Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER1994 B 23 Beltagrafa brann í Kollafirði Logandi olía sprautaðist á húsið BELTAGRAFA í eigu Steypustöðv- arinnar hf. brann í gær í grjót- og malarnámum í landi Esjubergs í Kollafirði. Að sögn Arngríms Mar- teinssonar, sem var að vinna á vél- inni, stökk hann út þegar hann varð þess var að logandi olía sprautaðist á húsið sem hann var inni í og slapp ómeiddur. Arngrímur segist telja að senni- lega hafi háþrýstislanga í vökva- kerfi bilað og olían úr henni spraut- ast á heitan pústflöt og þar með hafi allt verið í einu báli á svip- stundu. „Ég hefði sjálfsagt getað brennst, hefði logandi olía sprautast á mig. En ég stökk bara út úr öllu logandi og slapp alveg,“ segir Arn- grímur. Vinnufélagar Arngríms voru skammt frá þegar kviknaði í vél- inni. Þeir náðu að slökkva í henni að mestu áður en slökkviliðið kom á vettvang. „Við komumst með stóra hjólaskóflu í vatnspoll, jusum fleiri tonnum yfir allt saman og vorum nánast búnir að slökkva þegar slökkviliðið kom,“ segir Arngrímur. Arngrímur segist ekki alveg átta sig á hvað tímanum leið meðan á þessu stóð en telur að ekki hafi liðið nema um 15-20 mínútur þar til slökkviliðið var komið á staðinn. „Maður var í hálfgerðu sjokki yfir þessu en þeir komu mjög fljótt,“ segir hann. Vélin, sem er 15-20 ára 55 tonna beltagrafa af Poclain-gerð, er mjög mikið skemmd. ■ HUGLEIÐSL U VIKA er yfir- skriftin á röð ókeypis kynning- arnámskeiða sem haldin verða á vegum Sri Chinmoy-miðstöðvar- innar þessa viku. Þetta er í þriðja sinn sem boðið er upp á námskeið sem þessi, en greinilegt er að kynn- ing á hugleiðslu með þessum hætti nýtur vaxandi vinsælda og er reikn- að með að yfir þúsund manns sæki eitt af þeim námskeiðum sem í boði eru. Fjögurra vikna ókeypis fram- hald, „Aukið vald á hugleiðslu“, fylg- ir í kjölfar hugleiðsluviku þar sem í boði verða nýjar æfingar og nýtt efni fyrir þá sem vilja ná lengra í hugleiðsluiðkun. Hugleiðsluvikan stendur frá 10.-16. október og fer fram í Sri Chinmoy-miðstöðinni, Hverfisgötu 76. Dagskrá liggur frammi í öllum bókasöfnum. WtÆkW>AUGL YSINGAR Húsnæði við Laugaveg Við neðanverðan Laugaveg er til leigu 350 fm innréttað húsnæði á 2. hæð. Húsnæðið er að mestu leyti einn stór salur. Húsnæðið býður upp á marga notkunarmöguleika. Upp- lýsingar veittar í síma 77059 eftir kl. 18.00. Skrifstofuhúsnæði - Þingholtin 75 fm skemmtilegt húsnæði á 1. hæð til leigu strax í Þingholtunum nálægt miðbænum. Upplýsingar veitir Karl í síma 91-20160 milli kl. 13 og 18 í dag og næstu daga. Lagerhúsnæði Óskum eftir að taka á leigu lagerhúsnæði á stærðarbilinu 200-300 fm á jarðhæð með aðkeyrsludyrum. Æskileg staðsetning væri á svæði 104 en aðrir staðir koma til greina. Vinsamlega hafið samband í síma 680891 frá mánudegi til föstudags kl. 9-17. Húsnæði undir kæli Óskast til leigu 40-50 fm kælir á Reykjavíkur- svæðinu. Einnig kemur til greina húsnæði sem mætti innrétta sem kæli. Upplýsingar á skrifstofutíma í síma 677800, Samúel. Skrifstofuhúsnæði Til leigu ca 70 m2 skrifstofuhúsnæði í Stór- holti. 3 herbergi, kaffistofa, sér salerni og eldtraustur skjalaskápur. Hentar vel fyrir lög- fræði- og endurskoðunarskrifstofur. Upplýsingar í síma 91-13760. Skólar og námskeiðshaldarar Einkaskóli í Reykjavík hefur til leigu 1-2 kennslustofur í lengri eða skemmri tíma hvort sem er að degi eða kvöldi. Aðgangur að kaffistofu fyrir nemendur og Ijósritunarvél fylgir. Allur kennslubúnaður fyrir hendi. Sím- svörun og fjölritun námsefnis getur líka verið inni í myndinni. Þeir, sem áhuga hafa, leggi inn upplýsingar, m.a. um nafn og símanúmer, til afgreiðslu Mbl. fyrir 15. október 1994, merktar: „Kennsluhúsnæði - ’94‘‘. Samband verður haft við þá, sem sýna þessu áhuga. Til leigu í miðbænum Nýlega endurnýjað og snyrtilegt 240 fm skrif- stofuhúsnæði. 5 skrifstofur, móttaka og eld- hús. Dúkur á gólfum. Lagnastokkar. Oflugt loftræsikerfi. Skiptanlegt. Góð kjör í boði. L ~i EIGULISTINN LEIGUMIÐLUN sími 622344. T SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Skattamálanefnd Sjálfstæðisflokksins Opinn fundur Opinn fundur á veg- um skattamála- nefndar Sjálfstaeðis- flokksins verður haldinn f Valhöll miðvikudaginn 12. október nk. kl. 17.15-18.45. Gestur fundarins er Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, og mun hann ræða stöðu og horfur í ríkisbúskapnum. Allir sjálfstæðismenn velkomnir. Fundarstjóri: Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður. Skattamálanefnd. I.O.O.F. 10 = 17510108 = Sp. I.O.O.F. 3= 17610108 = Dd. □GIMLI 5994101019 III = I □ HELGAFELL 5994101019 VI □ MlMIR 5994101019 I 2 Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Barnasamkoma og barnagæsla á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. • VEGURINIU J Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Morgunsamkoma kl. 11.00. Eitt- hvað fyrir alla aldurshópa. Kvöld- samkoma kl. 20.00. Samúel Ingi- marsson prédikar. Allir hjartan- lega velkomnir. Guð er góður! fctmhjólp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00. Fjölbreyttur söngur. Samhjálp- arkórinn tekur lagið. Vitnisburð- ir. Barnagæsla. Ræðumaður Óli Ágústsson. Kaffi að lokinni sam- komu. Allir velkomnir. Samhjálp. með hlutvetk YWAM - ísland Samkoma í Breiðholtskirkju f kvöld kl. 20.30. Eirný Ásgeirs- dóttir prédikar. Mikill söngur, lofgjörð og fyrirbænir. „Trúr er Guð sem yður hefur kallað til samfélags sonar síns Jesú Krists, drottins vors". 1. Kor. 1:9. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma og sunnu- dagaskóli kl. 11.00. Allir velkomnirl Sjónvarpsút- sending á OMEGA kl. 16.30. Hjálpræðis- herinn Kirkjustrætí 2 Fjölskyldusamkoma kl. 11.00. Ester og Inger Jóhanna stjórna og tala. Hjálpræðissamkoma kl. 20.00. Tom Harriger fulltrúi Billy Graham talar. Mánudag kl. 16.00. Heimilasamband. Áslaug Haugland talar. Allir velkomnir. x o> io’ Q> » UO' • on 3 cn £ UJ UJ Dagsferð sunnud. 9. okt. Kl. 10.30 Hengilssvæðið Róleg og þægileg haustganga fyrir alla fjölskylduna um svæðið í kringum Hengil. Brottför fra BSÍ bensínsölu. Dagsferð sunnud. 16. okt. Kl. 10.30 Vitagangan 9. áfangi og Fjölskyldugangan. Fjallaferð um veturnæt- ur 21.-23. október. Ferðinni er heitið inn á hálendi, nánar tiltekið Hveravelli. Gengið í Þjófadali og komiö við í Hvítar- nesi o.fl. Sameiginleg máltíð á laugardagskvöld. Fararstjórar Ágúst Birgisson og Eyrún Ósk Jensdóttir. Otivist. FERÐAFÉLAG © ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 SunnudagsferAir 9. okt. Kl. 10.30 Kálfstindar - Kálfsgil. Skemmtilegir fjallshryggir aust- an Þingvalla. Verð 1.200 kr. Kl. 13.00 Þingvellir í haustiitum. Gengið að eyðibýlunum Hraun- túni og Skógarkoti. Missið ekki af haustlitunum á Þingvöllum. Verð aðeins 1.000 kr., frítt f. börn m. fullorönum. Brottför frá BSÍ, austanmegin, og Ferðafélagshúsinu, Mörkinni 6. Myndakvöld F.í. Fyrsta myndakvöld vetrarins verður fimmtudagskvöldið 13. okt. í Fóstbræðraheimilinu, Langholtsvegi 109-111, og hefst það kl. 20.30. Fylgist með auglýsingum um helgina. Nýr staður og dagur. Vegna breytinga á Sóknarsalnum er ekki lengur hægt að hafa myndasýningarnar þar. í vetur er stefnt að því að komast í nýjan sal Ferðafélagsins f Mörkinni 6. Hornstrandafarar F.í. Hin árlega haustganga Horn- strandafara F.l. verður laugar- daginn 15. október. Gengið verður frá Höskuldarvöllum að Bláa lóninu og snæddur kvöld- verður þar. Nánari upplýsingar veita Guðmundur Hallvarðsson, s. 91-686114, Eiríkur Þormóðs- son, s. 91-18538, Guðmundur Hjartarson, s. 91-654299, og skrifstofa F.f. Árbók F.Í.1994 Gerist félagar og eignist árbók- ina „Ystu strandir norðan Djúps". Einstaklega falleg og fróðleg bók. Hún er innifalin í árgjaldi kr. 3.100. Árbókin er einnig fáanleg í harðkilju fyrir 500 kr. aukagjald. Sendum hvert á land sem er. Hringið eða lítiö inn á skrifstofuna, Mörkinni 6, S. 91-682533, fax 682535. Ferðafélag Islands. Frá Sálar- rannsókna- Breski miðillinn Irine Nederman starfar hjá félaginu 13.-22. októ- ber. Hún er mjög góður sam- bands- og sannanamiöill og hef- ur komið til íslands áður og starfaö með góðum árangri. Bókanir á einkafundi í símum 18130 og 618130. Stjórnin. Frá Sálar- ^ ^ rannsókna- félagi íslands Skyggnilýsingafundur Breski miðillinn Dorothy Toole verður með skyggnilýsinga- fund þriðjudag- inn 11. október kl. 20.30 i Garðastræti 8. Dorothy býður einnig uppá einkafundi og eru bókanir í símum 18130 og 618130. Stjórnin. \v---7/ KFUM V Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28 “Ég þekki verk þín“ Op. 2:1-7. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Ræðumaður verður Guð- mundur Karl Brynjarsson. Gunn- ar Bjarnason og Kristin Sverris- dóttir sjá um efnið: Kynni okkar af Kenýu. Þú ert velkominn í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.