Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.02.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1994 B 27 Hudson-vél á flugi yfir suður- strönd íslands. Henni hlekktist á í lendingu á Hornafirði og á myndinni til hægri má sjá vél- ina þar sem hón er dregin á pramma til Hornafjarðar, en áhöfnin vann í sjö vikur við að bjarga henni. Reykjavíkur- flugvöllur tilbú- inn til notkunnar vegna orustunn- ar um Atlants- hafið. Hann var formlega tekinn í notkun 4. júní 1941. Með til- komu vallarins komst ísland í loftsamband við umheiminn. SlMTALID . . . ER VIÐ ERIKBRYNJÓLFSSON Tölvuvæðing ogfhunleiðni 901-617-2531000 MIT, góðan dag. - Já, get ég fengið samband við prófessor Erik Brynjólfsson hjá Sloan School of Manage- ment. Andartak. Halló. - Góðan dag, ég heiti Páll Þórhallsson blaðamaður á Morgunblaðinu. Er þetta Erik Brynjólfsson? Já. - Ég var að lesa í The Eco- nomist um rannsóknir þínar á áhrifum tölvuvæðingar á fram- leiðni fyrirtækja. Nafnið vakti athygli mína, ertu af íslenskum ættum? Já, reyndar. Faðir minn, Ari Brynjólfsson, er Akureyringur. Ég fæddist í Danmörku en ólst upp í Bandaríkjunum. - Hefurðu komið til íslands? Já, nokkrum sinnum. Ég á þar ættingja eins og Áslaugu Brynjólfs- dóttur fræðslu- stjóra. - Gætirðu sagt mér frá rannsóknum þínum? Tilgangur- inn var að at- huga hvort fyrirtæki sem fjárfesta í tölvum njóti góðs af. Með því að bera saman fjárfestingar í tölvum og aðrar fjárfestingar kom í ljós að framleiðni eykst mjög mikið. Fjárfestingin skilar'sér rúmlega 50% á ári. Fjárfesting- ' ar í annarri tækni skila sér alls ekki eins vel. - Hversu umfangsmikil var rannsóknin? Rannsóknin tók nokkur ár og við fengum upplýsingar hjá 380 bandarískum stórfyrir- tækjum bæði í framleiðslu og þjónustu. - Skila fjárfestingar í tölv- um sér jafn vel hjá öllum fyrir- tækjum? Nei, það er atriði sem ég er að byrja að athuga núna. Meðaltalið er hátt en munur milli fyrirtækja er einnig mikill og þjá sumum fyrirtækjum getur tölvuvæðing leitt til minni framleiðni. Það virðist svo sem stjórnunarhættir ráði úrslitum. Fyrirtæki sem endur- skoða stjórnunarhætti um leið og tölvuvæð- ing á sér stað græða mikið en þau sem bæta bara tölvum við án þess að end- urskoða stjórnun fá lítið fyrir sinn snúð. - Ég þakka spjall- ið. Sömuleið- is, blessaður. I e FRÉTTALJÓS ÚRFORTÍÐ Tækniframfarir fyrir hálfii öld TÆKNIFRAMFARIR í fjarskiptum fara nú svo geyst að menn mega hafa sig alla við að fylgja þeim eftir. En allt er afstætt. Það getur því verið gaman að sjá í meira en hálfrar aldar gamalli frétt frá Vilhjálmi Finsen ritsljóra í Aftenposten haustið 1936 hvar íslend- ingar voru staddir og hvers þeir væntu í fjarskiptum. Fyrirsögnin er: Það verður ódýrara að tala við ísland! Viðtal við Hliðdal lands- símastjóra frá Reykjavík: Póst og símasmálastjóri íslands, herra Guðmundur Hlíðdal, hefur verið nokkra daga í Osló í stjórnarerindum. Hann sat nýlega ráðstefnu norrænu símastjóranna í Stokkhólmi, var síðan í Kaup- mannahöfn og í Berlín og London einkum til að ræða við hlutaðeig- andi stjórnarvöld um talsímasam- bandið við ísland, en það mál snert- ir mjög norska hagsmuni. En loft- skeytatalstöðin var opnuð í fyrra (1935) og hefur sambandið reynzt ágætlega Reksturinn hefur gengið miklu betur, en við dirfðumst að vona. Fyrsta árið fóru fram samtöl við útlönd í samtals 7.638 mínút- ur, og af þeim voru 26% til Nor- egs, eigi lítill hluti. Við sendum einnig út veðurfregnir frá stutt- bylgjustöðinni. Er ekki stöðin líka notuð til út- varps? Jú, á hveijum sunnudegi sendum við fréttir og upplýsingar um ísland á 24 metra bylgjulengd, venjulega á nokkrum tungumálum og á íslensku til íslendinga vestan hafs. Og loks notum við stöðina sem varastöð, ef sæsíminn skyldi bila. Stöðin hefur reynzt alveg ágætlega. En það er dýrt að tala við ís- land, skjótum vér inn í! Já, en nú verður það brátt ódýrara. Sem stendur kostar það 10 krónur á mínútu. En nú hef ég talað við rétta hlutaðeigendur í Kaupmanna- höfn og London - um lækkun gjaldsins. Við viljum helzt lækka gjöldin um helming, þá mun sam- talafjöldinn aukast, hygg ég, segir hr. Hlíðdal. Norsku og dönsku yfir- völdin styðja okkar málstað, og er það okkur mikill stuðningur, er við nú fyrir alvöru förum að semja við Bretana. En hvernig er með sjálfvirka talsímann, sem Elektrisk Bureau iogni.ö9tt ln olilioiina oöo iO|iná Teikning af Guðmundi Hlíðdal, sem fylgdi frétt Finsens. byggði í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Hefur hann ekki reynst vel? Stöðin er alltof lítil. Það verður að stækka stöðina Sem allra fyrst, og ég hef verið í samningum við Elekt- risk Bureau um það þessa dagana. Upprunalega var stöðin ætluð fyrir 5.000 númer, 4.000 fyrir Reykjavík og 1.000 fyrir Hafnarfjörð. í báð- um borgunum bíður fjöldi manns eftir að fá númer, og hafa beðið lengi, svo við verðum að stækka stöðina sem fyrst. Ætlið þér að kaupa viðbótina hjá Elektrisk Bureau? Það get ég ekkert sagt um að svo stöddu! Samningar um það eru ekki komn- ir svo langt. En mér finnst eðlileg- ast, að sú verksmiðja sem byggði stöðina, verði einnig látin sjá um viðaukann. 1 bnatl -go ie bv bjrrmcj oij'iu^oj. L i I L A N D » Landsbanki (slands auglýsir nú fimmta árið í röð eftir umsóknum um NÁMU-styrki. Veittir verða 7 styrkir. Einungis aðilar að NÁMUNNI, námsmannaþjónustu Landsbanka (slands, eiga rétt á að sækja um þessa styrki. IH Allir þeir sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI fyrir 15. mars 1994 eiga rétt á að sækja um styrk vegna þessa námsárs. 1 Hver styrkur er að upphæð 150 þúsund krónur. Þeir verða afhentir í apríl 1994 og veittir NÁMU-félögum skv. eftirfarandi flokkun: 2 styrkir til háskólanáms á íslandi, 2 styrkir til náms við framhaldsskóla hérlendis, 2 styrkir til fram- haldsnáms erlendis og 1 styrkurtil listnáms. g[ Umsóknum ertilgreini námsferil, námsárangur, heimilishagi og framtíðaráform, skal skilað til Lands- banka (slands eigi síðar en 15. mars næstkomandi. I§[ Umsóknir sendist til: Landsbanki (slands, Markaðssvið b.t. Berglindar Þórhallsdóttur Bankastræti 7,155 Reykjavík Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Y ■ f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.