Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FÖSTUDAGUR 29.JÚLÍ 1994 9 Morgunblaðið/Björn Gíslason I SUNDLAUGARGARÐINUM fer fram hluti dagskrár fjölskylduhátíðarinnar á Akureyri um helgina. Fjölbreytt dagskrá Hljómeyki á tónleikum SÍÐASTA tónleikaröð Sumartón- leika á Norðurlandi á þessu sumri verður nú um verslunarmannahelg- ina. Þá munu sönghópurinn Hljóm- eyki og Hafliði Hailgrímsson tón- skáld flytja dagskrá með þjóðlögum í útsetningu Jóns Norðdals og Haf- liða Hallgrímssonar, Aldasöng, sem Jón Norðdal samdi við nokkur göm- ul miðaldakvæði og Hljómeyki frum- Helgin í Minjasafninu UM verslunarmannahelgina verður ýmislegt á dagskrá Minjasafnsins á Akureyri. Söngvaka verður í kirkju Minja- safnsins á laugardag og sunnudag klukkan 16. í tengslum við söng- vökuna verður Minjasafnið opið til klukkan 18, en annars er það opið klukkan 11-17 alla daga. Á sunnudag verður gönguferð um Innbæinn og lagt af stað frá Laxdalshúsi klukkan 13.30. Göngu- menn verða fræddir um það sem fyrir augu ber og þátttaka er ókeyp- is. Laxdalshús verður opið klukkan 13-17, en þar eru sýndar Akur- eyrarljósmyndir og einnig mynd- bandið „Gamla Akureyri“. flutti 1986, og tvö verk, Myrtuskóg nr. 2 og Níundu stund, eftir Hafliða Hallgrímsson. Tónleikarnir verða í Dalvíkurkirkju á föstudagskvöld klukkan 21 og í Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit á sama tíma á laugar- dagskvöld. Tónleikarnir í Akureyrar- kirkju verða á sunnudag klukkan 17 og í Blönduóskirkju á sunnudags- kvöld klukkan 21. Listasumar ’94 Ný sýning í Glugganum í Glugg- anum í göngugöt- unni verður ný sýning frá og með deginum í dag. Þar sýnir Tinna Gunnarsdóttir verk sín. Sýn- ingarnar í Glugganum standa í eina viku hver. Gjörningur við Leirubrú í tilefni lýðveldisafmælisins mun Helga Björg Jónasardótt- ir vera með gjörninginn Lýð- veldið ísland í 50 ár við Leiru- brú klukkan 18 í dag. ÞEIR sem verða á Akureyri um verslunarmannahelgina eiga um margt að velja sér til dægrastytt- ingar. Fjölskylduhátíðin „Sækjum Akureyri heim“ hefst í dag og stendur allt fram á mánudag. Eitt helsta kjörorð hátíðarinnar er „Stöðvum unglingadrykkju“, en í því skyni hafa forráðamenn hátíðar- innar sett upp mjög fjölbreytta dag- skrá með viðfangsefnum við allra hæfi. Lögregla og Hjálparsveit Varðar- lundur vígður UM SÍÐUSTU helgi vígði Vörð- ur, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, reit sem félagið mun nota til gróðursetningar á trjám. Haukur bóndi Magnússon í Gull- brekku í Eyjafjarðarsveit lagði til reitinn, sem nú nefnist Varð- arlundur. Varðarfélögum til trausts og halds við gróðursetninguna voru stjórnarmenn úr SUS og þau Valgerður Hrólfsdótiir, Sigurð- ur J. Sigurðsson svo og Tómas Ingi Olrich alþingismaður, sem hafði umsjón með verkinu. Eftir að hafa gróðursett 400 plöntur snæddi fólk grillmat í boði Kjarnafæðis. Ætlunin er að gróðursetning í Varðarlundi verði árviss viðburður. Eins og myndin sýnir dró Guðlaugur Þórðarson formaður SUS dró ekki af sér við gróðursetninguna. skáta munu hafa samstarf um gæslu í bænum og skátar munu sjá um fjölskyldutjaldbúðir og fjöl- breytta afþreyingu í Kjarnaskógi. Dagskrá hátíðarinnar hefur verið dreift víða og liggur frammi í versl- unum og á ýmsum þjónustustöðum Magnús Már Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, sagði að megindagskráin væri um miðjan daginn, meðal annars margvísleg útidagskrá á Torginu og í göngu- götunni. Einnig verður leikjadag- skrá á morgnana og skemmtistaðir bæjarins sjá fólki fyrir kvöld- skemmtunum. Fyrir þá yngstu Á laugardag, sunnudag og mánudag verður ijölskyldudagskrá við sundlaugina. Auk sundlaugar og rennibrauta eru í garði Sund- laugarinnar margvísleg leikja- og þrautatæki og þarna verður fjöl- breytt dagskrá. Tívolí verður alla dagana á flötinni neðan samkomu- hússins og Brúðubíllinn verður í miðbænum á laugardaginn, við Sundlaugina og einnig i miðbænum á sunnudag. Margvíslegar íþróttir Þolfimisýning verður á Torginu í dag og gestum í Kjarnaskógi gefst kostur á að taka þátt í þolfimi á morgun og sunnudag. Þá munu skátar líka sjá um ratleiki og þrautabrautir í skóginum. Keppt verður í götukörfubolta við Torgið á morgun. Fjölskylduhlaup verður í Kjarnaskógi á sunnudag og grill- veisla að því loknu. í miðbænum Margt verður um að vera í mið- bænum, meðal annars útitónleikar alla dagana, tískusýning, þjóna- hlaup og útimarkaður á laugardag auk þess sem þá verður langur laug- ardagur og verslanir opnar til klukkan 16. Brúðubíllinn er í mið- bænum laugardag og sunnudag, en á sunnudag verður hljómsveita- keppni í Dynheimum, sjóþotukeppni og fleira sjósport í króknum við Strandgötu, göngugerð um Innbæ- inn og margt fleira. Á kvöldin Dansleikir verða fyrir unglinga í Dynheimum og á sunnudagskvöld fyrir 16-20 ára í 1929. Aðrir skemmtistaðir eru á kvöldin ætlaðir þeim sem eldri eru. Ekki eru skipu- lagðar útiskemmtanir á kvöldin. Hér hefur ekki verið sagt frá nema litlu af því sem í boði er fyr- ir þá sem sækja Akureyri heim eða dveljast þar um helgina, en nánari lýsingar og tímasetningar eru í dagskrá hátíðarinnar. Hvar má tjalda? Tjaldstæði Akureyrar við Þór- unnarstræti, eru opin en auk þess verða fjölskyldutjaldbúðir í Kjarna- skógi á vegum skáta. Skátar bjóða auk margra daglegra liða upp á kvöldvöku í Kjarnaskógi í kvöld. Að sögn Magnúsar Más er von þeirra fjölmörgu aðila sem að hátíð- inni standa að hún megi fara vel fram og verði upphaf að reglulegri íjölskylduhátíð þar sem unglingar þurfa ekki að rangla um augafullir og án eftirlits. Hér verði að verða hugarfars- breyting og hún verði ekki gerð eingöngu með strangri gæslu held- ur umfram allt með samstilltu átaki allra, jafnt ungra sem aldinna. Nýtt frá Frakklandi Jakkar frá kr. 16.000,- Buxur frá kr. 7.000,- TKSS IMt NEÐST VIÐ DUNHAGA, S. 622230. Opið virka daga kl.9-18, laugardag kl. 10-14. Nátthagi - garðplöntustöð Víðir og skrautrunnar ræktaðir í pottum, hentugar í síðsumars- og haustgróðursetningu. Alparósir/lyngrósir og einnig skógarplöntur í bökkum. Er rétt austan við Ölfusborgir, við þjóðveg nr. 374, milli bæjanna Hvamms og Gljúfurs. Sími 98-34840. Opið dagiega frá 16.30-21.00. ÚTSALAN ERHAFIIM Skóverslunin Skóglugginn, Reykjavíkurvegi 50, sími 654275. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 61 milljón Vikuna 21. til 27. júlí voru samtals 61.373.412 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður: Upphæö kr.: 22. júlí Háspenna, Laugavegi........ 134.122 24. júlí Mamma Rósa................... 275.725 26. júlí Mamma Rósa................... 152.466 26. júlí Kringlukráin................. 110.545 27. júlí Háspenna, Laugavegi........ 148.480 27. júlí Kringlukráin.................. 92.827 Staöa Gullpottsins 28. júlí, kl. 12:00 var 10.771.245 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka slban jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.