Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 33
33 um. Hann er sá fyrsti af eldri lækn- ' um FSA, sem fellur frá og ég hef unnið lengst með, einn af þeim sem I kunni klinikkina og þurfti ekki til þess flókinn nútíma tölvuvæddan hátæknibúnað. Það er erfitt að sjá á bak slíkum afbragðsmönnum, svo fljótt og svo skyndilega og skarðið vart fyllanlegt. Ég votta aðstandendum hans dýpstu samúð mína og konu minnar. Eiríkur Sveinsson. Vorið nálgast hægt og sígandi. Birtan eykst dag frá degi. Það vekur ’ vonir um betri tíð og hlýrra sumar en var á Norðurlandi í fyrra. Mitt í vorkomunni kveður Baldur Jónsson þetta líf eftir stutta og ójafna bar- áttu við miskunnarlausan sjúkdóm. Hann fékk ekki að njóta vorkomunn- ar, ekki að njóta frelsisins eftir að hafa lokið um áramótin iöngum og farsælum starfsferli. Við, sem eftir | lifum, getum huggað okkur við það að hann kunni að njóta hins daglega lífs og var ávallt glaður á líðandi I stundu. Baldur var fæddur á Akureyri 8. júní 1923. Foreldrar hans voru Jón Kristjánsson verslunarmaður á Ak- ureyri og kona hans Laufey Jónsdótt- ir, bæði af þingeyskum ættum. Bald- ur varð stúdent frá MA 1944. Hann lauk námi við læknadeild HÍ 1952, var námskandidat á Landspítalanum ■ 1952-1953, fékk almennt lækninga- leyfi í október 1953. Hann starfaði I sem héraðslæknir í Þórshafnarhéraði | 1953-1957. Sérfræðinám í barna- lækningum í Svíþjóð stun(jaði hann 1957-1961 þar sem hann var lengst af í Vástervik, en einnig í Gautaborg og Gavle. Frá október 1961 starfaði Baldur á Akureyri. Hann var sérfræðingur við FSA frá þeim tíma, yfirlæknir á barnadeildinni frá janúar 1974 til janúar 1994, og jafnframt starfandi heimilislæknir tii ársloka 1985. Hann j var eini bamalæknirinn á Akureyri | þar til í ársbyijun 1975. Auk þessa gegndi hann fjölda annarra starfa bæði á sínu sérsviði og trúnaðar- starfa. Baldur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigríður Oddný Axelsdóttir Schiöth hjúkrunarfræðingur og eru börn þeirra: Málfríður, f. 15. sept. 1949, Jón, f. 30. apríl 1951, Laufey Guðrún, f. 25. febrúar 1953, Axel, f. 3. mars 1957, Ingibjörg Agneta, f. 8. febrúar 1958, og Baldur, f. 13. sept. 1965. Eftirlifandi eiginkona Baldurs er Ólöf Stefanía Arngrímsdóttir hjúkr- unarfræðingur og er sonur þeirra Arngrímur, f. 22. jújí 1971. Einnig átti Baldur soninn Öm, f. 28. maí 1945, með Sigurbjörgu Stefánsdótt- Með þessu stutta yfirliti um störf og líf Baldurs sést að hann hafði í mörg horn að líta. En hann var ólík- ur flestum öðram að því leyti að starfshraðinn var yfirleitt með ólík- indum, áhuginn á öllu sem í kring um hann hrærðist var ótrúlegur, starfsþrekið óbilandi og alltaf var sjálfsagt að bæta á sig vinnu þó að verkefnin væra næg fyrir. Á hverju ári fór hann erlendis til að kynna sér nýjungar og kom ævinlega hlaðinn nýjum vísdómi til baka. Hann var sílesandi og hafði eldheitan áhuga á því að bæta við nýjungum á barna- deildina. Það hafa orðið stakkaskipti í allri tækjavæðingu á deildinni á fáum áram. Við höfum notið dyggs stuðnings kvenfélagsins Hlífar á Akureyri í þeirri uppbyggingu enda var þessi félagsskapur Baldri mjög kær. Á undanfömum mánuðum hef- ur húsnæði bamadeildarinnar verið stækkað og endurbætt. Það var tek- ið í notkun nokkram dögum eftir að Baldur lét af störfum og hafði hann lagt sinn skerf af hugmyndum við þær endurbætur. Þá hefur verið gerð frumhönnun á nýrri bamadeild við FSA og náði Baldur að taka þátt í þeirri vinnu síðustu mánuðina sem hann starfaði. Fór vel á því, en leitt að hann skyldi ekki fá að njóta þess að vinna í stærra og betra húsnæði en verið hefur hlutskipti deildarinnar á undanförnum árum. í starfi okkar barnalækna er mik- ið um útköll hvenær sem er sólar- hrings. Þrátt fyrir aldur sinn var Baldur aldrei á því að hann ætti að nýta rétt sinn til minni vaktavinnu. Hann stóð sínar vaktir og þótti ekki mikið þótt hann væri vinnandi um j helgar og nætur. Hann var afar far- MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 sæll í starfi sínu, elskaður og dáður af foreldram og börnum sem hann stundaði. Baldur gat sér frábærs orðstírs sem læknir. Eitt sinn var undirritað- ur og íslenskur starfsbróðir að glíma við erfitt tilfelli í Eskilstuna í Sví- þjóð. Áhyggjufullur afí hringdi þá og viidi vita hvernig gengi. Þegar hann heyrði að það væru íslenskir læknar að stunda bamabarn hans sagðist hánn treysta okkur fullkom- lega. Hann hafði kynnst Baldri Jóns- syni lækni í Vástervik og vissi að íslensku læknunum væri hægt að treysta. Hið jákvæða hugarfar Baldurs gerði það að verkum að hann var ætíð ungur í anda og virtist eiga næga starfsorku eftir þegar hann skyldi láta af störfum í árslok vegna aldurs. Þegar hann kom úr nokkurra daga jólafríi kenndi hann lasleika og lét þegar í stað athuga það nánar. Hann reyndist vera með ólæknandi krabba- mein. Kom sá úrskurður á þeim dög- um sem hann var að láta af störfum. Sársauki okkar samstarfsfólks hans var því margfaldur. Ekki aðeins lét kær samstarfsmaður af störfum, heldur sáum við að hann fékk ekki að njóta þess að láta af löngu og erfíðu starfí, tókst í þess stað á við ólæknandi sjúkdóm. Ég kveð Baldur með þakklæti og virðingu. Við Kolbrún sendum Ólöfu, Amgrími svo og öllum öðram ætt- ingjum og vinum Baldurs innilegar samúðarkveðjur. Björt minning um góðan dreng lifír. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Geir Friðgeirsson. Á morgun verður Baldur Jónsson, barnalæknir, til moldar borinn frá Akureyrarkirkju. Baldur var fæddur á Akureyri 8. júní 1923. Foreldrar hans voru Jón Kristjánsson verslunarmaður og Laufey Jónsdóttir. Baldur varð stúd- ent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1944 og lauk læknaprófí frá Háskóla íslands árið 1952. Að loknu kandidatsári var hann fyrsti aðstoð- arlæknir héraðslæknis í Keflavíkur- héraði í nokkra mánuði, en gegndi síðan Þórshafnarhéraði í fjögur ár. Svo margt hefur breyst í samgöng- um, fjarskiptum og heilbrigðisþjón- ustu á íslandi á hálfri öld, að marg- ir eiga erfitt með að gera sér í hugar- lund þær aðstæður, sem læknar í einmenningshéruðum bjuggu við þá. Konur fæddu börn sín oftast í heima- húsum og iðulega þurfti að glíma við bráð veikindi og slys við erfiðar aðstæður. Farsæl dómgreind og færni í starfi komu þá strax fram hjá lækninum unga, en þetta átti eftir að einkenna starfsferil hans allan. Síðan lá leiðin til Svíþjóðar til náms í barnalækningum. Áð loknu námi árið 1961 kom Baldur til starfa sem sérfræðingur við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri og varð jafn- framt heimilislæknir í bænum. Hann varð yfirlæknir við barnadeild FSA 9. janúar 1974 og gegndi því starfí til 15. janúar 1994. Baldur var lækn- ir við vistheimilið Sólborg frá stofnun þess til ársins 1981 og formaður Heilsuvemdarstöðvar Akureyrar frá 1970-1978. Ég var fyrsti aðstoðarlæknirinn á barnadeild FSA. Baldur var góður kennari og það var afar þægilegt að vinna með honum. Hann var einstak- lega glöggur og úrræðagóður, og hjartahlýja hans auðveldaði sam- bandið við börnin. Við unnum síðar saman á Læknamiðstöðinni á Akur- eyri eftir að ég hóf störf sem heilsu- gæslulæknir. Ég undraðist oft hve fljótur hann gat verið að afgreiða erindi sjúklinga, en áttaði mig seinna á því að þetta er því einungis ger- legt, að heimilislæknir þekki sjúkl- inga sína vel. Er Heilsugæslustöðin á Akureyri var stofnuð árið 1985 hætti Baldur sem heimilislæknir, en sambandið við hann hélst, þar sem hann leysti iðu- lega af í ungbamaeftirlitinu. Á Fjórð- ungssjúkrahúsinu barðist hann fyrir bættri aðstöðu barnadeildarinnar. Það var þvf mikið gleðiefni, þegar ákveðið var á síðasta ári að byggja nýja barnadeild við sjúkrahúsið. Því miður náði Baldur ekki að sjá þennan draum rætast, hann lést 18. apríl eftir nokkurra mánaða veikindi. Fyrri kona Baldurs var Sigríður Axelsdóttir, hjúkranarfræðingur, sem nú er látin. Þau skildu. Börn þeirra era sex, þau Málfríður, Jón, Laufey Guðrún, Axel, Ingibjörg Ag- neta og Baldur. Fyrir hjónaband eignaðist Baldur soninn Öm. Seinni kona Baldurs er Ólöf Amgrímsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur, sonur þeirra er Arngrímur. Starfsfólk Heilsugæslustöðvarinn- ar á Akureyri færir eiginkonu, böm- um og barnabörnum innilegar sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Baldurs Jóns- sonar. Ólafur Hergill Oddsson. Okkur félögum í Læknafélagi Akureyrar er nú harmur í huga, er við sjáum á bak vöskum og ötulum liðsmanni, Baldri Jónssyni barna- lækni, sem engum var líkur. Er okk- ur þar líkt farið og flestum þeim, er hann átti samskipti við á lífsleiðinni, því hann naut fágætra mannheilla. Þar réðu mestu um eðliskostir hans; hjartahlýja og réttlætiskennd, skarp- skyggni og atorka, þrautseigja og æðruleysi og ástríðufullur áhugi á því að verða skjólstæðingum sínum að sem beztu liði. Sem læknir varð hann öðrum fyrirmynd sakir vökullar dómgreindar og yfirgripsmikillar fræðikunnáttu, sem hann jók við til hinzta dags og sem varð undirstaða rómaðrar hæfni hans í starfí. Sem brautryðjandi og stjórnandi gaf hann fordæmi með skipulegum vinnu- brögðum, áreiðanleika og stundvísi, skýram og vel grunduðum fyrirmæl- um og útskýringum auk hins ljúfa viðmóts, sem gerði öllu samstarfs- fólki auðvelt um vik að leita til hans, þótt maðurinn væri í eðli sínu dulur. Hjálpsemi hans, bóngæzka og snör viðbrögð á degi sem nóttu voru á orði höfð. Hann iðkaði læknislist sína á þann veg að stétt hans var sómi að. Fyrir hönd Læknafélags Akur- eyrar vott ég aðstandendum þessa gengna drengskaparmanns hina dýpstu samúð. Pétur Pétursson. Hann Baldur er dáinn. Þrátt fyrir að við vissum að hveiju stefndi, var tilkynningin sár. Það var ótrúlegt hve fljótt hann var tekinn frá okkur. Hann sem ætlaði að fara að njóta lífsins, eins og hann sagði. Baldur haðfí starfað sem yfírlækn- ir á Barnadeild FSA í rúm þijátíu ár, en hætti þegar aldursmarki var náð um síðastliðin áramót, fáa gran- aði að tími hans væri kominn svo unglegur og hress sem hann var. Fáir voru þeir dagar á starfsferlinum sem hann ekki mætti til starfa og oft var vinnutíminn langur og álagið mikið. En þegar starfsdegi var að ljúka í desember síðastliðnum kom kallið, sem við sem með honum störf- uðum áttum svo erfitt með að trúa, veikindi greindust sem síðar kom í ljós að vora ólæknanleg. Að maður sem ekki hafði kennt sér meins fengi slík skilaboð og síðan tólf dögum seinna staðfestingu á því að ekkert væri hægt að gera, fannst okkur öllum óskiljanlegt. Hver var ástæðan? Því fáum við ekki svarað nú. Mörgum hefur Baldur sinnt af fádæma miklum áhuga, þekking hans og víðsýni var mikil, fómfýsi og kærleikur til náungans takmarka- laus. Við sem með honum störfuðum vissum alltaf að ef eitthvað bjátaði á hjá okkur persónulega eða í störf- um okkar gátum við leitað til hans, engum treystum við betur. Hann var okkur góð fyrirmynd og mikill kenn- ari. Fyrir það allt þökkum við nú þegar leiðir skilja svo allt of fljótt, en fullviss erum við að störfin hans hafa markað djúp spor. Eiginkonu og fjölskyldu hans allri sendum við okkar innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum Guð að blessa framtíð þeirra. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V.Briem) F.h. hjúkrunarliðs Barnadeildar FSA, Valgerður Valgarðsdóttir. Guðrún Daða- dóttir — Minning Fædd 17. maí 1898 Dáin 1. apríl 1994 Elskuleg frænka mín, Guðrún Daðadóttir, er látin. Hún var dóttir hjónanna Daða Daníelssonar bónda og Maríu Andrésdóttur, sem bjuggu á Dröngum á Skógarströnd. Var hún tólfta barn þeirra af fimmtán. Þijú dóu í bernsku en tólf komust upp. Guðrúnu kynntist ég fyrir u.þ.b. 13 árum, er hún kom í heimsókn til foreldra minna og færði föður mínum dýrindins heklaðan dúk sem hún hafði sjálf gert og prýðir enn stofuborðið. Hún og allt hennar fólk í kvenlegg var ákaflega flinkt hannyrðafólk, og er varla fyrir sér- Iræðinga á þessu sviði að leika eftir handavinnu þessarar kynslóð- ar, sem óðum er nú að hverfa. Fyrir nokkrum árum, voru mér sendir tveir heklaðir dúkar að gjöf eftir móður hennar Maríu. Annar, sem er úr lopa, er svo listilega gerður, að enginn, sem ég hef spurt kann að gera þetta mynstur, sem hann er gerður úr, og hafa þó nokk- uð margir flinkir verið spurðir. Guðrún var ákaflega skemmtileg og fróð kona og blátt áfram. Tein- rétt í baki og bar sig tígullega. Áður hafði ég kynnzt systkinum hennar Ólafi, bólstrara fjölskyld- unnar í 50 ár, Guðmundi, bróður hans, fv. bónda að Ósi við Breiða- fjörð og systrunum Ingibjörgu og Theódóru, sem lengi var búsett í Elliðaey á Breiðafirði en Ingibjörg búsett í Stykkishólmi. Allt var þetta afar elskulegt fólk og glæsilegt og hafsjór af fróðleik og ættfræði. Guðrún ólst upp hjá frænku sinni frú Ásthildi Thorsteinsson á Bíldu- dal, þar til sú fjölskylda flutti til Danmerkur. Þá ólst Guðrún upp hjá Finnboga Arndal, kennara og fjölskyldu hans. Ásthildur var bamabarn Einars Ólafssonar bónda í Skáleyjum á Breiðafirði, en langamma Guðrúnar og nafna, Guðrún í Miðbæ, var einstök gæða- kona, sem bjó í Flatey, var föður- systir Ásthildar, en faðir hennar var sr. Guðmundur Einarsson á Breiðabólstað á Skógarströnd. Guðrún var systurdóttir langömmu minnar, Herdísar Andrésdóttur skáldkonu. Guðrún gerðist kaupakona í Við- ey en árið 1925 giftist hún Pétri Eyvindssyni, trésmið, syni hjón- anna Eyvindar Björnssonar og Jón- ínu Jónsdóttur, sem þá bjuggu á Stóru-Drageyri í Skorradal. Þegar Pétur er á öðru ári missir hann móður sína og er komið í fóstur að Grafarholti í Mósfellssveit til föðurbróður síns Björns Bjarnason- ar, sem var albróðir föður hans, enda þótt þeir beygðu föðurnafn sitt á mismunandi hátt, og konu hans Kristrúnar Eyjólfsdóttur, þar sem hann ólst upp. Pétur var um- hyggjusamur heimilisfaðir og kona hans mikilhæf húsmóðir, og fljótt varð heimilið miðstöð ættingja og vina, sem þar fengu að gista eða vera í lengri eða skemmri tíma. Börn þeirra hjóna urðu þijú: Jón- ína, skrifstofustúlka, Bjöm Eyvind- ur, verkfræðingur og Valdimar Már, stýrimaður og húsasmíða- meistari. Barnabömin eru sjö. Börn Guðrúnar og tengdaböm báru öll mikla umhyggju fyrir henni. Guðrún bauð okkur mæðgum í níræðisafmælið sitt, sem haldið var með miklum myndarbrag að Holli- day Inri, að viðstöddum miklu fjöl- menni. Þar bar hún sig eins og drottning og gekk á milli borða til að heilsa upp á mannskapinn. Veð- ur var hið fegursta og gátu gestir setið úti á svölum, þeir sem það vildu, enda næstum því logn. Þá man ég, að ég hugsaði með sjálfri mér, að það væri ekki á færi nema úrvalsmanna eins og Guðrúnar að komast í gegnum lífíð eins og hún. En enginn má skilja orð mín svo, að lífíð hafí alltaf verið dans á rós- um hjá henni. Hún missti mann sinn árið 1951 og hafði verið ekkja í 43 ár. Eftir að Guðrún missti mann sinn vann hún sem virt og vel látin matráðskona hjá Almenn- um tryggingum í 27 ár. Ekki get ég stillt mig um að láta eina sögu fylgja hér af Maríu móður Guðrúnar. Þegar ég tók barnapróf 1946 úr Landakoti, fór skólinn í þriggja daga ferð í Stykk- ishólm. Faðir minn hafði lagt ríka áherzlu á, að ég heilsaði upp á elztu konu ættarinnar, Maríu Andrés- dóttur, sem þá bjó hjá dóttur sinni, Ingibjörgu og tengdasyni sínum, Sigurði Magnússyni fv. hreppstjóra í góðu yfirlæti. Ég fékk leyfi hjá kennara mínum til heimsóknarinn- ar. Ekki fékkst annar tími en að fara árdegis og fannst mér það óheppilegt að heimsækja svo gamla konu á þeim tíma. Jæja, ég er kom- in á staðinn um tíuleytið um morg- uninn, en ég hitti Maríu ekki þá. Hún, sem þá var 87 ára gömul, var að bera út Kvennablaðið Hlín, svo ég sá hana ekki í þetta skiptið. Ég hitti hana ekki fyrr en 15 árum seinna, þá 102 ára gamla, þegar ég fór í Stykkishólm með foreldrum mínum. Þá hafði María á orði, að mamma hefði ekkert verið orðin gráhærð, þegar hún hefði heimsótt hana í Hruna, svo að mömmu varð að orði, hvort hún hefði nokkurn tímann komið þar í heimsókn. Þá snarast María fram og kemur að vörmu spori aftur með mynd í hend- inni, þar sem hún er á myndinni ásamt mömmu og pabba á hlaðinu í Hruna, og segir við mömmu: „Manstu núna, þegar ég kom í heimsókn?" Móður minni til máls- bóta, sem var yfirleitt mjög minnis- góð, má segja það, að mjög gest- kvæmt var í Hruna, og man ég sem barn eftir gestum, dag eftir dag, bæði skyldum og óskyldum, svo það var ekkert skrýtið, þótt hún myndi ekki eftir heimsókn Maríu. Guðrún var yfirleitt heilsuhraust nema síðustu tvö árin. Þá var hún veik. Hún var minnisstæður per- sónuleiki og merkileg kona, sem menntað hafði sig sjálf, vildi öllum vel, var ákaflega orðvör en sagði meiningu sína beint út, ef því var að skipta. Það var alltaf yndislegt að vera í návist hennar, því það streymdi svo gott frá henni. Við systur kveðjum frænku okkar með virðingu og þökk og óskum henni alls góðs á nýjum brautum. Elín K. Thorarensen. Í.slaiKlsko.stur y lJnicv/i Verð frá 900 kr. á mann (il 48 4Í) LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.