Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1994 eftir Elínu Pálmadóttur ÁGÚST Jónsson frá Akureyri er orðinn 91 árs gamall, en hann er hreint ekki sestur í helgan stein. Það var ekki fyrr en eftir sjö- tugt þegar hann var hættur störfum sem byggingameistari að hann tók að leita að steinum. Sækja þá á fjöll, opna þá og slípa til, svo sjá megi innri byggingu þeirra og dýrð. Síðan hefur Ágúst verið iðinn við stein- inn. Fór síðastliðið sumar í tvær steinasöfn- unarferðir. Og safn hans orðið annað stærsta steinasafn á íslandi. Úr því fékk Náttúru- fræðistofnun að velja 55 steina, sem hann gaf þangað og hlaut mikið þakklæti forstöðu- manna þegar hann afhenti steinasafn sitt þar sl. þriðjudag. ♦ Agúst mátti ekkert vera að því að stansa fyrir sunnan, kom á mánudagskvöld, afhenti steina- safnið daginn eftir og flaug aftur norður með kvöldvélinni. Samt var hann gripinn í viðtal á síðkvöldi. {íbúðinni hjá Maríu Sigríði dóttur hans í Breiðholtinu mátti sjá nokkra fallega steina, eitt af 40 borðum sem hann hefur smíðað úr steinum sínum og á borðinu lá fallega bókin með heilsíðu lit- myndum hans innan úr steinunum og Ijóðum sem Kristján frá Djúpa- læk gerði við myndirnar. Fleira hefur Ágúst gert úr steinunum til að töfra þeirra mætti njóta. í apríl- mánuði síðastliðnum lagði hann til 65 litskyggnur af innviðum steina sem varpað var við mikla hrifningu á vegg í sýningu nem- enda úr Nýja tónlistarskólanum á Töfraflautu Mozarts. Og ýmsa gripi hefur hann gert úr grjóti við sérstöku tilefni. Kveðst þá hafa snyrt steininn varlega til, en haft sem minnst af handverki í því. Meðan við sátum að spjalli var hringt frá Noregi með þakklæti til hans. Rithöfundurinn Margit Sandemo hafði verið að halda upp á sjötugsafmæli sitt með 150 manna veislu og íslenski steinninn, sem Ágúst hafði látið og útbúið fyrir Amgrím Hermannssoon í gjöf handa henni, hafði gert'svo mikla lukku að eiginmaður skáld- konunnar gekk með hann um kvöldið milli gestanna. Steinninn virtist vekja meiri aðdáun en allar aðrar og dýrari gjafír til rithöfund- arins. Byrjaói sjölugur En hvernig stóð á því að hann byijaði að safna steinum eftir að hann átti samkvæmt skikk og reglum samfélagsins ekki að vera til stórræðanna lengur? Lilskyggnur af steinum, sem Ágúsl hefur saf naó og klofió, sýna aó margt býr i stein- inum. Ágúst Jónsson ffró Akur- eyri ffærói Nóttúruffræöi- stoffnun 55 steina, valda aff Sveini Jakobssyni jaróf ræóingi úr hinu ntikla steinasaffni hans, sem mun vera næst- stærsta steinasaf n á landinu. Ágúst byrjaói ekki aó ffara á ff jöll og saffna steinum fyrr en efftir aó hann var oróinn sjötugur og er enn aó, 91 ársgamall Morgunblaðið/Þorkell Ágúst Jónsson framan vió skápinn meó hluta af steinasafn- inu sem hann var aó gefa Náttúrufræóistofnun. „Það mun hafa verið 1972. Ég var hættur atvinnunni, hafði verið byggingarmeistari. Var orðinn bil- aður í höndum þótt ég gæti að vísu notað þær. Þá fór ég fyrstu ferðina í Hoffellsfjöll með Jóni Geir syni mínum og tengdasyni hans Þórði heitnum Jóhannssyni. Við hittum Helga bónda í Hoffelli og fengum leyfi hans til að taka steina. Þá var teningnum kastað. Að vísu hefi ég eitthvað verið far- inn að fara á fjöll fyrr og skoða náttúruna. En þessi fyrsta steina- ferð kveikti í mér.“ _ Æskuár sín átti Ágúst í Ólafs- firði, þar sem hann auðvitað fór um fjöllin, en þá kveðst hann oftast hafa ver- ið að eltast við rollur og haft nóg að gera annað en að skoða grjót. Sama var þeg- ar hann fór að heiman um tví- tugt og tók að læra smíðar. Þá komst slík hugsun ekkert að. Hann flutti svo til Reykja- víkur, en hafði þar stuttan stans, því þetta var á kreppuár- unum um 19i>0, togararnir bundnir við bryggju og atvinnuleysi. Hann flutti því til baka til Akureyrar með konu sinni Margréti Magnús- dóttur og börnunum fjórum, Magnúsi, Maríu Sigríði, Jóni Geir og Halldóri og þar byggðu þau sér hús. „Síðan 1952 hefi ég verið á Akureyri og líkað vel,“ segir Ág- úst. „Þegar ég var búinn að fara nokkrar ferðir að sækja steina, stundum hátt í fjöllin, þá lá fyrir að skoða þá. Mér fannst ekki nóg að skoða þá að utan. Innan í steininum hlyti að vera eitthvað ekki síður áhugavert. Þá fór ég að kljúfa steinana. Og í framhaldi af því sá ég að mikið verkefni væri þar með myndavél. Ég reyndi að verða mér úti um góða vél og fór að taka myndir. Það kallaði aftur á meiri útbúnað, stækkara og fleira. Ég var kominn með tölu- vert safn af litmyndum áður en ég þorði nokkuð að sýna þær heima á Akureyri. En þegar við hjónin vorum í Hveragerði 1973 hafði ég tekið með myndir til að dunda við og ég var beðinn um myndasýningu. Þarna var fjöldi manns, þar á meðal Jón Kaldal ljósmyndari, sem tók mig tali og bauð aðstoð sína. Ég þurfti að- stoð, því ég þekkti ekki fyrirtæki til að stækka myndir. En skip- stjóri á Goðafossi fór með myndir og Iet stækka þær í Hollandi. Þá fór að líða að því að mætti gera úr þessu bók. Jafnframt hafði ég myndasýningu á Akureyri. Kom í ljós að allir vildu sjá þessar myndir. Aö skynja lif i steini í kollinum á mér blundaði það að fá við myndirnar texta ef þær færu í bók. Fannst að mætti lífga upp á steininn með ljóði og var að velta fyrir mér hvar væri slíkt ljóðskáld,“ segir Ágúst. „Svo var það einhverntíma á árinu 1975 að Jón Geir sonur minn vill fá hjá mér 20-30 myndir, var mjög dularfull- ur. Og um jólin fæ ég jólagjöf frá fjölskyld- unni, handritið að bókinni Óður steinsins. Hann hafði þá farið með myndirnar til Kristjáns frá Djúpalæk, sem sagði að ekki væri hægt að gera' ljóð við svona myndir. Hefðbundin ljóð kæmu ekki til greina. Helst væri að hafa það óbundin ljóð. Það yrði eins og óður til náttúrunnar. Hann hafði svo sest við og konan hans sagði okkur á eftir að ekki hefði verið viðlit að tala við hann, svo niðursokkinn var hann. Dag- inn eftir bað hann Jón Geir að koma til sín í kaffi. Þá lá allur textinn þar tilbúinn, þurfti nær engu að breyta." Óðurinn til steinsins kom út í um 1.000 ein- tökum og er löngu ófáanlegur. Steindór Steindórsson skrifaði for- mála og Hallberg Hallmundsson þýddi textann á ensku. Titillinn á því máli „Songs of the Stones" Um þetta sagði Kristján frá Djúpalæk: „íslensk þjóð hefur allt- af skynjað líf í steini; hún heyrði þaðan söng, sá bláklæddar huldur líða þar um sali, dverg teygja gullþráð við steðja og smíða biturt sverð við neistaflug. Kannski var steinninn okkur á vísindaöld orð- inn „frosið myrkur, sálarlaus harka“, en Ágúst Jónsson, ákafan safnara góðsteina, grunaði enn hinn forna galdur. Hann sagaði Þennan stein tók Ágúst á 800 m dýpi i Ólafsf jaróar- múlanum og gekk þannig frá honum fyrir Ólafsf jaró- arbœ til minningar um opnun ganganna gegn um múlann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.