Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 B 19 ATVINNUAUGí YSINGAR SKÓLASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR Eftirlitskennari Skólaskrifstofa Reykjavíkur óskar eftir að ráða starfsmann, sem hafa skal með höndum eftirlit með innkaupum á efni til smíða- kennslu og annast dreifingu þess. Einnig skal viðkomandi hafa umsjón með kaupum á tækjum og búnaði til handmenntakennslu. Viðkomandi þarf að hafa fagmenntun, helst kennararéttindi í smíðum eða aðra þá fag- ménntun, sem metið verður að nýtist í þessu starfi. Um verður að ræða ca 75% starfshlut- fall og verður viðkomandi lausráðinn fyrstu 3 mánuðina en væntanlega fastráðinn að þeim tíma liðnum. Umsóknarfrestur er til 14. október nk. og skal umsóknum skilað á Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, 101 Reykjavík. Forstöðumaður Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Viktor A. Guðlaugsson veitir frekari upplýs- ingar um starfið. Þróunarsamvinnustofnun íslands vill ráða tvo kennara við nýjan sjómanna- skóla í Namibíu Annar kennarinn skal hafa menntun og reynslu af skipstjórn og kennslu stýrimanna en hinn menntun og reynslu af vélstjórn og kennslu vélstjóra. Góð enskukunnátta er skilyrði (réttur til prófunar áskilinn). Umsóknum, ásamt upplýsingum um mennt- un, starfsreynslu og fjölskylduhagi og með- mælum, skal skilað til skrifstofu ÞSSÍ, Rauð- arárstíg 25, s. 91 -609780 og 91 -609781, sem veitir frekari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 24. október en reikn- að er með að störf hefjist um áramót. Sölumenn - kauptrygging Tónlistarklúbbur AB óskar eftir að ráða dug- lega sölumenn í kvöldverkefni. Verkefnið snýst um geisladiska, góð laun og skemmti- legan vinnuanda. Áhugasamir hringi í síma 64 31 70 nk. mánu- dag og þriðjudag milli kl. 9 og 17. Góð sölulaun + kauptrygging. Sölu- og tæknimaður Fyrirtæki sem annast sölu, ráðgjöf og þjón- ustu á Macintosh tölvum vill ráða sölu- og tæknimann til starfa. Hæfniskröfur: Sölumaður þarf að hafa viðskipta eða sam- bærilega menntun og helst reynslu af sölu- störfum, þekkingu og reynslu á Macintosh tölvum og hugbúnaði. Tæknimaður þarf að hafa mikla reynslu og þekkingu af Macintosh umhverfi s.s. jaðar- tækjum og netkerfi. Umsækjendur þurfa að haf bíl til umráða, góða þjqnustulund og gott viðmót. Vinnustaðurinn er reyklaus. Með allar umsóknir verður farið sem trúnað- armál. Umsókn merkt: „Þjónustulund - 15715" sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 14. október. Meinatæknir Sérhæft sölustarf Þekkt innflutningsfyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða sölumann til starfa sem fyrst. Fram- tíðarstarf. Við leitum að meinatækni eða manni með hliðstæða menntun til að annast sölu á rekstrarvörum. Starfsreynsla af rannsóknar- stofu æskileg. Góð tungumálakunnátta ásamt söluhæfileikum og getu til að starfa sjálfstætt.skilyrði. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar „Meinatæknir 360“ fyrir 15. október nk. Hagva nsurhf Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Róðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir Mosfellsbær Leikskólafulltrúi óskast til starfa hjá Mosfellsbæ. Um er að ræða 50% starf. Leikskólafulltrúi mun hafa yfirumsjón og eftirlit með faglegu starfi leik- skóla. Umsækjandi þarf að hafa menntun leikskóla- kennara með framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, svo og reynslu af stjórnunarstörf- um. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf hið fyrsta. Laun eru samkvaemt kjara- samningi Leikskólakennarafélags íslands og Launanefndar sveitarfélaga. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Hlégarði, fyrir 15. október nk. BORGARSPÍTALINN Lyflækningadeild A-7 Á lyflækningadeild A-7 er laus staða sjúkra- liða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störft nú þegar. Upplýsingar um starfið veita Fjóla Tómas- dóttir deildarstjóri í síma 696570 eða Mar- grét Björnsdóttir hjúkrunarframkvæmda- stjóri í síma 696354. Öldrunarlækninga- deildir Á öldrunarlækningadeildum og á hjúkrunar- og endurhæfingardeild á Heilsuverndarstöð eru lausar stöður sjúkraliða. Starfshlutfall og fyrirkomulag vakta er samkomulagsatriði. Upplýsingar veitir Anna Birna Jensdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 696358. Ritari óskast í 100% starf við skjalavörslu á lyf- lækningadeild Upplýsingar veitir María Henley deildarstjóri í síma 696381 milli kl. 10-12. Starfsmaður óskast til almennra starfa í mötuneyti spítal- ans að Arnarholti á Kjalarnesi. Upplýsingar um aldur og fyrri störf ásamt meðmælum sendist til Borgarspítala merkt: „Mötuneyti Arnarholts". Skoðunarmenn lágspennuvirkja Skoðun hf. óskar eftir að ráða skoðunarmenn með lágspennuvirkjum. Viðkomandi þarf að hafa lokið prófi sem rafmagnsiðnfræðingur og hafa a.m.k. tveggja ára reynslu sem skoð- unarmaður. Áhugasamir sendi upplýsingar til Skoðunar hf., Borgartúni 17, 105 Reykjavík. Skoðun hf. Kennari Reykjavíkurborg óskar eftir að ráða kennara í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal. Starfið felst aðallega í kennslu skólabarna og uppfræðslu almennings um dýr og um- hverfismál. Óskað er eftir líffræðingi, kennara eða sam- bærilegum starfskrafti. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra, Fríkirkjuvegi 11, á eyðublöðum sem þar fást, fyrir þriðjudaign 25. október 1994. Nánari upplýsingar gefur Sigrún Thorlacius eða Tómas Guðjónsson í síma 684640. Sjúkrahús Suðurnesja auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum Hjúkrunarfræðingar óskast til framtíðar- starfa á hjúkrunardeild aldraðra, Víðihlíð, Grindavík. Nú þegar vantar í stöður hjúkrun- arfræðinga, en frá áramótum vantar hjúkrun- arfræðing í afleysingastarf hjúkrunarfram- kvæmdastjóra. Hjúkrunardeildin er 28 rúma deild með bland- aðan sjúklingahóp. Vinnuaðstaða er góð, umhverfi hlýlegt og starfsandi góður. Frekari upplýsingar um aðstæður og launa- kjör gefa hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 92-67600 eða hjúkrunarforstjóri í síma 92-20500. Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á sjúkra- deild sjúkrahússins í Keflavík. Á sjúkradeild eru 22 rúm, viðfangsefnin fjölbreytt, starfið gefandi og starfsandi góður. Gjörið svo vel að afla frekari upplýsinga um aðstæður og launakjör hjá deildarstjóra eða hjúkrunarforstjóra í síma 92-20500. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í störf í neðangreinda leikskóla: Efrihlíð v/Stigahlíð, s. 18560 Fífuborg v/Fffurima, s. 874515 Foldakot v/Logafold, s. 873077 Gullborg v/Rekagranda, s. 622455 Sólborg v/Vesturhlíð, s. 15380 Vesturborg v/Hagamel, s. 22438 í 50% starf eftir hádegi. Álftaborg v/Safamýri, s. 812488 Fífuborg v/Fífurima, s. 874515 Heiðarborg v/Selásbraut, s. 77350 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.