Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 29 Látum verkiu tala eftir Jóhann G. Bergþórsson Þegar kosið verður í vor hefur hinn síungi Sjálfstæðisflokkur 3 daga umfram 65 árin. Hann var stofnaður við samruna íhalds- flokksins og Fijálslynda flokksins, en það er táknrænt fyrir innihald stefnu flokksins, aðhald en samt djörf frjálslyndis- og framfara- stefna. Formaður flokksins fyrstu 5 árin var verkfræðingurinn, verktakinn og verzlunareigandinn Jón Þorláks- son, sem síðar varð borgarstjóri í Reykjavík. Þá tók við forystu næstu 27 árin Ólafur Thors, ástsæll for- ingi sem jafnframt stýrði stóru fyr- irtæki sem átti bæði góða og slæma tíma. Þannig voru frá upphafi vald- ir til forystu í flokknum frumkvöðl- ar og athafnamenn, sem ekki höfðu allt sitt á þurru í skjóli ríkisvalds „Ef vinna er fyrir alla vænkast hagur bæjar- sjóðs sem þá getur tek- ist á við fleiri verkefni og niðurgreiðslu skulda.“ eða stofnana, menn sem létu verkin tala. Þegar að kreppti þjöppuðu sjálfstæðismenn sér saman um for- ingja sinn, enda er stöðugleiki, sam- heldni og virðing fyrir mannlegum verðmætum eitt af aðalsmerkjum Sjálfstæðisflokksins. Aðalstefnumál flokksins í upp- hafi var „að vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstalingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fýrir augum“. Meginskoðun okkar er að þjóðfélagið sé til fyrir einstakling- ana, en einstaklingurinn ekki fyrir það. Þessi meginatriði virðum við. Þegar menn hafa ekkert val um atvinnu ríkir hvorki atvinnufrelsi né einstaklingsfreisi Meginviðfangsefni okkar Hafn- fírðinga næsta kjörtímabil verður því að ráða bót á atvinnuleysinu. Skilningur á þörfum atvinnulífsins og fjölskyldnanna er nauðsynlegur til þess að leysa atvinnumálin, skiln- ingur sem fengist hefur af reynslu en ekki bara af skólabókum. Lækk- un vaxta eða þeirra blóðmjólkur sem vaxtaokrið hefur valdið þjóð- inni, er mikilvægt skref sem þarf að stíga til fulls, eins og ríkisstjórn- in hefur boðað, til þess að losa þjóð- ina úr fjötrum nauðungaruppboða og gjaldþrota. Skref sem leiðir til þess að unnt verði á ný að huga að arðbærum rekstri fyrirtækja, nýrra sem gamalla, þannig að allir Jóhann G. Bergþórsson geti notið atvinnu- og einstaklings- frelsis. Með því opnast möguleikar til betra mannlífs, og uppfyllinga hinna ýmsu óska okkar um mennt- un, menningu, íþróttir og listir, svo eitthvað sé nefnt. Ef vinna er fyrir alla vænkast hagur bæjarsjóðs sem þá getur tek- ist á við fleiri verkefni og niður- greiðslu skulda. Forgangsröð verð- ur að ákveða eftir þörfum hveiju sinni, en ljóst er að langtímaáætlun um niðurgreiðslu skulda þarf að gera, þannig að unnt verði að vinna áfram að uppbyggingu og eðlilegum rekstri bæjarfélagsins. Ég býð fram starfskrafta mína og þá reynslu sem ég hef hlotið í góðæri og þrengingum, til þess að vinna að málefnum bæjarfélagsins næstu Ijögur árin og treysti hafn- firzkum sjálfstæðismönnum til þess að virða kjörorð síðasta landsfund- ar: „Sókn og samstaða" og styðja oddvita sinn til þess að leiða flokk- - inn til setu í meirihluta í bæjar- stjóm Hafnarfjarðar í kosningunum í vor, vinna bæinn af krötunum, komast úr minnihluta í meirihluta. Afgerandi stuðningur við oddvita * flokksins er nauðsyðlegur þegar takast þarf á við það verkefni. Með samstilltu átaki náum við árangri. Höfundur er verkfræðingur, verktaki og oddvití sj&lf- stæðismanna í Hafnarfirði. Ábyrg stjórnun — forsenda framfara eftirHelgu Ragnheiði Stefánsdóttur Sjálfstæðismenn í Hafnarfírði hafa löngum sætt því hlutskipti að vera í minnihluta í bæjarstjóm, en í því hlutverki hafa þeir borið gæfu til að veita öflugt aðhald með kröft- ugum málflutningi og áreiðanlega hafa þeir oft bjargað því að ekki fór verr en raun varð á. Þegar sjálfstæð- ismenn komust í aðstöðu til að eiga beina aðild að stjórn bæjarins urðu slík umskipti að bærinn gjörbreyttist til hins betra. Fjárhagur bæjarins var treystur. Bæjarlandið var stækk- að og ný byggingarsvæði skipulögð. Samið var um staðsetningu álverk- smiðju og hafnargerð. Skattar á ein- staklinga og fyrirtæki voru lækkaðir og ný öflug atvinnutækifæri urðu til í Hafnarfirði. Samið var um hita- „Traustur fjárhagur er forsenda allra fram- fara. Framfara sem við öll kjósum.“ veitu og sá samnihgur er vissulega ein besta kjarabót sem Hafnfírðing- um hefur hlotnast. Götur vom lagð- ar bundnu slitlagi og íbúamir fóra að njóta ánægju við ræktun eigin garða og snyrtingu húsa sinna. Jafn- framt var á vegum bæjarins gert stórátak í fegrun og snyrtingu sem enn má víða sjá merki um. Þáttaskil urðu 1986. Kratar kom- ust til áhrifa og skuldasöfnun hófst. Nú eru blikur á lofti þar sem meiri- hluti þeirra hefur komið fjármálum bæjarins á það stig að hættumerki eru ^"framundan. Skattpeningar Hafnfírðinga hverfa í greiðslur af- borgana og vaxta vegna skuldasöfn- unar, í stað þess að nýtast til upp- byggingar í þágu nýrra og arðsamra atvinnutækifæra í vaxandi atvinnu- leysi. Að undanförnu hafa komið fram hugmyndir í sambandi við afgreiðslu fjárlaga á Alþingi um að setja í stjórnarskrá ákvæði þess efnis að afgreiðsla fjárlaga með greiðsluhalla verði þinginu óheimil. Svipaðar hug- myndir tel ég að eigi rétt á sér á vettvangi sveitarstjórna. Athugandi er að í lög um stjóm sveitarfélaga verði sett ákvæði sem takmarki heimild þeirra til skuldsetningar við tiltekið hlutfall árlegra tekna. í þessu efni gildir um stjórn bæjar- mála hið sama og við rekstur heimil- is. Oskalistinn getur verið langur en útgjöld verður að takmarka við tekj- Helga Ragnheiður Stefánsdóttir. ur. Lántökur geta verið réttmætar, en á vettvangi bæjarmála því aðeins að til þeirra sé stofnað vegna varan- legra framkvæmda sem leiði til arð- semi og/eða sparnaðar sem réttlætir kostnað sem af lántökunni leiðir. í þessu tel ég að felist meginmunur milli ábyrgrar stjórnunar og óráðsíu. Meginmunur milli stjórnarhátta sjálfstæðismanna og stjórnar vinstri flokka. Hafnarfjörður á sér sögu, sögu sem við getum verið stolt af. Hér hófst útgerð þilskipa og síðar útgerð togara. Hér er vagga rafvæðingar og héðan var fyrsta símtal á ís- landi. Iðnaður í Hafnarfírði hefur verið í fremstu röð og við höfum átt merka brautryðjendur á sviði fræðslumála. í flestu félags- og menningarstarfí hefur Hafnarfjörð- ur verið sjálfum sér nógur og á sviði þjónustu og verslunar höfum við getað búið að eigin fyrirtækjum. í þessu felst styrkur Hafnarfjarðar. Við skulum minnast sögunnar. Traustur fíárhagur er forsenda allra framfara. Framfara sem við öll kjós- um. Við viljum öryggi barna okkar. Við viljum útrýma atvinnuleysi. Við viljum efla fagurt mannlíf í traustu bæjarfélagi. Til þess að vinna að þessum mark- miðum bið ég um góðan stuðning Hafnfírðinga í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins sem fer fram í dag og á morgun. Göngum sameinuð til öflug- rar sóknar í þágu Hafnarfjarðar. Höfundur er húsmóðir og tckur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. engu líkara en að hið opinbera hafí fyrir mörgum árum tileinkað sér lög og reglur EES og „gleymt“ hinum íslenzku. Áhrifin á ferðaþjónustuna í heild Nauðvörn og barátta leiðsögu- manna hefur eðlilega valdið mikl- um titringi hjá mörgum forsvars- mönnum fyrirtækja á öðrum svið- um ferðaþjónustunnar. Skiljanlega hafa allir, sem nálægt ferðaþjón- ustu koma, hagsmuna sinna og starfsfólks síns að gæta og for- dæma allar aðgerðir annarra, sem gætu skaðað þá. Þeir myndu þó ekki skirrast við að beita hnúum og hnefum í eigin baráttu, ef á þá yrði hallað. Það er búið að halla á alla ferðaþjónustuna lengi og greinahöfundur skilur ekki umburðarlyndið! Samtryggingin eða samsæri? Af undanfarandi greinum má vonandi ráða, að hér er a.m.k. um illvíga samtryggingu að ræða milli embættismanna þriggja ráðu- neyta. Ábyrgðinni á marggagn- rýndum, ólöglegum og vafasömum aðgerðum og aðgerðaleysi er dreift á margar herðar. Greinahöfundur hefði ekki trúað því svo staðfast- lega, að þannig væri í pottinn búið, ef hann hefði ekki orðið vitni að samtali tiltölulega nýskipaðs deild- arstjóra vinnumáladeildar félags- málaráðuneytis og líklega skrif- stofustjóra dómsmálaráðuneytis hinn 5. júní 1992 kl. 15.15 til 15.45. Viðbrögð undirritaðs voru þau að þreyja þorrann og kynnast betur vinnubrögðum þessa fólks, sem við neyðumst til að byggja traust okkar á í mörgum tilfellum, og skyggnast á bak við grímuna. Það var lærdómsríkt. Óneitanlega vaknar sú spurning, hvort við séum til fyrir embættis- mennina sem leiksoppar eða þeir fyrir okkur til þjónustu og trygg- ingar réttlátrar framkvæmdar laga og reglugerða. Vissulega eigum við mikið undir því, að embættis- menn okkar standi sig í starfí og misbeiti ekki völdum Sínum og skaði borgarana. Það má ekki verða til þess, að við skirrumst við fyrir hræðslu sakir að beita öllum löglegum ráðum til að veita þeim aðhald. Vonandi verða hin nýju stjómsýslulög, sem tóku gildi um síðustu áramót, og námskeiðahald fyrir fólk í opinberri þjónustu til þess að draga úr valdníðslunni. Athugasemd Gylfa Kristinsson- ar, deildarstj. í fmm. í Mbl. 17. jan. 1994: Gylfi er greinilega nýr starfskraftur í félagsmálaráðu- neytinu og hefur ekki sett sig inn í þessi mál. Það er alltaf erfitt að veija vondan málstað og hafa ekki annað að vopni en húsbóndaholl- ustuna. Sundurliðuð greinargerð hans sannar svo ekki verður um villzt, að annað eru orð en gerðir. Til hamingju með syndaaflausn Umboðsmanns Alþingis. Ómerkari skjöl hafa verið innrömmuð. Höfundur er leiðsögumaður og fararstjóri. lil iTTi mmilili ÉfnBn nemsDorp Tilboó fyrir hópa: 2.000 Kr. afsláttur á mann ef í hópnum eru 15 manns eöa fleiri. 40.000 kr. spamaður fyrir 20 manna hóp. Brottfarir á fimmtu-, föstu- og laugardögum. Heimflug á sunnu-, fuí öclnr iim 2 cch -í mvlur a mamirm i tvíbýli í2 ncetur og 3 dagadHotel __ ItoliaSari. Veittur er 5% staðgrciðsluafsláttur* í Lúxemborg bfóöum vtó gistingu á eftirtóldum gæóahótelum: Italia Sari, Delta, Pullman, Sheraton Aerogoif, Ibiz og Le Roi Dagobert. *M.v. að greitt sé með minnst 14 daga fyrirvara. Innifalið er flug, gisting, morgunverður og flugvallarskattar. Böm, 2ja - 11 ára, fá 10.500 kr. í afslátt. Börn að 2ja ára aldri greiða 3.000 kr. Enginn bókunarfyrirvari. Hafðu samband við söluskrifetofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18). Verslunargötur, verslunar- miOstöövar, „Kaktusinn", hagstæO innkaup. Góðir veitingastaðir, frábær matur, kaffihús, vínstofúr, skemmti- staðir, heillandi umhverfi, rómantík liðinna alda. Örstutt til vínræktarhéraða við Mosel, skemmtigarðar, útvistarsvæði, hlýlegar sveitir. Hjarta Evrópu. QA!l%AS/« <E>® FLUGLEIÐIR Truustur islenskur ferdafélagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.