Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994 B 7 m göngunni ígær hér á krónprinsinum, Thomasi Alsgaard. gunnar ad sætta sig við fjórða sætið eins í Sarajevo 1984. Eini möguleiki Banda- ríkjamannsins á ÓL-verðlaunum er í 1.000 m hlaupinu á föstudag. Rússar fögnuðu tvöföldum sigri í gær. Alexander Golubev varð fyrstur á nýju ólympíumeti, 35,76 sek. og Sergej Klevtsjenya í öðru sæti. Manabu Horti frá Japan nældi sér í bronsið. Þjálfari Rússa sagði eftir hlaupið: „Eg get ekki annað en vor- kennt Jansen. Hann er bestur en get- ur samt ekki unnið til verðlauna á Ólympíuleikum." Hættið að berjast, hættið að drepa, leggjið niður vopnin - sagði Samaranch, forseti IOC og beindi orðum sínum til Sarajevo SAUTJÁNDU vetrarólympíu- leikarnir voru settir í Lilleham- mer í Noregi á laugardag að viðstöddum 40.000 áhorfend- um. Dagskráin tók mið af norsku þjóðlífi og á skemmti- legan hátt var tekið á baráttu Norðmanna í gegnum aldirnar við móður náttúru. Hápunktur athafnarinnar var þegar Stein Gruben stökk með eldinn af 120 m háum skíðastökkspallin- um skömmu eftir að Haraldur konungur hafði sett leikana, en áhrifaríkust voru orð Juans Antonios Samaranch, forseta Alþjóða ólympíunefndarinnar, sem bað um stutta þögn til að vekja athygli á ástandinu í Sarajevo, þar sem leikarnir voru haldnir fyrir 10 árum. Hann beindi orðum sínum til stríðandi afla: „Hættið að berj- ast, hættið að drepa, leggjið niður vopnin." Hátíðin stóð yfir í tvær stundir og létu viðstaddir kuldann ekki á sig fá. Tveir fallhlífastök- kvarar svifu úr háloftunum með norska fánann og Thor Heyerdahl og Liv Ullman buðu viðstadda vel- komna. Heyerdahl minnti á að þetta væri í annað sinn, sem Norðmenn héldu Vetrarólympíuleika, en þeir voru í Osló 1952. Leikkonan árétt- aði samþykkt Sameinuðu þjóðanna um að 1994 væri ár íþróttanna. Fólk væri samankomið í Lilleham- mer til að kynnast og eignast nýja vini, mikilvægast væri að vera með en ekki að sigra. Gerhard Heiberg, formaður mótshaldara, tók undir orð forseta IOC og sendi íbúum Sarajevo sam- úðarkveðjur frá Lillehammer. Tæp- lega 2.000 íþróttamönnum frá 69 þjóðum var vel fagnað, en á eftir þeim komu 400 börn, dansarar í þjóðbúningum og hestar með sleða. Hátíðinni lauk með mikilli flugelda- sýningu, en áður tendraði Hákon krónprins ólympíueldinn, sem logar til 27. febrúar. Reuter í minningu látinna í Sarajevo HÁPUNKTUR setningarathafnarinnar á laugardag; risastór egglaga hnöttur birtist upp úr jörðinni, opnaðist, og út úr honum svifu friðardúfur úr plasti til himins. Þær voru hugsaðar til að_ minnast á táknrænan hátt þeirra sem látist hafa í Sarajevo, þar sem vetrarólympíuleikarnir fóru fram fyrir 10 árum. Á efri myndinni er Juan Antonio Samaranch, for- seti alþjóða Ólympíunefndarinnar. Samaranch farínn til Sarajevo JUAN Antonio Samaranch, forseti alþjóða ólympíunefndarinn- ar (IOC) hélt í gær frá Lillehammer í heimsókn til hinnar stríðs hrjáðu Sarajevo, höfuðborgar Bosníu. Vetrarólympíuleikarnir voru haldnir í Sarajevo fyrir 10 árum. Tilgangur heimsóknarinnar nú er að sýna samstöðu ólympíu- hreyfingarinnar með íbúum borg- arinnar, sem verið hefur umsetin lengi, og ítreka enn beiðni IOC um ólympíugrið — að allir stríðandi aðilar í lýðveldum fyrrum Júgó- slavíu leggi niður'vopn meðan á leikunum í Lillehammer stendur. Ekki er ljóst hvenær Samaranch kemur til Sarajevo, og af öryggisá- stæðum var ferðaáætlunin ekki gefin upp, en vitað er að flogið var í einkaþotu. Óstaðfestar fregnir hermdu að hann hefði flogið til Zurich í Sviss, færi þaðan til Split í Króatíu og áfram til Sarajevo, þangað sem hann væri væntanleg- ur á morgun, miðvikudag. Harding fær að taka þátt TONYA Harding tekur þátt í listhlaupi á skautum á Olympíuleik- unum f Lillehammer. Þetta varð Ijóst á laugardag, þegar banda- ríska Ólympíunefndin ákvað að fresta frekari rannsókn á meintri aðild hennar að árásinni á Nancy Kerrigan, félaga hennar í banda- ríska landsliðinu. Ráðist var á Kerrigan í Detroit 6. janúar sl., á æfingu fyrir bandaríska meistaramótið, og hún barin í annað hnéð með kúbeini. Kerrigan gat ekki tekið þátt í mót- inu. Harding sigraði og hlotnaðist þannig réttur til keppni í Lille- hammer, en síðar kom í ljós að meðal þeirra fjögurra sem skipu- lögðu árásina á Kerrigan voru fyrr- um eiginmaður Harding og lífvörð- ur hennar, og hafa þeir haldið því fram að hún hafi verið með í ráð- um. Því neitar Harding staðfastlega og hefur ekki verið ákærð. Bandaríska Ólympíunefndin hafði ráðgert að fram færi sérstakt réttarhald í málinu í Osló 18. febr- úar, þar sem ákveðið yrði hvort Harding fengi að keppa á leikunum eða ekki. Harding höfðaði mál á hendur nefndinni vegna þessa og krafðist 25 milljóna dollara — and- virði 1,8 milljarðs króna — í skaða- bætur, auk þess sem hún reyndi að fá lögbann sett á fyrirhugað réttarhald í Osló. Á laugardag sætt- ust forkólfar Ólympíunefndarinnar á að fresta réttarhaldinu og Hard- ing féll frá kröfum sínurn. Listhlaupskeppni kvenna hefst föstudaginn 23. febrúar. Harding var sigui-viss þegar ljóst var að hún fengi að keppa; sagðist nú fá tæki- færi til að sýna_ umheiminum að hún gæti unnið Ólympíugull. Talið er að þær stúlkur sem berjist muni um sigur verði, auk Harding og Kerrigan, þær Surya Bonali frá Frakklandi, Oskana Baiul frá Úkra- ínu og kínverska stúlkan Chen Lu. Reuter Kerrigan hress NANCY Kerrigan hefur æft í Lillehammer síðustu daga. Hér gantast hún við þjálfara sína á sunnudaginn. Tilkynnt hefur verið að hún og Harding muni æfa saman í skautahöllinni; þær neituðu báðar að æfa sitt í hvoru lagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.