Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ DEILUR INNAIM SVFÍ INNLENDUM VETTVANGI H staðið um uppsögnina síðan. Stjórn og varastjóm SVFÍ ákvað á laugar- dag að skipa nefnd til að reyna að koma á sáttum milli deiluaðila, auk þess að harma að sú „aðferð sem viðhöfð var við uppsögn Hálfdans Henryssonar skuli hafi leitt af sér skaðlega umræðu“ fyrir hann og félagið. Fyrsti fundur Hálfdans og sáttanefndar var á mánudagskvöld og kynnti nefndin stjórnarmönnum SVFI sáttahugmyndir á þriðjudag. Innan SVFI eru níutíu björgunar- sveitir og hafa nú á annan tug þeirra ályktað í máli Hálfdans, til að mótmæla uppsögninni, kreijast frekari skýringa eða sátta. Náist ekki sættir við Hálfdan, sem hann og margir þeir sem hann styðja telja að felist í endurráðningu, hafa ýmsir björgunarsveitarmenn um land allt, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, íhugað þann möguleika að krefjast aukaþings SVFÍ í þeim tilgangi að kollvarpa núverandi stjóm sem stóð að upp- sögninni. Aðalfundur SVFÍ er næsta vor, en þar fer ekki fram stjómarkjör, og landsþing ekki fyrr en eftir hálft annað ár. í núverandi lögum félagsins er ekki gert ráð fyrir að hægt sé að kalla til auka- þings, „enda hafa fæstir séð fyrir uppákomur af þessu tagi,“ segir Reynir Ragnarsson hjá ___________ björgunarsveitinni Vík- veija í Vík í Mýrdal sem á sæti í sáttanefndinni. Hann segist hafa vitað af því að þessi möguleiki Aukaþing efekki “ÁLFDANI Henryssyni, deildarstjóra björgunar- deildar Slysavamafé- lags íslands, var fyrir- varalaust sagt upp störfum fyrir tæpum hálfum mánuði. Styr hefur nást sættir Uppsögn deildarstjóra björgunardeildar Slysavamafélags íslands hefur vakið deilur innan félagsins og leitar nefnd á vegum félagsins sáttaleiðar. Sindri Freysson kynnti sér deiluefnið. var vikið úr starfi, en segja í mót- mælum sínum að á þessari gjörð stjórnar hafi „engin viðhlítandi skýring fengist" og lýsa yfír áhyggjum sínum vegna skerðingar á starfsöryggi sem blasi við „þegar þessir nýju stjórnarhættir sem við nú stöndum frammi fyrir em upp- teknir hjá SVFÍ“. Tilbúinn til sátta Aukaþing algert neyðar- úrræði hafí verið í skoðun, en reyni menn þá leið sé um algert neyðarúrræði að ráða. „Við reynum í lengstu lög að sætta aðila og koma í veg fyrir að félagið klofni í tvær fylkingar, með Hálfdani annars vegar og með stjóm hins vegar,“ segir Reynir. Allir starfsmenn SVFÍ nema tveir hafa jafnframt mótmælt uppsögn- inni harðlega, en annar þessara tveggja er eftirmaður Hálfdans í starfi og hinn nýlega ráðinn. Starfs- mennirnir óskuðu skýringa á upp- sögninni á starfsmannafundi sem haldinn var sama dag og Hálfdani Hálfdan kveðst reiðubúinn að sættast við SVFÍ en í sínum huga sé réttlætinu þó „ekki fullnægt fyrr en ég fæ stöðuna aftur, og get ekki séð að til greina komi að taka við annarri stöðu innan félagsins“. Hálfdan kveðst hafa sent stjóm félagsins skeyti á föstudag þar sem ________hann óskaði tækifæris til að hrekja meintar ávirð- ingar á fyrrnefndum stjórnarfundi, en bón hans hafí ekki verið svar- að. „Ég vil fá meintar ávirðingar í hendur og svara þeim,“ segir Hálfdan. Ástæður uppsagnar hafa ekki verið raktar til hlítar á opinberum vettvangi, en Gunnar Tómasson, varaforseti félagsins, segir meginástæðuna samstarfs- örðugleika, meðal annars hafi Hálf- dan ekki viljað starfa í samræmi við ákvarðanir um stefnumótun sem teknar hafi verið og vísar til sam- starfs SVFÍ og Landsbjargar um rekstur björgunarskóla 1 því sam- bandi. Gunnar segir að margoft hafí verið rætt við Hálfdan um að vinna að málum SVFI i samræmi við ákvarðanir á fundum félagsins, og ekki hafí verið um neinn per- sónulegan ágreining að ræða. Að sögn Gunnars var margoft búið að reyna að fá Hálfdan „til að breyta um stefnu en hann fann aldrei neina sök hjá sér og taldi bara að við værum á rangri leið“. Stjórn SVFÍ hafí síðan ákveðið að Hálfdan yrði að hætta störfum hjá félaginu, og hafí ákvörðunin verið tekin í kjölfar þess að framkvæmdaráð fór yfír málavexti. Hálfdan segist hafa heimildir fyrir því að einn stjórnarmanna hafí á fundi stjórnar og varastjóm- ar SVFÍ sl. laugardag kallað ástæður þær sem gefnar eru fyrir uppsögn hans „tittlingaskít“ og „alvanalegar krytur innan fyrir- tækja sem ekki eru brottrekstrar- sök“. Eftir þann fund og skipan sáttanefndar, sagði Gunnar að Hálfdan fengi „vonandi" frekari skýringar á uppsögninni og „þegar við göngum til sátta“. Hann kveðst telja sáttaleiðina heilladrýgsta og ekkert annað en sættir komi til greina. Eðlilegur skoðanamunur ekki síst miðað við það mat sitt að ágreiningur við stjórnendur SVFÍ hafi verið lítilfjörlegur. Greinilega hafi málið verið undirbúið í nokkurn tíma, þar sem stjómendur félagsins hafi hringt í fólk úti á landi og gefið í skyn að eitthvað væri hjá Hálfdani, sem ekki þyldi dagsins ljós, og þess vegna væri vissara að spyrja ekki neins. „Þetta fínnst mér og þeim sem standa mér næst svo óþverralegt að það taki varla nokkru tali,“ sagði hann og kveðst telja að stjómendur hafi hafíð und- irbúning á aðgerðum sínum sl. sum- ar. Eftirmaður hans í starfi hafi verið ráðinn til starfa viku áður en að uppsögn kom, og verið mættur til að taka við starfí deildarstjóra áður en Hálfdan yfirgaf skrifstofu SVFÍ daginn sem uppsögnin kom til framkvæmda. Hálfdan starfaði aðallega við að afgreiða endur- greiðslur af aðflutnings- og virðis- aukaskatti til björgunarsveita vegna tækjakaupa, undirbúa sjálf- virka tilkynningaskyldu fýrir sjó- menn, auk þess að annast yfirstjóm æfinga og þjálfunar björgunar- sveita þangað til ákveðið var að stofna sérstakan björgunarskóla. Esther Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri SVFÍ, og Einar Sig- uijónsson, forseti SVFI, buðu Hálf- dani að veita uppsagnarbréfí mót- töku 20. október sl., vegna „trúnað- arbrests", eða undirrita að öðmm kosti bréf þar sem hann segði sjálf- ur upp störfum. Hálfdan valdi fyrri kostinn. Ekki andvígur björgunarskóla Helsta ástæðan sem nefnd hefur verið fyrir uppsögn Hálfdans er deila um stofnun áðurnefnds björg- unarskóla. Hálfdan segist ekki vera andvígur stofnun björgunarskólans og vera í raun einn upphafsmanna þeirra hugmynda að leiða saman aðila sem að björgunarmálum standa, í sameiginlegum björgunar- skóla. „Ég var eingöngu á móti þeim kostnaði sem hver __________ björgunarsveit átti að bera vegna námskeiða skólans. Sem dæmi um það get ég nefnt að ungl- ingadeild sem sótti nám- lagsins voru lengi vel þær sömu, þ.e. þessi námskeið ættu að vera björgunarsveitarfólki að kostnaðar- lausu eða því sem næst, enda tel ég það nægjanlegt framlag hjá fólki að leggja frítíma sinn og aðrar stundir af mörkum til björgunar- starfa. En þessi stefnubreyting sem felur í sér að fólkið greiði þjálfun sína fullu verði, kemur á sama tíma og SVFÍ hefur fengið stórauknar tekjur frá ríkinu og í gegnum spila- kassa,“ segir hann. Á fundi stjómar á laugardag samþykkti stjórn SVFÍ að greiða niður þessi gjöld gagnvart björgun- arfélögum, sem Guðbjöm Ólafsson, skrifstofustjóri SVFÍ, kveðst telja að feli í sér viðurkenningu á að gjöldin hafi verið sett of hátt í upp- hafí og jafnframt vissa viðurkenn- ingu á sjónarmiðum Hálfdans. Deilt um aðferðir innan SVFÍ Hálfdan vill svara ávirð- ingunum skeið í skyndihjálp á Eskifirði fyrir skömmu, átti að borga rúmar 100 þúsund krónur fyrir 36 unglinga, en áður hefði deildin þurft að greiða 30 þúsund. Björgunarsveitir um Hálfdan kveðst ekki gera sér að fullu grein fyrir hvað sér sé gefíð að sök, en það sem hafi verið nefnt sé einvörðungu dæmi um eðlilegan skoðanamun manna á milli. Hann hafí aldrei rofið trúnað með því að ræða við fjölmiðla eða aðra um þessi ágreiningsmál. Aðfarimar við uppsögnina hafi verið harkalegar, alls staðar af landinu hringdu í mig og kvörtuðu, og ég bar skilaboðin áfram til framkvæmdastjóra, en var í staðinn sakaður um að reyna að spilla fyrir félaginu. I sumar hafði þessi ágreiningur vaxið því öllu varðandi þennan skóla var haldið frá mér og ég ekki spurður álits á einu eða neinu um þetta,“ sagði Hálfdan. „Skoðanir mínar og fé- i I > Hálfdan telur „raunverulegar" ástæður brottrekstrarins fleiri og tengir þær meðal annars deilum um stjórnunaraðferðir innan SVFI sem hafi ekki farið hátt. Á seinustu árum hafí nýtt fólk innan félagsins reynt að leggja hefðbundnar aðferð- ir fyrir róða og, koma á aðferðum sem henti ekki félaginu. Meðal ann- ars hafi framkvæmdaráðið, sem meðal annars er skipað forseta og varaforseta SVFÍ, rofnað úr tengsl- um við starfsfólk SVFÍ á seinustu árum og fjarlægst þau mál sem efst hafa verið á baugi hjá björgun- arsveitum eða félaginu yfirhöfuð. „Það^ er verið að reyna að breyta SVFÍ í samræmi við einhvem fýrir- tækjabrag sem hentar illa þessari grasrótarhreyfingu sem byggist eingöngu upp á fólkinu í björgunar- sveitunum,“ segir Hálfdan. Sem dæmir um þetta nefnir hann að launa hafi átt alla leiðbeinendur á námskeiðum björgunarskólans, en til þessa hafi áhuginn og sjálfboða- starfið verið stærsti aflvaki starf- seminnar og haldið henni saman. Hann hafí talið að þessi stefnu- breyting myndi fyrr eða síðar breyta viðhorfi þeirra sem að björg- unarmálum starfa og ganga loks að félaginu dauðu. Esther Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri SVFÍ, vísar þessari gagnrýni Hálfdans á bug. Hún seg- ir að á þeim tveimur ámm sem lið- in eru síðan hún hóf störf hjá félag- inu, hafi ekki orðið neinar gífurleg- ar breytingar á rekstri og stjórnun félagsins frá því sem áður var. Reksturinn sé tvíþættur, annars vegar sjálfboðaliðastarf sem sé und- irstaða félagsins, og hins vegar umfangsmiklir verktökusamningar fyrir ríkisvaldið sem kalli á rekstur og svo hafi einnig verið áður en hún var ráðin til starfa. Fram- kvæmdaráðið sé í góðum tengslum við „grasrótina“ og hafí síður en svo fjarlægst markmið SVFÍ í sinni stefnumótun. Hvað varðar launa- greiðslur til leiðbeinenda, hafi fé- lagið í gegnum tíðina launað leið- beinendum á stundum og oft átt í basli með að senda sjálfboðaliða út á land án nokkurrar umbunar, þannig að eingöngu sé um eðlis- breytingu að ræða sem sé ekki stór- vægileg. „Eitt af stærri málunum“ Í I, » í I s Aðspurður um hvort brottrekst- ur Hálfdans sé angi af togstreitu tveggja fylkinga innan SVFÍ um ________ stjórnunarhætti, neitar Gunnar Tómasson, vara- forseti SVFÍ, því að ástæður uppsagnar séu aðrar en samstarfsörð- ugleikar milli stjórnar félagsins og Hálfdans, þar á meðal í tengslum við stofnun björgunar- skólans. Ástæðan sé þó kannski ekki „það eina mál frekar en önn- ur. Þetta er hins vegar eitt af stærri málunum," segir Gunnar. Hann rekur aðdragandann að uppsögn Hálfdans aftur til landsþings SVFÍ 1992 þar sem meðal annars var sett á stefnuskrána samvinna við aðra aðila sem ynnu að svipuðum málum og Slysavarnafélagið, þar á meðal að unnið skyldi að því að koma á fót björgunarskóla í sam- vinnu við Landsbjörg. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.