Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 ERLENT INNLENT Nýir banka- stjórar skip- aðir við Seðlabanka STEINGRÍMUR Hermannsson, alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins og Eiríkur Guðnason aðstoðarseðlabanka- stjóri, hafa verið skipaðir seðla- bankastjórar af Sighvati Björg- vinssyni bankamálaráðherra. Ei- ríkur fékk þrjú atkvæði í at- kvæðagreiðslu bankaráðs og Steingrímur fékk tvö. Sighvátur skipaði líka Bjarna Braga Jóns- son, aðstoðarseðlabankastjóra, fulltrúa íslands í stjórn Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Sagði sig úr bankaráði í MÓTMÆLASKYNI við ákvarð- anir um skipanir í stöður Seðla- bankastjóra ákvað Guðmundur Magnússon prófessor, en hann fékk þijú atkvæði eins og Eiríkur Guðnason, að segja sig úr bankar- áði Seðlabankans, en áður hafði formaður þess, Ágúst Einarsson, sagt af sér. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins var í tengsl- um við skipanir Steingríms og Eiríks lagt á ráðin um skipun Bjama Braga til Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins og tveggja manna í aðstoðarseðlabankastjórastöður Þannig sé ætlunin að Már Guð- mundsson forstöðumaður hag- fræðideildar Seðalbankans _ og fyrrv. efnahagsráðgjafí Ólafs Ragnars Grímsonar í fjármála- ráðherratíð hans, fái stöðu Bjarna Braga Jónssonar og Yngvi Örn Kristinsson, for- stöðumaður tölfræðideildar Seðlabankans fái aðstoðarbanka- stjórastöðu Eiríks Guðnasonar. Samið um flug til Sauðárkróks FLUGLEIÐIR og Flugfélag Norðurlands hafa samið um flug ERLENT Hóta Bosníu- Serbum loft- árásum ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) skipaði Bosníu-Serbum í fyrradag að hætta sókn sinni gegn borginni Gorazde og hverfa með vopn sín og menn út af griða- svæði borgarinnar. Litið var á að með þessu væri öryggisráðið að heimila aukna hörku gegn Serb- um eins og Bill Clinton Banda- ríkjaforseti lagði til á miðvikudag. Clinton hvatti einnig til þess að viðskiptabann á Serba yrði hert. Fastafulltrúar ríkja Atlantshafs- bandalagsins (NATO) ákváðu á fundi á föstudag að setja Bosníu- Serbum úrslitakosti; þeim var skipað að hætta árásum á Gorazde tafarlaust ellegar yrði gripið til loftárásá á umsáturslið þeirra. Rússar lýstu andstöðu við loftárásir gegn Bosníu-Serbum og hótuðu á föstudag að að kalla friðargæslusveitir sínar heim ef NATO léti verða af loftárásum. Lagði Borís Jeltsín Rússlands- forseti til á miðvikudag að efnt yrði til leiðtogafundar Bandaríkj- anna, Rússlands og Evrópusam- bandsins til að leysa deiluna í Bosníu. Zúlúmenn taka þátt í kosningunum í Suður-Afríku F.W. de Klerk forseti Suður-Afr- íku, Nelson Mandela leiðtogi Afríska þjóðarráðsins og Man- gosuthu Buthelezi leiðtogi Ink- til Sauðárkróks og hafa mót- mæli komið fram af hálfu ís- landsflugs hf. vegna þessa. Samningurinn gerir ráð fyrir að Flugfélag Norðurlands fari fjórar ferðir aviku í sumar á milji Sauð- árkróks og Reykjavíkur. Íslands- flugsmenn telja þetta óeðlilega ráðstöfun á sérleyfí því sem Flug- leiðir hafa en Flugleiðamenn segja samninginn fullkomlega eðlilegan. Kvóti leigður fryrir meira en 70 krónur hvert kíló LEIGUVERÐ á aflamarki í þorski er nú komið yfir 70 krónur fyrir hvert kíló. Bjöni Jónsson, kvóta- fulltrúi hjá LÍÚ, hefur skjalfestar upplýsingar um 70 króna leigu- verð en hefur engu að síður heyrt um allt upp í 74 króna leigu fyr- ir kíló af þorskkvóta. í febrúar- mánuði síðastliðnum birti Morgunblaðið fréttir af því að kvótaverð væri á 52 krónur hvert kíló. Skilagjald á einnota umbúðir í UMHVERFISRÁÐUNEYINU er í undirbúningi að leggja skila- gjöld á einnota umbúðir, hjól- barða, landbúnaðarplast og bíla. Þá verður lagt fram á Alþingi innan skamms lagafrumvarp um að leggja sérstakt gjald á vörur sem gætu orðið að spilliefni svo sem rafgeyma, rafhlöður, olíuvör- ur, málningu og litarefni og ljós- myndavörur. Skýrsla ríkisendurskoðunar um sölu SR-mjöls FJÁRLAGANEFND Alþingis boðaði til fundar með fulltrúum ríkisendurskoðunar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlutabréfum ríkisins í SR-mjöli hf. Eindregnar kröfur höfðu kom- ið fram á Alþingi frá forustu- mönnum stjómarandstöðunnar um að skýrslan yrði birt en ríkis- endurskoðandi lýsti því yfír að hann vilji ekki birta skýrsluna á meðan málið sé til meðferðar fyr- ir dómstólum. atha, frelsisfylkingar Zúlúmanna, náðu á þriðjudag samkomulagi sem felur í sér að Inkathaflokkur- inn verður með í þingkosningun- um sem hefjast á þriðjudag og standa í þijá daga. Kosningarnar eru þær fyrstu sem blökkumenn fá að taka þátt í. Samkomulaginu var fagnað af leiðtogum á Vestur- löndum og bundnar voru vonir við að það yrði til þess að veru- lega drægi úr ofbeldisverkum í landinu. Hata valinn eftirmaður Morihiro í Japan Stjómarflokkarnir í Japan völdu Tsutomu Hata utanríkis- ráðherra í gær til þess að taka við starfi forsætisráðherra af Morihiro Hosokawa sem sagði af sér vegna aðildar að spillingar- máli. Japanska þingið verður að staðfesta útnefningu Hata á mánudag. Samkomulag um skiptinu Svartahafsflotans ÚKRAÍNUMENN og Rússar komust á fimmtudag að sam- komulagi um skiptingu Svarta- hafsflotans. Hins vegar fékkst engin niðurstaða í það hvar heimahöfn flotanna verður. Þjóðveijar þjóra mest ÞJÓÐVERJAR em mestu áfeng- isneytendur heims samkvæmt skýrslum þýska heiibrigðisráðu- neytisins. Meðaltalsdrykkjan í fyrra jafngilti því að hvert manns- barn í Þýskalandi drykki sem svaraði 12,1 lítrum af hreinu alkóhóli eða 140 lítra af bjór, 27 lítra af borðvíni og 10 lítra af öðram áfengistegundum. Richard Nixon og Georges Pompidou Frakklandsforseti á mikilvægum leiðtogafundi á Kjarvalsstöðum í Reykjavík 1. júní 1973. Nixon bitur en sætti sig við dóm sögunnar New York. Daily Telegraph. RICHARD Nixon fyrrverandi Bandaríkjaforseti sem lést í New York á 82. aldursári var fullur biturleika þar til yfir lauk vegna þess sem hann kallaði „miskunnarlausar barsmíðar“ gagnrýnenda Watergate- málsins sem „virtust líta á það sem köllun sína að sanna að ég væri holdgervingur hins illa,“ eins og hann komst að orði. Nixon sagði ekki alls fyrir löngu: „í hvert sinn sem ég flyt ræðu eða skrifa bók komast umfjallendurnir ekki hjá því að vitna um hinn smán- aða fyrrverandi forseta.“ Hann virt- ist þó sætta sig við örlög sín. Sagan, eins og hann komst að orði, myndi dæma innbrotið í skrifstofur Demó- krataflokksins í Watergate og yfir- hylmingar starfsliðs forsetans í Hvíta húsinu svo og afsögn hans harka- lega. Enginn möguleiki væri á áfrýj- un, sagði hann. Richard Nixon var óvenju atorku- samur eftir að hann hvarf úr emb- ætti 9. ágúst 1974 en hann sagði af sér til þess að komast hjá ákæru og málshöfðun vegna Watergate- hneykslisins. Lét til sín taka á bak- sviði stjómmálanna og í fersk minni er atburður í síðasta mánuði sem komst í heimsfréttirnar. Hann dvaldist þá í 10 daga í Moskvu og eftir að hafa fundað með leiðtogum stjómarandstöðunnar sagðist Borís Jeltsín Rússlandsforseti „sármóðgaður" og synjaði honum um áheym. Nixon yppti hins vegar bara öxlum og sagðist of gamall til að móðgast. í raun og veru hafa árekstrar af þessu tagi verið vörumerki stjóm- málaferils Nixons sem var sérlega lagið að reita andstæðinga sína til reiði en ávinna sér um leið traust þeirra sem dáðust að hvemig hann hélt á alþjóðamálum. Nixon fæddist í Yorba Linda í Kaliforníu 9. janúar 1913. Hann lauk laganámi við Duke-háskólann og þjónaði í bandaríska flotanum í seinna stríðinu þar sem hann hlaut ofurstatign. Að stríð loknu sneri hann sér að stjórnmálum og hlaut kosningu til fulltrúadeildarinnar 1946. Dwight D. Eisenhower valdi hann sem varaforsetaefni sitt 1952 og gegndi hann þeim starfa 1953- 1960 án þess að fá mikið til mála að leggja. í forsetakosningunum 1960 tapaði hann afar naumlega fyrir John F. Kennedy og er m.a. kennt um frammistöðu hans í fyrstu sjónvarpskappræðunum. Nixon tók ósigrinum íþrótta- mannslega og reyndi að öðlast póli- tíska endurreisn með því að sækjast eftir ríkisstjórastarfí í Kaliforníu. Tapaði hann þeirri kosningu einhig naumlega fyrir demókratanum Ed- mund G. „Pat“ Brown. Tók Nixon þeim ósigri illa og hreytti í frétta- menn: „Það verður enginn Nixon til að níðast framar á.“ Stjómmálaferill hans virtist á enda en Nixon sleikti sárin, kom tvíefldur til baka og bar sigurorð af demókratanum Hubert Humphrey og George Wallace, óháð- um frambjóðanda, í forsetakosning- unum 1968. Nixon sór embættiseið 20. janúar 1969 sem 37. forseti Bandaríkjanna og fljótlega bar á Qvæntum hug- myndafræðilegum sveigjanleika og meistaralegri hagvirkni á sviði utan- ríkismála. Hann hof fljótlega heimkvaðningu bandaríska hers- ins frá Víetnam og lagði grunninn að slökun í sambúð- inni við Sovétríkin. Sömuleiðis hóf hann með aðstoð nánasta ráðgjafa síns, Henrys Kiss- ingers utanríkis- ráðherra, leynileg- ar samningavið- ræður við Chou En-Lai forsætis- ráðherra Kína um áð koma aftur á stjómmálasam- bandi ríkjanna tveggja. Frægur er tímamótafund- ur þeirra Maós Tse Tungs leiðtoga Kína í Peking þar byltingarforinginn tók í báðar hendur Nixons og sagði í gamansömum tón: „Sameiginlegur fornvinur okkar, Chiang Kai-sek yf- irhershöfðingi, er ekki samþykkur þessu.“ Nixon var endurkjörinn forseti í nóvember 1972 en innbrotið í skrif- stofur demókrata fyrr um sumarið varð upphafíð að atburðarás sem leiddi til falls forsetans. Rannsókn Bobs Woodwards og Carls Bern- steins, blaðamanna Washington Post, varð honum kvalræði en forset- inn hefur ætíð haldið því fram að goðsögnin um að hann hefði sjálfur lagt á ráðin um innbrotið væri „blygðunarlausasta skröksaga" sem sögð hefur verið. „Milljónum dollara var varið af stjómvöldum, þinginu og sérstökum rannsóknardómara sem falin var Watergate-rannsóknin en ekki fannst minnsti vottur um að ég hefði fyrirskipað innbrotið, vitað um sím- hleranirnar eða fengið í hendur upp- lýsingar úr þeim,“ svaraði Nixon gjaman. Sjálfur hefur Nixon sagt að það sem hafi fyrst og fremst leitt til þess að hann varð að hrökklast frá voru tilraunir kosningastjóra hans og starfsmanna Hvíta hússins eftir að upp komst um innbrotið í Watergate til að hylma yfír það að innbrots- mennimir þáðu leyniiegt fé fyrir verknaðinn frá aðstoðarmönnum sín- um. Með því var ætlun þeirra að takmarka pólitískan skaða af inn- brotinu. „Það vora mistök hjá mér að taka ekki málið fastari tökum, leiða sannleikann í ljós og reka alla sem voru viðriðnir eða bendlaðir við málið,“ hefur forsetinn fyrrverandi sagt. Það sem réð úrslitum var annars vegar rannsókn þingsins sem leiddi í ljós að Nixon hafði beitt öllum hugs- anlegum ráðum tii þess að dylja þátt starfsmanna sinna í að kæfa málið og hins vegar sú ákvörðun Hæsta- réttar í júlí 1974 að skylda forsetann til að afhenda sérlegum saksóknara segulbandsspólur og önnur gögn varðandi samtöl hans við ráðgjafa sína í forsetaskrifstofunni. Af sam- tölum þessum kom fram að Nixon hafði fulla vitneskju um Watergate- innbrotið strax eftir að það var fram- ið en ekki mörgum mánuðum seinna eins og hann hafði sjálfur fullyrt. Snerist þingið og þjóðin gegn honum og í raun hafði hann verið neyddur til að segja af sér að öðrum kosti hefði hann verið rekinn úr embætti. Er hann eini forsetinn í sögu Banda- ríkjanna sem sagt hefur af sér með- an hann hefur setið í embætti. Nixon varð eftirsóttur fyrirlesari. í ræðum sagðist hann ekki lengur þátttakandi í stjórnmálum en lífíð væri honum þó hugleikið. „Meðan ég anda mun ég fjalla um þau mál sem áhrif hafa á heimsþróunina," sagði hann stundum. Er hann var spurður að því hvort hann ætlaði að blanda sér aftur í stjórnmálabaráttu svaraði Nixon: „Til hvers. Yið erum með góðan borgarstjóra í Söðulsá [heimabæ hans] og ríkisstjórinn í New Jersey er afburða góður. Til- gangurinn er að koma vissum boð- skap á framfæri og leggja hann í dóm sögunnar. Sagnfræðingar dæma mig líklega ekki af sanngirni því þeir eru flestir vinstrimenn." Nixon kom aftur á stjórnmálasambandi við Kína og hér heilsar hann Maó Tse-tung leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins við komuna til Peking.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.