Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna íhugar að draga úr hjálparstarfi Reuter Karl prins bregður á leik KARL Bretaprins bregður á leik og líkir eftir dansi ástralskra frumbyggja eftir að hafa fylgst með sýn- ingu dansflokks afkomenda þeirra í Sydney. Prinsinn er staddur í Ástralíu í 12 daga opinberri heimsókn. Seldi að- gang að líkhúsi Kaupmannahöfn. Frá Sigxúnu Davíðs- dóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. UMSJÓNARMAÐUR hjá Hafnar- háskóla hefur verið leystur frá störfum eftir að dagblaðið Ekstrabladet skýrði frá hópferð- um, sem umsjónarmaðurinn stóð fyrir um húsakynni Ríkisspital- ans, meðal annars um líkhúsið. Maðurinn tók sem samsvarar rúmum 500 krónum islenskum á hvern gest. Svo virðist sem boðið hafi verið upp á þessa „skemmt- un“ um drjúga hríð. Ekki er enn ljóst hvort þetta nýstárlega einkaframtak verður talið refsi- vert, eða hvort látið verður nægja að vikja manninum úr starfi. í ferðinni fólst skyggnu- og kvik- myndasýning á óhugnanlegum myndum, sem að einhverju leyti virðast úr myndasafni háskólans. Eftir myndasýninguna var boðið upp á skoðunarferð um líkhúsið. Samkvæmt frásögn blaðsins voru þátttakendum bæði sýnd lík og boðið að snerta þau, en því neitar umsjónarmaðurinn. Hann segist hafa tekið upp á þessu til að vinna sér inn aukapening og ekki skorti áhugasama gesti. Múslimar myrða bresk- an hjálparstarfsmann Sarajevo, Vitez. Reuter. MÚSLIMAR eru grunaðir um að hafa skotið breskan hjálparstarfs- mann Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og sært tvo i Bosníu í gær. Getur árásin haft alvarleg áhrif á framhald hjálparstarfsins í Bosníu en Bretinn er ellefti starfsmaður SÞ sem lætur lífið í stríðinu sem staðið hefur í 21 mánuði. Hið algera hrun laga og reglna í Bosn- íu hefur gert starfsmönnum SÞ nær ómögulegt að koma hjálpar- gögnum, mat og lyfjum, til 1,2 milljóna þurfandi íbúa landsins. Ihugar Flóttamannahjálpin nú að stöðva hjálparstarfið en í októ- ber s.l. lagði stofnunin niður starfsemi sína í Bosníu niður í mán- uð eftir að starfsmaður hennar var myrtur. Bretunum þremur var rænt fyr- ir utan birgðahús Evrópubanda- lagsins í Zenica á fímmtudags- kvöld. Voru þar að verki vopnaðir menn í herklæðum og er talið að um múslimska stigamenn hafi ver- ið að ræða. Þeir óku með Bretana út fyrir borgina, þar sem þeir voru barðir og rændir og einn þeirra skotinn. Hinir tveir lögðu þá á flótta og komust undan þrátt fyrir að þeir yrðu fyrir skotum. Í gær varð einnig uppvíst um voðaverk Serba í norðurhluta Bosníu en þeir skáru þijá aldraða múslima á háls í síðustu viku. Yfírmaður Flóttamannahjálpar- innar hætti í gær að senda starfs- menn stofnunarinnar eftir einni aðalleiðinni á milli borganna Zenica og Kakanj, sem eru á valdi múslima, eftir að skotið var á múslimska eftirlitsmenn flutning- anna. Ron Redmond, talsmaður stofnunarinnar, sagði upplausna- rástand ríkja. „Fólk ræðst hér á eigin heri eins og okkar hersveitir. Við teljum þetta mjög alvarlegt og það er ljóst að haldi svona árás- ir áfram, getum við ekki starfað hér.“ Á fimmtudag samþykkti Old- ungadeild Bandaríkjaþings með miklum meirihluta að hvetja til þess að vopnasölubanni á Bosníu- múslima yrði aflétt, en Evrópu- þjóðir hafa beitt sér mjög gegn því. SVEITIR SP I BOSNIU-HERZEGOVINU Stórveldin leita nýrra leiöa til aö binda endi á átökin í Bosníu, sem staöiö hafa í 21 mánuö. Veita þau því nú fyrir sér hvort þau eigi aö kalla friðargæslusveitir sínar heim. - A |l|\ Noröurlandabúar Frakkar VellKa Kladusa Gradacaf@ ® lcko áflk BanjaLuka D°b°*e \ KanadamennVlsoko j / ' Blhac Sveilir SÞ o Bosníu-Króatar ."©•••'® itBW Gornji Vakuf ' •••..} jTJfe ? JSIli. ® - ® ■ ' • - Ukralnumann" s Sarajevo Zspa r@ Prozor ®'--: Konjlc * 5 ( y. / ’v Kanadamenn Srebrenlca Egyptar Frakkar Úkraínumenn © Gorazde ________y\f Medugorje / lHi / 0 kms 50 REUTER Heimild; Upplýsingar frá Flóttamannastofnun SÞ, 21. nóv. 1993 Nýtt kuldakast hrellir Bandadkjamenn New York. Frá Huga Ólafssyni, fréttaritara Morgunblaósins. HEIMSKAUTALOFT teygði anga sína enn á ný niður eftir austur- strönd Bandaríkjanna í gær, með þeim afleiðingum að skólum og vinnu var víða aflýst, samgöngur töfðust og BiII Clinton forseti aflýsti boðuðu morgunskokki sínu. New York-búar voru varla bún- ir að jafna sig eftir mikla snjókomu í fyrradag þegar kuldakastið reið yfir. Upp undir 13 sentimetrajafn- fallinn snjór - sem meðal annars sló 30 ára gamalt met á Newark- flugvelli - olli slysi á vegum, þrátt fyrir að New York-borg sendi 1.300 snjóruðningsbíla út á göt- umar. Það gerði illt verra að salt á vegi er víða á þrotum eftir nærri samfellda ótíð síðan á jólum og verð á vegasalti hefur þrefaldast. Frostið olli síðan töfum á lesta- ferðum milljóna manna úr svefn- bæjum til borgarinnar í gærmorg- un, meðal annars vegna þess að bil á milli teina getur orðið hættu- lega mikið þegar hitamælirinn fer niður í -í-20 gráður, eins og raunin varð á víða á stórborgarsvæðinu í gær. Það var þó notalegt miðað við norðanvert New York-ríki, þar sem frostið mældist 44 gráður á Celcius á einum stað við kanadísku landamærin. Strax í gærkvöldi átti að bytja að hlýna, en það verður þó skamm- góður vermir, því spáð er slyddu og rigningu, sem á að frjósa strax aftur. Svo á að snjóa um helgina og á mánudag eru miklar líkur á norðaustanbyl og hugsanlega nýju kuldakasti í kjölfarið. Það er því ekki að ófyrirsynju að New York-búar - sem búa á sömu breiddargráðu og Rómvetjar og Majorka-farar og hafa að auki vanist óvenju mildum vetrum mestallan síðasta áratug - séu orðnir langþreyttir á vetrinum, sem stefnir í að verða einn sá kaldasti og snjóþyngsti frá upp- hafi mælinga. Saka gæslu- liða um mök við börn NORSK hjálparstofnun hefur sakað ítalska friðargæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna í Mozambique um að hafa mök við stúlkur allt niður í tólf ára, sem vinna fyrir sér með vændi. Sumar stúlkurnar eru svo ung- ar að starfsmenn hjálparstofn- unarinnar hafa séð þær leika sér að böngsum á meðan þær bíða eftir næsta viðskiptavini. Ástkonan í för með Klestil THOMAS Klestil, forseti Áust- urríkis kom sér í vandræði á nýjan leik í gær, er hann ákvað að taka fyrrum ástkonu sína með sér í opinbera heimsókn til Egyptalands í febrúar. Ást- konan, Margot Löffler, var að- stoðarmaður forsetans, en þau slitu sambandi fyrir 4 dögum. Goria fyrir rétt FYRRUM forsætisráðherra ít- alíu, Giovanni Goria, var í gær gert að mæta fyrir rétti vegna spillingarmáls en hann er sak- aður um að hafa þegið mútur. Aðeins eru þrír dagar síðan tekin var ákvörðun um réttar- höld yfir Bettino Craxi, fyrrver- andi forsætisráðherra. Spenna eykst á Kóreuskaga STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu brugðust í gær ókvæða við fréttum þess efnis að Banda- ríkjamenn og S-Kóreumenn hyggðust að koma upp Patriot- flaugum í S-Kóreu. Sögðu N- Kóreumenn ljóst að spenna á milli landanna myndi magnast og auka hættuna á stríði. Loftslaginu ekki bráðhætt ATHUGANIR, sem gerðar voru á borkjörnum úr Grænlands- jökli á síðasta ári, virtust sýna, að loftslag á jörðinni gæti breyst mjög skyndilega en nú telja vísindamenn, að það sé ekki rétt. Breytilegt veðurkerfi sjálfsheimskautsins hafi villt um fyrir þeim. Taka Víet- nama í sátt ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings samþykkti í fyrrakvöld að skora á Bill Clinton forseta að aflétta efnahagslegum refs- iaðgerðum gegn Víetnam og er búist við, að hann geri það fljótlega. Kaupsýslumenn eru ánægðir með áskorunina og Víetnamstjórn fagnaði henni sem „skynsamlegri ákvörðun og í samræmi við vilja banda- rísku þjóðarinnar“. Bóluefni vinn- ur á krabba í rottum VÍSINDAMENN við Case Western háskólann í Cleveland í Bandaríkjunum telja sig hugs- anlega hafa fundið nýtt bólu- efni við krabbameini sem auð- veldi ónæmiskerfí líkamans að greina krabbameinsfrumur og ráðast gegn þeim. í samvinnu við rannsóknarstofnun í Sjang- . hæ í Kína hefur vísindamönn- um tekist að sýna að bóluefnið vinnur gegn lifrarkrabba í rott- um. Greint er frá rannsóknun- um í nýjasta hefti vísindaritsins Science en þar varar Man-Sun Sy við of mikilli bjartsýni og segir að hér sé einungis um frumrannsóknir að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.