Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1994 Umhverfíð er í senn trölls- legt og fínlegt. Óvíða þykir fegurra hér á landi en í Fljótunum að sumri til og rómuð snjó- þyngsli tryggja frábært skíðafæri langt fram eftir vori. Morgun- blaðsmenn tóku hús á Trausta og eiginkonu hans Sigurbjörgu Bjarnadóttur á dögunum og skoð- uðum dæmið með honum. Trausti á Bjarnagili var ein af helstu skíðakempum landsins á árum áður. Hann keppti fyrst og fremst í göngu og var Islands- meistari „10 eða 11 sinnum“, eins og hann orðar það. Á afrekalistan- um hjá Trausta getur að líta þátt- töku á Ólympíuleikunum í Inns- bruck í Austurríki árið 1976. „Það var sannarlega upplifelsi, en ann- ars er það ekkert skrítið að maður skuli hafa farið út í skíðagöngu, því ég er alinn upp við það. Pabbi minn var mikill skíðagarpur, sigr- aði t.d. í fyrsta skíðamóti Ung- mennafélags Fljótamanna_ árið 1920. Vagga skíðaíþrótta á íslandi er einmitt hérna í Fljótunum. Fyrsta skíðamótið var haldið hér árið 1905, í Barðshyrnunni." Síðan stöngum og tveimur silungastöng- um. Veiðin er góð, þetta 200 til 400 laxar á sumri og óvíða er hærri meðalvigt á Iaxi hér á landi. Bleikjuveiðin er mikil og fískur vænn. Menn geta unað sér við veiðiskap, einnig skotveiði á haust- in og fram á vetur ef vill. Þá eru hér afburðagóð beijalönd og skemmtilegar gönguleiðir. Það sem vantar er betri aðstaða, en það er allt að koma. Ég héf til dæmis leigt skólahúsið okkar fyrir laxveiðimennina og varðandi aðra aðstöðu þá eru komnar teikningar og skipulag að svæðinu og ég hef unnið að því hörðum höndum síð- ustu misseri að útvega fjármagn. Það er mikil vinna, en það hefst á endanum," segir Trausti. En hversu góð skíðalönd eru þetta og er hugmyndin að innlendir eða erlendir skíðamenn renni sér þama? „Það mega auðvitað allir renna sér þama sem vilja, en ég held að þetta geti orðið góð markaðs- vara erlendis, til dæmis á Norður- löndum. Þess má geta, að fyrir tveimur árum, um Jónsmessu, buðum við hingað til okkar frækn- Trausti og Sigurbjörg í gulistólum gulldrengja, þeirra Wassbergs, Bra og Ulvangs. laða til sín ungt fólk, tvær til þrjár fjölskyldur í sveitina. Nýtt blóð. Á þessu hefur verið gerð könnun og það sem kemur best út hérna er bleikjueldi sem á að skila arði ef menn kunna til verka. Til bleikju- eldis þarf fyrst að koma til heitt og kalt vatn, síðan ker, húsakynni og tækjakostur og fiskur. Úttektin fyrir bleikjueldið sýnir fram á arð- semi. Bara ekki nóga til þess að fjárfestingarsjóðir hafí viljað gefa sig, því hefur mikill tími og vinna farið í að afla aukaijármagns. Ég er búinn að halda marga fundi nyrðra og fara margir ferðir suður til Reykjavíkur. Það ér ljóst að frekari framkvæmdir þurfa að bíða næsta árs, hins vegar eru horfur þar fyrir utan ágætar og töfin sé einungis tímabundin. Það er líka eins gott að sjá fram á að hlutirnir gangi upp, því við Sigur- björg erum búin að leggja mikla fjármuni í undirbúning á verkinu og sjóðir okkar fara þverrandi. En við trúum því að fískeldi eigi framtíð fyrir sér á íslandi." - Þú ert ekki að gefast upp? „Nei, hjálpi mér, það geri ég aldrei. Þetta er komið svo langt á Fljótaá þykir med fallegri lax- og silungsveióiám landsins. tekur Trausti til við að útlista nánar í hveiju stóri draumurinn er fólginn. Skíði, fiskur og fugl „Það hefur lengi verið draumur minn að koma hér upp fjölþættri ferðaþjónustu. Það hefur hins veg- ar alltaf strandað á því að enginn möguleiki hefur verið á því að fjár- magna slíkar framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til þess að þetta geti orðið að veruleika. Hér er óviðjafnanleg útivistarparadís og eins og atvinnu- og byggðamál hafa þróast hin seinni ár sé ég enn betur hversu brýnt það er að koma þessu á fót. Hefðbundinn búskap- ur á í vök að veijast, unga fólkið hefur ekki lengur þá afkomu- möguleika til sveita að það kæri sig um að búa þar Iengur. Meðal- aldur Fljótamanna fer hækkandi og nýliðun er lítil. Það eru þrettán börn í skólanum okkar og átta þeirra eru trúlega síðustu böm foreldra sinna. Ferðaþjónusta er mannfrek atvinnusköpun og komi ég mínum áformum á fót bætast við a.m.k. átta til tíu ný atvinnu- tækifæri í sveitinni. Sveitungar mínir hafa mismikla trú á þessu, sumir eiginlega hlæja að því, en aðrir hafa áhuga á málinu. Það sem svæðið býður upp á er margvíslegt. Hér eru fyrst og fremst glæsilegar skíðalendur, hvort heldur menn vilja renna sér eða ganga. Hér eru endalausir dalir, hlíðar og fjöll. Stórkostlegt umhverfí og nægur skíðasnjór langt fram á vor. A sumrin er hér alger náttúruparadís. Ég hef tekið Fljótaá á leigu til þriggja ára. í henni er veitt með þremur laxa- um skíðaköppum, þar á meðal Norðmönnunum Vegard Ulvang, Oddvar Brá, Svíanum Thomas Wassberg og fleirum. Þeir dvöldu hjá okkur að Bjarnagili í nokkra daga, gengu um fjöll, skoðuðu skíðalöndin, stunduðu veiðiskap og höfðu það virkilega notalegt. Þeir voru mjög ánægðir með dvöl- ina og luku lofsorði á dvölina. Hugmyndin er sem sé sú, að höfða ekki einungis til skíðamanna til að koma að renna sér á skíðum, heldur alveg hreint eins til keppn- ismanna, jafnvel landsliða, að koma til hvíldar og hressingar, t.d. eftir ströng keppnistímabil. Ég held að kynnin og vináttan sem tókust með okkur og norrænu skíðagörpunum eigi eftir að bera góðan ávöxt.“ Fyrirstaðan eilífa Nú hefur undirbúningur staðið lengi og margt er enn ógert. Hvað stendur í veginum fyrir lokasókn- inni? Trausti glottir og það vottar fyrir þreytulegri glettni í augun- um. „Peningar standa í veginum. Öllu heldur skortur á þeim. Það gefur augaleið að það kostar stórfé að koma upp og reka svona ferða- þjónustu. Við erum ekki að tala um það eitt að útbúa skíðabrautir. Til þess að fjármagna svona dæmi þarf atvinnustarfsemi sem er nógu arðbær til þess að fjárfestingar- sjóðir treysti sér til' að leggja fram hlutafé. Slík starfsemi myndi síðan veg að ekki verður aftur snúið. Heimavinnan er öll búin, aðal- og deiliskipulag hefur verið samþykkt og undirbúningsstarfinu er að mestu lokið. Eftir þijú ár eiga að vera tilbúin átta til tíu störf. Þijú ár er viðmiðunartími sem við not- um núna. Eftir HM í Þrándheimi 1997 geri ég mér vonir um að fá hingað þá Norðmenn sem standa sig best á því móti, til að taka þátt í „Fljótamóti" í skíðagöngu sem verður haldið í tilefni að því að framkvæmdum við fyrsta áfanga skíðasvæðisins og ferðaþjónustu verði lokið, um það bil 20. apríl. Við reiknum líka með því að þá verði Daníel Jakobsson kominn í hóp þeirra allra bestu í heiminum ef allt gengur að óskum hjá hon- um.“ Að flylja fjöll - Eitthvað hlýtur þetta að kosta, Trausti? „Já, það skal vanda sem lengi skal standa. ÖIl atvinnuuppbygg- ing kostar peninga en við verðum að horfa á allt rekstrardæmið í heild sinni. Ég hef verið með sér- fræðinga sem hafa samið skýrslur um hagkvæmni og arðsemi þessar- ar atvinnuuppbyggingar og lofa þær góðu. Samkvæmt þeim skýrsl- um á heildarfjárfesting í bleikju- eldinu, ferðaþjónustunni og skíða- svæðinu að nema 75 milljónum. Þar af eru 12 milljónir í skíðasvæð- ið sem aðrir aðilar fjármagna. Inn- koman verður aftur á móti 50 milljónir á ári, mest í erlendum gjaldeyri. Að vísu höfum við ákveðið að fara út í dýrari húsa- kynni en reiknað var með í skýrsl- unum þannig að þann mismun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.