Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 21.04.1994, Blaðsíða 68
m HEWLETT PACKARD H P Á ÍSLANDI H F Höfdabakka 9, Reykiavík, síwi (91) 671000 Frá mugulcika til veruleika MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 21. APRIL 1994 YERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Björk á tónleikum hér á landi í sumar SMEKKLEYSA hyggst í sam- vinnu við íþrótta- og tómstunda- ráð og Þjóðhátíðarnefnd standa að tónleikum Bjarkar Guð- mundsdóttur í Laugardalshöll 19. júní næstkomandi. Aðstandendum tónleikanna barst í gær staðfesting frá Björk um að eini dagurinn sem hún er laus til tónleikahalds hérlendis sé 19. júní, vegna breyttra áætlana hennar. Hingað kemur Björk með hljóm- sveit sinni og bresku danshljóm- sveitinni Underworld. Upphaflega stóð til að Listahátíð Reykjavíkur yrði aðili að tónleikunum ásamt enska umboðsfyrirtækinu TKO en Björk kaus að vinna alfarið með íslenskum aðilum, auk þess sem hún er einn eigenda Smekkleysu. Lista- hátíð í Reykjavík og TKO eiga Laugardalshöll frátekna til tón- leikahalds 18. júní og hefur Morg- unblaðið heimildir fyrir því að samningaviðræður við bandarísku rokkhljómsveitina Spin Doctors standi yfir. Morgunblaðið/Rúnar Þór * Atta hundruð börn keppa ANDRÉSAR andarleikarnir voru settir á Akureyri í gærkvöldi. Metþátttaka er á leikunum að þessu sinni, en um 800 6-12 ára börn eru skráð til leiks. Á myndinni sést lið Seyðfirðinga ganga til setningarathafnar. Guðmundur Magnússon prófessor ákveður að segja sig úr bankaráði Seðlabankans Ráðagerð um aðstoðarbanka- stíóra vegna skipunarinnar nú Þjóðhátíð- arbúning- ur fyrir karlmenn í TILEFNI 50 ára afmælis íslenska lýðveldisins hefur verið ákveðið að efna til samkeppni um þjóðhá- tíðarbúning fyrir íslenska karl- menn. Tíu bestu búningarnir verða saumaðir og þeir sýndir 5. júní næstkomandi á Hótel Borg. Leitað er eftir stílhreinum og þægilegum alklæðnaði sem geti í senn verið viðhafnarbúningur, sam- bærilegur þjóðbúningi íslenskra kvenna. Óskað er eftir vinnuteikn- ingum auk upplýsinga um höfuðfat og fylgihluti ef um slíkt er að ræða. Sævar Karl Ólason klæðskeri er formaður dómnefndar, sem velur tíu bestu teikningarnar. Verðlaun fyrir besta búning eru 200 þús. krónur auk ferðar til Lundúna, þar sem bestu búningarnir verða til sýnis á íslenskri hönnunarsýningu í Design Museum í London í júní. Það er Þjóðræknisfélag íslend- inga í samvinnu við Myndlistar- og handíðaskólann, Iðnskólann í Reykjavík, Þjóðminjasafnið, menn- ingardeild utanríkisráðuneytisins og RÚV, sem standa að samkeppn- inni. Öllu áhugafólki er heimil þátt- taka og skal tillögum skilað í lok- uðu umslagi merktu Þjóðræknisfé- lagi íslendinga, Geysishúsinu, Aðal- stræti 2, 101 Reykjavík, fyrir kl. 12 á hádegi 24. maí næstkomandi. GUÐMUNDUR Magnússon prófessor hefur ákveðið að segja sig úr bankaráði Seðlabankans í mótmælaskyni við ákvörðun Sighvats Björg- vinssonar viðskiptaráðherra um skipun í tvær stöður Seðlabankastjóra. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var lagt á ráðin fyrir fund banka- ráðsins sl. föstudag um skipun í tvær aðstoðarseðlabankasljórastöður í tengslum við skipun Steingríms Hermannssonar og Eiríks Guðnasonar í stöður Seðlabankastjóra. Þannig sé ætlunin að Már Guðmundsson, forstöðumaður hagfræðideildar Seðlabankans og fyrrv. efnahagsráð- gjafi Ólafs Ragnars Grímssonar í fjármálaráðherratíð hans, fái stöðu Bjarna Braga Jónssonar aðstoðarbankastjóra en hún losni hugsanlega í haust. Jafnframt hafi Bjarna Braga, sem er að ná rétti til eftirlauna við bankann, verið boðin staða fulltrúa íslands í stjórn Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins til næstu fimm ára. Þá sé ráðgert að Yngvi Örn Kristinsson, forstöðumaður tölfræðideildar Seðlabankans, fái aðstoðarbankastjóra- stöðu Eiríks Guðnasonar, sem losnar um næstu mánaðamót. Atkvæðagreiðslan í bankaráðinu um umsækjendur var leynileg en nú er talið næsta víst að Steingrím- ur Hermannsson hafi fengið at- fcvæði fulltrúa Framsóknarflokks og Alþýðubandalagsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hætti Davíð Scheving Thorsteinsson, full- trúi Sjálfstæðisflokks, við að styðja Steingrím þegar hann frétti að búið væri að tryggja honum tvö atkvæði í bankaráðinu. Fundur var haldinn í bankaráði Seðlabankans í gær og að sögn Ólafs B. Thors, starfandi formanns bankaráðs, urðu engar umræður á fundinum um ráðningu aðstoð'ar- bankastjóra, en hann kvaðst eiga von á að ákvörðun í því efni bíði þar til bankastjórn Seðlabankans verður fullskipuð eftir næstu mán- aðamót. Bankastjómin tekur ákvarðanir um skipan aðstoð- arbankastjóra en ráðning þeirra er háð samþykki bankaráðs. Guðmundur Magnússon segist fara úr bankaráðinu þar sem val hankastjóra byggist á steinrunnu kerfi stjórnmálanna. Hann hafi heimildir fyrir að formenn flokk- anna hafí haft afskipti af atkvæða- greiðslu bankaráðsins og ákveðið hafi verið fyrirfram hveijir hlytu stöðurnar. „Mér finnst það furðuleg- ast fyrir Sjálfstæðisflokkinn í þessu máli að í raun og veru ræður stjórn- arandstaðan báðum stöðunum," sagði Guðmundur. Guðmundur segist vera sann- færður um að það hafi verið útilok- að fyrirfram að hann hlyti stöðu Seðlabankastjóra þar sem hann væri sjálfstæðismaður. Pólitískt kvótakerfi réði því hveijir hlytu stöðurnar og Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið sitt sæti með skipun Birgis ísleifs Gunnarssonar á sínum tíma. „Ég hef bara ekki geð í mér að vera þarna við þessar aðstæður og vil hafa frelsi til að taka afstöðu og tel óeðlilegt að sitja þarna, skip- aður af Sjálfstæðisflokknum og vera jafnframt að gagnrýna flokkinn," sagði hann. Gagnrýnt var á þingflokksfundi í Alþýðubandalaginu í gær að Gunn- ar R. Magnússon, fulltrúi flokksins i bankaráðinu, skyldi ekki hafa far- ið að tilmælum flokksins og setið hjá við atkvæðagreiðsluna á föstu- dag. Gunnar sagðist í samtali við Morgunblaðið aldrei hafa verið boð- aður á flokksfund í Alþýðubanda- laginu vegna setu sinnar í bankaráð- inu. „Ég lýsti því yfir á fyrsta fundi sem ég sat í bankaráðinu að ég myndi greiða atkvæði eftir minni eigin samvisku en ekki annarra," sagði hann. SÍS undir- býr nauða- samninga SAMBAND íslenskra sam- vinnufélaga býr sig nú undir að leita nauðasamninga við lánardrottna sína, en skuldir SÍS eru nú áætlaðar um 300 milljónir króna. Kröfuhafar eru orðnir mjög fáir, en Sigurður Markússon stjórnarformaður SÍS vill ekki greina frá hveijir eru þar á meðal. Sjá nánar bls. B1 Samkeppnisstofnun úrskurðar samkomulag banka og kaupmanna ógilt Bankar sækja um undanþágu SAMKOMULAG banka og sparisjóða við kaupmenn um skiptingu kostn- aðar vegna debetkortaviðskipta er ógilt samkvæmt samkeppnislögum. Svohljóðandi úrskurður Samkeppnisstofnunar var birtur forsvarsmönn- um bankastofnana í gær, og gildir meðan undanþága hefur ekki verið veitt. Samkeppnisstofnun mælist jafnframt til þess að bankar og spari- sjóðir láti af hvers konar samráði sem stríðir gegn bannákvæðum sam- keppnislaga; samningur viðskiptabanka og sparisjóða um framkvæmd debetkortakerfisins verði lagaður að ákvæðum samkeppnislaga; sam- starfshópar sem viðskiptabankar og sparisjóðir hafa komið á fót og fjalla um atriði er lúta að verðlagningu verði lagðir niður og að sam- eiginlegri kynningu viðskiptabanka og sparisjóða þar sem fram koma upplýsingar um verð og kostnað verði hætt. Stofnunin mælist ennfemur til þess að nokkur ákvæði í sameigin- legum reglum og skilmálum banka, sparisjóða og greiðslukortafyrir- tækja sem lúta að formi gjalda sem korthafar inna af hendi falli niður. Hver bankastofnun fyrir sig taki ákvörðun um hvaða gjöld korthafar eiga að inna af hendi og að ákvarðanir banka og sparisjóða um að tengja gjaldtöku fyrir tékkavið- skipti við gjaldtöku vegna debet- korta verði endurskoðaðar. „Við teljum okkur ekki hafa brot- ið samkeppnislög i einu né neinu, nema e.t.v. vegna samkomulagsins frá því á þriðjudaginn,“ segir Hall- dór Guðbjarnason, bankastjóri Landsbanka og formaður RAS- nefndar, og bendir á að skoða verði forsögu málsins. „Ef að einhver er þvingaður út í viðræður vegna þess að slíkar aðstæður hafa verið búnar til, er hæpið að koma síðan að hon- um og hundskamma fyrir eins og sökudólg," segir Halldór. „Ef að einhver sökudólgur er í málinu, eru þeir að minnsta kosti tveir, ef ekki fleiri." Hann segir að sótt verði um undanþágu frá samkeppnislögunum samkvæmt 16. grein þeirra á morg- un eða strax eftir helgi. Bjarni Finnsson, formaður Kaup- mannasamtaka Islands, segir að niðurstaða Samkeppnisstofnunar komi sér mjög á óvart. Hann segist þó ekki sjá við fyrstu sýn að þetta snerti kaupmenn. Ábending ekki borist í tilkynningu stofnunar segir að „Samkeppnisstofnun hafði bent bankastofnunum á að samstarf þeirra í samningagerð við greiðslu- viðtakendur samræmdist ekki ákvæðum samkeppnislaga". Hall- dór segir að slík ábending hafi aldr- ei borist bankastofnunum. Sjá fréttir á bls. 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.