Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 24. APRIL 1994 ATVINNUAUGl YSINGAR Organisti Organista - söngstjóra vantar að Egilsstaða- kirkju ásamt Vallarnes- og Þingmúlakirkjum frá 1. september 1994. Umsóknarfrestur til 15. júní 1994. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til formanns sóknarnefndar Egilsstaðasóknar. Ástráður Magnússon, Hörgsási 4, 700 Egilsstöðum. Sími 97-11515. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra Svæðisskrifstofan, sem rekur margháttaða þjónustu við fatlaða, auglýsir eftirtaldar stöð- ur lausar til umsóknar og er umsóknarfrest- ur til 4. maí nk.: Staða sálfræðings Hlutverk sálfræðings er að sinna sérhæfðum viðfangsefnum s.s. sálfræðilegum athugun- um og prófunum, ráðgjöf til starfsmanna og aðstandenda, viðtölum og ráðgjöf til skjól- stæðinga. Hann er til ráðgjafar um meðferð- armál og tekur þátt í að skipuleggja slíka vinnu við aðra starfsmenn. Hann veitir starfs- fólki handleiðslu og fær til úrvinnslu og at- hugunar ýmis önnur mál er snerta hans sér- svið og yfirmaður hans kann að fela honum. Staðan veitist frá 1. ágúst 1994 eða eftir nánara samkomulagi. 2 stöður ráðgjafa Hlutverk ráðgjafa er að veita stofnunum Svæðisskrifstofunnar s.s. sambýlum al- menna faglega ráðgjöf og vera tengiliður milli skrifstofunnar og viðkomandi stofnunar. Sú ráðgjöf snertir m.a. faglegt skipulag starf- seminnar, aðstoð í málefnum einstaklinga o.fl. Umsækjendur skulu hafa menntun þroskaþjálfa eða aðra þá menntun á félags- eða uppeldissviði sem nýtist í starfinu. Stöðurnar veitast frá 1. júní nk. eða síðar eftir samkomulagi. Forstöðumaður sambýlis Staðan er við sambýli fyrir geðfatlaða sem rekið er í nánu faglegu samstarfi við geð- deild FSA. Forstöðumaðurinn ber ábyrgð á faglegum og fjárhagslegum rekstri sambýlis- ins í samræmi við starfslýsingu og verklags- reglur sem fyrir stöðuna gilda. Umsækjendur skulu hafa menntun á félags- eða uppeldis- sviði og/eða reynslu af starfi með geðfötluðum. Staðan veitist frá 1. ágúst 1994. Sjúkraþjálfari Sjúkraþjálfari óskast til starfa á dagdeild fyrir þroskahefta. Deildin er rekin í húsnæði vist- heimilisins Sólborgar. Sjúkraþjálfara bjóðast afnot af þeirri aðstöðu, sem þar er að finna s.s. sundlaug o.fl., fyrir eigin rekstur. Staðan er laus nú þegar. Skriflegar umsóknir um stöður þessar ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Stórholti 1, 603 Akureyri. Þar eru einnig veittar nánari upplýsingar og í síma skrifstof- unnar sem er 96-26960. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra. Atvinnutækifæri Ha-Ra - íslandi Við viljum bæta við nokkrum áreiðanlegum söluaðilum til heimakynningar á Ha-Ra vör- unum. Ha-Ra eru vistvænar vörur, ætlaðar til þrifa jafnt úti sem inni - heildarlausn. Ha-Ra er leiðandi fyrirtæki í heiminum á Dessu sviði, marg verðlaunað, nokkuð sem viðskiptavinirnir átta sig á þegar þeir gera samanburð. Söluaðilinn eignast með tíman- um viðskiptavinahóp, sem verslar aftur og aftur. Á landsbyggðinni kemur aðeins einn til greina á hverjum stað. Upplýsingar gefur Kristín í síma 676869 í dag, sunnudag, frá kl. 13-16, og á mánudag frá 9-16. Alþjóða verslunarfélagið, Skútuvogi 11, 104 Reykjavík. FJÖLBRAUTASKOLINN VIÐ ARMULA ÁRMÚLA 12-108 REYKJAVÍK - SÍMI 814022 Kennarar Kennara vantar í eftirtaldar greinar: Viðskiptagreinar, tölvufræði, líffræði og lyfjafræði. Auk þess vantar stundakennara í ýmsar sérgreinar heilbrigðisbrauta, t.d. lyfjafræði, líkamsbeitingu, tann- og munnsjúkdóma- fræði o.fl. Umsóknarfrestur er til 15. maí næstkomandi og skal senda umsóknir til skólameistara, sem gefur allar nánari upplýsingar, sími 814022. Skólameistari. Þekking - Úrval - Þjónusta REKSTRARVÖRUR Markaðsfulltrúi Vegna aukinna umsvifa óska REKSTRAR- VÖRUR eftir að ráða markaðsfulltrúa/hrein- lætisráðgjafa. Markaðsfulltrúa er fyrst og fremst ætlað að sinna þjónustu við viðskiptavini í matvæla- iðnaði. Hann veitir ráðgjöf varðandi val á hreinlætisvörum og tækjum ásamt því að leiðbeina um notkun þeirra. Einnig annast hann gerð sölu- og hreinlætisáætlana, til- boðsgerð auk annarra verkefna. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu menntaðir á sviði efnafræði, matvælafræði og/eða fisktækni. Reynsla af matvælaiðn er æskileg, tæknileg þekking nauðsynleg. Áhersla er lögð á skipuleg og sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulipurð og þægilega framkomu. Umsóknarfrestur er til og með 4. maí nk. Ráðning verður sem fyrst. Rekstrarvörur er sérhæft verslunar- og fram- leiðslufyrirtæki er þjónustar stofnanir og fyrir- tæki um land allt á sviði hreinlætis- og rekstrar- vöru. Markmið fyrirtækisins er að sinna þörfum viðskiptavina fyrir almennar rekstrarvörur ásamt tengdri þjónustu og ráðgjöf. Vinsamlega athugið að umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar eru eingöngu veittar hjá Ráðningarþjónustu Lögþings frá kl. 9-15. RÁÐNINGARÞJÓNUSTA j* f* \ f~ \ í % i* .\ l f W M - -* -■ a m —Ji Guðný Harðardóttir Skipholti 50c, 2. hœð, 105 Reykjavík Simi 91-628488 Rannsóknarstofa Óskum eftir að ráða rannsóknarmann til starfa á rannsóknarstofu hjá traustu iðnfyrir- tæki í Reykjavík. Starfssvið: 1. Almennt gæðaeftirlit með framleiðsluvör- um fyrirtækisins. 2. Örveruræktun. 3. Fylgjast með hreinlæti og þrifum. Innkaup. Við leitum að meinatækni, matvælafræð- ingi, efnafræðingi eða manni með efnafræði- þekkingu og reynslu af svipuðu starfssviði. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Rannsóknarstofa" fyrir 1. maí nk. Hasva ngurhf Skeifunni 19 1 Reykjavík 1 Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir LANDSPITALINN Reyklaus vinnustaður KVENNADEILD Sérfræðingur Starf sérfræðings (100%) við kvennadeild Landspítalans er laust til umsóknar. Starfs- svið er fyrst og fremst bundið við glasafrjóvg- unardeild og kvenlækningar. Sérmenntun í fæðinga- og kvensjúkdómafræði og á ofan- greindum tveimur sviðum er nauðsynleg. Starfið veitist frá 1. júlí 1994 og umsóknar- frestur er til 1. júní 1994. Nánari upplýsingar veita Reynir Tómas Geirsson, prófessor og Jón Hilmar Alfreðsson, yfirlæknir. Umsóknir, á þar til gert eyðublað ásamt yfir- liti um menntun og starfsferil einkum m.t.t. kennslu og rannsóknareynslu á því sviði sem starfið varðar, skulu sendar stjórnarnefnd Ríkisspítala, Rauðarárstíg 31. Ljósmæður Vegna opnunar Fæðingarheimilis Reykjavík- ur í maí eru lausar stöður Ijósmæðra. Um er að ræða fæðingar- og sængurleguþjón- ustu fyrir konur með eðlilega meðgöngu að baki. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veita Elínborg Jónsdóttir, yfirljósmóðir, s. 602060 eða 601000 og Ólöf Ásta Ólafsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri, í síma 601195 eða 601000. GEÐDEILD Félagsráðgjafi óskast til starfa á geðdeild landspítalans, skor 2. Um er að ræða afleys- ingastarf í ca 1 ár. Starfið felst í vinnu á móttökudeild, göngudeild og vernduðum heimilum. Æskilegt er að viðkomandi hafi auk starfsreynslu, menntun og þjálfun í fjöl- skyldumeðferð. Nánari upplýsingar veitir Rannveig Guð- mundsdóttir, yfirfélagsráðgjafi, í síma 601860. Umsóknir sendist Sigurrós Sigurðardóttur, yfirfélagsráðgjafa, geðdeild Landspítalans, fyrir 16. maí 1994. RIKISSPIT AL AR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sór fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspitala er helguð þjónustu viö almenning og við höfum ávalit gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.