ist í háskólum erlendis. í ljósi þessa er rétt að skoða hvaða hlutverki HHÍ gegnir. Það er ekki ný bóla að ríkissjóður sjái sér ekki fært að veita til Háskól- ans það fé sem honum er nauðsyn- legt til uppbyggingar og þróunar. Peningahappdrætti til styrktar Há- skólanum var stórkostleg hugmynd og samþykkti Alþingi lög um HHI árið 1934. Þannig gátu allir lands- menn tekið þátt í leik sem þeir höfðu gaman af — og gat reynst arðbær fjárfesting — og um leið stuðlað að betri aðbúnaði fyrir eitt helsta tákn um sjálfstæði þjóðarinn- ar, Háskólann. Álþingismenn skildu mætavel hversu mikilvægt það var fyrir Háskólann að eignast eigið húsnæði, þar sem skólinn hírðist á þessum tíma í sama húsi og þeir, þ.e.a.s. í Alþingishúsinu, og voru þrengslin gífurleg. HHÍ — einn af hornsteinum Háskólans Happdrættið hefur skipt sköpum fyrir Háskólann. Reyndar hefur HHÍ alla tíð þurft að greiða sér- stakt gjald, 20% af ársarði, fyrir einkaleyfi til að reka peningahapp- drætti. Þetta gjald hefur undanfarin 30 ár runnið beint til rannsókna- stofnana atvinnuveganna og þannig verið notað til uppbyggingar á öðr- um sviðum en í Háskólanum. „Framlag ríkissjóðs til framkvæmda við Há- skóla Islands frá árinu 1978 til 1992 nam 342 milljónum króna (á verðlagi ársins 1992), á móti 3.905 milljónum sem Happdrætti Há- skóla Islands aflaði. “ Starfsemi Háskóla íslands fer nú fram í 30-40 byggingum á höfuð- borgarsvæðinu. Sumt af húsnæðinu er leigt, en önnur hús hafa verið byggð á háskólalóðinni á liðnum áratugum og væru að líkindum tals- vert færri ef happdrættisins hefði ekki notið við. Fyrsta húsið sem byggt var fyrir hagnað af happ- drættinu var Atvinnudeildarhúsið, sem lokið var við árið 1937. Það gegnir nú hlutverki jarðfræðahúss, en aðstaða til kennslu og rannsókna á því sviði er í engu samræmi við mikilvægi jarðvísinda fyrir Island og íslendinga. Aðalbygging Háskól- ans er flaggskip skólans. Hún var einnig reist fyrir happdrættisfé og var vígð árið 1940. Menn hafa vafa- laust talið að sú mikla bygging myndi duga vel og lengi, en vöxtur skólans var slíkur að hann hefur aldrei haft undan að byggja yfir kennslu sína og rannsóknir. Jafnt og þétt hefur þó verið reynt að saxa á óskalistann. Þannig hafa eftirtaldar byggingar allar verið byggðar fyrir það fé sem landsmenn hafa lagt í happdrætti Háskólans. Atvinnudeildarhús (nú jarðfræði- hús). Aðalbygging HÍ (hýsir m.a. guð- fræðideild, lyfjafræði lyfsala, há- skólabókasafn, heimspekideild að hluta og stjómsýslu). Árnagarður (aðsetur hluta heim- spekideildar og Handritastofnunar). Lögberg (aðsetur lagadeildar). Læknagarður (aðsetur tann- læknadeildar og hluta læknadeild- ar). VR I, II og III (byggingar verk- fræði- og raunvísindadeilda). íþróttahús Háskólans (hýsir jafn- framt hluta af rannsóknastofu í lyfjafræði). Oddi (aðsetur félagsvísindadeild- ar, viðskipta- og hagfræðideildar og hluta heimspekideildar). Hagi (viðbygging — verður að- setur lyfjafræði lyfsala). Þá hefur happdrættið einnig lagt til fé í byggingu Þjóðarbókhlöðu, Tæknigarðs (aðsetur ýmissa stofn- ana og fyrirtækja sem standa fyrir þróunarstarfi), stúdentagarða og Háskólabíós auk þess að kosta end- urbætur á mörgum húsum sem Háskólinn hefur keypt. En hvað væru þessar byggingar ef ekki kæmu til innréttingar, tæki og hús- gögn? HHÍ hefur einnig séð Háskól- anum fyrir fjármagni til tækja- kaupa, viðhalds og innréttinga. Tækjakaup eru mikilvægur þáttur í rekstri nútímaháskóla, sem gerir kröfur um fullkomin tölvuver, mál- ver og nákvæm rannsóknartæki á nær öllum sviðum. HHÍ leggur til 90% framkvæmdafjár Framlag ríkissjóðs til fram- kvæmda við Háskóla íslands frá árinu 1978 til 1992 nam 342 millj- ónum króna (á verðlagi ársins 1992), á móti 3.905 milljónum sem HHÍ aflaði. Ef þessar tölur eru færðar í prósentur má sjá að ríkið lagði til 7,8% af heildarfram- kvæmdafé Háskólans, HHÍ um 90% og rétt rúmlega 2% fengust með öðrum hætti, t.d. sölu eigna. Að jafnaði hafa rétt um 70% fram- kvæmdafjárins farið í nýbyggingar, 15,8% í viðhald fasteigna, 3,8% í húsgögn og búnað og um 11,2% í tækjakaup. Tekjur HHÍ hafa hins vegar dregist verulega saman á undan- förnum árum vegna síharðnandi samkeppni á happdrættismarkaðn- um. Vegna þessa hefur ekki verið hægt að krossa við á verkefnalist- anum eins og menn hefðu kosið hin síðari ár og óskalistinn er vissulega langur. Þannig er það með brýnni Helga Guðrún Johnson verkefnum Háskólans að byggja sérstakt hús yfir kennslu og rann- sóknir í líffræði, sem nú hefst við í ófullnægjandi leiguhúsnæði við Grensásveg. Þeirri byggingu myndu tengjast hús fyrir jarðfræði Háskól- ans og Norrænu eldfjallastöðina. Þá er húsnæði heimspekideildar, sem í eru um 1.000 nemendur, sprungið fyrir mörgum árum. Það er hins vegar ljóst að ekki verður hafist handa við nýjar byggingar fyrr en tekjur happdrættisins hafa aukist. Niðurskurður hefur bitnað illa á HÍ En hveijir eru það sem njóta góðs af þessu happdrætti? Á rúm- lega 80 árum hefur þjóðin breytt draumsýn sinni um skóla á æðra menntastigi, sem í upphafi voru í 45 nemendur, í öflugan háskóla á heimsmælikvarða þar sem mikil- vægt rannsóknarstarf er unnið og skilað hefur þjóðfélaginu þúsundum vel menntaðra einstaklinga. Há- skóli íslands er í dag stærsti vinnu- staður landsins. Þar starfa að jafn- aði um 500 manns í fullu starfi við kennslu, rannsóknir og stjórnsýslu, auk 5.000 stúdenta sem stunda nám við skólann. Háskóli íslands hefur ekki skor- ast undan því að bera sínar byrðar í þeim erfiðleikum sem þjóðin glím- ir við í dag. Hann hefur, líkt og aðrar greinar þjóðfélagsins, orðið illilega fyrir barðinu á niðurskurði og er nú svo komið að hann á erf- itt með að standa við skuldbinding- ar sínar; að sjá nemendum fyrir kennslu og aðstöðu til rannsókna eins og háskóla sæmir. Á síðasta skólaári var Háskólanum gert að skera niður kennslu og aðra náms- aðstoð (t.d. dæmatíma) sem nam heildaríjölda námskeiða í lagadeild og viðskipta- og hagfræðideild sam- anlagt! Ríkið gerir því varla meira en rétt að afla fjár til lágmarks- kennslu í Háskóla íslands. Þess vegna er Háskólanum nauðsynlegt að hafa aðra tekjulind sem hann sinnir sjálfur og nýtur uppskerunn- ar. Á meðan ekki hafa komið fram hugmyndir um aðra tekjulind sem tryggir skólanum það fram- kvæmdafé sem hann þarf, á happ- drætti Háskóla íslands rétt á sér og rétt á að nýta sér tekjunýjungar til að geta sinnt hlutverki sínu sem best. Höfundur er kynningarfulltrúi Háskóla íslands. ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar átakinu „Börnin heim“ og varð ágóðinn 1.837 krónur. Þær heita Ásdís og Rakel en með þeim voru þær Erla Dögg, Linda Kristín, Didda, Li(ja Rut og Tinna Rut, en þær vantar á myndina. JÖLABÖNUS Suðurlandsbraut 16, Rvík JÓLASKÓRINN (áður Gunnar Asgeirsson h/f.) Skór, sokkar Skyrtur Barnagallabuxur Barnasokkabuxur Dömufatnaður Handklæði Rúmfatnaður Baðmottusett Jólatré (eilífðartré) Jólarósir (eilífðarrósir) i^^nQar (eilífðarkransar) ólapappír Jólakúlur Jólaskraut Mikið úrval -gott verð Opnunartími í nóvember: Mánud. - föstud. kl. 12-18 Laugardaga kl. 10-16 Sunnudaga kl. 13-17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.