Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.01.1994, Blaðsíða 31
Eftir að við fluttum af Hrísa- teignum var ætíð mikill samgangur á milli systkinanna, þannig að tengsl mín við Geira rofnuðu aldrei. 17 ára gömul kynntist ég eigin- manni mínum, Guðjóni Jónssyni, og ári seinna flytjum við til Geira frænda á Freyjugötuna þar sem hann og Sverrir bróðir hans höfðu keypt hvor sína hæðina'þegar þeir fluttu af Hrísateignum. Þar bjó hann ásamt Rúnu systur sinni sem hafði fylgt honum. Á þessum tíma var Geiri að vinna hjá Vegagerðinni en þar vann hann þar til hann lét af störfum vegna aldurs í júlí síðastliðnum. Var þetta yndislegur staður fyrir okkur Guðjón til að hefja búskap á. Alltaf gat ég leitað ráða hjá Sverri og Björgheiði, enda var sam- gangur milli hæða mikill, þetta var ein stór fjölskylda. Á Freyjugötunni bjuggum við í tíu ár og á þeim tíma eignuðumst við hjónin tvær dætur, Guðríði og Hafdísi Ebbu. Geiri var einstaklega barngóður og hændust dætur okkar mjög að honum eins og öll systkinabörnin. Hjá Vega- gerðinni var hann á veghefli og vann hann oft langan vinnudag. Stundum kom það fyrir að við sáum ekki Geira svo dögum skipti. Kom hann þá heim þegar allir voru sofn- aðir og var farinn áður en við vökn- uðum. Um helgar þegar Geiri ætl- aði að hvíla sig, skruppu dætur okkar oft inn til hans og var þá alltaf sama viðkvæðið hjá Geíra: „Leyfðu þeim bara að vera, það fer ekkert fyrir þeim.“ Þetta lýsir Geira best, hann hafði alltaf tíma fyrir alla, sérstaklega börnin. Árið 1971 flytjum við í Urðar- bakkann þar sem við búum í dag og þökkum við Geira að hafa hjálp- að okkur að eignast okkar eigið heimili með því að leyfa okkur að búa með sér öll þessi ár. Geiri hélt áfram að vera einn af okkur þó að við flyttum af Freyju- götunni, því oft lá leið hans í Urðar- bakkann. Var það mér mikils virði að ég og dóttir mín, Guðríður, skyldum fá að vera hjá honum þegar hann kvaddi þetta líf. Elsku Geiri okkar, þú munt alltaf eiga stað í hjörtum okkar, minning þín mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stn'ð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigríður og Guðjón. , ÚTFARARSÁLMAR , T ÞAKKARKORT T Gott verö, stuttur afgreiðslutími PERSÓNULEG PRENTÞJÓNUSTA LETURprent i Síðumúla 22 - Sími 30 6 30 j Blómastofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opið öil kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. m MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1994 31 Minning Svanlaug Jónsdóttir frá Möðruvöllum Svana föðursystir okkar er dáin. Hún hefur lokið lífshlaupi sínu í þessari jarðvist þótt tiltölulega ung væri að árum. Við biðjum Guð að vera með sál hennar þar sem hún nú dvelur. Hún bjó í Reykjavík ásamt móður sinni, Margréti Jóns- dóttur, og systur, Ólöfu, lengst af í húsi á lóð Hrafnistu en síðar á Langholtsveginum. Hugurinn reikar til bernskunnar þótt mikið vatn sé runnið til sjávar frá þeim tíma. Þá kemur upp í hug- ann hver myndin á eftir annarri. Okkar fyrstu minningar eru frá öll- um þeim sumrum er Svana dvaldi hjá okkur á Möðruvöllum í sumar- fríunum sínum. Það var hlakkað til þess að hún kæmi strax að vori og þótti okkur krökkunum tómlegt þegar hún var aftur farin til vinnu sinnar í Reykjavík. Þegar við hugsum til baka sjáum við hvað hún átti gott með að aðlag- ast börnum og hvað hún tók virkan þátt í leikjum og athöfnum okkar. Hún var mjög hláturmild og sleppti af sér öllum hömlum í leikjum sínum með okkur. Má þar til nefna felu- leiki, fótbolta, kúluvarp og kapp- hlaup.- Þótti okkur ætið leikurinn hálf bágborinn ef hún hafði ekki tíma til að vera með okkur. Leikur- inn glæddist lífi með tilvist hennar. Önnur minning er mér hugleikin, jólin 1955. Þá dvaldi hún hjá okkur en móðir okkar lá þá sænguriegu í Reykjavík. Höfðum við vonast eft- ir því að hafa mömmu heima yfir jólin en svo varð ekki, okkur til mikilla vonbrigða. Á aðfangadags- kvöldið klæddíst Svana kjól af mömmu og gleymi ég ekki þeiri til- finningu og hvernig ég sætti mig betur við fjarveru mömmu því þarna sameinuðust þær tvær í kjólnum og sagði ég við hana: „Nú ertu bara orðin hálfmamma mín.“ Minntist hún oft á þetta síðan. Hér í Reykjavík man ég fyrst eftir þeim í litla húsinu sínu á lóð Hrafnistu og þar svaf ég mína fyrstu nótt í Reykjavík, alein án foreldra minna. Höfðu þær boðið mér að vera eftir í nokkra daga. Með þeim systrum leit ég borgarlíf- ið fyrst augum og minnist ég þess þá sérstaklega þegar Svana sýndi mér Tjörnina og allar endurnar er borðuðu brauð úr lófa manns. Þetta varð ógleymanlegt fyrir fimm ára sveitastúlku sem aldrei hafði kynnst þessari hlið dýralífsins. Einnig fór- um við í kirkju, sem líka var ógleymanlegt, vegna stærðar og fegurðar á móti litlu kirkjunni heima. Þannig væri lengi hægt að telja og eigum við systkinin öll hvert sína söguna eins og gefur að skilja. Ekki get ég látið hjá líða að minn- ast allra jóla-sendinganna frá þeim mæðgum sem var svo spennandi að fá. Þær mæðgur fluttu frá Möðru- völlum til Reykjavíkur sex árum eftir að afí dó og bjuggu saman alla tíð. Móðir þeirra var styrkur stólpi fyrir þær systur að halla sér að. Var því mikill missir fyrir Svönu þegar hún missti systur sína og síð- an móður með árs millibili og náði hún sér aldrei eftir það. Þá hvarf barnslega gleðiblikið úr augunum og tæri hláturinn sem var svo ríkj- andi hjá henni. Við eldri systurnar dvöldum tvo vetur hjá Svönu eftir að móðir hennar iést. Eflaust gerð- um við okkur enga grein fyrir því hvað Svana átti erfitt þá og höfum eflaust verið tillitslausar við hana á margan hátt. Hún reyndist okkur vel og vildi ganga okkur í móður- stað hér í Reykjavík, fæða okkur og vernda frá ýmsum freistingum og hættum borgarinnar. Þetta hefur vafalaust verið mikil ábyrgð og erf- itt fyrir konu sem hafði nýverið í raun misst allt undan fótum sér og var sem strá í vindi. Hefur tilgang- urinn trúlega verið þveröfugar þeg- ar þótti ráð að við systur dveldum hjá Svönu til að brúa einmanaleik- ann og missinn. Um árabil auðnaðist okkur og fjölskyldum okkar ekki sú gæfa að njóta neinna samvista við Svönu, voru það sárir og erfiðir tímar sem erfitt var að sætta sig við. Svana átti við mikil veikindi að stríða til margra ára sem orsakaði bæði tal- og hreyfihömlun. Þessi tími var henni þungur. Átti hún því láni að fagna að í kringum hana var yndislegt fólk sem hún treysti og bar hennar hag fyrir brjósti í blíðu og stríðu. Okkur langar sér- staklega að þakka þessu góða fólki og biðja Guð að fýlgja því. Leiðir okkar Svönu lágu saman aftur fyrir fjórum árum. Var hún þá farin að dvelja alfarið á stofnun- um. Lömunin var það mikil. Urðum við systkinin þess aðnjótandi að geta rifjað upp gamla daga og sam- fagnað góðum liðnum stundum. Á þessum tíma sýndi hún glögglega áhuga ef við sögðum henni fréttir frá átthögunum og af skyldmenn- unum þótt talmál hennar væri nær þrotið. Með þessum fáu orðum viljum við minnast Svönu með þakklæti og virðingu fyrir þá hluti sem hún kenndi og miðlaði okkur systkinun- um. Fyrir hönd systkinanna, Eygló Þorgeirsdóttir. Svanlaug Jónsdóttir frá Möðru- völlum lést 10. janúar sl. og verður jarðsett á morgun, hinn 17. janúar, frá Langholtskirkju kl. 13.30. Hún var dóttir Jóns Bergþórs Guð- mundssonar og Margrétar Jóns- dóttur. Jón var sonur Guðmundar Sigurðssonar bónda á Möðruvöllum, Sigurðar Tómassonar í Þerney í Kollafirði. Margrét, móður Svönu, var dóttir Jóns Eyjólfssonar bónda á írafelli í Kjós og móðir hennar var Guðríður Steinadóttir frá Valdastöðum í Kjós, Halldórssonar. Guðríður og Jón, afi og amma Svönu í móðurætt, bjuggu víða í Kjósinni, m.a. í Káranesi, Hvamms- vík og í Litlabæ. Á efri árum fluttu þau til Reykjavíkur og voru þar til æviloka. Þau eignuðust tvær dæt- ur, Onnu, sem lést 14 ára gömul, og Margréti. Hjónin í Litlabæ voru mjög fátæk og fór Margrét snemma að vinna fyrir sér. Jón Bergþór, faðir Svönu, tók við ÚTSALAN , HEFST A MORGUN DIMMALIMM M&, Bankastrœti 4, 101 Reykjavík, búi á Möðruvöllum að hálfu á móti Sigurði bróður sínum. Hann giftist Ólöfu Jónsdóttur og átti með henni eftirlifandi bræður Svönu, Jónmund og Þorgeir. Ólöf, móðir þeirra, lést 1922, átta mánuðum eftir fæðingu Þorgeirs. Fljótlega eftir það ræðst Margrét frá Litlabæ, móður Svönu, til Jóns sem ráðskona. Þau giftust ekki en áttu þrjár dætur saman, Ólöfu, f. 1924, Önnu Kristínu, f. 1927, látin sama ár, og Svönu. Margrét gekk Jónmundi og Þor- geiri í móður stað. Þær mæðgur voru á Möðruvöllum í sex ár eftir andlát Jóns en hann lést 1939. Þá fluttu þær til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan. Heima á Möðru- völlum bjuggu tvær fjölskyldur í sama húsinu. í barnæsku okkar vorum við börnin sjö að tölu. Við þrjár systurnar hjá pabba og fjögur hjá Jóni. Við lékum okkur öll alltaf eins og systkini. Svana var yngst af okkur, hún var alltaf eins og fiðrildi og í miklu uppáhaldi. í leikj- um okkar var hún alltaf höfð sem litla barnið. Við systurnar fluttum allnokkru fyrr að heiman. Munum við alltaf eftir því hvað gaman var að koma heim því Svana fagnaði okkur svo mikið, hún var alltaf svo kát og hress við okkur, þrátt fyrir að hún væri mjög hlédræg í æsku og feimin út á við. Árin liðu og leið- ir skildust þegar við urðum fullorðn- ar. Meðan ég bjó á Grettisgötunni kíkti samt Svana oft í heimsókn. Eftir að ég flutti úr Reykjavík hitt- umst við ekki nema endrum og eins í gegnum árin en ég hafði alltaf spurnir af henni. Það var mjög gaman að grínast við Svönu hér áður fyrr og tók hún því alltaf mjög létt, alveg sama hvers konar grín það var. Svana var hörkudugleg og vinnuþjarkur frá barnæsku, eins og sjá má er hún réðst í það þrekvirki að kaupa íbúð fyrir sig, móður sína og systur. Margrét, móðir Svönu, var fríð kona og einstaklega söngelsk. Var tekið til þess hvað hún var fljót að læra lög. Lóa, systir Svönu, var alla tíð heilsuveil en þær systurnar voru einnig báðar mjög söngelskar og höfðu laglegar söngraddir. Lengst af vann Svana í Sauma- stofunni Gefjunni og aflaði heimil- inu tekna. Hún vann mikið heiman og heima, m.a. í íbúð sinni við upp- byggingu og endurbætur. Svana hlaut mikla lífsreynslu þegar hún missti Lóu, systur sína, eftir erfið og kvalarfull veikindi. Ári síðar missti hún móður sína snögglega. Það var henni mikið áfall að koma að móður sinni lát- inni í rúminu, hún náði sér aldrei eftir það. Eftir að Svana veiktist lokaði hún á sambandið við alla sína ættingja, kunningja og vini. Stafaði það af veikindum hennar. Nú seinni árin heimsótti ég Svönu nokkrum sinnum á Langholtsveginn. Þá fann ég að hún var ekki sú sama og áður, hún var orðin veik. Þrauta- ganga lífsins hafði markað sín spor. Eftir þetta heimsótti hún mig í Kópavoginn og var ég svo undrandi þegar hún kom og hafði gengið upp alla stigana eins og hún var slæm í fótunum. Við þökkum góðum Guði þá sam- leið sem við áttum á lífsleiðinni. Hvíl í friði, Svana mín. Sigríður og Guðný. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja Svönu vinkonu mína. Kynni okkar hafa varað í 35 ár og ungengumst við daglega síðastliðin 15 ár en þá flutti ég í nágrenni við hana. Svana var ekki allra og það voru sérstök forréttindi að eignast vin- áttu hennar. Þeir sem voru svo lán- samir að vera í fámunnum vinahópi Svönu nutu ómælds trausts, tryggð- ar og kærleika af hennar hálfu. Við áttum margar og góðar stundir með vinum okkar á Lang- holtsveginum og fyrir það vil ég þakka. Nú veit ég að Svönu minni líður vel og ég bið góðan guð að varð- veita hana. Með kærri þökk. Sigurbjörg. Birting af- mælis- og minningar- greina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu biaðsins í Hafnarstræti 85, SKIPTINEMADVÖL í ÁSMÍU 06 S-AMERÍKU Ef þú ert á aldrinum 16-18 ára, átt þú möguleika á að gerast skiptinemi á vegum AFS. Þú dvelur 11 mánuði í viðkomandi landi, eykur þekkingu þína á umheiminum, lærir nýtt og spennandi tungumál og kynnist skóla- og fjölskyldulífi í viðkomandi landi. í janúar og febrúar 1995 fara íslenskir skiptinemar til Ástralíu og nokurra landa S-Ameríku. Athygli er vakin á því að enn eru nokkur sæti laus með brottför í júlí, ágúst 1994. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu AFS, Laugavegi 59, 3. hæð, milli kl. 10 og 16 virka daga. Sími 91-25450. ÁFS Á ÍSL4NPI Alþjóöleg fræösla og samskipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.