Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Hættir við heims- sýningu AF efnahagsástæðum hafa Ungveijar ákveðið að halda ekki Heimssýninguna ’96. Rík- isstjórnin tók þessa ákvörðun, en þingið á eftir að leggja blessun sína yfir hana. Það er þó líklegt, þar sem stjórnin nýtur þar góðs meirihluta. Upphaflega var ráðgert að sýningin yrði haldin með sam- vinnu Vínarborgar og Búda- pest, en austurrískir kjósendur höfðu þegar ákveðið að taka ekki þátt í fyrirtækinu. Fráfar- andi stjórn í Ungveijalandi hafði ákveðið að halda sýning- una upp á eigin spýtur. Gagnslaus áróður STJÓRNVÖLD á Bretlandi hafa viðurkennt, að áróðurs- herferð þeirra gegn reykingum unglinga hafi mistekist, eftir að kannanir sýndu að einn af hveijum tíu unglingum reykir. Engar breytingar hafa orðið á undanförnum áratug, og Iæknar og áróðurssamtök hafa hvatt stjórnina til þess að banna sígarettuauglýsingar. Að sögn talsmanns þeirra þurfa sígarettuframleiðendur að verða sér úti um 300 nýja reykingamenn á dag til þess að fylla í skörð þeirra sem deyja úr lungnakrabba, hjarta- sjúkdómum og kransæða- stíflu. Rússar vilja ekki kín- verskt KÍNVERJAR hafa tilkynnt að mjög hafi dregið úr viðskiptum þeirra við Rússa, og lággæða- vörur hafi hrúgast upp beggja megin landamæranna, ásamt ógreiddum reikningum. Rúss- neskur kaupsýslumaður sagði að lélegar kínverskar vörur hefðu flætt inn í Rússland, þar að meðal íþróttaskór, föt, raf- magnsvörur sem leiða út, dún- jakkar fylltir með hænsnadún, og banvænt áfengi. „Þess vegna treysta Rússar Kínveij- um ekki og vilja heldur kaupa vestrænar vörur, þótt þær séu mun dýrari," sagði hann. Svíar vara við vatnsbyssum SÆNSK neytendasamtök til- kynntu í gær, að langdrægar vatsbyssur gætu valdið því, að notendurnir fengju raflost, ef þeir væru að leik nærri háspennulínum. Sagði í til- kynningu samtakanna, að byssurnar, sem sumar draga allt að 10 metrum, ætti að selja með viðvörunarmerking- um. Sérfræðingar hefðu kom- ist að þeirri riiðurstöðu, að ef börn gerðu sér að leik að „skjóta" á rafmagnslínur gætu þau fengið raflost. Ekki hefur verið tilkynnt um slíkt atvik í Svíþjóð. Að sögn samtakanna eru sérfræðingar á þeirra veg- um nú að kanna nákvæmlega hversu hættuleg svona atvik gætu reynst, áður en ákveðið verður hvort banna eigin sölu á vatnsbyssunum sem um ræð- ir, í Svíþjóð. Israelar lofa að refsa hryðjuverkamönnunum Reuter YFIRVÖLD í Argentínu hafa óskað eftir því við stjórnvöld í Líbanon að Sobhi Toufeily (t.v.), fyrrverandi foringi Hizbollah, hreyfingar heittrúaðra múslima, verði framseldur svo hægt verði að yfirheyra hann vegna gruns um að hann sé viðriðinn sprengjutilræði í Buenos Aires sem kostaði 96 manns lífið. Ottast frekari tilræði Jerúsalem, Nikosíu, Buenos Aires. Reuter. STJÓRN ísraels sór í gær að hafa uppi á þeim sem stóðu fyrir sprengjutilræðunum við bygging- ar gyðinga í Buenos Aires og Lúndúnum og refsa þeim. Edgar Bronfman, forseti heimssambands gyðinga, fullyrti í gær að argent- ínsk stjórnvöld hefðu varað Breta við og sagt að London yrði líklega næsta skotmark hryðjuverka- manna. Engra ráðstafanir voru gerðar í London þrátt fyrir þessar upplýs- ingar og Bretar vísa því á bug að þeir hafi fengið þær. Bronfman hafði eftir Carlos Menem Argent- ínuforseta að hann hefði sjálfur hringt til London til að koma þar á framfæri upplýsingum sem ír- anskur stjómarandstæðingur hefði rekist á um væntanleg hryðjuverk. Binyamin Ben-Eliezer, hús- næðismálaráðherra ísraels. varaði Hizbollah og Hamas, hreyfingar herskárra múslima, við því að ísra- elsstjórn myndi hefna tilræðanna. Báðar hreyfingarnar vísa því á bug að þær hafí staðið fyrir sprengj- utilræðunum. íranir undir grun Shimon Peres, utanríkisráð- herra ísraels, sagði að stjórnin hefði „engar efasemdir" um að íranir stæðu á bak við tilræðin. „íranir eiga í engum vandræðum með að stofna til ofbeldis, þeir skirrast einskis við að breiða út lygar, og álit okkar í þessu máli er algjörlega óhagganlegt,“ sagði ráðherrann. Peres bætti við að Bandaríkjastjórn væri sömu skoð- unar þótt hún vildi ekki segja frá því vegna skorts á sönnunum. ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær með miklum meirihluta tillögur um breytingar á svonefndumn hafs- botnsákvæðum hafréttarsáttmál- ans frá 1982. Helstu iðnríki heims hafa neitað að staðfesta sáttmái- ann vegna þess að þeim fannst ákvæðin takmarka um of rétt þeirra til námavinnslu á hafsbotni. Tveir íranir, karl og kona, eru í haldi lögreglunnar í Buenos Air- es, grunaðir um aðild að sprengj- utilræðinu þar. Dómari, sem stjórnar rannsókn málsins, kvaðst hafa fengið gagnlegar upplýsingar frá Irana, fyrrverandi stjórnarer- indreka sem hefur óskað eftir hæli í Argentínu. Þarlend blöð segja að hann hafi sakað íranskan herforingja, sem hefur búið í Bu- enos Aires í nokkur ár, um að hafa skipulagt tilræðið. Samkvæmt ákvæðunum sem samþykkt voru í gær er ítrekað að auðæfi s.s. málmar á hafs- botni utan lögsögu einstakra ríkja séu „sameiginleg arfleifð mannkynsins“ og munu verða settar reglur af hálfu Sþ um nýtinguna. Komið var til móts við gagnrýni iðnríkjanna en Rússar segja þó að Fjölmiðlar í ísrael skýrðu frá því að bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefði varað sendiráð ísraels í Washington og ræðismannsskrif- stofuna í New York við hugsanleg- um árásum næstu tvo sólarhring- ana. „Menn hafa það á tilfinning- unni að við séum á fremstu víg- línu,“ sagði Collette Avital, ræðis- maður í New York, eftir að komið hafði verið upp steyptum vegat- álmum umhverfis skrifstofu henn- reglurnar um nýtinguna séu enn of þröngar og valdi of miklum kostnaði við vinnslu hafsbotn- sauðæfa. AUs hafa 159 ríki undirritað hafréttarsáttmálann en stóru iðn- ríkin hafa beðið með formlega staðfestingu til að knýja á um breytingar. Sáttmálinn á að ganga í gildi í nóvember. Átök milli tútsa og hútúa í Búrúndí Nairobi. Reuter. HARTNÆR 200 manns hafa beð- ið bana síðustu daga í átökum milli hútúa og tútsa í Búrúndí, nágrannaríki Rúanda. Utvarpið í Búrúndí sagði að átökin hefðu blossað upp í Mbuye- héraði í norðvesturhluta landsins. Komið hefur verið upp tveimur búðum fyrir flóttamenn. Útvarpið sagði að íbúar héraðs- ins hefðu nánast allir flúið heimili sín vegna átakanna. Hútúar eru miklu fleiri en tútsar í Búrúndí, eins og í Rúanda, og átök hafá blossað upp á milli ættbálkanna með reglulegu millibili frá því her- menn myrtu fyrsta forseta lands- ins úr röðum hútúa, Melchior Ndadaye, í október. Ekki hefur þó komið til álíka blóðsúthellinga í landinu og í Rúanda eftir að for- setar beggja ríkjanna voru drepnir í flugskeytaárás á flugvél þeirra 6. apríl. Tútsar ráða lögum og lofum í her Búrúndís og þótt þeir séu að- eins um 10% af íbúum landsins hafa þeir alla tíð neitað að deila völdunum með hútúum. Haítí Boðað til kosninga Port-au-Prince. Reuter. HERSTJÓRNIN á Haítí til- kynnti á mánudag að kosn- ingar færu fram í landinu í nóvember en bandarískir embættismenn segja, að til- kynningin breyti engu enda muni ekkert ríki viðurkenna kosningarnar. Meirihluti Bandaríkjamanna er hlynntur innrás í Haítí til að stöðva flóttamannastrauminn þaðan til Bandaríkjanna. Litið er á tiikynninguna um kosningar sem tilraun her- stjórnarinnar á Haítí til að koma í veg fyrir innrás Bandaríkjamanna. Segir tals- maður herstjórnarinnar, að stjórnmálamönnum, sem styðji Jean-Bertrand Aristide, sem herforingjarnir veltu út forsetastóli, hafi verið boðið að bjóða fram en hafi enn engu um það svarað. Hafsbotnsákvæði samþykkt Sameinuðu þjóðunum. Reuter. Rúanda-stríðið bamaleikur á víð það sem gæti gerst í Nígeríu Hætta á blóðugu ættbálkastríði Lagos. Reuter. RETTARHÖLD eru hafín yfir Moshood Abiola, sem lýsti sig for- seta Nígeríu í júní, en hann hefur verið ákærður fyrir föðurlands- svik. Fréttaskýrendur vara við því að verði valdabaráttan í landinu ekki leyst geti komið til harðra átaka milli ættbálka og landshluta sem yrðu miklu mannskæðari en ættbálkastríðið í Rúanda. Óttast er að allt fari í bál og brand í Nígeríu, fjölmennasta ríki Afríku, með 90 milljónir íbúa, verði Abiola ekki leystur úr haldi. „Hér er um alvarlegt vandamál að ræða og einn slæmur viðburður kveikir bál sem enginn getur slökkt,“ sagði vestrænn stjórnar- erindreki í Lagos. „Átökin í Rú- anda og Sómalíu eru barnaleikur miðað við það sem gæti gerst hér ef menn verða ekki varkárir.“ Rót vandans er valdabaráttan milli sunnan- og norðanmanna. Talið er að sunnanmenn hafí farið með sigur af hólmi í kosningum í fyrra, en norðanmenn hafa yfír- leitt verið við völd í landinu. Abiola, sem er frá suðvestur- hluta landsins, virtist hafa unnið sigur í forsetakosningunum en Ibrahim Babangida, fyrrverandi forseti herforingjastjómarinnar, ógilti kosningarnar án útskýringa. Babangida, sem er frá norðurhlut- anum, neyddist síðan til að segja af sér vegna óéirða í suðurhlutan- um, en í stað þess að setja Abiola í forsetaembættið skipaði hann nýja bráðabirgðastjórn sem á að undirbúa nýjar kosningar. Annar norðanmaður, Sani Abacha hershöfðingi, varnarmála- ráðherra og æðsti ráðherra stjórn- arinnar, tók við völdunum í nóvem- ber og lofaði að binda enda á stjórnleysið í kjölfar þess að kosn- ingarnar voru lýstar ógildar. Þegar ár var liðið frá kosningunum, 12. júní í fyrra, lýsti Abiola því yfir að hann væri forseti landsins. Hann var þá handtekinn snarlega og ákærður fyrir svik við föður- landið og gæti átt lífstíðarfangels- isdóm yfir höfði sér. Óeirðir og verkföll hafa síðan lamað atvinnu- lífið vegna handtökunnar. Nígeríumenn stóðu frammi fyrir svipuðum vanda árið 1966. Skipu- lagðar ofsóknir norðanmanna gegn Ibo-ættbálkinum urðu til þess að austurhlutinn sagði skilið við Nígeríu og stofnaði Lýðveldið Biafra. Stríð geisaði í Biafra í 30 mán- uði og kostaði rúma milljón manna lífíð áður en svæðið sameinaðist Nígeríu að nýju. Fréttaskýrendur í Lagos telja mikla hættu á að bardagar milli ættbálka blossi upp að nýju í Níg- eríu. Ef einhver hinna mörgu ætt- bálka hæfí dráp á öðrum einhvers staðar í landinu myndi það kalla á tafarlausar hefndir og allt færi úr böndunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.