Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR EGAR nýir kjarasamningar voru gerðir við hjúkrunar- fræðinga á sínum tíma reyndist afar erfitt að’ fá upplýsingar um efni þeirra. Síðustu daga hefur Morgunblaðið skýrt frá því, að meðaltalshækkun skv. þessum samningum hafi verið um 6-7% og í sumum tilvikum hafi hækkun- in numið 12-14%. Því hefur jafn- vel verið haldið fram að í einstökum tilvikum hafi þessi hækkun farið upp í allt að 20%. Um þetta er tvennt að segja: í fyrsta lagi fer ekki á milli mála, að með þessum samningum hefur verið farið langt út fyrir ramma þjóðarsáttarsamninganna, sem hafa gilt að langmestu leyti á vinnumarkaðnum frá því í febrúar 1990. í öðru lagi fer ekki á milli mála, að kostnaður ríkissjóðs af þessum samningum hlýtur að nema nokkur hundruð milljónum króna. Morgunblaðið hefur leitað eftir því að fá upplýsingar um þennan kostnað en þær hafa ekki legið á lausu. Nú er skollið á verkfall sjúkra- liða, sem er bein afleiðing samning- anna við hjúkrunarfræðinga. Sjúkraliðar vilja halda sama launa- mun á milli sín og hjúkrunarfræð- inga og var í gildi áður en hjúkrun- arfræðingar fengu hina nýju samn- inga. Af þessum sökum er að skap- ast neyðarástand á sjúkrahúsun- um, eins og alltaf verður, þegar Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. einhver heiibrigðisstéttanna fer í verkfall. Þótt málið sé óþægilegt fyrir stjórnvöld verður ekki hjá því kom- izt að leggja spilin á borðið, upp- lýsa hvaða kauphækkanir hjúkrun- arfræðingar fengu með hinum nýju samningum, hvaða efnislegu rök lágu til grundvallar þeirri ákvörðun af hálfu stjórnvalda og hver kostn- aður skattgreiðenda er við þessa samninga. Þá verða stjórnvöld einnig að upplýsa hver afstaða þeirra var við gerð samninganna til þeirrar kröfugerðar, sem ganga mátti út frá sem vísu að kæmi í kjölfarið frá sjúkraliðum. Þjóðarsáttin, sem gerð var í kjarasamningunum í febrúar 1990, hefur skilað stórkostlegum árangri. Hún hefur verið haldin að langmestu leyti á hinum almenna vinnumarkaði og að verulegu leyti í ríkiskerfinu. Verkfall sjúkraliða nú, sem skellur á í aðdraganda almennra kjarasamninga, getur valdið miklum óróa á vinnumark- aðnum. Þeir kjarasamningar, sem við þá verða gerðir, geta skapað fordæmi í komandi samningum. Margt bendir til þess, að með kjara- samningunum við hjúkrunarfræð- inga hafi verið gerð alvarleg mis- tök, sem stjórnvöld horfast nú i augu við. Þess vegna er nauðsyn- Iegt að allar upplýsingar um þessa samninga, aðdragand'a þeirra og efnisleg rök fyrir þeim, komi fram á opinberum vettvangi. VERÐUR ATLANTA HF. HRAKIÐ ÚR LANDI? FÉLAG íslenzkra atvinnuflug- manna hefur boðað til alls- herjarverkfalls hjá flugfélaginu Atlanta hf. eftir tæpa viku. Arn- grímur Jóhannsson, einn helzti eig- andi flugfélagsins og fram- kvæmdastjóri þess, hefur lýst því yfir, að haldi fram sem horfir muni hann flytja starfsemi félagsins úr landi. Það er nauðsynlegt, að flugmenn og verkalýðshreyfingin, sem stend- ur að baki þeim í þessari furðulegu deilu, geri sér grein fyrir þvírað tímarnir eru breyttir. Það er ein- faldlega ekkert því til fyrirstöðu, að íslendingur, sem rekur starf- semi á borð við þá, sem Arngrímur Jóhannsson hefur byggt upp af miklum dugnaði og veitt fjölda manns vinnu, reki fyrirtæki sitt í öðru landi. Munurinn er hins vegar sá, að þá eru mestar líkur á því, að fólk af öðru þjóðerni sitji að þeirri vinnu, sem Islendingar hafa nú vegna myndarlegrar starfsemi þessa flugfélags. Er það sérstakt markmið Al- þýðusambands íslands að halda þannig á máium að fyrirtæki hrek- ist úr landi og fólk missi vinnu sína? Allt framferði verkalýðshreyfing- arinnar í þessu máli er fyrir neðan allar hellur og sýnir að þessi al- mannahreyfing á í verulegum erf- iðleikum með að laga sig að breytt- um tímum og nýjum aðstæðum. Breytingin, sem er orðin, er sú, að nú eiga landsmenn annarra kosta völ. Þeir geta flutt til ann- arra landa og fengið vinnu þar. Þeir geta sett upp fyrirtæki í öðrum löndum og starfrækt þau í vinsam- legra umhverfi en hér. Þeir geta átt margvísleg viðskipti við fyrir- tæki í öðrum löndum, svo sem banka og tryggingafélög, svo að dæmi séu nefnd, og þurfa ekki að vera háðir slíkri starfsemi hér. Athafnamenn á borð við Arn- grím Jóhannsson láta einfaldlega ekki bjóða sér lengur þær takmark- anir á athafnafrelsi þeirra, sem verkalýðshreyfingin virðist halda að hún geti fylgt fram. Þjóðin þarf hins vegar á öðru að halda um þessar mundir en verkalýðshreyf- ingu, sem þekkir ekki sinn vitjunar- tíma. HYAÐ KOSTUÐU S AMNIN GARNIR VIÐ HJÚKRUNAR- FRÆÐINGA? SJON- 100 •varpið- endurspeglar vissa þætti raunveru- leikans, aðra ekki. Það er jafnvel hægt að heyja styrjaldir í sjónvarpi. Og það er hægt að fylgjast með þeim úr þessari órafjarlægu nálægð sem sjónvarp býður uppá. Áhorfendur geta upplifað stríð sem nýja tegund af hasar. Tekið þátt í honum úr öruggri íjarlægð. Tilfínningasljóir fyr- ir síendurteknum harmleik sem snertir okkur einungis einsog hver önnur afþreying. Veruleiki sem er einungis af- þreying er ekki raunverulegur heldur tilbúinn. Settur á svið einsog hvertannað drama í hasarmynd. Þannig getur veruleikinn orðið afþreyjandi blekking og við getum spurt okkur, Er sjónvarpið að ganga af raunveruleikanum dauðum? Svo máttug hefur afþreying ritaðs máls aldrei orðið, ekki einusinni í allsráðandi veröld kaþólsku kirkjunnar á miðöld- um. En þannig getur sjónvarp- ið ekki einungis gengið af raunveruleikanum dauðum, heldur einnig goðsögninni. HELGI spjall Hún dafnar bezt til hliðar við lífið sjálft einsog við sjáum i þýðingar- miklum skáldskap, en hann er ævin- lega sprottinn úr reynslu mannsins sjálfs og raunveruleikanum þarsem hann leitar sjálfs sín og iðkar tilfínningar sínar í samræmi við trú sína og hugmyndir um guð. Það er í veruleikanum, hversdagsleikanum, en ekki hillingum eða blekkingum sem maðurinn ræktar mannúð sína og mennsku. í lok skemmtiþáttar tekur Victor Borge ferska rós upp af sviðinu, finnur ilminn af henni og segir, Hún er næstum því eins falleg og gervirós(!) Ihugunarefni fyrir okkur og þörf dæmisaga um þær um- búðir sem við lifum í. En sjón- varpsrósin hefur marga þyrna. í Bandaríkjunum er sagt að sjónvarpsæskan sé að verða tilfinningalaus. Hún endurtek- ur ofbeldi kvikmyndanna í raunveruleikanum. Og þegar raunverulegt fórnardýr er sært, tilaðmynda af skotsár- um, þá rekur þetta unga fólk upp stór augu og segir undr- andi, Er þetta sárt? Því það er ekkert sárt í sjón- varpi. Og nýlega misþyrmdu þrír sex ára drengir fimm ára telpu í Þrándheimi, skildu hana eftir liggjandi í snjónum þarsem hún varð úti. I sjónvarpshas- arnum deyja þeir ekki sem eru barðir heldur standa þeir upp einsog ekkert sé. Það var, að mér skilst, afsökun drengj- anna sem þekkja ekki mun á sjónvarpslífi og veruleikanum. í sjónvarpinu er dauðinn bara skemmtilegur hasar, jafnvel hann. -| ía -g OFBELDI í SJÓN X U A *varpinu er slæmt, en manndýrkunin og tízkusnobb- ið er engu betri. Það var þá skömminni til skárra hjá Grikkjum, en þeir bjuggu sér til manngerða guði sem voru einkum efniviður í ódauðlegan skáldskap; maðurinn í hlut- verki guðs er hvortsemer blekking. En tízkuskraut Grikkjanna er einhver bezti vitnisburður um fegurðar- dýrkun mannsins og sköpun mikillar listar. M (meira næsta sunnudag) BLAÐAMANNAFUNDI í gær, föstudag, sagði Guðmundur Ámi Stef- ánsson, fyrrverandi fé- lagsmálaráðherra, að skýrsla Ríkisendur- skoðunar staðfesti í einu og öllu, að stjórn- sýsla hans hefði verið í samræmi við regl- ur og venjur. í ljósi þessara ummæla er fróðlegt að bera saman greinargerð Guð- mundar Árna hinn 26. september sl., sem hann lagði fram á blaðamannafundi þá til þess að skýra ýmis atriði í stjórnsýslu sinni, sem gagnrýnd höfðu verið á opinber- um vettvangi svo og ummæli hans á þeim blaðamannafundi og skýrslu Ríkisendur- skoðunar nú. Það skal tekið fram, að grein- argerð Guðmundar Áma var birt í heild í Morgunblaðinu hinn 27. september sl. og ummæli hans á blaðamannafundinum voru birt nánast orðrétt í blaðinu sama dag. Þeir kaflar í skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem fjalla um þessi málefni, erú svo birtir í heild í Morgunblaðinu í dag, laugardag. Helzta gagnrýnin á embættisverk Guð- mundar Árna í heilbrigðisráðuneytinu hef- ur snúizt um samninga þá, sem hann gerði við Björn Önundarson, fyrrverandi trygg- ingayfiriækni, um starfslok hans. í grein- argerð sinni frá 26. september sl. segir Guðmundur Árni Stefánsson um það mál: „í fjölmiðlum hafði þá um langt skeið ver- ið fjallað um meint skattsvik hans og þriggja annarra lækna, sem unnið höfðu örorkumat fyrir tryggingafélög. Þessi mál höfðu miður góð áhrif á starfsemi Trygg- ingastofnunar og á því þurfti að taka. Mál þetta var mjög vandasamt. Það var álit löglærðra ráðgjafa minna og raunar forvera míns sömuleiðis í heilbrigðisráðu- neytinu, að erfítt væri að víkja honum úr starfí sökum lögfræðilegra álitaefna, sem m.a. gætu leitt til skaðabótaskyldu ríkis- sjóðs. Þetta stafaði af því að meint brot læknisins sneri ekki að starfí hans sem tryggingayfirlæknis heldur laut að skatt- skilum vegna starfa hans á hinum fijálsa markaði. Uppsögn úr starfí hefði þýtt, að yfir- gnæfandi líkur bentu til, að orðið hefði að greiða lækninum verulegar fjárhæðir í kjölfar skaðabótamáls. Ég ákvað því að leysa málið með samkomulagi. Læknirinn léti af störfum þá þegar, en auk samnings- bundinna réttinda við starfslok, ynni hann fyrir ráðuneytið tvær skýrslur. Um var að ræða munnlegt vilyrði af minni hálfu. Með þessu vannst að mínu áliti þrennt: Viðkom- andi einstaklingur lét af störfum, án þess að lög væru á honum brotin, og fannst mér það verulegur ávinningur. Kostnaður af starfslokum með þessum hætti var mun minni en hefði verið í kjölfar skaðabóta- máls. Starfskraftar læknisins nýttust í gagnleg mál fyrir ráðuneytið. Mér er ljóst að það var álitamál, hvort velja ætti upp- sögn með málaferlum eða samningum eða fara þriðju leiðina og gera ekki neitt í málinu. Eg valdi samningaleiðina." Á blaðamannafundinum, þar sem þessi skýrsla var lögð fram, urðu eftirfarandi orðaskipti á milli Guðmundar Árna og blaðamanna um þetta mál: „Gerðir þú starfslokasamninginn við tryggingayfirlækninn upp á þijár milljónir króna?“ „Það eina, sem ég kom nærri því var það, að ég lofaði því, að hann fengi þessi tilteknu verkefni. Ég gerði engan starfs- lokasamning við hann, það gerði háttúr- lega vinnuveitandinn." „Var það ekki fullnægjandi, að gerður væri starfslokasamningur við lækninn upp á þijár milljónir króna? Hvers vegna þurfti einnig að gera við hann verktakasamn- ing?“ „Það var ekkert um það að ræða. Ég gerði engan starfslokasamning og ég geri enga starfslokasamninga við einstaklinga, sem vinna fyrir heilbrigðisráðuneytið eða Tryggingastofnun. Það sem ég gerði til að liðka til fyrir því, að maðurinn færi úr þessum störfum, var að gefa munnlegt vilyrði fyrir því, að hann fengi tiltekin verkefni.“ Hvað segir skýrsla Ríkisendurskoðunar um þetta sama mál? Þar kemur fram, að hinn 22. janúar 1993 hafi þáverandi heil- brigðisráðherra óskað eftir áliti ríkislög- manns á því „hvort og þá með hvaða hætti skyldi grípa til aðgerða gagnvart" tryggingayfírlækni og aðstoðartrygginga- yfírlækni vegna rannsóknar, sem þá stóð yfír á meintum skattalagabrotum þeirra. I svari ríkislögmanns 15. febrúar 1993 var bent á, að „ráðuneytið hefði ekki fengið í hendur nein gögn varðandi rannsókn þá, sem yfír stóð og getið var um í bréfi þess. Ráðuneytið hefði þannig ekki neinn form- legan grundvöll, byggðan á gögnum, er það gæti reist aðgerðir á að svo stöddu“. Síðan segir Ríkisendurskoðun: „Málið var á þessum tíma þannig vaxið, að skilyrðum fyrir að veita lausn um stundarsakir sam- kvæmt 3. málsgrein 7. gr. laga nr. 38/1954 var ekki fullnægt. í framhaldi af þessu lýsti ráðuneytið því yfir, að það myndi bíða niðurstöðu rannsóknar lögregluyfír- valda á skattskilum umræddra starfs- rnanna." Ríkisendurskoðun upplýsir að nokkrum mánuðum síðar, eða hinn 14. júlí 1993, hafi ríkislögmaður með bréfi vakið at- hygli heilbrigðisráðherra á því, að „rann- sókn lögregluyfírvalda væri lokið og málin komin til meðferðar hjá ríkissaksóknara. Því væri tímabært, að ráðuneytið færi þess á leit við ríkissaksóknara að fá afrit rannsóknargagna í sínar hendur. Að fengnum þessum gögnum væri embætti ríkislögmanns reiðubúið að veita umsögn um málið, svo sem ráðuneytið hefði áður óskað eftir“. Það var svo fyrir rúmu ári, eða 21. október 1993, að heilbrigðisráðherra ósk- aði eftir því við ríkislögmann, að hann „gæfí álit sitt á starfshæfí Björns Önund- arsonar og Stefáns Ó. Bogasonar í ljósi hinna meintu brota þeirra og um afleiðing- ar hugsanlegrar ákvörðunar ráðherra um að bjóða þeim að segja upp starfí sínu eða víkja þeim ella úr starfi." RÍKISLÖGMAÐUR varð við þessari beiðni ráðherra og skilaði hinn 10. nóvember 1993 17 síðna minnisblaði um þetta mál. Á þetta minnisblað ríkislögmanns er ekki minnzt í greinargerð Guðmundar Árna Stefánssonar frá 26. september sl. og á það var heldur ekki minnzt á blaða- mannafundi hans þann dag. Raunar lá ekkert fyrir um tilvist þess fyrr en skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt. En af efni þess er ljóst, að það gegnir lykilhlutverki í þessu máli. Á blaðamannafundinum í gær, föstudag, sagði Guðmundur Árni hins vegar skv. frásögn Morgunblaðsins í dag, laugardag, að „álit ríkislögmanns hefði ekki verið neitt leyndarmál á sínum tíma og greint hefði verið frá því í fréttum, að það hefði borizt ráðherra". Hvers vegna var ekki frá því greint í hinni ítarlegu greinargerð Guðmundar Árna 26. septem- ber sl.? Guðmundur Árni skýrir afstöðu sína til þessa álits á þann veg, að hann „hefði leitað álits víðar og sín skoðun hefði verið og væri sú, að áhættan af því að láta reyna á dómsmál og skaðabótamál hefði verið meiri en sú leið, sem farin var.“ í ljósi þessara ummæla er fróðlegt að sjá hver skoðun ríkislögmanns var í hinu umrædda áliti frá 10. nóvember 1993. Þar segir m.a.: „Með vísan til þess, sem að framan er rakið, teljum við að þessar ávirðingar séu til þess fallnar að vekja upp vantrú á störf- um læknanna hjá Tryggingastofnun ríkis- ins og í öðrum lögákveðnum störfum þeirra. Samkvæmt því teljum við með hlið- sjón af framanröktum dómafordæmum, að fyrir hendi séu lögákveðin skilyrði til að ráðherra geti neytt heimildar til að veita þeim lausn úr starfi til fullnaðar á grundvelli þessarar refsiverðu háttsemi þeirra. Verði niðurstaða ráðherra sú að veita þeim lausn, er nauðsynlegt við fram- Sautján síðna minn- isblað í skrifborðs- skúffu REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 12. nóvember gang á slíkri lausnarveitingu að huga að þeim reglum, sem koma fram í 7.-11. gr. laga nr. 38/1954. Þannig sýnist geta átt við að leysa þá báða í upphafí frá störfum um stundarsakir. Á það einkum við, telji ráðherra ástæðu til að upplýst verði nánar um, hvort þeir hafí jafnframt brotið af sér í starfí með því að sinna án heimildar þessum störfum í vinnutíma sínum og á vinnustað. Að því er varðar Björn Önund- arson geta að auki verið sérstök rök til að bíða endanlegrar niðurstöðu hinnar opinberu rannsóknar áður en ákvörðun um lausn til fullnaðar er ráðin. Slíkt hefur þó engin áhrif á heimild til lausnar um stund- arsakir nú þegar. Þá verður að gæta þess að virða lögboðinn andmælarétt skv. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 38/1954 og gefa viðkomandi starfsmönnum kost á að tjá sig um þær ávirðingar, sem þeir eru bom- ir, áður en lausn til fullnaðar er ráðin. Loks þarf að gæta þess að tiltaka skýrlega þær ávirðingar, sem lausn úr starfí er byggð á, þar sem þær ávirðingar einar koma til skoðunar í hugsanlegu síðara dómsmáli til heimtu bóta, sem ráðherra byggir á í lausnarbréfí." Þrátt fyrir þetta mat ríkislögmanns komst ráðherra að þeirri niðurstöðu að greiða skyldi fyrrverandi tryggingayfír- lækni af almannafé tæpar þijár milljónir króna „vegna áunninna réttinda sam- kvæmt kjarasamningum“, Um þessa nið- urstöðu segir Ríkisendurskoðun: „Umrædd/ ákvörðun ráðuneytisins um greiðslur sam- kvæmt framangreindu uppgjöri við starfs- lok Bjöms er að mati Ríkisendurskoðunar mjög umdeilanleg í ljósi þeirra upplýsinga, sem fyrir lágu um eðli og stöðu máls hans ... Af framansögðu mátti ráðherra vera ljóst, að mjög ólíklegt væri að hugsanleg ákvörðun hans um að bjóða Birni að segja upp starfi sínu eða víkja honum ella úr starfí myndi baka ríkissjóði bótaskyldu. Að taka ákvörðun um svo umtalsverð fjár- útlát fyrir ríkissjóð vegna starfsloka Björns Önundarsonar, þrátt fyrir jafn afdráttar- lausa og vel rökstudda niðurstöðu embætt- is ríkislögmanns um að skilyrði væru til þess að víkja honum úr starfí, er að mati Ríkisendurskoðunar aðfínnsluverð með- ferð á almannafé.“ Ríkisendurskoðun gerir frekari athuga- semdir við þessa niðurstöðu og segir: „Á sama hátt er aðfínnsluvert að ekki var formlega haft samráð við starfsmanna- skrifstofu fjármálaráðuneytisins um mat á þeim réttindum eða kröfum samkvæmt kjarasamningum, er Björn kynni að eiga á ríkissjóð við starfslok. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Ríkisendurskoðun hefur aflað sér hjá starfsmannaskrifstofunni, er t.d. ljóst að Björn gat í desember 1993 í mesta lagi átt rétt á 30 daga námsleyfí samkvæmt kjarasamningum. Á sama hátt mæla kjarasamningar ekki fyrir um rétt til launa eftir að uppsögn að eigin ósk tekur gildi. Því er bérsýnilega villandi og jafnframt varhugavert í ljósi fordæmisgild- is, sem slíkt kann að hafa, að gefa í skyn að umrætt uppgjör við Björn Önundarson sbr. ráðuneytisbréf frá 15. desember 1993 sé gert með sérstakri skírskotun til áunn- inna réttinda samkvæmt kjarasamning- um.“ RÍKISENDUR- skoðun gerir enn frekari athuga- hllgasemdir semdir við meðferð þessa máls. í skýrslu hennar segir enn: „í uppgjörum við Björn Önundarson var hvorki haldið eftir staðgreiðslu af launum né dagpening- um ... Samkvæmt 3. mgr. 6. gr. nefndrar reglugerðar er því aðeins heimilt að halda utan staðgreiðslu greiðslum launagreið- anda á ferðakostnaði launamanns á hans vegum, að fýrir liggi í bókhaldi launagreið- anda sem og hjá launamanni, gögn um tilefni ferðar og fjölda dvalardaga, fjárhæð ferðapeninga eða dagpeninga o.s.frv. Ekk- ert af þessum gögnum er að fínna í bók- haldi ríkissjóðs. Þá er í uppgjörinu ekki gert ráð fyrir öðrum launatengdum gjöld- um ... Ofangreind bókfærsla á uppgjörinu Frekari at- *$(' * <-« Morgunbiaðið/Rax Heklutindur við Björn er aðfínnsluverð. Að mati stofn- unarinnar ber að færa þessar greiðslur á árinu 1994, sem laun og dagpeninga í bókhaldi ríkissjóðs. Jafnframt hefði af- dráttur opinberra gjalda átt að eiga sér stað við greiðsluna í samræmi við reglur skattyfirvalda þar að lútandi." Um þau sérstöku verkefni, sem Guð- mundur Árni Stefánsson fól fyrrverandi tryggingayfirlækni, segir Ríkisendurskoð- un: „Hér verður hvorki lagt mat á það, hvort þörf hafi verið fyrir umræddar grein- argerðir né hvað eðlilegt sé að greiða fyr- ir þær. Fram hjá hinu er hins vegar ekki hægt að líta, að eins og á stóð var bæði óeðlilegt og óviðeigandi að fela Birni að annast þessi verkefni." Nú geta lesendur sjálfir lagt dóm á það með samanburði á fyrrgreindum tilvitnun- um í greinargerð Guðmundar Árna frá 26. september og ummælum hans á blaða- mannafundi þá og framangreindum tilvitn- unum í skýrslu Ríkisendurskoðunar, hvort það stenzt, sem Guðmundur Árni sagði á blaðamannafundi í gær, föstudag, að skýrsla Ríkisendurskoðunar „staðfesti í einu og öllu, að stjórnsýsla hans hefði verið í samræmi við reglur og venjur“. í GREINARGERÐ Guðmundar Áma Stefánssonar frá 26. september sl. er vikið að gagn- rýni, sem hann hafði orðið fyrir vegna álitsgerðar, sem hann hafði fal- ið lögmanni að taka saman. Þar segir m.a.: „... ég þekkti nokkuð til starfa hans og þekkingar hans á lögfræðilegum álita- efnum. Hann tók saman „lögfræðilega athugun á áhrifum nýlegs hæstaréttar- dóms á bótarétt í almannatryggingakerf- inu vegna sambúðarslita, sérstaklega varð- andi fordæmisgildi og sönnunarbyrði". Fyrir þessa álitsgerð fékk hann greitt skv. reikningi 345.200 krónur. Val manna í nauðsynleg verkefni sem og ákvörðun um þóknun fyrir þau getur stundum verið vandasamt. Hjá því verður stundum ekki komizt vegna anna fastra starfsmanna ráðuneyta. í heilbrigðisráðuneytinu eru hlutfallslega langfæstir starfsmenn allra ráðuneyta, hvort heldur miðað er við fjár- hæðir ellegar starfsmannafjölda þeirra stofnana, sem undir ráðuneytið heyra. Ráðherra verður að geta kallað þá menn til slíkra starfa, sem hann treystir, og oft með skömmum fyrirvara. Hveijir vinna verkefnin og hvað skal greiða fyrir þau er oft álitamál." Um þennan þátt málsins segir Ríkisend- urskoðun: „Það eru að sjálfsögðu ekki efni til þess við hefðbundna fjárhagsendurskoð- un að leggja mat á efnistök og gæði að- keyptra lögfræðiálita af því tagi, sem að framan greinir. Engu að síður þykir með hliðsjón af heimildum stofnunarinnar til þess að kanna meðferð og nýtingu á rík- isfé ekki hjá því komizt að setja spurning- armerki við kostnaðinn við umrætt lög- fræðiálit í Ijósi umfangs þess og eðlis. Samkvæmt reikningunum fóru 108 klukkustundir í umrædda samantekt, sem er þijár og hálf vélrituð síða, og voru greiddar 3.200 krónur auk virðisauka- skatts fyrir hveija klukkustund. Ekki virð- ist það hafa verið sérstaklega kannað, hvort löglærðir starfsmenn ráðuneytisins eða Tryggingastofnunar ríkisins hefðu verið í stakk búnir til þess að gera unn rædda athugun. Fátt bendir til annars en að þeir hafi verið fullfærir til þess að ann- ast hana á fullnægjandi hátt.“ Er þetta „staðfesting í einu og öllu“ á, ;,að stjórnsýsla hans hafi verið í samræmi við reglur og venjur“? Eitt hundr- að og átta klukku- stundir í þrjú og hálft blað „ A þetta minnis- blað ríkislög- manns er ekki minnzt í greinar- gerð Guðmundar Arna Stefánsson- ar frá 26. septem- bersl.ogáþað var heldur ekki minnzt á blaða- mannafundi hans þann dag. Raunar lá ekkert fyrir um tilvist þess fyrr en skýrsla Ríkisend- urskoðunar var birt. En af efni þess er ljóst, að það gegnir lykil- hlutverki í þessu máli.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.