Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Ámi Sigfússon fyrrverandi borgarstjóri: Gekk frá fimm leigusamningum Vááá, sjáðu hvað ég er búin að finna . . . Benedikt Sveinsson forstjóri íslenskra sjávarafurða Framleiðendum ekki skipt með samkomulagi BENEDIKT Sveinsson forstjóri íslenskra sjávarafurða segist ekki kannast við að ÍS og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hafi skipt framleiðendum á milli sín með einhverskonar samkomulagi. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Friðrik Pálssyni forstjóra SH að hann teldi ÍS hafa brotið heiðursmanna- samkomulag, sem í gildi hafí verið milli fyrirtækjanna, þegar ÍS keypti 30% hlut í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. „Ég vil þó undirstrika að við höfum á engan hátt verið að leita sérstaklega eftir því að fá SH-framleiðendur í viðskipti til okkar,“ sagði Benedikt. Benedikt sagðist telja að á Islandi væru fleiri framleiðendur en svo að ÍS og SH geti skipt þeim upp með einhvetju samkomulagi, og í rauninni væru það framleiðendur sem veldu sér söluaðila. Hins vegar hefðu fyrir- tækin tvö oft unnið saman að ýmsum verkefnum. „Við fengum einfaidlega tækifæri til að eignast bréf í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, sem ég tel vera góða íjárfestingu, og það gefur okk- ur kost á að fá Vinnslustöðina í við- skipti, sem styrkir þetta félag sem við vinnum fyrir, og ekki síst það sem við erum að gera úti á mörkuð- unum. Eðlilegt í viðskiptum Þar með erum við auðvitað einnig að rækja þá skyldu að reka hér öflugt og gott hlutafélag í útflutningi til hagsbóta fyrir eigendur sína og alla framleiðendur. Ég fæ því ekki séð að við séum að gera neitt annað en það sem hlýtur að teljast nokkuð eðlilegt í viðskiptum." Ekkert nýtt að fjárfesta í sjávarútvegi Hann sagði ljóst að ÍS ætti gegn- um eignarhaldsfélag sitt í þó nokkr- um félögum, og því væri það alls ekkert nýtt fyrir ÍS að fjárfesta í sjávarútvegi á þennan hátt. A þessu ári hefðu til dæmis verið fjárfest 20% í félagj í Namibíu, en allt væri þetta gert til að styrkja útflutningskerfi fyrirtækisins og starfsemi þess úti á mörkuðunum. Að lokum sagðist Benedikt vonast til að Vinnslustöðinni yrði styrkur að samstarfínu við íslenskar sjávar- afurðir í framtíðinni. Tveggja ára biðtími eftir glasafijóvgun Ahugi á að frysta fósturvísa hérlendis UM 200 böm hafa fæðst eftir glasa- fijóvganir hér á landi en meira en tveggja ára biðtími er nú eftir þess- ari aðgerð. Verið er að semja laga- frumvarp um tæknifijóvganir þar sem fjallað verður um frystingu fóst- urvísa. Þetta kom fram í svari Sighvats Björgvinssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Guðmundi Hall- varðssyni þingmanni Sjálfstæðis- flokks á Alþingi á mánudag. Sighvatur sagði að ýmsar tækni- nýjungar við glasafijóvgun, svo sem frysting fósturvísa og smásjár- fijóvganir, væru ekki mögulegar í óbreyttu húsnæði glasafrjóvgunar- deildar kvennadeildar Landspítala og kölluðu einnig á dýran tæknibún- að. Þannig kostaði búnaður til að frysta fósturvísa tvær milljónir og tæki til sinásjárfijóvgunar fímm milljónir. Til viðbótar væri áætlað að 30-40 milljónir kostaði að breyta húsnæðinu. Sighvatur upplýsti að eftirlits- nefnd Ríkisspítala myndi á næstunni fara fram á það að starfsreglum glasafijóvgunardeildarinnar yrði breytt þannig að frysting fósturvísa verði heimil. Hins vegar þyrfti að breyta lögum til að taka af öli tvímæli og sagði Sighvatur að á vegum dómsmála- ráðuneytis starfaði nú nefnd sem væri að semja lagafrumvarp um tæknifijóvganir og væri tillagna hennar að vænta í Iok nóvember. Þar yrði tekið á atriðum eins og frystingu fósturvísa. Tveggja ára bið Sighvatur sagði að yfír tveggja ára bið væri eftir þessum aðgerðum. 25 konur gangast nú að jafnaði undir aðgerð á mánuði. Glasafijóvg- unardeildin hefur starfað frá árslok- um 1991 og hafa rúmlega 200 börn fæðst. Meðferðin skiptist í lyfjameð- ferð, eggheimtu, fijóvgun og fóstur- færslu. Eggheimta er ekki möguleg hjá öllum konum sem fara í lyfjameð- ferð og eins tekst fósturfærsla ekki hjá öllum konum sem fara í egg- heimtu. 30% allra meðferðartilrauna hafa leitt til fæðingar barns eða bama og meðferðin hefur borið árangur hjá nærri helmingi þeirra kvenna sem fara í fósturfærslu. Umboðsmaður barna Hlustar á börn og setur si g í þeirra spor Þórhildur Líndal Fyrsti umboðsmaður barna á íslandi tek- ur til starfa hinn 1. janúar næstkomandi. Þórhildur Líndal lögfræð- ingur mun gegna embætt- inu en þess má geta að börn og ungmenni eru um 30% manníjölda hérlendig. - Hvernig er barn skil- greint lagalega? „Það eru einstaklingar frá fæðingu til 18 ára ald- urs.“ - Hvernig sérð þú starfið fyrir þér? „Það er kannski erfitt að segja fýrir um það á þessari stundu en það fyrsta sem ég kem til með að gera er að gera tillögur að reglugerð um starfs- hætti umboðsmannsins. Þar með verður starfíð mótað." - Á hverju verða þær tillögur byggðar? „Eg mun að sjálfsögðu afla fanga. Til dæmis frá Norðurlönd- um og hvernig haldið hefur verið á þessum málum þar. Umboðs- maður barna hefur starfað í Noregi frá 1981 og sett voru lög um umboðsmann bama í Svíþjóð í fyrra.“ - Hvernig er hlutverk um- boðsmanns skiigreint lagalega hérlendis? „í lögum þar að lútandi segir að umboðsmaður skuli hafa það hlutverk að bæta hag bama og standa vörð um hagsmuni þeirra, þarfir og réttindi. Einnig segir að umboðsmaður skuli vinna að því að stjómvöld, félög, einstak- lingar, önnur samtök einstaklinga og fyrirsvarsmenn lögpersóna taki fullt tillit til fyrrgreindra at- riða. Auk þess að koma með til- lögur um úrbætur sem snerta hag barna á öllum sviðum samfé- lagsins. En það sem er mikilvægt að taka fram er það að umboðs- manni er ætlað að taka almennt á þessum málum. Hann tekur ekki á málum einstakra. barna." - Er hann þá stefnumótandi fyrst og fremst? „Já, það má segja það. Sjái hann að eitthvað bjáti á í löggjöf varðandi böm á hann að vekja athygli á því, koma með ábend- ingar og tillögur til úrbóta.“ - Undir hvern heyrir hann? „Hann er sjálfstæð- ur og óháður embætt- ismaður. Hann heyrir undir forsætisráðu- neytið en það hefur ekki boðvald yfír um- boðsmanninum. Hins vegar hefur það eftirlit með fjárreiðum emb- ættisins." - Hvernig mun hann tengjast öðrum í stjómkerfinu? „Hann þarf að fylgjast með því sem er að gerast í löggjöf. Til dæmis þarf hann að fá fmm- vörp sem varða böm send til sín og láta vita í framhaldi af því komi hann auga á agnúa. Einnig kemur hann til með að hafa sam- band við ýmsa í þjóðfélaginu; stjórnvöld, einstaklinga og fé- lög.“ — Getur ein manneskja sinnt þessu öllu? „Það verður bara að koma í ljós en þetta gerist ekki í einni svipan. Framan af næsta ári fer tíminn að öllum líkindum í að móta embættið.“ - Hverju er ætlað að bæta ► ÞÓRHILDUR Líndal fædd- ist 28. janúar 1951 í Reykjavík og er dóttir hjónanna Páls Lín- dals og Evu Ulfarsdóttur. Hún varð stúdent frá Menntaskól- anum í Hamrahlíð árið 1971 og tók embættispróf I lögfræði árið 1977 frá Háskóla íslands. Þórhildur starfaði sem fulltrúi hjá yfirborgardómaranum í Reykjavík frá 1977. Árið 1985 varð hún yfirlögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu og síð- ar deildarstjóri í sama ráðu- neyti. Frá 1993 hefur hún starfað sem löfræðingur í for- sætisráðuneytinu. Hún er gift Eiríki Tómassyni hrl. og eiga þau þrjá syni. við réttindi barna með þessu starfi? „Bömum em tryggð ýmis rétt- indi nú þegar, til dæmis í bama- lögum um bamavernd, heilbrigð- isþjónustu og fræðslumál. En þjóðfélaginu er stjórnað af full- orðnum og börn hafa ekki átt sér sérstakan málsvara til þess að koma sínum réttindamálum til skila. Umboðsmanni er ætlað að koma málum þeirra rétta boð- leið.“ - Geta börn þá leitað til um- boðsmannsins? „Já.“ - Hvernig myndu þau bera sig að? „Það em engar sérstakar formkröfur gerðar og því hægt að leita til umboðsmanns símleið- is eða með því að skrifa eða koma á skrifstofu hans. En þetta á eftir að móta eins og annað. Það er hægt að koma með rökstuddar ábendingar til hans en einnig getur hann átt frumkvæði að því að taka upp tiltekið mál sem varðar börn almennt. Hann tekur þó ekki á deilum einstaklinga við önnur stjórnvöld, til dæmis í for- sjár- og umgengnisdeilum." - Kemur ekki til greina að móta starfið í samvinnu við börn? „Hluti af starfí umboðsmanns er að hlusta á raddir bama og að setja sig í þeirra spor.“ - En er það ekki erfitt fyrir fullorðinn? „Það má vel vera að svo sé en ég á þijá syni sem em 11 ára, 16 ára og tuttugu ára. Sem móð- ir er ég því búin að kynnast kerf- inu frá ungbarnaeftirliti upp í framhaldsskóla og það hlýtur að koma að góðum notum í starfínu." Börn hafa ekki átt sér málsvara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.