Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Umbylting í sjávarútvegi Starfsumhverfi íslenzks sjáv- arútvegs hefur gjörbreytzt síðustu misserin, bæði veiða og vinnslu. Þegar þessar breytingar eru skoðaðar má jafnvel ganga svo langt að tala um byltingu. Sjávarútvegurinn er laus að mestu úr áratuga gömlum viðjum hugarfars og laga, sem hafa taf- ið þróun hans og sókn á erlendum vettvangi. Hér er fyrst og fremst átt við þá miklu breytingu fyrir fiskvinnsluna, að afnumin hafa verið sjötíu ára gömul lög um löndunarbann erlendra fiskiskipa í íslenzkum höfnum og aðild út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækja að sjávarútvegsfyrirtækjum er- lendis. Aflaniðurskurðurinn og samdrátturinn í efnahagslífinu hafa rekið á eftir þessari þróun. í októberlok var undirritaður samningur Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og Tikkoo Corpor- ation á Indlandi um stofnun fyr- irtækis þar í landi um veiðar og vinnslu túnfisks. Fyrirtækin munu eiga helming hlutafjár hvort um sig. Indversk stjórnvöld hafa lofað 50 þúsund tonna tún- fiskskvóta í indverskri lögsögu, en þau eru mjög áfram um þróun sjávarútvegs þar í landi. Sam- starf þessara tveggja fyrirtækja komst á fyrir milligöngu Ham- brosbanka í London og sýnir það ljóslega, hversu mikils álits SH nýtur á erlendum vettvangi. Samstarfssamningurinn gerir ráð fyrir, að SH leggi fram tækniþekkingu ýmiss konar, stjómi útgerðarþættinum, gæða- stjórnun og markaðssetningu, en gert er ráð fyrir því, að byggð verði verksmiðja til að sjóða tún- fiskinn niður. í upphafi verða keypt eða leigð eitt eða tvö skip til veiðanna. Friðrik Pálsson, for- stjóri SH, sagði eftir undirritun samstarfssamningsins: „Við höfum verið að reyna að nýta okkur ýmis tækifæri til að auka veltu félagsins og við teljum að þetta verkefni falli vel að starfsemi okkar og muni hjálpa okkur við að ná öðrum tækifær- um af svipuðu tagi annars staðar ef vel gengur. Ekki er eftir miklu að slægjast hér innanlands fyrir' þann rekstur, sem við höfum sérhæft okkur í, í þeim þrenging- um, sem hér em. Það er því mjög eðlilegt, að við sækjum á erlend mið eins og við höfum reyndar gert í vaxandi mæli á síðustu misserum." í máli Frið- riks kom einníg fram, að hann teldi að þarna gæti verið um tals- vert stórt fyrirtæki að ræða og nokkrir íslenzkir starfsmenn myndu starfa við það sem tækn- iráðgjafar bæði erlendis og hér heima. Ummæli Friðriks Pálssonar sýna, að íslenzk sjávarútvegsfyr- irtæki era komin á skrið með að hasla sér völl á erlendum vett- vangi til að bæta sér upp gríðar- legan niðurskurð á aflaheimild- um síðustu ár. Þetta er fyrirtækj- unum nauðsyn til að afla sér tekna, verkefna fyrir starfsfólk og jafnframt til að geta fullnægt eftirspurn viðskiptavina. Samstarfsverkefni eins og SH hefur ráðizt í mun ennfremur koma fyrirtækinu til góða í fram- tíðinni með öflun nýrra viðskipta- sambanda og nýrra tækifæra til að selja íslenzka verkkunnáttu. Mikilvægt er út frá þjóðarhags- munum, að fyrirtæki sem starfa erlendis beini sem mestum við- skiptum til fyrirtækja heima fyr- ir. Þar blasa við fyrst og fremst viðskipti við hvers kyns þjónustu- fyrirtæki á sviði sjávarútvegs. Um síðustu mánaðamót beind- ust sjónir manna einnig að nýjum tækifærum í Namibíu, en stjórn- völd þar hafa sótzt eftir sam- starfi við íslendinga við að byggja upp útgerð og fiskvinnslu þar í landi. Forseti landsins, sjáv- arútvegsráðherra og fleiri valda- menn komu hingað í heimsókn til að leggja áherzlu á þetta, svo og að afla viðskiptasambanda. Í ráði er, að íslenzk fyrirtæki ger- ist meðeigendur með heima- mönnum að stóra útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki og stjórni því. Að þessu standa m.a. útgerð- arfélagið Skagstrendingur og eigendur ráðgjafarfyrirtækisins Nýsis, sem eru ýmis útgerðar- og þjónustufyrirtæki í sjávarút- vegi. Er horft til samstarfsins við Namibíumenn af bjartsýni, þótt Færeyingar hafi farið illa út úr viðskiptum sínum við þá að eigin sögn. íslenzk fyrirtæki hafa hafið samstarf við útlendinga í sjávar- útvegi í flestum heimsálfum, annaðhvort með beinni eignar- aðild að erlendum fyrirtækjum, í samstarfsverkefnum eða með ráðgjöf. Mörg íslenzk fyrirtæki hafa nú til athugunar ýmiss kon- ar starfsemi erlendis til viðbótar þeim, sem þegar hafa látið til skarar skríða. Þá hafa íslenzk skip hafið veiðar í allstórum stíl á fjarlægum miðum. Með sanni má því segja, að íslenzkur sjávar- útvegur hafi hleypt heimdragan- um. Til viðbótar þessari framsókn sjávarútvegsins erlendis er fyrir dyram umbylting í fiskvinnslu hér á íandi. Hún verður væntan- lega eftir næstu áramót, þegar fyrirtækin taka að hagnýta sér möguleikana, sem aðild landsins að Evrópsku efnahagssvæði skapar þeim til fullvinnslu afurða og sölu þeirra beint á neytenda- markað. Þar með hættum við að vera fyrst og fremst seljendur hráefnis. Svona mun Ingólfstorg líta út í framtíðinni. Verslunareigendur við hið nýja Ingólfstorg kanna málshöfðun Framkvæmdir hafnar þótt hönnun væri ekki að fullu lokið Ráðist í breytingarnar til að búa í haginn fyrir verslun í grenndinni, segir borgarstjóri EIGENDUR fyrirtækja í grennd við hið nýja Ingólfstorg eru að velta fyrir sér málsókn á hendur Reykjavíkurborg vegna tafa sem orðið hafa á framkvæmdum við torgið sem staðið hafa yfir frá i vor. Telur Ivar Þ. Björnsson gullsmiður að framkvæmdirnar hafi einkennst af klúðri og skipulagsleysi og kostað verslunareigendur í grenndinni umtalsverð- ar fjárhæðir. „Við erum hundsvekktir út í borgaryfirvöld og erum að kanna hvort við eigum kröfu á hendur þeim. Við erum ekki sáttir við hvernig staðið hefur verið að þessum breytingum," sagði hann í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Grétar Sveinsson verkstjóri hjá Suður- verki hf. sem sér um byggingarframkvæmdirnar segir verslunareigend- ur hafa verið ósamvinnuþýða og að framkvæmdir hefðu gengið mun skjótar fyrir sig ef menn hefðu fengið vinnufrið. Baldur Jóhannesson hjá verkfræðistofunni Hniti hf. sem sá um hönnun torgsins segir tafirn- ar eiga sínar eðlilegu skýringar og þótt lokateikning hafi ekki legið fyrir hafi verið ákveðið að ráðast í framkvæmdir sem fyrst. Þau svör fengust hjá borgarstjóra að í framkvæmdirnar hefði verið ráðist til þess að greiða fyrir verslun í þessum bæjarhluta og menn hefðu að vissu leyti verið að fikra sig áfram. Borgarlögmaður, Magnús Oskars- son, vildi ekki tjá sig um málshöfðun en minntist þess ekki að slíkt mál hefði verið dæmt fyrr. Ingólfstorg eins og það lítur út í augnablikinu. Opnað verður fyrir umferð bíla og fótgangandi frá Austurstræti inn í Hafnarstræti 15. nóvember. ívar Þ. Björnsson, gullsmiður og leturgrafari, rekur verslun við Aðal- stræti. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að algert hrun hefði orðið í viðskiptum hjá honum um viku eftir að framkvæmdirnar hóf- ust. Sagðist hann hafa tapað milljón- um í veltu frá í maí á þessu ári. „Þrátt fyrir almennan samdrátt hef ég orðið var við tveggja milljóna króna minnkandi veltu frá í vor. Áður en framkvæmdir hófust voru milli 60 og 80 bílar hér á bílaplaninu á klukkustund. Hið nýja skipulag Ingólfstorgs gerir ráð fyrir örfáum bílastæðum. Athugasemdum var komið á framfæri við fulltrúa borgar- innar og þau svör fengust að tími væri til kominn að almenningur lærði að leggja í bílastæðahúsunum sem búið væri að koma upp víðs vegar í miðbænum. Það er segin saga að fólk leggur bílnum sínum ekki uppi í bæ og labbar langa leið til þess að sækja sér þjónustu. Þar að auki eru þau örfáu bílastæði sem hægt er að leggja í hér upptekin því verktakarn- ir og starfsmenn þeirra nota þau.“ Hönnun ekki lokið ívar sagði að þegar framkvæmdir hófust í Aðalstræti hefðu engar teikningar verið fyrir hendi og hefði það orsakað miklar tafir. „Vinnu- brögðin voru líka með ólíkindum. Á tímabili voru litlir hólar á víð og dreif hér fyrir utan. Á hveijum hól stóð vinnutæki og ég spurði hvort þeir væru með einhverskonar vinnuvéla- sýningu. Einn sá ég skemmta sér við að henda mold aftur fyrir sig með skóflunni. Það er talað um þetta sem útivist- arsvæði fyrir almenning en þegar búið verður að byggja nokkrar hæð- ir ofan á Miðbæjarmarkaðinn mun ekki skína hér sólarglæta. Svo virð- ist sem hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri gerir í skipulagsmálum hér í miðbænum. Það er ætlunin að lífga upp á miðbæinn en í raun er verið að eyðileggja hann,“ sagði Ivar. Rennt blint í sjóinn Hermann Jónsson úrsmiður segist hafa orðið var við 30-35% samdrátt í viðskiptum. „Verslunareigendur fengu að sjá fyrirhugað skipulag áður en framkvæmdir hófust og okk- ur lofað að þær tækju ekki lengri tíma en þijá mánuði. Við gerðum athugasemd við fjölda bílastæða en gert var ráð fyrir að þau yrðu 17 á öllu svæðinu í stað 70 sem áður voru. Fyrir þrýsting fengum við þau sex stæði sem sjá má við dyrnar hjá mér en þar leggja verktakarnir bílum sín- um. Mér virðist sem rennt hafi verið blint í sjóinn með þessar fram- kvæmdir. Það sem slegið var upp fyrir einn daginn var rifið þann næsta því það passaði ekki. Sama holan kannski grafin tíu sinnum. Engin skýr svör fengust í kjölfar bréflegra mótmæla 19 verslunareigenda sem lögð voru fyrir borgarráð fyrir rúm- um mánuði. Okkur var sagt að þetta færi alveg að koma,“ sagði Hermann. Gunnar Borg, eigandi verslunar- innar Litsels í Austurstræti, sagði að viðskipti við hann hefðu dregist saman um 20% frá í vor. Hann sagði lokanir í Austurstræti hafa verið bagalegar fyrir sig og nefndi sem dæmi að á mánudag í síðustu viku hefði hann tekið við 57 filmum til framköllunar. Síðastliðinn mánudag hefði hann hinsvegar aðeins afgreitt fimm filmur enda hefði Austurstræti verið lokað án viðvörunar. „Þetta er algert virðingarleysi við okkur versl-. unareigendur hér í grenndinni,“ sagði Gunnar. Vilja vinnufrið Grétar Sveinsson verkstjóri hjá Suðurverki hf. sem sér um hluta framkvæmdanna sagði í samtali við Morgunblaðið að æskilegt hefði verið að loka svæðinu fyrir umferð. „Við vorum sífellt að búa til göngubrautir og brýr vegna kvartana verslunareig- endanna, sem tafði okkur og skapaði slysahættu. Ef við hefðum fengið að sinna okkar starfi óárejttir hefði orð- ið minna um tafir. Ég hef aldrei kynnst öðru eins samstarfi og við þessa menn hér í grenndinni." Að- spurður kvað hann ekki satt að þeir væru að klára verkið í tímavinnu. „Við fáum ennþá greitt fyrir hveija einingu eins og um var samið þegar við tókum verkið að okkur. Við viljum fá að ljúka því í friði,“ sagði Grétar að lokum. Brýnt að fara strax af stað Baldur Jóhannesson hjá verk- fræðistofunni Hniti hf. sagði að hönnun hefði ekki verið lokið við upphaf framkvæmda þótt teikningin hefði verið tilbúin í stórum dráttum í maí. „Frekari útfærsla hefði þýtt að framkvæmdir hefðu frestast um ár en hjá borginni þótti brýnt að fara strax af stað. Gatnamálastjóri vildi saminga við fstak en stjórn Inn- kaupastofnunar vildi bjóða verkið út. Suðurverk hf. var með lægsta tilboð- ið og þótt þeir hafi góða reynslu af jarðvegsvinnu réðust þeir í miklar steypuframkvæmdir og það kann að hafa valdið nokkrum töfum. Það er ekki rétt sem fram hefur komið að breytingar frá upphaflegri teikningu séu 120. Það var gerð ein stór breyting í júlí, aðrar breytingar hafa verið smávægilegar og lúta að útfærslu hugmynda arkitektsins. Það er einnig svo að verðlaunahugmyndir arkitekta eru oft því marki brenndar að snúast meira um hreina hug- myndafræði. Þær eru tiibúnar í meg- inatriðum en útfærslu smáatriða vantar sem þýðir að við framkvæmd- ir hlýtur verkið að taka einhveijum breytingum." Tafir vegna fornleifafunda Borgarstjóri, Markús Örn Antons- son, sagði í samtali við Morgunblað- ið að ekki væri hægt að segja neitt um hugsanlega lögsókn verslunar- eigenda í grennd við Ingólfstorg að svo stöddu. Hann sagði hins vegar að ráðist hefði verið í þessar fram- kvæmdir til að búa í haginn fyrir verslun í grenndinni. Aðspurður hvort tafir á framkvæmdum við Ing- ólfstorg mætti hugsanlega rekja til þess að lokateikning verksins hefði ekki legið fyrir þegar ráðist var í þær sagði borgarstjóri að framkvæmdir á vegum borgarinnar í miðbænum, t.d. í Aðalstræti og á Arnarhóli, væru þess eðlis að menn hefðu fikrað sig áfram og lært af reynslunni. Til dæmis hefðu endurteknir fornleifa- fundir sett strik í reikninginn. Hvað sektir vegna tafa við framkvæmdirn- ar snerti kvaðst borgarstjóri ekki vera með nákvæmar dagsetningar á verkskilum á hraðbergi en taldi þó ólíklegt að fyrirtækið yrði látið gjalda tafa sem það ætti ekki sök á. Magnús Óskarsson borgarlögmað- ur sagði í samtali við Morgunblaðið að ekkert hefði reynt á það ennþá hvort sekta ætti verktakann enda væri það ekki gert í lok hvers dags. Það ætti eftir að athuga það. Um málshöfðun verslunareigenda í Kvo- sinni sagði borgarlögmaður þetta: „Ég minnist þess ekki að slíkt mál hafi verið dæmt.“ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 1993 23 Árni Sigfússon, formaður skólamálaráðs, um óánægju starfsmanna heilsdagsskóla Gagnrýni of hávær miðað við þann fjölda sem nýtur góðs af Starfsfólk segir uppeldismarkmið ekki nást vegna mikils fjölda barna og ónógs undirbúnings NOKKURRAR óánægju gætir meðal hluta starfsfólks við heilsdags- skóla sem settur var á laggirnar í grunnskólum Reykjavíkurborgar í haust. Gagnrýni starfsfólks beinist að undirbúningi verkefnisins, hann hafi verið ónógur. Þá séu börn sums staðar of mörg miðað við starfs- mannafjölda til að hægt sé að ná fram uppeldislegum markmiðum starfsins. Að auki hefur fyrirhuguð samræming á Iaunakjörum ófag- lærðra starfsmanna heilsdagsskólans valdið óánægju hjá þeim starfs- mönnum sem verða fyrir launalækkun við breytinguna. Arni Sigfús- son, formaður skólamálaráðs, harmar neikvæða umræðu um heilsdags- skóla og segir hann hafa bætt úr brýnni þörf. Það sé staðreynd að áður en hann hafi verið settur á laggirnar hafi eitt af hverjum sex níu ára börnum verið eitt heima fjóra tíma eða lengur á hveijum ein- asta degi. Skólaskrifstofa Reykjavíkur hef- ur sent ófaglærðu starfsfólki heils- dagsskóla bréf um breytingu á ráðn- ingarsamningi og er Guðný Zíta Pétursdóttir, starfsmaður heilsdags- skóla Hólabrekkuskóla, ein þeirra sem fengið hafa slíkt bréf en hún á að færast úr Sókn yfir í Starfsmann- afélag Reykjavíkurborgar 1. janúar nk. Hún segir að þetta muni þýða um 10.000 króna launalækkun á mánuði fyrir sig. „Eftir breytingu verða starfsreynsla og námskeið sem ég hef tekið ekki metin og ég mun lækka um u.þ.b. 10.000 krónur í launum á mánuði. Við höfum ekk- ert út á skólann hér eða skólastjór- ann að setja. Við erum örugglega með eitt besta húsnæðið í bænum fyrir svona starfsemi, óánægja okk- ar beinist að Skólaskrifstofunni. Okkur finnst vanta uppeldislega þáttinn í starfsemina. Fjöldi barn- anna sýnir hins vegar að full þörf virðist vera fyrir hana. Fólk hefur verið mjög ánægt með þetta og til- raunastarfið sl. vetur heppnaðist mjög vel. Maður reiknaði með að þetta yrði svipað í vetur en álagið núna er mun meira en var þá,“ sagði Guðný. Góður aðbúnaður í Foldaskóla Að sögn Ragnars Gíslasonar, skólastjóra Foldaskóla í Grafarvogi, er starfsemi heilsdagsskólans þar þrískipt, fyrir nemendur 1.-3. bekkjar, 4.-7. bekkjar og 7.-10. bekkjar. í starfinu felst gæsla, að- stoð við heimanám, útivera og bein fræðsla og eru áherslur mismunandi eftir aldri nemenda. Auk þess býðst eldri nemendum tómstundastarf í félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Starfs- menn heilsdagsskóla eru kennarar auk ófaglærðs fólks. Fyrir yngstu nemendurna býðst einnig gæsla til kl. 17.30. Örfá börn eru því í skólan- um frá kl. 6.50 á morgnana til 17.30 á daginn. „Við erum lánsöm hér í Folda- skóla að því leyti að við höfum gott húsnæði en ég tel það skipta máli hvar starfsemin er staðsett í húsinu. Auk þess höfum við fengið að kaupa góðan búnað til starfsins, svo er Reykjavíkurborg fyrir að þakka,“ sagði Ragnar. 1.700 börn nýta sér þjónustuna „Við gerðum tilraun í sex skólum á síðasta skólaári sem gaf mjög góða raun og sýndi að full þörf væri fyrir svona þjónustu enda eru nú um 1.700 börn sem nýta sér hana,“ segir Árni Sigfússon. „Mark- miðið með henni er að gefa börnum kost á að búa við öryggi lengri tíma á degi hveijum en annars væri ef enginn er heima til að sinna þeim. Þegar hafa komið fram skýr dæmi um börn sem væru á vergangi ef heilsdagsskólinn hefði ekki komið til. Þessi börn sýna aukið jafnvægi í hegðun og skila meiri námsárangri. I svona stóru verkefni koma ýms- ir hnökrar í ljós í byijun, einkum hjá þeim skólum sem ekki hófu undir- búning strax í vor. Ég viðurkenni að hjá ákveðnum starfsmönnum voru launamál ekki nægilega skýr og hefur það valdið óánægju sem búið er að leysa að stærstum hluta. Hluti ófaglærðra starfsmanna fór af Sókn- artaxta yfir á launasamninga Reykjavíkurborgar og hefur það haft áhrif á nokkra einstaklinga til læk- kunnar þótt meirihlutinn hafi notið hækkunar. Þá hafa fóstrur ekki sömu launamöguleika og þær höfðu í gegnum stjórn Dagvistar barna þar sem ákveðin ábatakerfi eru í gangi. Þetta hefur valdið óánægju sem er skiljanleg.“ Skólarnir hafa svigrúm „Skólarnir hafa mikið svigrúm, sumir tengja starfsemina mjög mikið beinni fræðslu í bland við undirbún- ing við heimanám og gæslu. Skólayf- irvöld eru tilbúin að halda metnaði í verkefninu og veita þann stuðning sem þarf til að gera það að mjög boðlegri þjónustu fyrir börn og for- eldra. Ábendingar um þörf á starfs- mönnum eru skoðaðar af fullri al- vöru en okkur hefur virst að heppi- legur Ijöldi barna á hvem starfs- mann sé 12-15. Mér finnst neikvæð umræða um heilsdagsskóla vera of áberandi fjölmiðlum miðað við þann mikla fjölda sem nýtur góðs af verk- efninu. Það er eins og verið sé að skemma fyrir einhveijum bömum Og foreldrum. Það er verið að leggja mikinn metnað í þetta af okkar hálfu. Við erum ekki að ráðast á gmnn- skólamenntun heldur að bjóða börn- um sem annars væru ein heima góð- an kost,“ sagði Árni Sigfússon. Morgunblaðið/Kristinn Skóli eftir skóla í HÓLABREKKUSKÓLA er góð aðstaða fyrir starfsemi heilsdagsskóla en starfsfólk þar segir að börnin séu of mörg miðað við starfsmannafjölda. Þar eru rúmlega 80 börn skráð í heilsdagsskóla og þegar mest er eru þau 50-60 í einu með fjórum starfsmönnum. Forseti ASI segir hag launþega bet- ur borgið með lækkun matarskatts BENEDIKT Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands, vísar því á bug að hagsmunum launþega hefði verið betur borgið með því að velja frekar þá leið að virðisaukaskattur á matvæli lækki ekki gegn því að persónuafsláttur og launabætur hækki. Ráðherrar Alþýðuflokksins hafa gagnrýnt verkalýðshreyfinguna fyr- ir að halda fast við að lækkun virðis- aukaskatts á matvæli komi til fram- kvæmda. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði meðal ann- ars í útvarpsviðtali í gær, að ávinn- ingur launþega af þessu sé aðeins um 2-400 krónur á mánuði. Brýn- ustu lífsnauðsynjar séu þegar með 14% virðisaukaskatti og lækki því ekki og menn taki á sig aukna skatta í staðinn sem þurrki að mestu út ávinning af lækkun annarra mat- væla. Hins vegar yrði ávinningurinn a.m.k. um tvö þúsund krónur á mánuði miðað við að virðisauka- skattur á matvæli sé ekki lækkaður því þá myndi persónuafsláttur hækka, breytt útfærsla á launabót- um atvinnurekenda myndi skila a.m.k. þúsund krónum á mánuði til einstaklinga og tekjuskattur og bif- reiðagjöld myndu ekki hækka. Ruglaðir talnaleikir Benedikt Davíðsson vísaði þessum útreikningum á bug og sagði ljóst að það sem utanríkisráðherra hefði verið að halda fram í talnaleikjum væri hreint rugl. Hann vísaði einnig á bug þeirri fullyrðingu utanríkisráð- herra að engar Iíkur væru á að lækk- un skattsins skilaði sér til neytenda að fullu. Benti Benedikt meðal ann- ars á orð framkvæmdastjóra Kaup- mannasamtakanna í útvarpsviðtali um að ekki væru sjáanlegir neinir tæknilegir annmarkar á framkvæmd þess að lækka skattþrepið og líklega yrðu 100% skil á skattinum. Benedikt sagði að auðvitað væri hugsanlegt að eitthvað tapaðist af innheimtum skatti og einnig væri hugsanlegt að einhveijir freistuðust til að hækka álagningu á móti lækk- un virðisaukaskattsins. Hins vegar væri ákaflega mikil samkeppni í matvöruverslun á Stór-Reykjavíkur- svæðinu og í stærri byggðarkjörnum og því heldur ólíklegt að verslanir myndu hagnast á að hækka vöru- verð. Verðlagseftirlit „Auðvitað gerum við ráð fyrir ein- hveijum afföllum en ég á ekki von á öðru en þau verði örlítið brot af því sem þessir menn eru að tala um. Það hafa staðið yfir viðræður milli okkar í Alþýðusambandinu og BSRB og Neytendasamtakanna um að taka upp verðlagseftirlit til að hafa sem besta vitneskju um það hvernig þró- unin er og geta þá brugðist við með réttum hætti ef útaf er brugðið," sagði Benedikt. Hann sagðist telja að utanríkis- ráðherra væri með málflutningi sín um einkum að tala fyrir hagsmunun ríkisins. Þegar Benedikt var spurðui hvort þar væri ekki einnig um hags muni verkalýðshreyfingarinnar að ræða, svaraði hann að auðvitað mætti segja að það væru allra hags- munir að ríkið væri vel rekið. „Er mér sýnist að þar þurfi verulega ac gera átak, ef sú lýsing á við sem aðstoðarmaður utanríkisráðherra hefur birt í fjölmiðlum að aðeins 40% af innheimtum skatti skili sér. Og ef sú lýsing sem fram kom í viðtal við yfirskoðunarmenn ríkisreikningí og ríkisendurskoðanda, að virðis aukaskattkerfið sé eins og gatasigti er rétt þá er auðvitað full ástæða ti að endurskoða starfshættina og þ; eru það okkar hagsmunir allra a< settur sé kraftur í að rannsaka neð anjarðarhagkerfið til að breyt; þessu. Það eru auðvitað okkar hags munir allra að innheimtan sé sen best,“ sagði Benedikt Davíðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.