Morgunblaðið - 26.06.1994, Page 2
2 B SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Carl Barks
og Andrés
önd I
afmælis-
veislu.
Olíumólverk eftir Carl Barks. t>aó kallast „Fundió fé á timum eignatalningar."
með á nótunum og brosið hvarf
aldrei af vörum hans. Það er ekki
erfitt að gera sér í hugarlund hvers
vegna sögur hans ná jafn vel til
krakka og raun ber vitni. Þótt
hann gæfi sögum sínum aðeins
brot af þeirri lífsgleði sem ljómar
af honum sjálfum, myndi það duga
til að heilla heilan hóp af Leppalúð-
um.
Þetta er í fyrsta skipti sem þú
ferðast út fyrir Bandaríkin, hvers
vegna ekki fyrr?
Vegna þess að ég hef aldrei áður
haft tíma til að ferðast og ein-
hvern til að borga reikninginn.
Nú loksins þegar ég læt verða af
því, er það dásamleg lífsreynsla.
Samt ferðast Andrés Önd um allan
heim í sögum þínum. Var ekkert
vandamál að teikna upp landslag
sem þú hafðir aldrei séð?
Ég þurfti ekkert að leita eftir
áreiðanlegum heimildum. Ég afl-
aði mér hugmynda úr tímaritum
og bókum og notaðist við þær.
Eftir að ég hafði skapað sögurnar
virtust þær síðan einhverra hluta
vegna mjög áreiðanlegar.
Hvernig er að vera kominn til ís-
lands?
Yndislegt, það er afar ólíkt því sem
ég hafði áður ímyndað mér. Ég
bjóst við frumstæðu landi, en sá
þegar ég kom hingað að það er
þvert á móti; ofur-siðmenntað.
Hvernig fékkstu hugmyndina að
Andabæ?
Ég veit ekki hvað skal segja. Hún
kom eiginlega af sjálfu sér.
En hugmyndin að Hábeini frænda?
Það er nú það. Eins og allir þekkja
er óþolandi ættingi í lífi hverrar
fjölskyldu sem fær allt upp í hend-
urnar. Hvenær sem dekkið spring-
ur á bílnum hjá þér, geturðu treyst
því að hann keyrir brosandi fram-
hjá. Hver fjölskylda á slíkan ætt-
ingja og það eina sem ég gerði
var að fá fjölskyldu Andrésar sinn.
Þú býrð til olíumálverk af Andrési
og Jj'ölskyldu í dag. Er mikill mun-
urá þvíaðdraga upp teiknimynda-
sögu eða olíumálverk?
Það er feiknalegur munur. Ég er
fljótur að ljúka við hveija teikni-
myndasögu og byija þá að hugsa
fyrir þeirri næstu. Ég velti hins-
vegar efnivið í hvert olíumálverk
fyrir mér í fjóra til fimm mánuði.
A meðan get ég borðað, drukkið
og notið hjónabandsins.
Hefur eitthvað við ísland vakiþ
áhuga þinn sérstaklega?
Helst vitneskjan um það að íslensk
menning hjálpaði til við að gera
Carl Barks hefur öðlast heims-
frægð fyrir sögur sínar um Andrés
Önd. Hann er 93 ára gamall á
þessu ári og er enn að. Um þessar
mundir málar hann olíumálverk
sem draga upp myndir af lífinu í
Andabæ. Málverkin eru uppseld
langt fram í tímann og selst hvert
þeirra á um fimmtán milljónir ísl.
króna.
Árið 1942 yfirgaf Carl Barks
Walt Disney fyrirtækið ’ og hóf
óviðjafnanlegan feril sinn í því að
búa til teiknimyndasögur. Hann
teiknaði og samdi hundruð sagna
um ævintýri og óhöpp Andrésar
Andar og mótaði sérvitra marg-
milljarðamæringinn Jó-
akim frænda. Endur-
útgáfur á sögum hans
eru lesnar af rúmum
tuttugu milljónum
manna í hveijum
mánuði. Þrátt fyrir
að Barks segði skilið
við Disney, gleymdi
hann Disney aldrei.
„Hann gnæfði yfir
starfsmenn fyrir-
tækisins án þess
að vera yfír-
gnæfandi per-
sónuleiki", seg-
ir Barks um
Disney, „Við
virtum allir
skynbragð
hans á hvað
væri fynd-
ið.“ Fullur
þakklætis
og virð-
ingar
blaós meó sögu
um Andrés önd eflir
Carl Barks. Þaó var
gefió út af Vöku-
Helgafelli í tilefni of
kemu hans til islands.
Morgunblaðið/Halldór
Guffi umkringdur aódóendum sínum.
fyrir manninum sem hleypti bæði
Ándrési og honum sjálfum af
stokkunum, tileinkaði Carl Barks
honum hluta af teiknimynda-
sagnasafni sínu: „Walt Disney,
sem með frumkvæði sínu og harð-
fylgi byggði upp öflugan teikni-
myndaiðnað. Á þeim grunni gátu
smærri rithöfundar, eins og ég
sjálfur, komið verkum á framfæri
sem annars hefðu týnst í rusla-
körfunni.“
Það var afar létt yfir Carl Barks
þegar blaðamaður Morgunblaðsins
tók hann tali og greinilegt að hann
naut veru sinnar á íslandi. Þrátt
fyrir háan aldur var hann alltaf
ANDA
PABBI