Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 36
- 36 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLSKYLDUMÓT A ULFUÓTSVATNI UM VERSLUNARMANNAHELGINA Létt dagskrá alla daga - næg tjaldstæði! Mótið er öllum opið. Úlfljótsvatnsráð Nesiavallavirkjun Gestamóttaka í Nesjavallavirkjun verður lokuð frá kl. 17.00 föstudaginn 29. júlí til kl. 10.00 þriðjudaginn 2. ágúst nk. Hitaveita Reykjavíkur L«TT§ Vinningstölur ,----——— miðvikudaginn: 27. júlí 1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING E1 6 af 6 4 47.572.500 5 af 6 Ld3+bónus 0 880.814 jcH 5 af 6 8 86.508 | 4af6 529 2.081 ra 3 af 6 Cfl+bónus 2080 227 ...... gjjllinningur: áísi.: 3.145.887 UPPLÝSMQAa SÍMSVABI *1- B« 1S11 LUKKULÍNA ð9 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO PVRinVARA UM PRENTVlLLUfi fór til Noregs (2) oq Svíþióðar (2) í kvöld kl. 22:00 ORN ARNA, I fuw ú kostum á hríngsviðinu* h' iku fyrír dansi. Aðgangseyrir kr. 1200. Allar veitingar á staðnum, enginn viðlegubiínaður, ekkert nesti. I DAG HÖGNIHREKKVÍSI HRIN6/& NÚNA- FALLEGAR. KlS(JRBf'BA..u ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu nýlega til styrkt- ar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 1.310 krónur. Þær heita Freyja og Rakel. Hlutavelta SKAK IJmsjón M n r c i r Pétursson ÞETTA ENdatafl kom upp á alþjóðlega mótinu í Dort- mund í Þýskalandi sem lauk um helgina. Hollendingurinn Jan Timman (2.635) var með hvítt, en gamla kempan Viktor Kortsnoj (2.615), 63 ára, hafði svart og átti leik. Sjá stöðumynd Timman hafði átt sigur- vænlega stöðu en tefldi veikt í tímahrakinu og gaf Kortsnoj færi á að rétta úr kútnum: 40. - Hxa2! 41. Hxa2 - 1)3, 42. Hc2? (Með nákvæmri taflmennsku var ennþá hægt að halda jafntefli: 42. Ha7+ - Kc6, 43. Ha6+ - Kb5, 44. Ha3! - b2, 45. Hb3+ - Kc4, 46. Hb4+ - Kd3, 47. Hb3! - Kc2, 48. Hb7 - bl=D, 49. Hxbl - Kxbl, 50. h5! Timm- an hlýtur að hafa misreiknað sig illilega.) 42. - bxc2, 43. Ba3 - Rxe5, 44. h5 - Rd3, 45. g6 - Fxg6, 47. hxg6 - Rb2 og Timman gafst upp því eftir 48. g7 - cl=D, 49. g8=D skiptir svartureinfald- lega upp á drottningum og á þá auðunnið endatafl. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Hnattlíkan á Laugardalshöll HAFLIÐI hringdi og sagði að flest benti til að handboltahöll yrði ekki byggð þar sem við værum komin í tímaþröng og ef til þess kæmi að Laugar- dalshöllin yrði notuð vildi hann koma koma þeirri hugmynd á framfæri að tilvalið væri að skreyta hana t.d. með því að mála hnattlíkan á þakið sem gæfi höllinni alþjóðlegt yfirbragð. Þetta myndi ekki vera kostnaðarsamt, þar mundi þó vanta Suðurpólinn og Ástralíu en það eru aðeins þjóðir norðan miðbaugs sem tækju þátt í keppninni og kæmi því ekki að sök. Hann spyr hvað fólki finn- ist um þetta. Hver kannast við kvæðið? ÞÓRA Jónsdóttir hringdi og vildi vita hvort einhver kannaðist við kvæði þetta: Upp undan bænum í blóm- skrýddri hlíð í blækyrru veðri, um há- sumartíð er sólin í heiðríkju seig ofan í mar og svalandi skugga á hlíð- arnar bar. Tapað/fundið Hattur tapaðist RAUÐUR telpnahattur tapaðist við Reykjavíkur- höfn föstudaginn 22. júlí milli Faxaskála og smábátahafnar og er hans sárt saknað af eiganda. Uppl. í síma 670995 eða 33225. Bíllyklar fundust PEUGEOT-bíllyklar voru skildir eftir í afgreiðslu Morgunblaðsins og getur eigandinn vitjað þeirra þar eða í síma 691122. Hjól fannst SVART kvenreiðhjól fannst á Miklubraut á móts við Landspítala aðfaranótt sl. fimmtudags. Hjólið fæst afhent gegn greinargóðri lýsingu. Uppl. veittar í sfma 643938 (símsvari). Kettlingur í óskilum HVÍTUR ' og grábröndóttur ca. 14 vikna kettlingur hefur verið í nokkra daga í óskilum á Langholtsvegi 95. Eigandinn má vitja hans í síma 882519. Harpa er týnd í BLAÐINU í gær var auglýst eftir Hörpu 14 ára gamalli þrílitri angúrukisu en rangt var farið með símanúmer. Vinsamlega hringið í síma 604000 eða 644373. t COSPER Mér sýnist Maggi morgunglaði vera í alvarlegum hug- leiðingum með dóttur þinni Víkverji skrifar... Víkveiji lagði leið sína niður að höfn á laugardagskvöldið til að fylgjast með svokölluðuum Hafn- ardögum. Mikill mannljöldi var þar saman komin í hreint frábæri veðri. Harmonikkudansleikur stóð sem hæst og var ekki annað að sjá en fólk tæki þátt í dansinum af lífi og sál. Skemmtiferðaskip lá við Mið- bakka og jók nærvera þess á stemmninguna og gaf kvöldinu út- lenskan blæ. Víkveiji telur að Reykjavíkurhöfn hafi farið inn á athyglisverðar braut- ir á síðustu misserum með því að standa fyrir uppákomum af ýmsu tagi. Líklega hafa flestir haldið að Reykjavíkurhöfn væri fyrirbæri sem vonlaust væri -að „markaðssetja“, eins og það heitir á nútímamáli, en stjórnendur hafnarinnar hafa af- sannað það rækilega. Víkveiji tekur ofan fyrir þeim! XXX Tívolí hefur verið starfrækt á Miðbakkanum undanfarnar vikur og hefur það aðallega verið sótt af unglingum eins og gefur að skilja. Víkveiji kíkti á tívolíið og það gladdi hann að ölvun virtist sáralítil. Hins vegar hnykkti Víkveija að sjá hve margir unglingar reyktu. Heilu flokkarnir gengu um reykjandi með þeim viðvaningslega. blæ sem fylgir þeim sem eru nýbyijaðir að fikta við sígarettur. Það eru vissulega ótíðindi ef unglingum í dag þykir fínt að reykja. Þarna þarf tóbaksvarnanefnd vissulega að taka til hendinni. xxx Til stendur að vígja hið nýja far- símakerfi, GSM-kerfið, um miðjan næsta mánuð. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu verður um að ræða hreina byltingu að því leyti að nýju símarnir eru svo litlir og meðfærilegir að menn geta farið með þá nánast hvert sem er. Nokkur símatæki hafa verið í notkun til reynslu. í síðustu viku varð Víkveiji vitni að gagnsemi þeirra með eftirminnilegum hætti. Forstjóri stórfyrirtækis var að leika golf á Grafarholtsvellinum og ætlaði að fara að pútta fyrir fugli á 6. braut þegar síminn hringdi í golfpokanum. I símanum reyndist vera einn af ráð- herrum ríkisstjórnarinnar með brýnt erindi, sem leyst var í einum hvelli. Að því búnu hélt forstjórinn áfram með leikinn eins og ekkert hefði í skorist! xxx að hefur ekki farið framhjá fréttafíklum að nú stendur sem hæst svokallaður gúrkutími hjá fjölmiðlunum. Þetta er árlegt ástand sem venjuleg byijar um miðjan júlí og stendur nokkuð fram yfir verzlun- armannahelgi. Á þessum tíma eru flestir í sumarleyfum og það er eins og þjóðfélagið leggist í dvala á með- an. En blöðin halda áfram að koma út og Ijósvakarnir þurfa að fylla fréttatímana. Ymsum fréttum er slegið upp, sem allajafna fengju ekki mikla umflöilun. Svona hefur þetta verið áratugum saman og svona verður þetta væntanlega áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.