Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 1
 BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1994 ÞRIDJUDAGUR 15. FEBRUAR BLAÐ adidas Scott Williams hjá Chicago Bulls leikur í Adidas körfuboltaskóm i. VETRARÓLYMPÍULEIKARNIR í LILLEHAMMER FRJÁLSAR; EITT ÍSLAMDSMET BÆTT OG TVÖ JÖFNUÐ Á MEISTARAMÓTINU / B8 „Dreymdi aldrei um guM“ - sagðiThomas Alsgaard, 22 ára Norðmaðursem skaut „kónginum" Birni Dæhlie ref fyrir rass og sigraði óvænt en ótrúlega glæsilega í 30 km göngunni í gær THOMAS Alsgaard, 22 ára Norðmaður, kom skemmtilega á óvart í gær er hann sigraði í 30 km göngunni. Björn Dæhlie, landi hans, sem var talinn sigurstranglegastur varð að láta sér iynda annað sætið, þó svo hann segist líklega aldrei hafa geng- ið eins vel og í gær. ÁSTA S. Halldórsdóttir frá ísafírði keppir í risasvigi í Lillehammer í dag og hefst keppnin kl. 10.00 að íslenskum tíma. Hún hefur rásnúm- er 49 af 57 keppendum. Eftir risa- svigið í dag ætlar Ásta til Áre í Svíþjóð. Þar keppir hún í svigmóti á laugardaginn. Hún ætar síðan að æfa þar fram yfir helgi. Næsta grein hennar á ÓL er stórsvig á fimmtudaginn í næstu viku. Of stór augjýs- ing færði ís- lendinga upp ÍSLENSKU göngumennirnir færð- ust upp um eitt sæti (Daníel úr 39. í 38. og Rögnvaldur úr 68. í 67. sæti) eftir að ljóst var að tékknesk- ur göngumaður var dæmdur úr leik vegna þess að hann var með of stóra auglýsingu- á búningi sínum miðað við þær reglur sem gilda. Alsgaard er 22 ára sem fyrr seg- ir og hefur verið kallaður krón- prinsinn í hópi norskra skíðagöngu- manna. Hann er nú jafngamall og Svíinn Gunde Svan er hann varð Ólympíumeistari í skíðagöngu í fyrsta skipti. Svan náði fjórum Ölympíutitlum á ferlinum, varð sex sinnum heimsmeistari og sigraði á 30 heimsbikarmótum, sem er met. Sérfræðingar telja að Alsgaard hafi alla burði til að feta í fótspor heims- ins bestu göngumanna og verða næsta stórstjarnan í þeirra hópi. Sjálfur hafði hann ekki geit sér nein- ar gyllivonir fyrir keppnina í gær: „Ég taldi mig eiga veika von á að vinna bronsið, ef allt gengi upp hjá mér. Mig dreymdi aldrei um gull,“ sagði hann þegar sigurinn var í höfn. Hackl braut blað George Hackl frá Þýskalandi braut blað í sögu Ólympíuleikanna í gær er hann varð fyrstur til að veija ólympíutitilinn í sleðakeppni ein- staklinga. Hackl, sem er 27 ára, á silfurpening frá Ólympíuleikunum í Calgary auk gullsins frá Albertville og er sigursælasti sleðamaður í ein- staklingskeppni í sögu ÓL. Óheppnin eltir Jansen Dan Jansen frá Bandaríkjunum er besti skautahlaupari heims í styttri vegalengdum, heimsmeistari og heimsmethafi, en eitt virðist honum ekki eiga að takast; að sigra á Ólympíuleikum. Hann tekur nú þátt í fjórðu Ólympíuleikunum í röð og hefur aldrei unnið til verðlauna. Mörgum er í fersku minni er hann datt í 500 m hlaupinu í Calgary fyr- ir sex árum, skömmu eftir að hann fékk þær fréttir að systir hans hefði látist úr hvítblæði. í gær fipaðist ■hann í síðustu beygjunni og varð aðeins í áttunda sæti. Rússar fögn- uðu tvöföldum sigri, en voru fljótir að vorkenna Bandaríkjamanninum. Sögðu hann bestan, þrátt fyrir allt. ■ Nánar / B4-B7 Daníel sá íshokkfleik DANÍEL Jakobsson fór í fyrsta sinn á íshokkíleik í gærkvöldi ásamt Ólafi Björnssyni, aðstoðarmanni og Bo Eriksyni gönguþjálfara. Þeir sáu Finna bursta Rússa 5:0 í Hákonar- höllinni í Lillehammer í gærkvöldi. „Ég veðjaði á Rússa fyrir leikinn, en þegar Finnar voru komnir í 5:0 fórum við út,“ sagði Daníel. ÁstatilÁre Kristinn tilbú- inn í slaginn eftir veikindi KRISTINN Björnsson hefpr átt við veikindi að stríða og gat því ekki tekið þátt í opnunarhátíðinni í Lille- hammer á laugardaginn. Hann hef- ur verið í Geilo og æfði í fyrsta sinn í gær í meira en viku og sagðist vera að ná sér og tilbúinn í slag- inn. Hann kemur til Lillehammer í dag ásamt Hauki Arnórssyni sem var með honum í Geilo. Fyrsta keppnisgrein þeirra á ÓL er risa- svig á fimmtudaginn. Langbestur THOMAS Alsgaard kemur í markið í 30 km göngunni í gær, við gífurlegan fögnuð 30.000 áhorfenda sem héldu uppi frábærri stemmningu við keppnisbrautina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.