Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAI 1994 Guðni Kolbeinsson nenni ég að lesa, áður nennti ég því ekki, hafði ekki áhuga. Það eykur sjálfstraustið að geta lesið hraðar og vera orðin betri í stafsetn- ingu. Þrátt fyrir seinlæsi gekk mér ágætlega að komast í gegnum skóla, ég mætti alltaf í tíma og hlustaði vel, á því flaut ég. Enskuna lærði ég þegar ég var skiptinemi í eitt ár úti.“ Var utanveltu í bókmenntaumræðu „Ég hef aukið lestrarhraða minn töluvert, byijaði með 260 orð á mínútu en er komin upp í 420 orð. Ég var ekki treglæs en ég var lengi að lesa, var að gaufa í sömu bók- inni mjög lengi að mér fannst. Ég nennti ekki að byrja á bókum vegna þessa og fannst ég svo utanveltu í bókmenntaumræðu samfélagsins. Ég hef ekki lesið mikið um ævina nema það sem ég hef þurft vegna náms. Ég er gagnfræðingur og var um tíma í öldungadeild. Það tafði mig auðvitað í náminu mig hvað ég var lengi að lesa,“ sagði Elín Nóadóttir bankastarfsmaður sem er um þessar mundir í launalausu fríi. „Mér finnst þetta lestrarnám- skeið skemmtilegt og auka mögu- leika mína heilmikið. Mig langaði lengi til að komast á hraðlestrar- námskeið en fannst það of dýrt og greip þetta því fegins hendi. Ég er afskaplega ánægði með þetta nám- skeið, kennarinn er góður og góður andi meðal nemendanna," sagði Elín ennfremur. Hef tvöfaldað lestrarhraðann „Mér finnst þetta hafa gert mér heilmikið gott, ég var fremur lengi að lesa og hef aukið hraðann mik- ið. Ég er bankastarfsmaður en það hefur ekki valdið mér vandræðum í starfí að vera heldur seinlæs, en þetta hjálpar óneitanlega. Ég las tæp 200 orð á mínútu þegar ég byijaði og hef tvöfaldað lestr- arhraðann,“ sagði Helga Guð- mundssdóttir. Komst ekki yfir námsefnið áður „Ég er í próflestri þessa dagana og þetta hjálpar mjög mikið,“ sagði Bergdís Guðnadóttir nemandi í Kvennaskólanum. „Venjulega komst ég ekki yfir allt efnið sem var til prófs en ég skildi allt vel. Ég byijaði með 160 orð á mínútu en er komin upp í 400 orð.“ Allir lögðu nemendurnir á lestr- arnámskeiði Menningar- og fræðslusambands alþýðu áherslu á að mikill áhugi ríkti á þessu nám- skeiði hjá fólki í umhverfinu og mjög margir hefðu spurst fyrir um það. Skemmtilegasta kennslan segir Guðni Kolbeinsson „Þetta er í fjórða sinn sem ég kenni á námskeiði sem þessu, en þijú hin fýrri voru á vegum Iðnskól- ans,“ sagði Guðni Kolbeinsson ís- lenskukennari. „Iðnskólinn bauð upp á þessi námskeið í vetur og þau hafa verið sæmilega sótt. Þátttaka þýðir klukkustundar heimavinnu á dag eða gott dagsverk á viku. Það er talsvert mikið, þess vegna verður að gæta þess að námskeið sem þessi séu haldin í upphafi annar í skólum. En hvernig er farið að því að fá nemendur til að auka á tiltölulega stuttum tíma leshraða sinn í þessum mæli? „Það er nú bara eins og að segja við íþróttamenn: Hlaupið þið! Við leggum áherslu á bandpijónsað- ferðina svokölluðu, nemendum er uppálagt að fylgja llnunni með fingrinum, þetta eykur einbeitingu og hraða ótrúlega mikið. Þetta er víst líffræðilegt atriði. Augu okkar bakka um það bil átta sinnum í hverri línu, en ekki nema þrisvar sinnum ef við erum með fingurinn undir línunni. Mér var kennt þetta á hraðlestrarnámskeiði hjá Ólafi Johnson sem er með Hraðlestrar- skólann, hann hefur unnið mikið brautryðjendastarf I þessum efnum. Hann sagði okkur þetta og ég trúði þessu ekki almennilega jafnvel þótt ég stóryki lestrarhraða minn. Hins vegar hef ég sannreynt þetta á námskeiðunum sem ég hef kennt á. Gleymi nemendur að hafa fíngur á línunni þá hægja þeir verulega á sér í lestrinum. Gaman að sjá framfarirnar Ég læt nemendurna alltaf byija á stuttum textum, hér lesa allir í hljóði, síðan lesa þeir lengri texta og eiga að gera efninu í honum skil. Loks lesum við blaðagreinar og fleira og þeir svara spurningum úr öllu saman. Það er tekinn tími á öllu sem lesið er og hann færður BARÁTTUDAGUR VERKALÝÐSINS Lestu betur eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Ljósmyndir: Morgunblaðið/Þorkell 1. MAÍ BEINAST augu manna gjarnan að ýmsu sem lýtur að Iífi og kjörum alþýðunnar í landinu. A þessum hátíðisdegi verkalýðsins hefur þá verið staldrað við og rifjað upp það sem áunnist hefur i baráttu liðinna ára og áratuga. Nú eru erfiðir tímar og atvinnu- leysi hjá mörgu fólki. Við þessari þróun hefur verið brugðist á ýmsan hátt. Fé hefur verið veitt til ýmissa námskeiða fyrir þá at- vinnulausu og með mörgum ráðum hefur verið reynt að styrkja sjálfsmynd þeirra og auka þeim kjark í lífsbaráttunni. Smám saman hefur alls kyns starfsemi tengd verkalýðshreyfingunni náð að festa rætur við hlið hinnar rótgrónu kjarabaráttu, sem raunar aldrei virð- ist geta tekið enda. Þeir sem hafa atvinnu hafa svo í sumum tilvik- um notið góðs af. Eitt af því sem Menningar- og fræðslusamband alþýðu hefur nýverið beitt sér fyrir er lestrarnámseið fyrir þá sem vilja bæta lestrarhraða sinn. Otrúlega margt fólk er seinlæst og líður fyrir það í leik og starfi. Guðni Kolbeinsson hef- ur undanfarið kennt átta nemendum á lestramámskeiði. Blaðamaður Morgunblaðsins sat fyrir skömmu einn tíma í umræddu námskeiði og ræddi stuttlega við nemendur og kennara. Legg nú í stórar bækur „Ég er farinn að leggja í stórar bækur sem ég gerði ekki áður,“ sagði Grétar Pálsson flugumferðar- stjóri. „Áður las ég mest fyrirsagn- ir í dagblöðunum, ef ég las meira tók það mjög langan tíma. Ég las áður 134 orð á mínútu en er kom- inn upp í 340, þetta er mikill mun- ur bæði á hraða og skilningi á því sem ég les, maður missir frekar þráðinn ef maður er mjög lengi að lesa. Nú gerist það ekki. Þetta breytir hins vegar ekki miklu fyrir mig í starfi. Eg var alltaf fljótur að lesa tölur. Nú get ég líka skrifað skammlaus sendibréf sem ég gat ekki áður, ég var svo lélegur í rétt- ritun, hér er sjónminnið þjálfað og það hefur áhrif á stafsetninguna." Nú nenni ég að lesa Gunnhildur Sigurðardóttir kveð- ur árangurinn á lestrarnámskeiðinu hafa breytt miklu fyrir hana. „Nú Bardagalist og bóknám ,,ÉG HAFÐI áhuga á að komst á hraðlestrarnámskeið og hringdi upp í Kennaraháskóla til þess að fá upplýsingar. Mér yar sagt hér væri að hefjast lestrarnámskeið og ég ákvað að slá til. Ég las um 150 orð á mínútu þegar ég byijaði en les nú 354 orð á mínútu svo ég hef tvöfaldað lestrarhraða minn. Ég er mjög ánægður með þann árang- ur,“ sagði Þorgeir Axelsson starfsmaður í Fríhöfninni á Keflavíkur- flugvelli er blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann. inn. Ég er einn dag eða tvö kvöl að lesa bók upp á 150 blaðsíður e var tvöfalt lengur áður. Eftir að ég hætti í skóla hef é má segja eingöngu lesið bardag: blöð og bækur um kung fú, ég < þjálfari í þeirri austurlensku bai Þorgeir Axelsson og Katrín Þór Þótt ég væri áður fremur seinlæs þá bagaði það mig ekki í starfí. Eg er vélvirki að mennt og hóf nám í Tækniskólanum, sem ég hef í huga að snúa mér að aftur, þá kemur hinn aukni lestrarhaði mér að góðu gagni. Þótt að það ylli mér ekki vandræðum beint fór það alltaf í taugarnar á mér hvað ég var lengi að lesa. Ég veit ekki hvers vegna ég náði ekki meira hraða I lestri fyrr. Það var snemma byijað að kenna mér að lesa, það gerði frænka mín ein, svo varð ég læs I barnaskóla. Seinlæsið gerði það að verkum að ég varð alltaf að hafa talsvert fyrir námi, nú get ég áætl- að betur hvað langan tíma ég þarf til lestursins, um leið og ég sé blað- síðufjöldann get ég skipulagt lestur- Átti alltaf erfitt með lesgreinar „MAMMA sá auglýsingu og hringdi fyrir mig og ég vildi strax fara á þetta lesnámskeið," sagði Katrín Þór menntaskólanemandi í stuttu samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Þegar ég var á þriðja ári fluttum við fjölskyldan til Kanada og þar bjuggum við í tíu ár. Þegar ég kom heim aftur var ég mjög léleg í íslensku, ég skildi en talaði lítið eða skrifaði. Ég fór samt í menntaskóla og hef þraukað þótt ég ætti alltaf erfitt með lesgreinarnar. Pabbi minn er kennari og kennir á Kefavíkurflug- velli, hann hefur hjálpað mér með ritgerðir og ég hef líka fengið aukatíma í ís- lensku. Ég las 189 orð á mínútu þegar ég kom á námskeiðið en hef aukið leshraða minn upp í 370 orð á mínútu. Ég finn umtalsverðan mun á hve betur mér gengur að lesa og skrifa og hvað orðaforðinn hefur aukist.^ Stafsetningin hefur líka skánað. Ég er í prófum í skól- anum og finn strax hvað mér gengur betur. Ég mæli með því að fólk sem er seint að lesa prófi þetta, ég veit um talsvert margt fólk sem er í menntaskóla og hef- ur búið hér alla ævina en á samt í vissum erfiðleikum. Það ætti að drífa sig á svona námskeið og raunar sem flestir, þetta hjálpar fólki til að auka lestrarhraða sinn, þótt það sé vel læst fyrir. Guðni er mjög góður og skemmtilegur kennari, sá besti íslenskukennari sem ég hef haft og hef ég nú haft þá marga síðan ég kom heim frá Kanada."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.