Morgunblaðið - 30.01.1994, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 30.01.1994, Qupperneq 47
Demanturinn frá Dudley ir miklu áfalli. Það var ljóst að aldrei fékkst full reynsla á það, hversu liðið var megnugt í raun og veru, þegar það hefði hlotið fullan þroska. Matt Busby slasaðist illa og var í lífshættu. Hann var lengi á sjúkra- húsi í Múnchen. Það hefðu margir brotnað, við að verða fyrir eins miklu áfalli og Busby — að missa átta af drengjunum sínum á svipstundu. Þegar hann kom heim til Englands veitti eiginkona hans, Jean, honum mikinn stuðning og hvatti hann ein- dregið að fara sem fyrst á Old Traff- ord, þar sem mörg verkefni biðu hans. Það var lán í óláni að Jimmy Murp- hy, aðstoðarmaður Busbys, var ekki í flugvélinni — hann var á sama tíma að stjórna landsliði Wales í landsleik gegn ísrael í Cardiff. Á meðan Busby var á sjúkrahúsi í Múnchen, vann Murphy hörðum höndum í Manchest- er. Hans fyrsta verkefni var að stjórna liðinu í bikarleik gegn Sheffi- eld Wednesday á Old Trafford. Ljóst var að aðeins tveir leikmenn sem fóru til Belgrad, gætu leikið með — Harry Gregg og Bill Foulkes. Murphy keypti tvo leikmenn; Emie Taylor frá Blackpool og Stan Corowther frá Aston Villa, en aðrir leikmenn voru sóttir í varaliðið. Leikmenn United voru einkenndir með númerum í leik- skránni fyrir leikinn, en ekki nöfnum. Við upphaf leiksins féll Murphy sam- an og brast í grát — söknuðurinn var mikill. Shay Brennan, sem var vanur að leika sem hægri bakvörður í vara- liðinu, fékk það hlutverk að leika vinstra megin í sókn og skoraði hann tvö mörk í sigurleik, 3:0. Brennan fagnaði síðan Evrópumeistaratitli á Wembley tíu árum síðar, 1968, og þá sem bakvörður. Þegar Manchester United lék bikarúrslitaleikinn gegn Bolton á Wembley, náði Bolton að knýja fram sigur, 2:1, með því að Nat Lofthouse ruddi Harry Gregg, markverði, sem hélt á knettinum, inn fyrir marklínu. Manchester United vann AC Milan á Old Trafford, 2:1, í fyrri leik lið- anna í undanúrslitum Evrópukeppn- innar, en tapaði, 0:4, á San Siro-leik- vellinum í Mílanó. Busby gafst ekki upp Þrátt fyrir mótlætið gafst Matt Busby ekki upp. Hann steig mikið gæfuspor þegar hann keypti Denis Law frá Tórínó á Ítalíu í júní 1962 á 115 þús. pund, sem var metupphæð fyrir leikmann. Law v^r afbragðs knattspyrnumaður, sem virkaði eins og segull á áhorfendur líkt og Bobby Charlton. í febrúar keypti Busby skoska landsliðsmanninn Paddy Crer- and frá Celtic, sem féll vel að leikað- ferðum landa síns, Denis Law. Þeir félagar áttu stóran þátt í að United varð bikarmeistari 1963 með því að leggja Leicester að velli, 3:1. Sama ár kom knattspymukappinn George Best til Old Trafford, 17 ára. Law var útnefndur knattspymumaður Evrópu 1964 og hann skoraði 30 mörk fyrir Manchester United, þegar félagið endurheimti Englandsmeist- aratitilinn 1965 og styrkur liðsins var orðinn mikill 1967 þegar meistaratit- illinn vai^enn í höfn. Stóra stundin hjá Mátt Busby rann síðan upp 1968, þegar Manchester United lagði Real Madrid að velli, samanlagt 4:3 (1:0, 3:3) og komst í úrslitaleik Evrópu- keppni meistaraliða á Wembley 29. maí. Mótheijamir voru Eusebio og félagar hans hjá Benfica, eða stór hluti af portúgalska landsliðinu. Bobby Charlton (2), George Best og Brian Kidd skoruðu mörkin í sigur- leik, 4:1. Fögnuðurinn var geysilegur ! her- búðum Manchester United, en skugg- inn frá 1958 hvíldi enn yfir. 500 þús. íbúar Manchester, helmingur borgarbúa 1968, tóku á móti leik- mönnum þegar þeir komu heim með Evrópubikarinn í opnum tveggja hæða strætisvagni. Gleðin var þá mikil, en sorgin var einnig mikil þegar það fréttist 20. janúar sl. að Sir Matt Busby, sem var aðlaður 1969, væri látinn. Tug- þúsundir manna streymdu eftir Sir Matt Busby- strætinu, sem liggur að Old Trafford, lögðu blómvendi við völlinn og klukkan á skrifstofubygg- ingu félagsins, sem sýnir nákvæm- lega hvað klukkan var þegar slysið í Múnchen varð, 6. febrúar 1958, var þakin blómum. Leiðtoginn var fallinn, það var við hæfí að félagið geymdi Englands- meistarabikarinn þegar Sir Matt Busby féll frá. -'i'/l ó'iev munlrmarl i luunyqeimnH MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 30 JANUAR 1994 Duncan Edwards er sá leikmaður Manchester United, sem verður alltaf minnst sem besta knattspymu- mannsins sem hefur leikið á Old Trafford. „Ég hef leikið með og á móti mörgum frábærum leikmönn- um, en engum eins og Duncan. Hann hafði svo góð áhrif á leik okkar, að það var eins og liðið léki saman eins og einleikari. Pele var ekki eins sterk- ur og yfirvegaður og Duncan, en Duncan var ekki eins leikinn með knöttinn og Pele. Ef ég stæði nú á þeim tímamótum, að ég ætti eftir að leika knattspyrnu í mörg ár — og ég mætti velja einn leikmann til að leika við hlið mér, myndi ég velja Duncan," sagði knattspyrnukappinn Bobby Charlton, sem var einu ári eldri en Duncan. Þegar Duncan lést á sjúkrahúsi í Múnchen 21 árs, var hann búinn að leika 18 landsleiki, Bobby Charlton engan. Charlton átti eftir að leika 106 landsleiki og skora 49 mörk í þeim, sem er met. Duncan var yngsti leikmaðurinn sem hafði klæðst landsliðsbúningi Englands, þegar hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Skotlandi á Wembley — 18 ára og 183 daga gamall 1955. Duncan kom, sá og sigraði og einnig árið eftir, þegar hann fór á kostum í Berlín — skoraði fyrsta markið þegar Englendingar lögðu heims- meistara V-Þjóðveija, 3:1. Englendingar höfðu eignast leik- mann, sem átti eftir að fær þeim marga sigra. Með honum léku tveir aðrir leikmenn frá United, Roger Byrne og Tommy Taylor, sem skor- aði 16 mörk í 19 leikjum fyrir Eng- land. Englendingar fengu ekki lengi að njóta krafta þeirra, því að þessir þrír snjöllu leikmenn létust í flugslys- inu í Múnchen og Englendingar sökn- uðu þeirra sárt í heimsmeistara- keppninni í Svíþjóð 1958. Taylor lést strax, en Duncan sextán dögum síð- ar í sjúkrahúsi í Múnchen. Þrátt fyrir frægðina var Duncan langt frá því að vera spilltur og hann var laus við að láta velgengni sína stíga sér til höfuðs. Hann var mjög glaðlegur, vingjarnlegur og tillitsam- ur. „Hann var mér sem faðir,“ sagði Bobby Charlton. Þegar Sir Matt Busby og Jimmy Murphy komu inn í búningsklefa leikmanna I leikhléi, var Duncan vanur að slá á öxl þeirra og segja: „Úpp með léttleikann, pilt- ar, ég á eftir að skora nokkur mörk 5 seinni hálfleik." Murphy sagði eitt sinn um Duncan: „Hann er de- manturinn í skartgripaskríni Un- ited.“ Sagt er að ef Duncan hefði borið gæfu til lengra lífs, hefði hann tekið við heimsmeistarastyttunni á Wembley 1966, en ekki Bobby Mo- ore. Hann hefði staðið framar en Pele, Franz Beckenbauer og Johan Cruyff. Hann gat allt, hann vildi allt, knattspyrnan var hans líf og yndi. Hann réði yfir allri þeirri tækni, sem góður knattspymumaður þurfti; hafði gott vald á knettinum, skilning á leiknum, næmt auga fyrir samleik, var harður í horn að taka og hafði yfir að ráða geysilegri skothörku. Duncan Edwards varð fljótt átrún- aðargoð í Englandi og var þekktur undir nafninu „Stóri Dunk“ vegna þess hvað stór og sterkur hann var — stöðugur sem stórt eikartré. Eng- inn leikmaður hefur enn komið fram í Englandi, sem hefur snilldargáfu á við Duncan, sem gat leikið allar stöð- ur á vellinum. Yfirferð hans var geysileg — og krafturinn eftir því. Sjálfstraust hans var svo mikið. að það gerði honum kleift að fara fram í fremstu víglínu og skorað þijú mörk gegn landsliðsvörnum, draga sig síðan aftur og stjórna miðvallar- spilinu. Margar smásögur hafa myndast um þennan einstaka leikmann. Eitt sinn lék Duncan með enska landslið- inu gegn því welska. Svo skemmti- lega vildi til að þjálfari landsliðs Wales, var Jimmy Murphy, aðstoðar- maður Sir Matts Busby hjá United — og þekkti hann því Duncan vel. Murphy lagði sínum mönnum lífs- reglur fyrir leikinn og reyndi að telja sínum mönnum trú um, að þeir myndu vinna sigur á Englendingum. Þegar leikmenn hans hlupu inn á völlinn, hikaði einn þeirra, greip um handlegg Murphys og sagði: „Ég hef heyrt svo mikið talað um Duncan. Hvernig er best að leika gegn hon- um?“ Murphy svaraði að bragði, hreinskilinn að vanda: „Gerðu sjálf- um þér greiða — vertu ekki fyrir honum.“ Það var mikil sorg í Durley, heimabæ Duncans, þegar líkkista hans var flutt heim frá Múnchen, en hann var jarðsettur með viðhöfn. Sir Matt Busby sagði eitt sinn: „Við munum koma til með að sjá knatt- spyrnusnillinga aftur, en það mun aldrei verða til nema einn Duncan Edwards.“ dIIo Oom n yn Slr Matt Busby er hér ásamt Duncan Edwards, mesta knattspyrnumanni sem hefur leikið á Old Trafford. Duncan lést í Múnchen, 21 árs, en þá var hann búinn að leika átján landsleiki fyr- ir England. Sir Matt Busby lét glerskurðarmann hanna rúður í St. Francis-kirkjuna í Dudley, heimabæ Duncans. Sagt er að Sir Matt hafí alltaf tárast, þegar hann gekk fram hjá minningar- glugganum — en það gerði hann 6. febrúar á hveiju ári. Sir Matt gat aldrei sætt sig við hvað gerðist þennan dag í Múnchen 1958. Blll Foulkes og Bobby Charlton með Evrópubikarinn 1968. Þeir voru einu mennirnir sem léku þá gegn Benfica, sem lentu í flugslysinu í Múnchen. Kolanámudrengimir Þrír af þeim mönnum sem hafa markað hvað dýpst spor í knattspyrnuna á Bretlandseyjum, eiga það sameigin- legt að vera Skotar, og það sem meira er — þeir eru fæddir á 20 km svæði fyrir sunnan Glasgow. Það eru þeir Sir Matt Busby, sem lést úr blóðkrabba fyrr í þess- um mánuði, Bill Shankly, sem lést eftir hjartaslag 1981 og Jock Stein, sem lést eftir hjartaslag á Ninian Park í Cardiff, eftir landsleik Wales og Skotlands fyrir nokkr- um árum. Sir Matt Busby fæddist 1909 í Orbliston, Bill Shan- kley í Glenbuck 1913 og Jock Stein í Bambank 1922. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa unnið í kolanám- um áður en þeir helguðu sig knattspymunni — sem leikmenn og framkvæmdastjórar. Shankly var fram- kvæmdastjóri hins sigursæla liðs Liverpool, en Stein stjórnaði Celtic og undir hans stjóm varð félagið Skot- landsmeistari niu ár í röð. Hann var síðan framkvæmda- stjóri Leeds og þjálfari skoska landsliðsins. upp stigann Bobby Charlton, segir að eitt eftirminnilegasta augna- blik í lífí sínu, hafí verið á Russell hótelinu, eftir að United hafði orðið Evrópumeistari í Londonn 1968. „Fögnuðurinn var mikill, en ég ákvað að fara upp á herbergi — vildi hvílast og láta hugann reika. Þar sem ég lá í rúmi mínu, til að láta líða úr mér, líkamlega og andlega, heyrði ég skoska rödd sem ekki var hægt að villast á — hijóma upp stigann. Það var rödd Sir Matts, sem var að syngja: „What a Wonderful World." „Allir þekktu Sir Matt og Edwards“ Egidius Braun, forseti knattspyrnusambands Þýska- lands, sagði í Manchester, þegar dregið var í Evrópu- keppni landsliða, að fólk í Þýskalandi væri ekki búið að gleyma hinu hryllilega flugslysi í Múnchen 1958. „Margir í Þýskalandi þekkja ekki marga af frægustu leiðtogum og stjórnmálamönnum heims, en það þekkja allir Sir Matt Busby og Duncan Edwards." „Stór Qölskylda“ Nobby Stiles, sem varð heimsmeistari með Englandi 1966 og Evrópumeistari með United 1968, sagði að Sir Matt hafí verið stórkostlegur persónuleiki. „Þegar ég kom til Old Trafford 1957, var Sir Matt búinn að ná fjölskylduandrúmslofti. Við vorum eins og ein stór ijölskylda. Eitt mitt fyrsta verkefni var að pússa skó eldri leikmannanna. Það var enginn eins og Sir Matt. Þó við töpuðum leikjum illa, missti hann aldrei stjórn á skapi sínu og maður heyrði hann aldrei skammast." „Stórkostlegt lið“ Sir Matt Busby sagði eitt sinn um liðið sem lék í Belgrad að það hafí verið skipað svo góðum leikmönnum að erfítt hefði verið að vinna sæti þeirra næstu tiu árin á eftir. „Leikmenn mínir voru þannig, að mér fannst stund um að móthetjarnir hefðu þurft að skora mark hjá okkur fljótlega — aðeins til að kveikja neistann, þannig að leikmenn mínir léku eftir það eins og þeir gerðu best.“ Jef Mermans, þjálfari Anderlecht, sem mátti þola stórtap, 0:10, fyrir United í Evrópukeppni meistaraliða 1966-57, sagði eftir leikinn: „Hvers vegna er liðinu ekki teflt fram sem landsliði Englands. Sterkasta lið Ungveijalands hefði aldrei náð að leika okkur svo grátt"

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.