Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 1994 Að kaupa þyrlu eða að þyrla upp ryki Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Sumardagurinn fyrsti Sumardagurinn fyrsti er séríslenzkur hátíðisdag- ur, sem rekur rætur allt til landnámsaldar. Hann er gró- inn þjóðinni í merg og bein. Enginn dagur ársins hefur átt jafn rík ítök í hugum og hjört- um kynslóðanna og þessi dag- ur, fyrsti fimmtudagur eftir 18. apríl. Skýringin er nær- tæk. Með honum hófst harpa, fyrsti sumarmánuðurinn að fomu tímatali. Þjóð, sem þurfti að þreyja þorrann og góuna, oft við þröngan kost, langa, dimma og kalda vetur, fagnaði sól og sumri, vakn- andi gróðri, komandi bjarg- ræðistíma til sjávar og sveita, sem afkoma hennar byggðist á. Bjargræðisvegir kynslóð- anna, sem byggðu þetta land, landbúnaður og sjávarútveg- ur, voru alfarið háðir árferði, áður en tækni nútímans kom til sögunnar. Þeir eru það í ríkum mæli enn í dag, „þótt margt hafi breytzt frá því byggð var hér reist“. Og það var vissan um vorið og sumar- ið, vissan um gæftir og gró- anda, handan þorra og góu, sem gerði líf eyþjóðarinnar, yzt í veraldarútsæ, bærilegt í skammdegi og veðraham vetr- ar. Þessvegna var sumardag- urinn fyrsti einskonar þjóðhá- tíð í aldanna rás. Sumarkoman hafði ekki einungis efnahagsleg áhrif í erfíðri lífsbaráttu lands- manna. Hún snerti og trúar- legan streng í bijóstum þeirra. Það var trú kynslóðanna, sem landið byggðu, að skapari himins og jarðar talaði til þeirra í sköpunarverki sínu. Þær litu á árvisst kraftaverk í náttúru landsins, sem ól þær við bijóst sín, þegar hækkandi sól og vaxandi birta vöktu gróðurríkið til nýs lífs af vetr- arsvefni, sem táknmál, tákn um sigur lífsins yfir dauðan- um. Skáldið og náttúrufræðing- urinn Jónas Hallgrímsson leit á tilveruna sem óumdeilanlega sköpun guðs og náttúruna og líf mannsins sem merki um nálægð hans. Hann vafði vís- indahyggju sína inn í sjald- gæfa, einlæga guðstrú, sem honum var í blóð borin. Þessi trú kemur berlega fram í Sól- setursljóði, sem er einskonar þýðing eða endursögn í anda Jónasar á erlendum skáld- skap: Blessuð, margblessuð, ó blíða sól! blessaður margfalt þinn beztur skapari! fyrir gott allt sem gjört þú hefur uppgönp frá og að enda dags. Síðar í ljóðinu segir skáldið að geislar sólarinnar veki mynd guðs hins máttka. Og í ljóðinu Ad amicum, Til vinar, segir: Ár var alda þá er endurborin fold in fjallsetta í fyrstra sinn veítast tók völ um vegu ókunna að orði alvalds sem allt um skóp. Leitin að guði og leitin að sannleikanum runnu saman í eitt í skáldskap Jónasar, með og ásamt ástinni á ættjörð- inni. í Saknaðarljóði eftir frænda sinn segir skáldið: Brann þér í bijósti, bjó þér í anda, ást á ættjörðu, ást á sannleika. Og í Kveðju til Uppsala- fundarins, 1843, sem er eins- konar hvöt til samstöðu nor- rænna manna, talar skáldið enn um sannleika og trú í sömu hendingunum: sigri sannindi, o,g samheldni. Ast pðs öllum hlífí. í hugleiðingum J.P. Mynst- ers, sem Jónas snaraði á ís- lenzku ásamt félögum sínum, er lögð áherzla á Guð Föður sem „opinberar sig í náttúr- unni“ og leiðir manneskjuna á rétta vegu. Ef til vill er „kristindómur hækkandi sól- ar“, sem er einhvers konar séríslenzk trúartilfinning, hliðstæða slíkra viðhorfa. Guð vorsins og kærleikans, guð sumardagsins fyrsta, á enn sem áður rík ítök í hugum íslendinga. Það er boðskapur þess trú- arlega táknmáls, sem sumar- dagurinn fyrsti er til marks um, að við eigum að láta sól Krists, sem er vegurinn, sann- leikurinn og lífið, rísa í hugum okkar og vekja þar til nýs lífs kærleika, réttsýni og góðvilja til allra manna. Þessvegna er sumardagurinn fyrsti ekki aðeins íslenzk þjóðhátíð held- ur og þjóðhelgur dagur. Morgunblaðið óskar lesend- um sínum og landsmönnum öllum gleðilegs og sólríjís sumars. eftir Jón Baldvin Hannibalsson Ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd að undanförnu fyrir seinagang í ákvörðun um kaup á nýrri björgunar- þyrlu fyrir íslensku þjóðina. Draga hefur mátt þá ályktun af umræðum um þyrlukaupamálið að þyrlubjörgun- armál hérlendis væru í algerum ólesstri eða að nú væru síðustu forvöð að taka einhveiju kostatilboði. Sann- leikurinn er sá að óvíða í heiminum eru jafn margar vel búnar björgunar- þyrlur til reiðu miðað við fólksfjölda. Um það ríkir almenn samstaða að skipan björgunarmála hér á landi verði með sem tryggilegustum hætti. Þessi samstaða endurspeglast m.a. í yfirlýstum vilja Alþingis, ríkisstjórnar og félagasamtaka til að íslensk stjórn- völd eignist öfluga og fullbúna björg- unarþyrlu. Undirbúningur að kaupum á nýrri björgunarþyrlu fyrir Land- helgisgæsluna hefur nú staðið um nokkurt skeið, en eðlilega hafa stjórn- völd viljað fara að öllu með gát þar sem um verulega fjárfestingu er að ræða. Breyttar forsendur Dr. William Perry, núverandi varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, setti fram þá hugmynd í heimsókn sinni til íslands 4. janúar sl. að íslensk stjórnvöld öxluðu meiri ábyrgð í þyrlubjörgunarmálum og yfirtækju jafnvel þyrlubjörgunarþjónustu varn- arliðsins. Þetta óvænta frumkvæði Dr. Perrys hefur breytt forsendum í fyrirhuguðum þyrlukaupum lands- manna. Alveg er ljóst að íslensk stjórnyöld tækju ekki ábyrga ákvörð- un í ,málinu ef ákveðið yrði að ráð- stafa tæpum einum milljarði króna til kaupa á notaðri Super Puma þyrlu án þess að fullkannað væri, hvort grundvöllur er fyrir mun víðtækara samstarfi við bandarísk stjórnvöld á þessu sviði. í kjölfar heimsóknar Dr. Perrys hófust óformlegar könnunarviðræður embættismanna ríkjanna tveggja um útfærslu þeirrar bókunar sem sam- eftirÁrna Sigfússon Frambjóðeridur R-listans hafa gegn betri vitund reynt að halda því fram í kosningaáróðri sínum að und- anförnu, að teflt hafi verið á tæp- asta varð í fjármálum borgarinnar undir stjóm sjálfstæðismanna á yfir- standandi kjörtímabili. Staðreynd- imar tala hér allt öðra máli og þetta er því enn eitt dæmið um þá blekk- ingaráráttu, sem einkennir málatil- búnað hinna sundurleitu aðstand- enda listans. Það er eins og blekking- in sé það eina, sem þeir geta samein- ast um. Öllum, sem til þekkja, ber saman um, að fjárhagsstaða Reykjavíkur- borgar sé sterk. Sú skoðun er byggð á eftirtöldum staðreyndum: 1. Hlutfall heildarskulda af eign- færðum fastafjármunum Reykja- víkurborgar var um 10,8% um síðustu áramót. Eignir umfram skuldir á hvern íbúa eru meiri en hjá nokkru öðm sveitarfélagi hér- lendis. 2. Reiknað er með, að hlutfall nettó- skulda borgarsjóðs af reglulegum árstekjum hafi verið innan við 36% um síðustu áramót, en það er víðs fjarri hættumörkum sem almennt eru tahn Iiggja a buinu þykkt var á þeim fundi. Ríkisstjórnin skipaði starfshóp um málið 1. febr- úar. Fyrir liggur að ekki er verið að ræða um beina yfirtöku íslenskra stjórnvalda á tækjum og búnaði þyrlu- björgunarsveitar varnarliðsins íslend- ingum að kostnaðarlausu. Könnunar- viðræðurnar hafa hinsvegar leitt í ljós vilja Bandaríkjamanna til þess að selja íslenskum stjórnvöldum þyrlur fyrir milligöngu sölukerfis bandaríska varnarmálaráðuneytisins, í þeim til- gangi að annast verktöku á björgun- arsviðinu fyrir bandaríska heraflann á íslandi og umhverfis landið. Margra kosta völ Ákvörðun liggur ekki fyrir um samstarf við bandarísk stjórnvöld um rekstur þyrlubjörgunarsveitarinnar sem byggist á verktöku íslenskra stjórnvalda, enda hefur ekki verið tekin um það ákvörðun af hálfu ríkis- stjórnarinnar hvort óska skuli eftir formlegum samningaviðræðum við Bandaríkjamenn. Þannig hafa upplýs- ingar frá bandarískum stjórnvöldum um verð á einstökum þyrlutegundum ekki verið settar fram sem tilboð, heldur sem vísbending um helstu val- kosti sem til greina kæmu, ef viðræð- ur hæfust. Ef nýta á sölukerfi bandaríska varnarmálaráðuneytisins felur það í sér að fylgt verði ákveðnu ferli. Eitt fyrsta skrefið yrði heimsókn banda- rísks sérfræðingahóps til þess að ræða tæknilega útfærslu og skilmála. Þá þarf að liggja fyrir að bandarísk stjórnvöld samþykki í grundvallaratr- iðum samstarf um rekstur þyrlubjörg- unarsveitarinnar sem byggist á verk- töku íslenskra stjómvalda. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur verið óskað eftir því að Bandaríkja- menn staðfestu þetta fyrir lok fyrstu viku maímánaðar. Vonir standa til að bandarísk stjórnvöld bregðist þannig við ósk íslenskra stjórnvalda að það skýrist innan skamms, hvort grundvöllur sé til samningaviðræðna um kaup á tækjum og búnaði með verktöku í huga. „Af framansögðu er ljóst, að dylgjur fulltrúa þeirra flokka og fiokks- brota, sem nú reyna hver sem betur getur að breiða yfir fortíð sína undir regnhlíf R-listans, eiga ekki við rök að styðjast.“ 80-100%. Með nettóskuldum er hér átt við heildarskuldir að frá- dregnum útistandandi heildar- kröfum. Önnur skilgreining á hugtakinu nettóskuldir er sú að miða við heildarskuldir að frá- dregnum veltufjármunum og samkvæmt því yrði hlutfall nettó- skulda eða peningalegrar stöðu rétt um 46%, sem einnig er víðs íjarri hættumörkum. 3. Eignfærðir fastafjármunir borg- arsjóðs jukust um tæplega 10,5 milljarða á tímabilinu 1990- 1993, en heildarskuldir borgar- sjóðs hækkuðu um tæplega 5,5 milljarða króna á sama tíma. Eignamyndun varð þyí um 5 millj- “aroa kroná' umnram laritöku nja Formlegar samningaviðræður Nýleg niðurstaða þyrlukaupa- nefndar, sem hæstvirtur dómsmála- ráðherra hefur vitnað til, er háð aug- ljósum fyrirvara. Nefndin tók einvörð- ungu afstöðu til þeirra tilboða sem borist höfðu nefndinni með formleg- um hætti. Þetta þýðir að nefndin fjall- aði ekki um - og gat ekki tekið af- stöðu til - upplýsinga frá bandarísk- um stjórnvöldum í tengslum við hugs- anlegt samstarf í þyrlubjörgunarmál- um, enda hafa engin formieg tilboð borist enn sem komið er, heldur ein- ungis óformlegar og óbindandi hug- myndir um þyrlukost og verð. Af þessum sökum verða ekki dregnar neinar ályktanir af niður- stöðu nefndarinnar um forkönnun þá er nú stendur yfir á möguleikum þess að ísland yfirtaki störf þyrlubjörgun- arsveitarinnar á Keflavíkurflugvelli. Mikilvægt er að slá þennan varnagla þegar rætt er um síðustu niðurstöður þyriukaupanefndar. Ásakanir um að utanríkisráðherra hafi hlutast til um mál sem væm á verksviði dómsmálaráðherra eiga ekki við rök að styðjast. Bókun Is- lands og Bandaríkjanna við varnar- samninginn, sem undirrituð var í Reykjavík 4. janúar sl., var gerð að undangengnu nánu samráði utanrík- isráðherra og forsætisráðherra og á ábyrgð allrar ríkisstjórnarinnar. í kjölfar þessarar bókunar hefur utan- ríkisráðherra gengið eftir efndum af hálfu Bandaríkjanna á ákvæði hennar um hugsanlega yfirtöku íslendinga á þyrlubjörgunarþjónustu varnarliðsins - einnig á ábyrgð og í umboði allrar ríkisstjórnarinnar. í ljósi þeirrar um- ræðu sem átt hefur sér stað um þyrlu- kaup fyrir Landhelgisgæsluna að undanförnu hefur utanríkisráðherra lagt áherslu á að málinu yrði hraðað eftir föngum. Kæmi í ljós að það hentaði íslend- ingum að yfirtaka þyrlubjörgunar- þjónustu varnarliðsins í samstarfi við Bandaríkin, væri leitt til þess að vita ef íslensk stjórnvöld hefðu bundið sig fyrirfram við eitt ákveðið kauptilboð í notaða franska þyrlu og þannig Árni Sigfússon borgarsjóði á umræddu tímabili. 4. Fyrirtæki Reykjavíkurborgar standa í heild mjög vel og hjá þeim jukust eignfærðir fastafjár- munir um ríflega 4,2 milljarða en heildarskuldir þeirra hækkuðu um 350 milljónir króna á sama tíhia. L Staðreyndir um sterki hagsstöðu Reykjavíkui
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.