Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 Umboðsmaður bama eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Frumvarp um stofnun umboðs- manns barna liggur nú fyrir Al- þingi. Verði það að lögum er stigið mjög mikilvægt skref til að tryggja betur hag og réttindi barna í þjóðfé- laginu. Hér er um mikið mannréttinda- og réttaröryggismál að ræða. Þetta vegur ekki síst þungt fyrir þær sakir að böm og ungmenni á aldrin- um 0-18 ára, sem frumvarpinu er ætlað að ná til, eru mun stærri hluti af heildarmannfjölda hér á landi en í vestrænum löndum, eða tæp 30% á meðan þessi aldurshópur er í flest- um vestrænum löndum 20-25% af mannfjölda. Réttindi barna Umræður um málefni barna, réttarstöðu þeirra og réttaröryggi hafa vissuleg verið ofarlega á baugi undanfarin ár, jafnt á alþjóðavett- vangi sem og meðal einstakra þjóða. í kjölfar þeirrar umræðu samþykktu Sameinuðu þjóðirnar samning um réttindi barna, Bama- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Starfsemi og stofnun umboðsmanns fyrir börn er í rökréttu samhengi við þá þróun sem orðið hefur á al- þjóðavettvangi. Það felur í sér að litið er á böm sem sjálfstæðan rétt- indahóp og að enn frekari ráðstaf- anir en þegar hefur verið gripið til verði að gera til að vemda réttindi þeirra. Þessar ráðstafanir lúta öðm fremur að atriðum eins og þróun löggjafarinnar og framkvæmd hennar og í raun og veru hvaðeina sem börn snertir. Hafa verður í huga að skipulag idec MIGRO-1PLC IÐNAOARTÖLVUR á hagstæðu verði = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 samfélagsins og ákvarðanir hvers konar er hvort tveggja ríkulega miðað við þarfír fullorðinna. Sjónar- mið barna og þarfír víkja gjarnan eða gleymast. Embætti umboðs- manns bama er ætlað að varna því að þetta gerist. Lífsskilyrði barna Án efa búa börn á Norðurlöndum við einhver hagstæðustu uppeldis- skilyrði sem þekkjast. Lífskjör þess- ara landa eru með þeim bestu í heiminum, með tilliti til heilsu- gæslu, menntunar og almennrar félagslegrar velferðar. En á þessari mynd er þó önnu hlið. Æ fleiri fjöl- skyldur flosna upp og börn verða fómarlömb togstreitu í ágreiningi foreldranna um forsjá þeirra. Ár- lega þurfa 500 börn að ganga í gegnum skilnað foreldra sinna. Notkun á vímuefnum og sjálfsvíg á meðal barna og ungmenna fara vaxandi og ýmis félagsleg vanda- mál hafa aukist og orðið flóknari og erfiðari viðfangs. Sú staðreynd er einnig óþolandi að fleiri böm látast og slasast í umferð hér á landi en víðast annars staðar. Bent hefur verið á að það forskot sem við höfum hvað varðar lifandi fædd börn hafi allt tapast þegar sömu börn hafa náð 14 ára aldri. Afskipti af 800 börnum Benda má einnig á að barna- vemdaryfírvöld hér á landi fá form- lega ábendingar um mál nær 1.300 barna á ári hveiju og hafa formlega afskipti af nær 800 börnum á ári. Þessi fjöldi segir þó tæpast nema hálfa söguna um hvernig velferðar- málum barna hér á landi er komið. Oft hefur verið bent á hve börn eigi erfitt uppdráttar þegar skipu- lagsnjál, umferðarmál og fleiri mál eru annars vegar. Og afleiðingar þessa má víða sjá, svo sem að fram- an hefur verið minnst. Þegar betur er að gáð snerta málefni barna mun fleiri svið en í fyrstu virðist. Flestar ef ekki allar ákvarðanir sem teknar eru, bæði af stjórnvöldum og hjá einkaaðilum, snerta börn á einhvern hátt. Hins vegar er því oft lítill gaumur gefínn með hvaða hætti það sé. Þá er auðvitað vert að hafa í huga að öll löggjöf breyting á henni og þróun hennar skiptir börn afar miklu máli. Vettvangur fyrir börn Með stofnun umboðsmanns bama er kominn vettvangur fyrir börn þar sem þau eiga þess kost að geta beint og milliliðalaust notið ásjár og liðsinnis sérstaks embætt- ismanns sem talar þeirra máli og vinnur að hvers konar „almennum" velferðarmálum þeirra, málum sem snerta flest ef ekki öll börn. Öllum verður heimilt að leita til umboðs- mannsins með erindi sín. Væntan- lega verða settar nánari reglur um þessi atriði en mjög mikilvægt er að börnum sé gert eins auðvelt fyr- ir í þessu efni og kostur er. í Nor- egi er sérstakt símanúmer auglýst þangað sem börn geta hringt hve- nær sem er, ýmist rætt við umboðs- manninn eða starfsmenn hans eða lagt skilaboð utan hefðbundins vinnutíma og fengið upphringingu. Nýjar leiðir Tilgangurinn með þessari laga- setningu er að tryggja enn betur en nú er gert, og með nýjum hætti, að réttindi barna og velferð verði tryggð hvort heldur er í löggjöf, við stjórnvaldsákvarðanir eða hvað varðar athafnir einkaaðila. Mikil- vægt er að gera sér grein fyrir þvl að með stofnun embættis umboðs- manns bama er ekki ætlunin að starfsemin fari inn á svið stjórn- valda sem fýrir eru, svo sem barna- vemdaryfírvalda og umboðsmanns Alþingis. Þannig er ekki ætlunin að hrófla við fjölmörgum lagafyrirmælum sem leggja ýmsar skyldur á herðar einstaklingum, stjórnvöldum eða stofnunum sem nálægt málefnum barna koma. Umboðsmanni barna er þannig svo dæmi sé tekið ekki ætlað að hafa afskipti af málum þar sem deila ríkir milli foreldra um forsjá bama sinna eða annars Jóhanna Sigurðardóttir „Æ fleiri fjölskyldur flosna upp og börn verða fórnarlömb tog- streitu í ágreiningi for- eldranna um forsjá þeirra. Arlega þurfa 500 börn að ganga í gegnum skilnað for- eldra sinna.“ konar ágreiningi einstaklinga í milli. Löggjafinn hefur nú falið þetta verkefni ýmsum stjórnvöldum og stofnunum og við þeirri tilhögun verður ekki hróflað. Á hinn bóginn myndi umboðsmaðurinn í slíkum tilvikum leiðbeina aðilum sem til hans leituðu I þessu efni um þær leiðir sem færar era innan stjórn- sýslu, hjá dómstólum eða öðrum sem aðilar vildu leita til við að leysa ágreining sinn. Teldi umboðsmað- urinn hins vegar að á skorti að málum einstakra barna væri sinnt að þessu leyti kemur hann ábend- Yestfirðingar vilja bjarga sér sjálfir eftir Ásgeir Þór Jónsson Nýlega ákvað ríkisstjómin að veija 300 milijónum króna til aðstoð- ar við byggðavanda Vestfjarða. Vissulega ber að meta skilning ráða- manna á vanda Vestfjarða, en því TÖLVUNÁM 60 KLST. HNITMIÐAÐ - ÓDÝRT - VANDAÐ 60 klst. tölvunám er markvisst námskeið íyrir alla, þar sem sérstök áhersla er lögð á notkun tölva í atvinnulífinu. Þú lærir: Almenna tölvufræði MS-DOS og Windows gluggakerfið Ritvinnsluna Word íyrir Windows Exeel töflureikni og áætlanagerð Tölvusamskipti Nýjar veglegar bækur fylgja - Engin undirbúnlngsmenntun Fálð sendan bækling! - Innritun hafin Tölouskóli Revkjavíkur BORGARTÚNI 28. 105 REyKJflUÍK. SÍmi 616699. fax 616696 miður er vandinn stórtækari og ræt- ur hans dýpri en svo að þessi upp- hæð fái miklu breytt. Eina leiðin er meiri kvóti Það sem okkur Vestfírðinga vant- ar eru ekki fleiri byggðastyrkir held- ur aukinn kvóti. Við viljum hjálpa okkur sjálf, en ekki vera á framfæri annarra. Byggðimar á Vestfjörðum og atvinnulíf allt byggist á sjávar- fangi og hér er ekki um aðra at- vinnustarfsemi að ræða sem menn geta snúið til. Ef þorskkvóti Vest- fírðinga klárast þegar enn eru 4-5 mánuðir eftir af fískveiðiárinu, þá stoppar allt athafnalíf, ekkert mun haldast gangandi nema skóli og sýslumannsembætti. Hversu lengi á að hunsa ráð sjómanna Vestfírskir sjómenn hafa mikla reynslu og þekkingu á miðunum og lífríki þeirra. Það er nánast sam- dóma álit þeirra að ástandið hafí batnað til muna. Nóg sé af físki I sjónum og afiabrögð hafa verið góð. Það er því blóðugt fyrir þá að þurfa að horfa upp á fískinn synda fram- hjá án þess að geta dregið björg I bú. Svipaðar raddir heyrast nú frá embætti veiðimálastjóra og ýmsir fískifræðingar hafa verið á þessari skoðun. Samt sem áður er kennivald Hafrannsóknarstofnunar það sem blífur. Auðvitað á að taka tillit til vísinda- legra sjónarmiða og tefla ekki á tæpasta vað með þorskstofninn. Hafrannsóknir eru hins vegar ekki algild vísindi og nú hníga mörg umhverfis- og reynslurök I aðra átt. Það er ekki hægt að hunsa I sífellu skoðanir þeirra sem lifa af sjávarút- vegi og hafa þekkingu og reynslu af sjósókn og aflabrögðum. Skuldbreyting sjálfsögð Þegar útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtæki á Vestfjörðum tókust á herðar þær skuldbindingar sem nú eru að falla I vanskil, var efnahags- umhverfið allt annað. Þorskafli var mun meiri og sú gífurlega skerðing sem orðið hefur I aflaheimildum var ekki fyrirsjáanleg. Lánin voru því tekin miðað við forsendur sem nú hafa brugðist. Af þessum sökum verður að telja sjálfsagt að lána- stofnanir, einkum á vegum hins op- inbera, skuldbreyti lánum sjávar- útvegsfyrirtækja og tengi endur- greiðslur á einhvern hátt við afla- heimildir. Menn mega ekki gleyma því að aflaheimildirnar hafa verið skertar með stjórnvaldsaðgerðum og kvótakerfinu var þröngvað upp á okkur Vestfírðinga með valdboði. Kvótakerfið springur Hér að framan hef ég fjallað um vanda Vestfírðinga og vilja þeirra til að hjálpa sér sjálfir I stað þess að þiggja styrk. Fyrir utan bæjar- dyrnar á Vestfjörðum eru gjöfulustu fískimið landsins og auðvitað svíður mönnum sárt að geta ekki nýtt nátt- ingum sínum þar að lútandi á fram- færi. Sakir æsku sinnar hafa börn ekki tök á því að koma réttinda- og hagsmunamálum sínum á fram- færi. Þannig má líta á að embætti umboðsmanns barna sé I rauninni ekki síður mikilvægt en embætti umboðsmanns almennings, sem umboðsmaður Alþingis er. Hlutverk umboðsmanns barna Með frumvarpinu um umboðs- mann barna hér á landi er gert ráð fyrir að hann geti tekið mál til meðferðar að eigin frumkvæði eða eftir ábendingum. Umboðsmanni barna er ætlað að hafa framkvæði að stefnumarkandi umræðu I sam- félaginu um málefni barna. Þetta er eitt af mikilvægustu hlutverkum hans. Hann skal koma á framfæri tillögum sínum um úrbætur á rétt- arreglum og fyrirmælum stjórn- sýsluhafa er varða börn sérstak- lega. Þriðja atriðið lýtur að hlut- verki hans varðandi þjóðréttar- samninga, en það er að stuðla að því eftir mætti að virtir séu samn- ingar er varða réttindi og velferð bama og fullgildir hafa verið af íslands hálfu. Síðast en ekki síst skal umboðsmaður barna bregðast við telji hann að stjórnvöld, einstakl- ingar, félög og samtök einstaklinga hafí með athöfnum sínum eða at- hafnaleysi brotið gegn réttindum, þörfum og hagsmunum barna I samfélaginu. Þannig mun starfsemi umboðs- manns barna beinast hvort heldur er að einkaaðilum, löggjafa eða stjórnvöldum. Honum er þannig ætlað að hafa jákvæð áhrif á við- horf almennings til barna og mál- efna þeirra, ásamt því að hafa frum- kvæði að gagnrýninni umræðu um stöðu þeirra og vera málsvari þeirra I hvívetna. Góðar undirtektir Ég er þess fullviss að stofnun umboðsmanns barna geti brotið blað I réttinda- og hagsmunamálum barna hér á landi. Málið hefur feng- ið góðar undirtektir allra stjórn- málaflokka á Alþingi. Þannig standa vonir til þess að frumvarpið verði að lögum nú á vorþinginu og komi til framkvæmda um næstu áramót. Höfundur er félagsmálaráðherra. Ásgeir Þór Jónsson „Ef þorskkvóti Vest- firðinga klárast þegar enn eru 4-5 mánuðir eftir af fiskveiðiárinu, þá stoppar allt athafna- líf, ekkert mun haldast gangandi nema skóli og sýslumannsembætti. “ úraauðlind Vestfjarða. Það er ekki hægt að svipta menn lífsafkomunni með stjórnvaldsaðgerðum sem ekki byggj'a á sterkari rökum en mæling- um einnar stofnunar I Reykjavík. Ef ráðamenn bregðast ekki við vanda Vestfjarða á þann eina hátt sem dugir og auka þorskafla, þá mun kvótakerfið springa. Höfundur er formaður Mímis, Fclags ungra sjálfstæðismanna í N-ísafjarðarsýslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.