Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994 Ég veit að þú varst lyftinga- meistari 6. bekkinga á Pat- reksfirði í gamla daga, en getur ÞU aldrei gleymt því? Þegar þú lýstir honum, hélt ég að þú værir að grínast. í 4 Framtalsaðstoð - Skatttrygging Get bætt við einstaklingum með og án reksturs. Innifalið í gjaldtöku er svonefnd skatttrygging, en hún felst í því að framteljandi hefur með einu gjaldi í upphafi greitt fyrir: 1. Framtalsaðstoð. 2. Skattútreikning. 3. Svör við hverskonar fyrirspurnum frá skattyfir- völdum. 4. Kærur til skattstjóra og æðri yfirvalda. 5. Munnlegar upplýsingar um skattamál viðkomandi allt árið 1994. Upplýsingar, tímapantanir og frestbeiðnir veittar á skrifstofu minni kl. 9.00-17.00 alla virka daga. Notaðu tækifærið og tryggðu þér áratuga reynslu undirritaðs meðan færi gefst. Bergur Guðnason, lögfr. - Skattþjónustan, Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík. Sími 682828 - Fax 682808. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Þingmenn þjóni fólk- inu sem kýs þá! Frá Sævarí Þór Jónssyni: Alþingismenn eru kosnir af fólk- inu í landinu og eiga að vinna fyrir fólkið í landinu. Þeir eiga að bæta hag þess. Það sést þó ekki. Svo er að sjá sem þeir hugsi aðeins um eigin hag. Kannski er ástæðan sú að kjósendur geri þeim ekki nógu ljóst, að þeir eru starfsmenn al- mennings. Fólkið verður að gera þessum háu herrum ljóst hjá hverjum þeir eru í vinnu. Það þarf að sýna þingmönn- um að þeir geti ekki boðið fólkinu Frá Siguijóni Davíðssyni: Fyrir skömmu ritaði blaðamaður- inn, bóndinn, skáldið og Skagfirð- ingurinn Magnús H. Gíslason all- langa grein í Velvakanda um tilurð ljóðsins „Undir bláhimni" sem hann orti fyrir margt löngu við farmanna- leg eða sjómannalag (höf. óþekktur). Fyrir alit að 60 árum söng ungt fólk þetta lag með texta eftir Arn- firðinginn Sigfús Elíasson. Sigfús var fæddur og alinn upp í Selárdal í Arnarfirði, vandist sjómennsku á ungum aldri bæði á smábátum og þilskipum og þekkti því sjómannslíf- ið af eigin raun. Sigfús gaf út ljóða- kver um 1940 og þar er kvæðið „Kveðja farmannsins“, sem Magnús vitnar í. Sigfús gerðist hárskeri og vann við iðn sína nokkur ár á Akur- eyri og síðar í Reykjavík, þar sem hann stofnaði og rak Dulspekiskól- ann, sem ég kann ekki frekari skil á. í landinu hvað sem er og ætlast til þess að það þegi. Fólk er búið að gleypa of mikla kúgun frá þessum svokölluðu háu herrum. Einhvern tíma verðum við að segja stopp og rísa upp og sýna að ekki er hægt að bjóða okkur hvað sem er. Þeir skera niður allt, sem fyrir verður, og segja, að ekki séu til peningar. Ekki sést peningaskort- urinn í bílakosti þeirra. Það er víða hægt að spara annars staðar en í brýnustu nauðsynjum fólksins. Og meðan þeir spara í heilbrigðis- og félagsmálakerfum byggja þeir Ljóð Magnúsar er fagurt, en er að ófyrirsynju troðið við tregafullt sjómannalag, sem dægurlagasöngv- arar og samkórar syngja á manna- mótum og síðar glymur það oft í útvarpi. Vafalaust má deila um skáldskapargildi á kvæði Sigfúsar, en þar sem Magnús er gott skáld er hér með skorað á hann að yrkja jafn fagurt sjómannakvæði við til- greint lag og mansöngur hans er, sem nú fylgir laginu, sem óneit- anlega minnir frekar á skagfirska sveitasælu en rómantískt sjómanna- lag, og koma því á framfæri í blöð og aðra fjölmiðla. Vonandi tæki hljómlistar- og söngfólk það upp í nýjum flutningi og allir mundu njóta þeirra áhrifa (stemmningar) sem því var upphaflega ætlað að veita. SIGURJÓN DAVÍÐSSON, Álfhólsvegi 34, KópavogL glæsibyggingar. Væri ekki hægt að nota þessa glæsibyggingaijármuni til þyrlukaupa? Hvað myndi sparast ef við létum þingmennina ganga eða taka strætó? Heilbrigðiskerfið þjónar þörfum okkar allra. Það þjónar hagsmunum almennings betur að skera niður í yfirbyggingunni, til dæmis í ferða- og risnukostnað ráðherra og emb- ættismanna, en í heilbrigðisþjón- ustunni. Ef þessir herrar geta ekki verið án jeppa þá gæti Lödu-jeppi verið góður kostur! Einstaklingur, sem þarf að sjá fyrir fjölskyldu og fær til dæmis um eða rétt yfir 45 þúsund krónur í laun á mánuði, getur naumast greitt skatta, sem af honum er krafist, t.d. í vöruverði. Það er ekki sífellt hægt að hækka skattana en halda laununum niðri. Mér finnst að þjóðemiskennd okkar hafi sett niður á þessum þrengingartímum. Mér er t.d. spurn: kannt þú, sem þetta lest, íslenska þjóðsönginn? Það sýnir galla á skólakerfínu ef þar er ekki lengur lögð áherzla á það kenna börnunum þjóðsögninn. Ég tel að ríkisstjórnin eigi að selja útvarpið og sjónvarpið. Fjöl- miðlar eiga ekki að lifa á því að fólkið í landinu sé neytt til að borga áskrift að þeim. Brýtur slíkt ekki gegn almennum mannréttindum? Eg vil meiri jöfnuð milli manna. Það er kominn tími til þess að stjórn- málamenn hjálpi þeim, sem mest þarfnast hjálpar, fremur en hinum sem hafa meir en nóg. SÆVAR ÞÓR JÓNSSON, nemi, Langholtsvegi 97, Reykjavik. Undir bláhimni Víkveiji skrifar Víkveiji les það út úr fréttum og umsögnum _ hagfræði- þenkjandi fólks að við íslendingar náum kreppubotningum á þessu nýbyijaða ári — og að hægrar upp- sveiflu gæti á haustmánuðum. („Undir septembersól brosti sumar- ið fyrst“!) Þá verða að baki sex eða sjö kreppuár, sem leikið hafa þjóð- arbúið, fólk og fyrirtæki, grátt, suma mjög grátt. Bakland gjaldþrota, sem krepp- an kallaði fram, og ekki síður afleið- ingar, eru þyngri en tárum taki. Gjaldþrot einstaklings eða fyrirtæk- is hafði ekki einungis niðurbijótandi áhrif á hvem þann, sem varð gjald- þrota, heldur jafnframt á aðra, er sitja uppi með ónýtar skuldakröfur. Þannig getur, svo dæmi sé tekið, gjaldþrot stórs og illa skuldsetts fyrirtækis leitt til Ijöldagjaldþrota einstaklinga og smærri fyrirtækja. xxx Stóri bróðir, ríkið, hefur einnig farið mjög illa út úr kreppu- gjaldþrotum. Tjóni ríkissjóðs má skipta í fjóra tegundaflokka: 1) Afskrifaðir, tapaðir skattar og gjöld, 2) útgjaldaauki vegna ógreiddra launa fólks hjá gjaldþrota fyrirtækjum og vegna aukinna at- vinnuleysisbóta, 3) töpuð útlán banka og lánasjóða í eigu ríkisins, sem nema hrikalegum íjárhæðum og 4) skattatap vegna minni gjalö-. stofna, það er vegna færri starfa og minni umsvifa í atvinnu- og efnahagslífi. Fjármálaráðherra svaraði fyrir skömmu fyrirspurn um tjón ríkisins vegna gjaldþrota. Fram kom í svari hans að afskrifuð opinber gjöld og kröfur ársins 1991 námu 2.170 m.kr. og ársins 1992 3.477 m.kr. Þá kom einnig fram að beinn kostn- aður ríkissjóðs vegna ríkisábyrgða á launum í gjaldþrotum nam, 490 m.kr. 1991 og 543 m.kr. Í992. Afskrifuð og töpuð útlán ríkisbanka og íjárfestingarlánasjóða í eigu rík- isins námu samtals hvorki meira né minna en 3.444 m.kr. 1991 og 3.944 m.kr. 1992. xxx að undrar engan, sem gerir sér grein fyrir þeim milljarða- skelli hins opinbera, sem hér um ræðir, þótt harðnað hafi á dal ríkis- búskaparins — og að þar hafi þurft að herða lítillega eyðsluólar. Sú spurning hlýtur samt sem áður og óhjákvæmilega að vakna, hvort ríkisbankar og fjárfestingar- lánasjóðir í eigu ríkisins hafi ekki riðið heldur rösklega og ógætilega úr hlaði lánveitinga síðustu tíu, fimmtán árin, þegar þess er gætt, að afskrifuð útlán vegna gjaldþrota námu 1.484 m.kr. 1990, 3.444 m.kr. 1991 og 3.944 m.kr. 1992. Hér er um endanlega afskrifaðar kröfur að ræða í kjölfar gjaidþrota- skipta; ekki eru meðtalin framlög á afskriftarreikninga til að mæta áætluðum útlánatöpum framtíðar- innar! Það er að minnsta kosti ekki óeðlilegt að hinn venjulegi laun- þegi/skattgreiðandi, sem sætt hefur minni atvinnu og hærri sköttum í kreppunni, og er „meðábekingur" stóra bróður á öllum „áhættuvíxl- um“ ríkisbanka- og ijárfestingar- lánasjóðanna, staldri við og krefjist skýringar á ósköpunum. XXX Víkveiji fylgdist forvitinn með prófkjörsspennu Sjálfstæðis- flokksins bæði í Hafnarfirði og Reykjavík, þar sem nokkuð á annan tug þúsunda kjósenda raðaði fólki á framboðslista í þessum tveimur sveitarfélögum. Hann mun einnig gefa 4.- og 9.-sætis prófkjöri krata í höfuð- borginni hornauga nú um helgina, þótt það sigli trúlega' lygnari sjó en hjá Sjálfstæðisflokknum. Og að sjálfsögðu mun hann fylgj- ast með jarðhræringum í forvali þeirra allaballa, sem eru nægjan- lega gamalgrónir i flokkshettunni til að vera með í skjálftanum. Á þeim bænum spretta kærleiksblóm- in, sem fyrr, kringum hitt og þetta, og verða að lyktum kórónan á glundroðans einingu á listanum sem maddama Framsókn leiðir til kosn- inga að vori í höfuðborginni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.