Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.11.1993, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 1993 40 Það koma ekki skyndibita- pakkar, segir konan mín. Hún var gripin um daginn. TM Refl. U.S Pat Otf,—all rights reservod ® 1993 Los Angeles Times Syndicate að fresta heimilisstörf- unum þegar þannig stendur á Ast er... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Hátíðin á Snæfellsnesi Frá Birgi Bragasyni: NÚ LÍÐUR senn að því að íslenska þjóðin gerir sig að athlægi fyrir allri heimsbyggðinni. Nú á að gera hoax aldarinnar og plata meginþorra Is- lendinga, sem alþjóð veit að eru trú- gjarnari en góðu hófí gegnir. Leita má allt til miðalda til að finna þjóð, sem hefur slíka tröllatrú á álfum, draugum og alls kyns dulrænum fyrirbærum og Islendingar. Það þykir því við hæfi að láta okkur hlaupa 1. apríl - eða í þessu tilfelli 5. nóvember - upp um fjöll og fírnindi til að taka á móti geist- legum vitsmunaverum, sem hafa tilkynnt opinbera heimsókn sína hingað í vetrarbyijun. Ég ætla bara að vona að móttökunefndin sýni ekki þann lúðaskap að gleyma rauða dreglinum heima! Að sjálfsögðu munu þessar vits- munaverur koma hingað færandi hendi. Þær munu í nokkrum hnit- miðuðum setningum segja okkur galdurinn við að lækna krabbamein og kvef, hjartasjúkdóma og hiksta, gigt og gyllinæð og hvernig megi bjarga efnahagsvandanum og at- vinnuleysinu fyrir horn. Þessi útihátíð á Snæfellsnesi mun lifa í minni manna langt fram yfír aldamótin og lifa í munnmælasögum langt yfir þau þarnæstu. Hvernig nokkrir óprúttnir náungar gátu fengið stóran hluta þjóðar til að verða sér úti um hálsríg vegna gláps til himins. Að ógleymdu því að nauðganir fara langt fram yfir kvótamörk, því einhvernveginn þurfa menn að halda á sér hita. Uppi í hlíðum jökulsins standa svo nokkrir tugir ungmenna og láta frisbee-skífur og gamlar verðiausar vinil-plötur svífa yfir hausum móts- gesta, unz þeir falla í gýg og lenda í iðrum jarðar. Að sjálfsögðu munu einhveijir hagnast á gabbinu. Kodak af filmu- sölu og Japis af videospólnasölu, rútuferðir Helga P. að ógleymdum pylsu- og pizzusölum og hótels- og staðareigendum og Flugleiðir vegna flutnings geimspekúlanta og frétta- manna hingað til landsins. Ég get þó ekki stillt mig um ann- að en að taka ofan fyrir upphafs- manni þessa bráðsmellna gabbs. Það hlýtur að vera einhver einn maður, sem hefur komið skriðunni af stað. Ég á bágt með að trúa, að hópur miðla hafi skyndilega sprottið úr sæti og hrópað einum rómi: „Hey, strákar!" Ég fékk hugboð - einhvers konar heilafax. Við eigum von á gestum utan úr geimnum." Ég held varla. Og hvar eiga svo herlegheitin að birtast? Ekki í Bandaríkjunum. Allt of miklar ljarlægðir. Japan? Nei, þeir myndu aldrei hlaupa apríl, enda allir að vinna. En ísland? Tilvalið! 250.000 auðtrúa sálir. Flestir at- vinnulausir og hafa því ekkert þarf- Frá Frá starfsfólki heilsdagsskóla: VEGNA þeirrar umræðu sem verið hefur vegna heilsdagsskóla í skólum Reykjavikur, viljum við undirrituð sem störfum við heilsdagsskóla í Hólabrekkuskóla og Austurbæjar- skóla koma eftirfarandi sjónarmið- um á framfæri. Tvö okkar eru með fóstrumenntun en erum ekki ráðin sem fóstrur. Þar af leiðandi fáum við ekki greidd laun samkvæmt kjarasamningum fóstra pg getum ekki verið í Fóstrufélagi íslands sem stéttarfélagi. Starfsald- ur okkar er einnig mun lægra met- inn en við fyrri störf. Tvær okkar eru núna í Starfs- mannafélaginu Sókn. Við erum með starfsreynslu og höfum sótt nám- skeið samkvæmt kjarasamningi Sóknar. Vegna bréfs frá Skólaskrif- stofu Reykjavíkurborgar verður breyting þar á 1. janúar 1994. Mun- um við þá verða færðar í Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar og laun okkar Iækka um mörg þúsund á mánuði, enda áunnin réttindi okk- ar ekki metin þá. Jafnhliða launaskerðingu hefur börnum fjölgað gífurlega og vinnuá- lag starfsfólks aukist, þar sem því hefur ekki fjölgað í samræmi við fjölgun barnanna. Þar sem við erum með fóstru- menntun og eða reynslu í starfi ara við tímann að gera en hlaupa upp um fjöll og fírnindi og svo eru íslendingar dæmalausar ótugtir, sem drepa hvali. Gott á þá! Þegar svo geimverumar svíkjast um að mæta hinn umsamda dag verða útskýringar á reiðum höndum: Þær hafa tafizt vegna umferð- arþunga eða þær séu vissulega komnar og séu nú hjá okkur í anda og að vonandi verðum við einhvern tíman það háþróuð að við getum barið þá augum. BIRGIR BRAGASON, Laugavegi 81, Reykjavík. sjáum við okkur ekki fært að ná fram þeim uppeldismarkmiðum sem við teljum svona starfsemi þurfa að eiga að byggjast á. Eigum við þar við að börnunum standi til boða umönnun og verkefni sem stuðla að auknum þroska og vellíðan þeirra. Sá mikli barnafjöldi sem nýtir þessa þjónustu sýnir hve þörfin er mikil. Spurningin er! Viljum við hafa heilsdagsskólann sem geymslustað fyrir börnin eða viljum við hafa hann með uppeldismarkmið. Eins og hann er í dag teljum við nokkuð ljóst að fólk með fóstrumenntun og starfs- reynslu sækist ekki í þessi störf. Við komum alla vega ekki til með að starfa áfram við þessi skilyrði. Skýrar línur varðandi húsnæði, launakjör, rekstursform, markmið og leiðir, barnafjölda, starfsmanna- fjölda o.fl. hefðu þurft að liggja fyr- ir áður en starfsemin hófst. Undir- búningur hefur greinilega verið ónógur og of margir lausir endar til að vel mætti fara. PAUL A. HANSEN, fóstra, Austurbæjarskóla, GUÐRÚN R. DANÍELSDÓTTIR, fóstra, Hólabrekkuskóla, ÁSTHILDUR GEIRMUNDS- DÓTTIR, Hólabrekkuskóla, GUÐNÝ ZÍTA PÉTURSDÓTTIR, Hólabrekkuskóla. Heilsdagsskóli Víkveiji skrifar að er víst óhætt að fullyrða að með auknu magni á beinum útsendingum sjónvarpsstöðvanna, í formi frétta-, umræðu- og viðtals- þátta, þynnist þrettándinn, í réttu hlutfalli við aukninguna. Þetta fannst Víkveija verða deginum ljós- ara í þeim frétta- og viðtalsþáttum sem sjónvarpsstöðvarnar sendu út í beinni útsendingu um miðjan dag síðastliðinn sunnudag. Stöð 2 var með Guðmund Árna Stefánsson heilbrigðisráðherra í viðtali, þar sem fréttamennirnir Elín Hirst og Sigurdór Sigurdórsson og ritstjór- inn Þór Jónsson spurðu ráðherrann spjörunum úr. Ekkert nýtt kom fram í þessum þætti. Aðeins endur- tekningar frá liðnum vikum, og úr sunnudagsviðtali Morgunblaðsins við ráðherrann. xxx Síðar á sunnudaginn var annar þáttur í beinni útsendingu frá Ríkissjónvarpinu, undir „stjórn" Gísla Marlleins Baldurssonar, um öryggis- og varnarmál. Satt best að segja fannst Víkveija sem um- ræðuþáttur þessi væri á svo ótrú- lega lágu plani, að vart gæti boð- legt talist. Stjórnandinn var einung- is með örlitla tilburði til þess að hafa stjórn á þættinum. Þannig lét hann það yfir sig ganga, við upphaf umræðnanna, að Birna Þórðardóttir flytti langan og afar leiðinlegan áróðursfyrirlestur, sem hægt hefði verið að segja með tveimur vel kunnum slagorðum herstöðvaand- stæðinga: „ísland úr NATO. Herinn burt!“ Málefnafátækt Birnu krist- allaðist svo í svari hennar við spurn- ingu stjómanda þáttarins um það hvernig ætti að standa að vörnum landsins. Hún sagði að það ætti að gera með því að reka herinn úr landinu! xxx Ekki var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, Svavar Gestsson, málefnalegri í sínum málflutningi, sem allur gekk út á óskhyggju hans um Útópíu framtíð- arinnar, þar sem engin vopn væru og friður ríkti um heim allan. Vissu- lega fögur framtíðarsýn, en ekki svo ýkja raunsæ. Aþessum grunni byggði þing- maðurinn svo þann málflutn- ing sinn, að ísland ætti að segja sig úr NATO, varnarliðið ætti að hverfa úr landi, og leggja bæri Atlantshafsbandalagið niður, en setja þess í stað á laggirnar alþjóð- legt friðar- og öryggisnet. Hvergi kom þingmaðurinn inn á það í máli sínu, að smáríki eins og Island hefur nákvæmlega ekkert um það að segja hvort Atlantshafsbanda- lagið er lagt niður eða ekki. Það markverðasta sem kom fram í þess- um þætti, að mati Víkveija, var svar Svavars við spurningu Gísla Marteins um hvernig ætti að veija alþjóðlega flugvelli landsins, ef varnarliðið hyrfi alfarið úr landinu. Hann lýsti þeirri skoðun sinni, að það yrði að veija flugvellina með einum eða öðrum hætti, þannig að í þessum efnum greinir þau Birnu Þórðardóttur á. Svavar vill ekki, að ísland verði með öllu óvarið, þótt hann hafí ekki úttalað sig um með hvaða hætti hann vill að flugvellirn- ir verði varðir, en Birna telur að varnir landsins verði best tryggðar með brottför vamarliðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.