Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 11 Úr heilbrigðisskýrslu bndlæknisembættis ÁHRIF LÖGSKILNAÐA Á BÖRN HVERNIG farnast börnum sem lenda í skilnaði? Oft hefur því verið haldið fram að áhrif skilnaðar á börn séu einungis skammvinn. Svo er ekki. Sam- kvæmt niðurstöðum erlendra rannsókna þjást xh skilnaðar- barna síðar meir af óöryggi og óhamingju, sérstaklega þegar skilnað ber að við ungan aldur. Þessi börn eru oft hald- in vanmáttarkennd, sjálfsá- sökun, árásargirni og óróa. Þeim gengur verr í skóla og hverfa oftar frá námi en þau sem ekki verða fyrir þessu áfalli. Seinna ber oft meira á slæmri geðheilsu og þau lenda oftar í skilnaði en aðrir. Dauði föður eða tíðar fjarvistir hans virðast hafa minni langtíma áhrif á börn en missir föður vegna hjónaskilnaðar. Börn- um sem fæðast utan hjóna- bands farnast oft betur en börnum sem lenda i aðskilnaði foreldra, trúlega vegna þess að fjölskyldutengsl og aðstoð náinna aðstandenda við þau eru til fyrirmyndar. VINNUÁLAG RÁÐ TIL að draga úr miklu vinnuálagi og streitu er til dæmis að: • Leggja megin áherslu á önnur gildi en þau efnahagslegu í uppeldi og skólastarfi. • Auðvelda ungu fólki að eignast þak yfir höfuðið. • Draga úr kostnaði við helstu lífsnauðsynjar. • Bæta lífeyrisréttindi fólks. • Bæta hag margra ellilífeyrisþega og einstæðra foreldra sem hafa orðið útundan í velferðinni. • Gæta hófs og ætla sér tíma. Unnt er að öðlast sæmilega lífsfyllingu án þess að: • skipta um bifreið á tveggja til þriggja ára fresti, • endurnýja eldhúsinnréttingu á 10 ára fresti. • Og sleppa til dæmis sólarlandaferð annað hvert ár. vinnu. Sé vikuvinnutími karla og kvenna á Islandi borinn saman, kem- ur í ljós að tími aðalvinnu virðist vera svipaður milli kynja en konur vinna þó um 30 klukkustundum meira á viku en karlarnir, en það er sá tími sem þarf til að sinna heim- ilishaldi. Laun á íslandi eru mjög lág miðað við verðlag, að minnsta kosti hjá þorra manna, og þegar haft er í huga hversu háa upphæð meðalfjöl- skylda þarf að hafa til að mæta kostnaði vegna helstu nauðsynja, er ekki undarlegt þótt vinnuálag sé mikið. Húsmóðir sem hefur kreist krón- una um árabil leyfði Morgunblaðinu að birta búreikninga sína í janúar síðastliðnum, og kom þá í ljós að hófsöm og sparsöm fimm manna fjölskylda þarf að hafa um kr. 150.000 í ráðstöfunartekjur á mán- uði eða um kr. 240.000 í heildartekj- ur til að mæta helstu útgjöldum. Er þá reiknað með ýtrustu spar- semi, til dæmis er ekki gert ráð fyr- ir að fjölskyldan veikist að ráði, þurfi á gleraugum eða tannrétting- um að halda, v.eiti sér þann munað að fara í sumarfrí eða haldi ferming- arveislu og gefi afmælisgjafir. Ekki er gert ráð fyrir að hjónin fari í bíó, leikhús eða á dansleiki, og því síður að þau reyki eða drekki áfengi. Að vísu er reiknað með að þau veiti börnunum þann munað að vera í tónlistarnámi og íþróttum. Félagar í VR eru til dæmis um 14.000 og þar eru bytjunarlaun, miðað við 24 ára aldur og enga starfsreynslu, um 53.000 á mánuði, og eftir sjö ára starfsreynslu rúmar 56.000. Stærðfræðingur með dokt- orsnafnbót gæti ekki einu sinni látið tölur um tekjur og gjöld þessa fólks ganga upp. Hér hljóta að koma til mikil yfirvinna og miklar fjarvistir frá heimili. Lífsgæðakapphlaup Þótt margir þurfi að vinna myrkr- anna á milli til að geta haft ofan í sig og á, gildir það ekki um alla í þessu þjóðfélagi. En vinnusemi er ein æðsta dyggð íslendinga og því skal unnið umfram þörf og getu þar til yfir lýkur. „Eins og staðan er í þjóðfélaginu núna þurfa allir fullorðnir að vera útivinnandi ef þeir ætla að búa við þau lífskjör sem þeir hafa skapað sér og sem þeir sjá að aðrir búa við,“ segir séra Ólafur Jóhannsson. „Þar sem ein fyrirvinna dugði fyrir þtjá- tíu árum þarf tvær núna. Það virðist líka vera erftðara nú að láta enda ná saman. Menn áttuðu sig ekki á því að verðtrygging mundi leiða af sér vinnuþrælkun ákveðinna hópa og kynslóða. Utan vinnutíma toga félagsstörf, áhugamál og annað slíkt í fólk. Tíminn sem menn hefðu ann- ars haft til að vera með börnunum er því fljótur að fara. Það verður aldrei lögð nógu mikil áhersla á það, að þessi tími meðan börnin eru ung kemur aldrei aftur.“ Kristín Jónsdóttir, kennari í Val- húsaskóla, segir að það sé ekki allt- af hægt að varpa ábyrgðinni á skól- ann og þjóðféiagið. „Ábyrgðin er fyrst og fremst hjá foreldrum, þau hafa alla þræði í hendi sér. Einhver segir líklega sem mótsögn að þjóðfé- lagið sé þannig að menn neyðist til að vinna mikið, en þá er líka hægt að spyija á móti, gerum við ekki of miklar kröfur til allra lífsþæginda? Þurfum við að beijast svona eins og við gerum. Þurfum við að eiga allt? Þetta er spurning um verðmætamat og mér finnst vera farið að örla á því núna að fólk hugsi um hvað hafi forgang í lífinu. Mér finnst for- eldrar ekki vera sér meðvitaðir um allar þær hættur sem steðja að barn- inu og ég segi stundum, að það þurfi próf til að verða leikskólakenn- ari en ekki til að verða foreldri." Skilnaðir Það samskiptaleysi og samtals- leysi sem oft verður ríkjandi á heim- ilum af margvíslegum ástæðum, leiðir oft til skilnaðar foreldra. Lög- skilnaðir á íslandi hafa þrefaldast á þijátíum árum, frá 1960 til 1990. Samkvæmt niðurstöðum erlendra rannsókna um það hvernig skilnað- arbörnum farnist, þjáist xh hluti þeirra síðar meir af öryggisleysi og óhamingju, sérstaklega þegar skiln- að ber að við ungan aldur. Áhrif skilnaðar á börn eru því ekki skamm- vin eins og oft hefur verið haldið fram. Af því má þó draga þá ályktun að 2A hlutar skilnaðarbarna komist heilir frá þeim samskiptaörðugleik- um._ „Ég held að fólk reyni ekki alltaf nóg tii að leysa málin áður en það hleypur í sundur," segir Kristín. „Hvers vegna voru skilnaðir svona fátíðir áður fyrr? Var fólk hæfara til að leysa úr málum sínum þá? Það hafði að minnsta kosti ekki aðgang að sálfræðingum og félagsráðgjöf- um eihs og við höfum nú. Ég óttast að mat þjóðfélagsins sé það að ekk- ert tiltökumál sé að skilja. En ekk- ert samband er fullkomið og þegar SJÁ NÆSTU SÍÐU Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Húsnæðisnefndar Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 30, og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga - föstudaga kl. 8-16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 18. nówember 1994. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir umsóknum um kaup á 320 nýjum og eldri félagslegum eignar- íbúðum, sem koma til afhendingar fram á haustið 1996. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um 60 nýjar félagslegar kaupleiguíbúðir, sem afhentar verða á sama tíma. Um ráðstöfun, verð og greiðslu- skilmála þessara íbúða gilda lög nr. 97/1993. UMSOKNIR Húsnæðisnefnd Reykjavíkur. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SIMI 628300 velurðu Siemens Viljirðu endingu og gæði SIEMENS Alltaf-alls staðar með Siemens Það er engin tilviljun að Borgarspítalinn, Landsvirkjun, ISAL, Vegagerð ríkisins, LIN, Hreyfill, Mjólkursamsalan, AmmaLú, ýmsar lögmannsstofur, stofnanir og fyrirtæki treysta á Siemens símabúnað í rekstri sínum. Siemens framleiðir einfaldlega afburda tæki og sé horft á þjonustu- og rekstrar kostnað eru þau sérlega hagkvæmur kostur fyrir allar stærðir fyrirtækja. miniset 300 símarnir eru nettir, sterkir og passa alls staðar. Sérlega mikil talgæði. Vinsælir símV. Verð frá kr. 5400.- euroset 800 eru hin fullkomnu símtæki. Þýsk völundarsmíð eins og hún gerist best. Ýmsar stærðir og gerðir. Verð frá kr. 5600.- Siemens S3 er GSM farsiminn. Hann er nettur, léttur og alltaf tiltækur. Ýmis aukabúnaður fáanlegur. Vandað tæki á góðu verði. HicomlOO eru símstöðvarnar og símkerfin frá Siemens. Glæsileg, traust og örugg kerfi sem sinna þörfum stórra sem smárra fyrirtækja. Verð frá kr. 42.000,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.